Alþýðublaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 1
*
McDonald’s hefur opnað á Islandi
GÆÐAKROFUR KOMU MATVÆLA-
FYRIRTÆKJUM í OPNA SKJÖLDU
- víða þurfti að grípa til róttœkra breytinga til aðfullnœgja hreinlœtis- og gœðastöðlum bandaríska hamborgararisans
Gæðastaðlar McDonald’s komu eins og þruma yfir íslenskan matvæla-
iðnað. Kröfumar eru harðar. Harðari en svo að ekki þyrfti verulegar endur-
bætur í mörgum þeim fyrirtækja sem McDonald’s skiptir við, en þau em
mörg. Alþýðublaðið hefur það fyrir satt að í nýlegum húsakynnum Mjólk-
ursamsölunnar, hafi orðið að gera miklar breytingar; einnig hjá Reykjagarði
í Mosfellssveit sem leggur til kjúklinga til staðarins; og hjá Kjötbankanum
í Hafnarfírði, sem annast um hamborgaragerðina.
McDonald’s í Reykjavík var kynnt
blaðamönnum í gærdag, - en í gærkvöldi
opnaði forsætisráðherra staðinn og fékk
fyrsta opinbera Makkann, og það Big Mac.
stjómarmaður í McDonald’s í Bretlandi, en
hann er fyrrverandi blaðafulltrúi frú Thatc-
hers, sem lengi hélt um stjómtaumana í
Bretlandi.
„Velgengni McDonald’s víða um heim
stafar af mörgum þáttum, meðal annars
þeirri staðreynd að fólk veit að hverju það
gengur hjá okkur, hvort heldur það er í
London, Moskvu, Hong Kong - nú eða
Reykjavík", sagði Sir Bemard Ingham,
Sir Bemard sagði að vissulega væri vel-
gengni og vinsældir McDonald’s-veitinga-
húsanna merkileg saga, en leyndarmálið
væri í raun þetta, sömu gæði alls staðar,
fúllkomið hreinlæti, og fljót og góð af-
greiðsla. Sagði Sir Bemdard að vel hefði
Gudlaugur Tryggvi fimmtugur
Mikið fjölmenni heiðraði Guðlaug Tryggva Karlsson, hagfræðing, með nærveru sinni í
Átthagasal Hótel Sögu í gærkvöldi í tilefni af fimmtugsafmæli kappans. GuðlaugurTryggvi
hefur víða lagt hönd á plóg, hvort sem það er í kratastarfi, hestamennsku, kórsöng, ferðalög-
um eða ritstörfum. Vina- og ættingjahópurinn er ljölmennur, það mátti sjá á mannfjöldanum
sem heiðraði afmælisbamið. „Svona hlæjum við saman“, sagði utanríkisráðherra þegar
hann heilsaði upp á Guðlaug Tryggva. Og sannarlega var þetta hrossahlátur hinn mesti. Til
hamingju með að vera korninn í „senatið", GuðlaugurTryggvi.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Miðvikudagskvöldið 15. september
KRATAKAFFI -
með formanninum
Alþýðublaðinu hefur borist það lil eyma
að næstkomandi miðvikudagskvöld fari
Kratakaffi Alþýðuflokksfélagsins í Reykja-
vík aftur í gang í Rósinni - félagsmiðstöð
jafnaðarmanna í Reykjavík. Kvöldið hefst
klukkan 20:30 og að vanda verða á boð-
stólum veglegar veitingar. Búist er við fullu
húsi þannig að vissara er að mæta með fyrra
fallinu. Einsog menn hafa ef til vill getið sér
til af fyrirsögninni þá verður gesturinn í
Kratakaffi þetta kvöld Jón Baldvin Hanni-
balsson formaður Alþýðuflokksins og utan-
ríkisráðherra.
tekist til hér á landi og hann gæti fullyrt að
gæðin hér væm hin söntu og annars staðar
hjá fyrirtækinu.
Fjölmennt lið breskra McDonald’s-
manna kom hingað til lands til að vinna að
uppsetningu nýja staðarins við Suðurlands-
braut. Vanir menn sem annast um rekstur
slíkra staða í Bretlandi, sem eru orðnir 500
talsins.
Við spurðum Peter Richards hvað stað-
urinn gæti framleitt margar máltíðir á ein-
um degi. Honum vafðist tunga um tönn og
sagði að þær yrðu eins margar og eftir-
spumin, allir mundu fá sinn hamborgara og
það fljótt, en talið væri að 23 milljónir
McDonald’s hamborgara væm snæddir á
degi hverjum og færi þeim stöðugt íjölg-
andi, enda McDonald’s opnaður á 8 tíma
fresti allan sólarhringinn. Eftir öðmm leið-
um var okkur sagt að steikja mætti 1.080
hamborgara á klukkustund á einu grilli, en
þegar mikið liggur við er annað grill tilbúið.
Framleiðslugetan hér á landi er því gífurleg.
