Alþýðublaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. september 1993 STUTT & ERLEND MALEFNI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Fjölskyldu- og húsdýragaröurinn: Aðsóknarmet slegin og breyttur opnun- artími Aðsókn gesta að Fjölskyldu- og húsdýragarðiruun í Laugardal hefiir und- anfama mánuði farið fram úr björtustu vonum manna. Þetta má efalaust rekja til veðursins í sumar sem var með eindæmum gott tíl útívistar af þessu tagi. Talsmenn svæðisins upplýsa STUTTFRÉTTIR um að nú þegar hafi komið 208 þúsund gestir í garðinn og aðsóknarmet hafi verið slegin flesta mánuði ársins miðað við fyrri ár. Um síðustu mánaðarmót breyttist opnunartími Hús- dýragarðsins og vetrardagskrá tók gildi. í vetur mun þannig garðurinn verða opinn virka daga frá klukkan 13 til 17 og lokað verður á miðvikudögum. Á laugardögum og sunnudögum verður opið frá klukkan 10 tíl 18. Ákveðið hef- ur verið að hafa Fjölskyldugarðinn opinn í vetur á laugardögum og sunnudög- um frá klukkan 10 til 18. Öll tæki verða í notkun og veitíngasalan opin. Aðra daga í vetur geta gestir og gangandi heimsótt Fjölskyldugarðinn og nýtt sem útívistarsvæði. Myndlist: Kristbergur Pétursson og Níels Árnason með sýningar í Hafnar- borg Kristbergur Pétursson opnaði laugardaginn 28. ágúst sýningu í Hajhar- borg. Á sýningunni eru rúmlega 40 olíumálverk og teikningar. Þetta er sjö- unda einkasýning Kristbergs, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Sama dag og Kristbergur opnaði sína sýningu þá opnaði Níels Árnason sýningu í Sverrissal í Hafnarborg. Á sýningu hans eru 35 pastelmyndir. Þetta er fyrsta einkasýning Níelsar, en hann tók þátt í sam- sýningu hafnfirskra listamanna árið 1983 í tilefni af 75 ára afmæli Hafhar- fjarðar. í Kqffistofu Hafnarborgar sýnir Eria Stefánsdóttir og á sýningunni erufrumdrög huliðsheima Hafnarfjarðar. STUTTFRÉTTIR benda lesendum á að sýningunum lýkur næstkomandi mánudag, 13. september, þannig að nú fer hver að verða síðastur. Opið er alla daga, nema þriðjudaga, frá klukkan 12 til 18. Stofnun Sigurðar Nordals: Fyrirlestur um Jóns sögu helga Doktor Peter G. Foote, fyrrverandi prófessor við Lundúnahásbóla flytur opinberan fyrirlestur um Jóns sögu helga í boði Stofnunar Sigurðar Nordals þriðjudaginn 14. september (á fæðingardegi Sigurðar Nordals) í Veitingastof- unni Tæknigarði, klukkan 17:15. Fyrirlesturinn nefnist „Hugleiðingar um Jóns sögu hins helga Ögmundarsonar". Peter G. Foote hefur um langt árabil verið einn helstí fræðimaður um íslensk efni á Bretlandseyjum og eftir hann liggja mörg rit um íslenskar fombókmenntír, þýðingar og útgáfur. Þá hefur hann lengi verið einn af forvígismönnum Víkingafélagsins breska. STUTT- FRÉTTIR mæta. Kattavinafélagið: Flóamarkaður í Kattholti Um næstu helgi, laugardag og sunnudag 11. og 12. september, ætíar Katta- vinafélagið að halda flóamarkað í Kattholtí. Það er von aðstandenda félagsins að félagsmenn og aðrir velunnarar katta látí eitthvað af hendi rakna. Nokkuð mun vera langt síðan síðastí flóamarkaður félagsins var haldinn og liggja að sögn fyrir því nokkrar ástæður. Óumflýjanleg lokun „óskiladeildar" hefur leitt tíl gífurlegra vandræða hjá félaginu. Vegna þessa var nauðsynlegt að leggja í miklar framkvæmdir, sem Kattavinafélagið hefur aldrei bolmagn til að fara út í af eigin rammleik. Félagið vill koma á framfæri þökkum tíl allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum og veitt Ijárstuðning vegna ffamkvæmd- anna. Allur ágóði af flóamarkaðnum um helgina mun renna tíl óskilakattanna í Kattholtí. STUTTFRÉTTIR óska þessu merka félagi og köttunum í þess umsjá alls hins besta. „Galvaniserað bárujárn(( - þetta gamla góða...enn betra Vírnet hf. hefur framleitt galvaníserað bárujúm allt ffá árinu 1978. Þessi vara hefur átt mikilli velgengni að fagna, á íslenskum byggingamarkaði í gegnum