Alþýðublaðið - 07.09.1993, Síða 8
HANKOOK
sumarhjólbarðarnir
vinsælu
á lága verölnu
Leitiö upplýsinga
og geriö
verösamanburö
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 • simi 68 30 80
HANKOOK
sumarhjólbaröamir
vinsaalu
á lága verðinu
Leitið upplýsinga
og gerlö
verösamanburö
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 • simi 68 30 80
Breytingar á þingsköpum Alþingis
RÆÐUTÍMINN STYTTUR?
Möguleiki á að stjórnarandstaðan sœttist á takmarkaðan rœðutíma gegn formennsku íþingnefndum
Hugsanlegt er að stjórnmálaflokk-
arnir sem fulltrúa eiga á Alþingi komi
sér saman um styttingu ræðutíma í um-
ræðum á þinginu sem hefst í byrjun
október. Þetta er eitt af því sem forsæt-
isnefnd Alþingis og formenn þingflokk-
anna hafa verið að ræða í tengslum við
breytingar á þingsköpum og starfsáætl-
un Alþingis.
Eins og menn muna fór mikill tími Al-
þingis á síðast liðnum vetri í umræður und-
ir dagkrárliðnum „þingsköp", enda hefur
þingið unnið eftir nýju skipulagi og nýjum
þingsköpum undanfarinn tvö ár. Þrátt fyrir
að forseta þingsins sé heimilt að skerða
ræðutíma við ákveðnar aðstæður, hefur
þeirri heimild nánast aldrei verið beitt. Þar
sem umræður hafa hins vegar oft verið
Það verður sjálfsagt erfitt fyrir Steingrím J.
Sigfússon að sætta sig við styttingu á ræðu-
tíma Alþingis, en hann er þekktur fyrir að
tala oft og óþarflega lengi að margra mati.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
óþarflega langar um smávægileg mál, hef-
ur forsætisnefndin sest niður tii að ræða
breytingar á þingsköpum með styttingu
ræðutímans í huga. Samkvæmt upplýsing-
um Alþýðublaðsins mun vera nokkuð breið
samstaða um þetta meðal þingflokkanna,
þótt ekki séu allir á eitt sáttir í einstökum at-
riðum.
Önnur róttæk hugmynd sem rædd hefur
verið í forsætisnefndinni er sú hvort sá
möguleiki sé fyrir hendi að stjómarand-
staðan fái formennsku í einhverjum nefnd-
um Alþingis. Margir fulltrúar stjómarand-
stöðuflokkanna hafa mikinn áhuga á þessu,
enda em fordæmi fyrir slíku fyrirkomulagi
erlendis. Afstaða þingmanna stjómarflokk-
anna og ráðherra mótast hins vegar eftir því
hvaða nefndir verið sé að ræða um og
hvaða þingmenn stjómarandstöðunnar
hugsanlega verði formenn nefnda.
Samkvæmt drögum að starfsáætlun Al-
þingis verður 117. löggjafarþingið sett
föstudaginn 1. október næstkomandi. Þing-
fundir hefjast síðan mánudaginn 4. október
með stefnuræðu forsætisráðherra. Viku
síðar eða 12. október er gert ráð fyrir að
fyrsta umræða um fjárlög hefjist. Sam-
kvæmt drögunum er áætlað að þinginu
ljúki 30. apríl 1994.
Beingreiðslur til bœnda
Haukur sáttur
við útreikninga
Sighvatur fór með rétt mál.
Það vakti athygli á fundi Félags
frjálslyndra jafnaðarmanna um land-
búnaðarmál, í síðustu viku, að Hauk-
ur Halldórsson formaður Stéttasam-
bands bænda gerði ekki athugasemd-
ir við útreikninga um beingreiðslur til
bænda. Þetta munu vera sömu út-
reikningar og Sighvatur Björgvins-
son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
studdist við þegar hann sagði frá
þessu styrkjum í fjölmiðlum fyrir
nokkru.
Taflan sem sýnir beingreiðslumar var
unnin af Guðmundi Ólafssyni hagfræð-
ingi og notaðist hann við hana á áður-
nefndum fundi um landbúnaðarmálin.
Guðmundur spurði Hauk Halldórsson,
sem var meðal gesta á fundinum, hvort
þessar tölur væru ekki mjög nærri lagi.
Haukur sagði tölumar vera nokkuð rétt-
ar og gerði engar athugasemdir víð út-
reikningana urn beingreiðslurnar til
bænda.
Það kemur því nokkuð á óvart að
Haukur skuli fara fram á að Sighvatur
biðjist afsökunar á ummælum sínum um
beingreiðslumar, þar sem Haukur hefur
sjálfúr lagt blessun sína yfir tölumar sem
Sighvatur studdist við. Sighvatur sagði í
fyrstu að heldur fleiri bændur fengju yf-
ir 400 þúsund krónur á mánuði, en hefur
leiðrétt það síðan.
Eftir stendur að yfir 20 býli fá um 420
þúsund krónur í beingreiðslur á mánuði.
Þrátt fyrir að upphæðin skiptist ef til vill
á fjölskyldu bóndans, sem vinnur við
búið, þá em það þessar háu greiðslur
sem skattborgaramir hafa áhuga á.
HARPRUÐIR MR-INGAR...
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Vinningstolur r- laugardaginn: 4. sept. 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
|[| 5 af 5 1 2.453.725
||+4af5 2 212.940
IRl 4 af 5 87 8.444
|EB 3 af 5 3.107 551
Aðaltölur:
@(5)
®@0
BÓNUSTALA:
(g)
Heildarupphæð þessa viku:
1 kr. 5.326.190 [
UPPLVStNGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
Hafðu það huggulegt
í haust
... og skemmtilegt líka
KYNNTU ÞÉR HAUSTTILBOÐIÐ OKKAR
TILBOÐ Á 36 BÆJUM:
Gisting og
ókeypis
afþreying
Ferðaþjónusta bænda,
Bændahöllinni v/Hagatorg,
símar 623640/42, fax 623644