Alþýðublaðið - 07.09.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 07.09.1993, Qupperneq 3
Þriðjudagur 7. september 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 LEIKHÚS & BRYGGJUSPJALL Starfsfólk og lcikarar Leikfélags Akureyrar í upphafi leikársins. Viðar Eggertsson leikhússtjóri lengst til vinstri á myndinni. Leikfélag Akureyrar að hefja sýningar FRUMSÝNA í GRÍMSEY Fyrsta frumsýning Leikfé- lags Akureyrar verður 19. september í Grímsey. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að LA varð að at- vinnuleikhúsi og verður þess afmælis minnst með ýmsu móti. Tveir leikarar, þau Rósa Guðný Þórs- dóttir og Dofri Hermannsson bætast nú í hóp fastráðinna leikara við leikhúsið nyrðra. Leikfélagið fær ennfremur marga nýja krafta til liðs við sig í vetur, Ieikara, leikstjóra og leikmynda- og búningahönn- uði. Athygli vekur að fyrsta ffumsýning leik- ársins verður í Grímsey. Það er bamaleik- ritið Ferðin til Panama byggt á samnefndri bók eftir Janosch, sem komið hefur út á ís- lensku. Leikhópur LA hefur gert leikgerð- ina undir stjóm Ingunnar Jensdóttur, leikstjóra, sem nú leikstýrir í fyrsta sinni hjá LA. Leikmynd og búninga gerir Anna G. Torfadóttir, en Ingvar Björnsson annast um lýsingu. Að ffumsýningu lokinni verður farið í leikferðalag um Norðurland. Um miðjan október verður ffumsýnt verk Ibsens, Afturgöngumar, en það verk hefúr sannarlega gengið aftur og nýtur nýrra vinsælda á fjölunum víða um lönd. Sveinn Einarsson fymam Þjóðleikhús- stjóri leikstýrir sýningunni, en það gerði hann einnig í Kaupmannahöfn á síðasta vetri. Þá mun Sigurður Karlsson fara með eitt aðalhlutverkanna, en hann hefur fengið leyfi ffá Borgarleikhúsinu til að glíma við Afturgöngumar. Með önnur stór hlutverk fara Sunna Borg, Þráinn Karisson, Krist- ján Franklín Magnús og Rósa Guðný Þórsdóttir. Elín Edda Arnadóttir gerir leikmynd og búninga. Ekkert sem heitir - Atakasaga heitir ís- lenskur skemmtunarleikur sem á að létta Norðlendingum og gestum þeirra svartasta skammdegið. Höfundur kallar sig ,JIeið- ursfélaga" og er hann að leggja síðustu hönd á verkið sem verður ffumsýnt um jól- in. Hh'n Agnarsdóttir stjómar, en með helstu hlutverk fara Rósa Guðný Þórsdóttir, Dofri Hermannsson, Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir, Arna María Gunn- arsdóttir, Sigþór Albert Heimisson og fleiri. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd og búninga. / lok janúar verður frumsýnt leikritið BAR-PAR eftir Jim Cartwright, hinn sama og samdi Strætið, sem svo vinsælt varð á síðasta leikári í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar um kvöldstund í lífi hjóna sem reka bar, sem og gesta þeirra. Sunna Borg og Þráinn Karlsson, máttarstólpamir í leikara- liði Leikfélags Akureyrar um árabil, munu án efa sýna sínar bestu hliðar sem hjónin á bamum, auk þess að leika jafnframt alla gestina sem rekast inn á barinn. Guðrún Bachmann íslenskaði verkið, en Hávar Sigurjónsson annast leikstjóm, Helga Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga. Loks er að geta sýningar Leikfélags Ak- ureyrar á Operudraugnum, eða Phantom of the Opera, sem notið hefur mikilla vinsælda erlendis. Leikgerðin er eftir Ken Hill og þykir hin mesta leikhúsupplifun. Tónlist eftir Mozart, Donizetti, Gounod, Verdi og Offenbach, vinsælar aríur úr þekktum verkum þeirra. Nú er leitað að söngvumm til að taka þátt í þessu „óperuspaugi". Þór- hildur Þorleifsdóttir mun leikstýra verk- inu, en tónlistarstjóri verður Gerrit Schuil, og leikmynd og búninga hannar Sigurjón Jóhannsson. Fmmsýnt verður seinni hluta marsmánaðar. Það er því ljóst að það verður mikið um að vera í leikhúsinu á Akureyri og ekki að efa að margir sunnanmenn munu halda norður til að eiga góða stund í leikhúsi. FEGURD f MENNTASKÓLANUM VID HAMRAHLÍD Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason í þar síðasta þætti var tekið bryggjuspjall um hafréttar- og efnahagslögsögumál. Kveikjan var auðvitað Smugu- málið í Barentshafi. Engin niðurstaða varð af fundum íslendinga og Norðmanna um málið og verður vegur frænda okkar að teljast heldur rýr af þeim samskiptum. Á hinn bóginn megum við íslendingar ekki falla í þá gryfju að persónugera þetta mál og segja sem svo, það er allt í lagi að gera það sem okkur sýnist í Smugunni af því Norðmenn eru svo hundleiðinlegt fólk við okkur í markaðsmálum. Hafréttarsamningurinn íslendingar hafa kvittað fyrir Hafréttarsamninginn og þar stendur eins og áður hef- ur verið getið að ríki sem veiða á svæðum sem þessum skulu hafa samráð við strand- ríkið um vemdun fiskistofnanna á svæðinu. Samkvæmt þessu neyðumst við til að haga okkur, eigi að vera samræmi orða og gjörða. A hinn