árin. Þessi tegund bárujáms sameinar marga góða kosti: ffemur ódýrt, sígilt útlit og er varanleg lausn við viðhald og nýbyggingar, hægt að nota á hvort eð heldur þök eða veggi. Vímet hf. mun nú bjóða þetta efni með þykkari sinkhúð en áður hefur þekkst. Stál seni ætlað er til þak- og veggja- klæðninga er alltaf húðað til að veija það málmtæringu. Sink (Zn) og ál (Al) em þeir málmar sem algengastir em tii húðunar á stáli, eða blöndur af þeim. Hér er uni sinkhúð að ræða. Sinkmagn á plötum er gefið upp í grömmum á fermetra, heildarþykkt sinkhúðar á báðum hliðum. Algengast er að klæðn- ingaefni sé með 270 gr./m2. Þar sem ending sinkhúðar er í réttu hlutfalli við þykkt hennar þá leiðir aukið sinkmagn til lengri endingar án þess að stálið fari að ryðga eða tærast. Með þetta allt saman að leiðailjósi hefur Vímet hf. ákveðið að bjóða þykkari sinkhúð eða 350 gr./m2. Þeir lesendur STUTT- FRÉTTA sem áhuga hafa á þessari stórbættu framleiðslu fyrirtækisins er bent á að hal'a samband í síma 93-71000. Umhverfismál GORBI, GRÆNI STRÍÐSMAÐURINN Frá kalda stríðinu til gróðurhúsaáhrifa - Fyrrum Sovétleiðtogi leitar að nýrri rullu Gorbi græni færir umhvcrfisvemdarsinnum og heiminum öiium nýja von. Á túnum þegar umhverfisvemdar- hreyfingjn virðist leita logandi ljósi að nýjum leiðtoga eru líklegustu kandídat- arnir fjarverandi án leyfis. Varaforset- inn A1 Gore, höfundur bókarinnar, Jörð í jafnvægi“ (Earth in Balance) hefur snú- ið sér að öðrum verkefnum til að halda í við Hillary og aðra nána samstarfsmenn forsetans í hinni framtakssömu nýju rík- isstjóm í Washington. Norski forsætis- ráðherrann, Gro Harlem Bmndtland, tileinkaði mestum hluta síðasta áratugar til að vekja athygh á umhverfismálum, en orðspor hennar hefur farið hnignandi eftir að Norðmenn tóku að nýju upp hvalveiðar í trássi við alþjóðabann. Nú stikar inn í skarðið (tómarúmið) Mik- hail Gorbasjov, sem enn einu sinni er mað- ur með erindi. Framtak hans til að enda kalda stríðið og ýta á umbætur í átt til auk- ins lýðræðis í Rússlandi var einfalt mál samanborið við hið nýja verkefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Sem forseti Al- þjóðlega græna krossins, einkastofnunar sem sett var á legg í þeim tilgangi að hjálpa til við samræmingu á frumkvæðum í um- hverfismálum, ætlar Gorbasjov sér ekkert minna en að eiga frumkvæði að áætlunum um að bjarga plánetunni. Maður með grænt hjarta Jafnvel þegar hann sat í forsæti stórveld- is talaði Gorbasjov eins og maður með grænt hjarta. Á fundi Sameinuðu þjóðanna 1988 hvatti hann til að stöðvaðar yrðu „árásir mannkynsins gegn náttúrunni." í dag, hljómar hann oftar en ekki líkt og hnetubrotsbakpokaferðalangur frá Kali- fomíu fremur en fyrrum kommúnisti sem braut sér leið upp valdastigann í ríki sem sýnt hefur einhveija mestu óábyrgð í um- hverfismálum á okkar tímum. Gorbasjov er líklega eini leiðtogi heimsins sem notað hefur orðið noosphere (orð sem vísar mannlegrar meðvitundar eins og tengist líf- ríkinu) í meiriháttar ræðum. Gorbasjov kom Græna krossinum á fót snemma á árinu í Kyoto, Japan, á ráðstefnu um málefni jarðarinnar. Fundinn sóttu þingmenn, trúarleiðtogar, umhverfisvemd- arsinnar og vísindamenn. Ævintýraleg ræða hans var á köflum mótsagnakennd og óraunsæ, en hún var laus við hugtök í lík- ingu við „varanlega þróun“ og „umhverfis- venjur“ sem eru svo áberandi í umræðum um umhverfismálefni. Margt af því sem sagt var í ræðunni mundi þýða pólitískt sjálfsmorð fyrir flesta stjómmálamenn í heimi iðnríkja. Gorbasjov réðist á slíkar heilagar kýr eins og þróun, framfarir og nú- tfma skilgreiningar á efnislegri hamingju. „Tækni hefur ekki aðeins rrústekist að draga úr átökum milli manns og náttúru," sagði Gorbasjov, „hún hefúr magnað þau átök ... Kreppa siðmenningarinnar sem er sjáanleg í dag er kreppa hinnar bamslegu trúar trú á almætti mannkynsins.