Hamborgarar hafa verið vinsælir hér á
landi um langt árabil, og Tommahamborg-
arar vom íslensk hamborgarakeðja í líkingu
við bandaríska risalyrirtækið. En hvað
segja talsmenn hamborgaraiðnaðarins ís-
lenska. Við slógum á þráðinn til Jónasar
Þórs Jónssonar, en kjötvinnsla hans er
þekkt fyrir gott nautakjöt.
„Það er margt gott um McDonald’s að
segja, hreinlæti, hraða og annað. Þeir geta
kennt okkur ýmislegt. En ég leyfi mér að
fullyrða að þeir verða ekki með betra hrá-
efni en til dæmis Tommahamborgastaðim-
ir. Þeir em með fyrsta flokks ungnautakjöt.
Eldhúsið hjá McDonald’s er þrælskipulögð aðgerð, scm tryggir góðan mat á mettíma. Hér eru
ungir menn og konur að störfum í gær við annaö af tveim grillum veitingahússins.
Alþýðublaðsmynd / Bnar Ólason
McDonald’s auglýsir að þeir séu með sér-
valið nautgripakjöt, það getur þýtt að þar sé
notast við kjöt af eldri gripum. Mér finnst
einhvemveginn eins og þetta erlenda fyrir-
tæki vilji álíta sem svo að hér hafi ekki fyr-
irfundist góðir hamborgarar, en það er nú
öðm nær. Margir veitingastaða okkar nota
aðeins fyrsta flokks ungnautakjöt, ferskt en
ekki frosið, og nýbökuð brauð úr ofninum,
sem hljóta að vera betri en þau sem flutt em
milli landa", sagði Jónas Þór.
En hvað kostar Stóri Makk, eða annar
matur við Suðurlandsbrautina? Kjartan Öm
brosti við og sagði að það yrði að koma í
ljós á morgun, það er í dag. Margir bíða eft-
ir þessunt verðskrám, einkanlega keppi-
nautamir á markaðnum, og þeir em ntargir.
Kjartan Öm sagði hinsvegar að verðið yrði
hagstætt, og vel á færi fjölskyldnanna að
njóta máltíðar hjá McDonald’s við Suður-
landsbraut.
Akureyri: Iðnaður í erfiðleikum -
sjávarútvegur og opinber þjónusta dafna
Litla Hong Kona"
” in ab draugabæ
- en engin ástæía til a&
ast ab Akureyrar bíði svipuð
orlog og D|upavikur e&a Hjalt-
eyrar - lönaóurinn hefur hrun-
ib en sjávarútvegur og opin-
ber biónusta kornið i sta&inn
■rrtg
90
í nýjasta tölublaði Vinnunnar, tíma-
riti Alþýöusambands íslands, er að
finna athyglisverða grein eftir Þröst
Haraldsson á Dalvík sem ber fyrir-
sögnina: „Utla Hong Kong“ oröin aö
draugabœ. í greininni fjallar Þröstur
um atvinnuástandið á Akureyri scm
hefur verið með verra móti upp á síð-
kastið. En Þröstur er ekki einn af þess-
um dómsdagspredikurum sem ekkert
sjá framundan nema svartnsetti og ný
móðuharðindi. Hann bendir í grein-
inni á að engin ástæða sé til að óttast,
iðnaðurinn hafi jú orðið illa úti á síð-
ustu árum, en við hafi tekið blómstr-
andi sjávarútvegur og jafnlífieg opin-
ber þjónusta. íbúum á Akurevri hafi
og tjölgað um 570 manns á þremur ár-
um sem sé meira en aðrir staðir á
landsbyggðinni geti hrcykt sér af.
.dkítta fólk hefur ekki sest að í flótta-
mannabúðum né heldur lagst upp á Fé-
lagsmálastofnun Akureyrarbæjar. Það
hefur komið til að ganga í skóla, sækja
sjóinn eða annast opinbera þjónustu,"
skrifar Þröstur. Hann telur síðan upp
nokkur atriði sem séu Akureyringum til
að mynda í hag.
Skólar: á Akureyri era tveir nýir skól-
ar, 950 manna Verkmenntaskólinn sem
stofnaður var 1984 og vel á 400 manns
verða senn í Háskólanum á Akureyri.
Opinber þjónusta: Öflugt tjórðungs-
sjúkrahús, Húsnæðisstofnun, Skipulag
ríkisins, Hafrannsóknastofnun og Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins. Einnig hef-
ur verið rætt um að flytja alla starfsemi
Byggðastofnunar og RARIK norður um
heiðar.
Iðnaður: Efnaverksmiðjan Sjöfn,
Kaffibrennsla Akureyrar og KEA.
Sjávarútvegur: Útgerðarfélag Akur-
eyringa og Samhetji-
Nýsköpun: Hátæknifyrirtækið DNG,
Haftækni og Gúmmívinnslan.
Scm sagt, allt á uppleið á Akureyri. Al-
þýðublaðið fagnar því að heyra slík bjart-
sýnissjónannið og jákvæða atvinnumála-
umljöllun á þessum tímum þegar böl-
móðugir vaða uppi, hvarvetna. Mættum
við fá meira að heyra.
4