bóginn verður einnig að vera samningavilji hjá hinum aðilanum og þegar hann vantar, ásamt því að Norðmenn hafa ekki staðfest Hafféttarsamninginn er málið í hnút. Þá hafa Norðmenn komið á óvart á sviði sem þeir eru ekki mikið þekktir íyrir. Þeir hafa reynst hinir mestu grínistar í hafréttarmálum. Svalbarðasamkomulagið sannar það svo ekki verður um villst, en þar hafa jafnvel arabaþjóðir komið undirskrift sinni, hvemig sem það má svo vera. Boltinn er hjá Norsurum, og varla að búast við miklu frá þeim fyrr en eftir kosningamar sem fara þar fljótlega í hönd. Fleiri smugur Þeir íslendingar sem em harðir á því að eina leiðin til að greiða úr þessum flækjum sé að færa út efnahagslögsögumar hljóta að gleðjast jtessar dagana yfir fréttaflutningi víða að. Smugan í Barentshafi er ekki sú eina og nú em Rússar orðnir vitlausir út af ufsaveiðum fyrir utan lögsögu þeirra, sem er reyndar í rússnesku innhafi. Þá er enn ein smuga sem bandaríska og rússneska lögsagan umlykur og þar em einnig stundaðar ufsaveiðar. Svo langt ganga stórþjóðimar að þær segjast muni stöðva veiðar á [tessum svæði með öllum ráðum. Baráttan um stærstu matarkistu heims fer þvf harðnandi og kröfumar um yfirráða- réttinn á úthöfunum sömuleiðis. Við Færeyjar Ofan á allt komu svo fréttir þess efnis að breskt fyrirtæki væri farið að gá eftir olíu aðeins 15 mílum utan við færeysku efnahagslögsöguna. Auðlindimar em nefnilega fleiri en fiskamir sem synda í yfirlæga hafinu. Dýrmætir málmar geta leynst bæði á og undir botninum og einnig olía og gas í botnlögum. Færeyingar og Danir virðast vera h'tt hrifnir af þcssari framtakssemi Bretanna. Sem sannir hafréttindamenn skulum við því aðeins kíkja í Hafréttarsamninginn urn slík mál. Þó því sé þannig farið að strandríki verði að sætta sig við veiðar annarra þjóða utan 200 mílnanna, eins og er að minnsta kosti, em réttindi þeirra yfir sjálfu landgmnninu á annan veg. 77. grein Haíféttarsamningsins hljóðar svo: 1. Strandríkið beitir fullveldisréttindum yfir landgmnninu að því er varðar rann- sóknir á því og hagnýtingu náttúmauðlinda joess. 2. Réttindin samkvæmt 1. tl. em sérréttindi í þeim skilningi að rannsaki strandríkið ekki landgmnnið sé hagnýti náttúmauðlindir þess má enginn ráðast í jjessa starf- semi án skýlauss samþykkis strandríkisins. 3. Réttindi strandríkisins yfir landgmnninu em ekki háð töku. virkri eða að nafninu til, né sérstakri yfirlýsingu. 4. Til náttúmauðlindanna, sem getið er í joessum hluta, teljast jarðefnaauðlindir og aðrar ólíffænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna, ásamt lífverum í flokki botnseturstegunda, þ.e.a.s. vemm sem á nýtingarstigi em annað hvort hreyfing- arlausar á eða undir hafsbotninum eða geta ekki hreyft sig nema í stöðugri snert- ingu við hafsbotninn eða botnlögin. Að mati þorskastríðsmanna gefur þessi grein Hafréttarsamningsins færi á því að banna notkun á botndregnum veiðarfæmm utan efnahagslögsögunnaraf þeirri ástæðu einni að þau geti raskað eða skemmt hugsanleg verðmæti sem á botninum kunna að liggja eða þrífast. Gallinn er auðvitað sá að slíkt yrði einnig að ná yfir strandríkið sjálft. Nýfundnalendingar myndu vafalaust verða því fegnastir að botndregin veiðar- færi hyrfu af nefinu og halanum á Stóra bankanum jteirra, því öll þau ríki sem þar em að skarka nota botnvörpur. Þessu er aðeins öðmvísi farið hér á Reykjaneshryggnum þar sem talsvert hefur verið veitt í flottrollið og Franshóllinn þannig lagaður að er- lendu þjóðimar eiga ekki hægt um vik á honum þegar eftirlit er í lagi. Þessi sterka staða strandríkja til yfirráða yfir sjálfu landgrunninu tengist 350 mílna hugmyndinni og að lokum skulum við líta á grein Hafréttarsamningsins þar sem þær koma til sög- unnar og skoða þá sem hér er á undan og hana í þessu ljósi. 350 mílurnar VI. hluti Hafréttarsamningsins heitir LANDGRUNN og er 76. greinin upphaf Jtess kafla og fjallar hún um skilgreiningu á landgmnninu. Greinin f heild er það löng að hún verður ekki öll upptalin hér en þorskastríðsmönnum em kærir 5. og 6. töluliðir þessarar greinar. í 5. tl. segir að línumar sem marka ytri mörk landgmnnsins (eftir skilgreiningum í 4. tl.) skulu annað hvort ekki vera lengra en 350 sjómílur frá gmnn- línunum sem víðátta landhelginnar er mælt frá 100 sjómflur frá 2500 metra jafndýpt- arlínunni, sem er lína milli staða þar sem dýpi er 2500 metrar. 6. töluliðurinn hnykkir svo á 350 mflunum enn frekar, þannig að í ljósi þess að strandríki beili fullveldisréttindum yfir landgmnninu er sannarlega spuming hvort ekki sé tími til kominn að láta jtessi ákvæði Hafréttarsamningsins ekki daga uppi sem orðin tóm.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.