“ Hann hélt því fram að heimurinn yrði að gefa upp á bátinn þá áráttu að vilja sigra náttúmna og tileinka sér „heimspeki takmörkunar" byggða á skilningi á því að tæknin geti ekki leyst öll vandamál. Reynslumikill maður Gorbasjov veit frá fyrstu hendi hvað mannkynið getur gert umhverfinu. „Ég kom fyrst auga á hættuna í Stavropol, þar sem vanþróaðir búskaparhættir leiddu af sér sandstorma sem sviptu burt gróðurmold," sagði hann í viðtali við TIME. Á meðan dvölinni í Kreml stóð þurfti hann að eiga við hveija hryllingssöguna á fætur annarri um sortaða himna völdum reyks, ár ónýttar af eiturúrgangi og flóð á ökmm völdum vegna lélegra fyrirhleðslna. „Bændur gerðu uppreisn út af þessum hörmungum," sagði hann, „en vegna alræðiskerfisins var ekki hlustað á mótmæli þeirra." Síðan kom sprengingin í kjamorkuverinu í Tjemóbýl, sem fyllti mælinn. Öll okkar skyldu þá hvers konar skrímsli við hefðum skapað.“ Á fundi Umhverfisráðstefnunnar í Moskvu 1990, þegar hann var enn forseti Sovétríkjanna, gerði Gorbasjov að tillögu sinni að stofnuð yrði stofnun álíka Rauða krossinum til að takast á við umhverfis- vandamál sem virða engin landamæri. Á síðasta ári ályktaði umhverfisvemdarráð- stefnan í Ríó að Alþjóðlegi græni krossinn yrði settur á fót, og sex mánuðum seinna lét hollenska ríkisstjómin af hendi rakna 1,1 milljón dollara til að koma málinu af stað. Á svipuðum tíma, var Græni krossinn stofnaður af stað af Roland Wiederkehr, umhverfisvemdarsinna og meðlimi sviss- neska þingsins. Hann viðurkenndi góðfús- lega stjömumátt Gorbasjovs og gekk að boði Rússans um að snúa bökum saman, en Roland er nú framkvæmdastjóri þessa átaks. Stofnunin hefur aðalstöðvar í bæði Haag og Genf. Gorbi nýtur virðingar Frá stofnun Græna krossins hafa Gorba- sjov og Wiederkehr hitt rjómann af um- hverfisvemdarsinnum til að velja mikil- vægustu verkefnin. Meðal helstu mögu- leika em: áætlun um að samræma aðgerðir til að hreinsa ánna Volgu; áætlun um að vemda hinn óspillta Plitvicka-vatna þjóð- garðinn á landamæmm Serbíu og Króatíu fyrir átökunum sem em að setja Balkan- skagann í rúst; setja á fól nefnd um iðnaðar- mál sem myndi hjálpa til við að koma f veg l'yrir slys í efnaverksmiðjum eins og gaslek- ann sem varð tvö þúsund manns að fjörtjóni í Bhopal á Indlandi; hafa frumkvæði aðþví að leiða sjónir manna að vandamálum sem fela í sér not og losun eiturefnaframleiðslu hergagnaverksmiðja heimsins. Virðing Gorbasjovs hefúr laðað að stjóm Græna krossins meðlimi eins og Javier Pér- ez de Cuéllar, íyrmrn aðalritara Sameinuðu þjóðanna og fyrrum forsætisráðherra Japan Toshiki Kaifu. Aðrir velunnarar svo dæmi séu tekin em geimvísindamaðurinn Carl Sagan og René Felber, fyrrum forseti Sviss. Gorbasjov sér að endingu fyrir sér þjóðlega jafnt sem alþjóðlega keðju skrifstofa sem munu, eins og hann segir, „betmmbæta og breiða út“ vinnu annarra umhverfishópa. Hann sér þessa keðju einnig fyrir sér sem tæki til að breyta „gildum" mannlegs sam- félags. Umhverfísmöppudýrastofnun Hljómi það óljóst, þá er það svo. Sumir umhverfisvemdarsinnar kvarta um að ven- öldin þurfi ekki á enn einni umhverfis- möppudýrastofnun að halda. Þrátt fyrir það ástfóstur sem Rússinn hefur tekið við nýjan feril sinn er ljóst að hann á ýmislegt eftir ólært í starfinu. Samt sem áður hefur Gorbasjov óumdeilanlegt tromp með sér í starfið: virðingu leiðtoga heimsins. Nýlega skrifaði hann Clinton forseta og sagði: í rauninni, „stöðvaði ég tilraunir með kjam- orkuvopn; þú getur það líka.“ Thor Hey- erdahl meðlimur í stjóm Græna krossins segir: „Þrátt fyrir að til séu aðrar alþjóðlegr ar umhverfisvemdunarstofnanir kom ég hingað vegna þess að Gorbasjov hefur þá virðingu, greind og þrótt sem til þarf svo hlutimir gangi upp. Honum er ljóst hversu ógnin er alvarleg og hann færir mér von.“ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.