Alþýðublaðið - 10.09.1993, Page 4

Alþýðublaðið - 10.09.1993, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÖKSTÓLAR & FÖSTUDAGSFLUGAN Föstudagur 10. september 1993 RÖKSTÓLfíR Ævintýrið af Davíð Rauðhettu, úlfinum Halldóri og ömmu neytanda Nýjasta skinkuævintýri þjóðarinnar hljóðar svo: Einu sinni var indæl hús- móðir sem hét Hagkaup. Hún átti unga hrokkinhærða dóttur sem hét Davíðína Oddsdóttir en var alltaf kölluð Rauð- hetta vegna þess að hún átti svo fallega rauða kápu með hettu sem hún brá yfir sig þegar vildi fela ásjónu sína. Einu sinni útbjó Hagkaup fallega nestiskörfu með danskri skinku og sagði Rauðhettu að fara til ömmunnar sem var fársjúkur neytandi sem bjó í skóginum, innilokuð og fjarri öllum almennilegum kjörbúð- um. Amma hafði fengið kveisu vegna þess að hún hafði étið yfir sig af kinda- kjöti og höfuðverk út af hinu háa verði sem hún þurfti að borga fyrir ærkjötið. Hagkaup rétti Rauðhettu skinkukörfuna og sagði henni að passa sig á stóra, hættulega úlfinum Halldóri sem át all- ar skinkur sem urðu á vegi hans. Rauðhetta lagði flautandi og trallandi af stað. En þegar hún var komin inn fyr- ir skógaijaðarinn, mætti hún úlfinum Halldóri. Úlfurinn Halldór spurði Rauð- hettu hvert hún væri að fara með skinkukörfuna. Rauðhetta sagði eins og var. Þá sagði úlfurinn Halldór: „Viltu ekki tína nokkur blóm handa ömmu þinni, ríkislögmanni og öðrum góðum vinum þínum?“ Það fannst Rauðhettu snjöll ráðagerð. En á meðan Rauðhetta tíndi blómin, skaust úlfurinn Halldór að húsi ömmunnar. Halldór barði dyra og fársjúka amman stundi: „Hver er þar?“ „Það er bara ég, Rauðhetta, elsku amma mín,“ sagði Halldór lymskulega. „- Komdu inn, það er opið,“ sagði amma neytandi alveg grandvaralaust. Og inn stökk Halldór og gleypti ömmuna með húð og hári. Þegar hann hafði ropað og klórað sér á maliakútnum, fór hann í náttserk ömmunnar og setti upp gler- augun. Síðan lagðist hann í rúmið. Rauðhetta tfndi og tíndi blóm. Eitt handa ömmu, eitt handa Hannesi vini sínum, eitt handa Krumma og eitt handa Guðmundi þjóðminjaverði. Rauðhetta var komin í svo gott skap að hún teygði sig eftir fallegri gleym-mér- ei handa Þorsteini æskuvini. En þá fannst henni nóg komið og hætti við. Hún sleit hins vegar snöggt upp presta- kraga handa Frikka. „Hann getur slitið af henni blöðin og velt því fyrir sér hvort ég elski hann eða elskj hann ekki,“ hugsaði Rauðhetta og bældi niður hlát- ursskrækina. Hún leit til sólar og sá að tíminn hafði hlaupið frá henni. Rauð- hetta setti öll fallegu blómin í skinku- körfuna og hraðaði sér glöð í bragði til ömmunnar. Þegar Rauðhetta kom að kofadyrun- um, bankaði hún lauslega á dymar og gekk inn. Henni þótti amman eitthvað torkennileg en hugsaði með sér: „Það er kannski ekkert skrýtið að amma sé blá og svört með uppblásna vömb. Svona verður víst fólk sem borðar yfir sig af kindakjöti og borgar svo mikið fyrir það.“ Rauðhetta hristi krullumar og val- hoppaði að rúminu. Hún rétti ömmunni skinkukörfuna og sagði: „Gjörðusvovel, elsku amma. Loksins færðu almennileg- an mat, skinku frá Danmörku!“ Amman sleikti út um, beraði tennumar og hvessti á hana augun. Rauðhetta hrökk við og spurði síðan varfæmislega: „Af hverju ertu með svona stór augu?“ Am- man svaraði: „Það er vegna þess að ég geti séð þig betur." En úlfurinn hugsaði með sjálfum sér í framhaldi: „Og fylgst betur með helvítis vitleysunni í þér.“ Rauðhetta kyngdi og spurði aftur: „En hvers vegna ertu með svona stór eyru, amma mín?“ Og aftur svaraði amman: „Það er vegna þess að ég geti heyrt bet- ur til þín.“ En hugsaði glottandi: „Sú lætur ljúga að sér. Auðvitað eru eymn stór svo ég geti heyrt jarmið í öllum blessuðum kindunum og eigendum þeirra.“ Enn herti Rauðhetta upp hug- ann og spurði: „En elsku amma mín, af hverju ertu með svona stóran munn?“ Og mamman svaraði að bragði: „Það er vegna þess að ég geti betur étið þig!!“ Og amman eða réttara sagt Halldór, því þetta var úlfur í ömmugervi, stökk fram úr rúminu og gleypti Rauðhettu í einum bita. Hér hefðu auðvitað átt að vera sögu- lok svo allar kindumar og eigendur þeirra hefðu getað unað við sitt til ævi- loka. En því er ekki að heilsa. Sagan heldur því miður áfram. Þegar Halldór var búinn að innbyrða Rauðhettu ofan á ömmuna, nartaði hann í dönsku skinkuna og hugsaði með sjálf- um sér: „Ég nenni ekki að éta þessa skinku, það er nóg af henni fyrir í malla- kútnum á mér.“ Svo ropaði hann og fret- aði lágt og lagðist upp í mjúkt og ylvolgt rúmið. Og steinsofnaði. I skóginum var veiðimaðurinn Jón Baldvin á vappi. Hann var vanur að vitja ömmu neytenda öðm hverju og fylgjast með velferð hennar. Þegar hann kom að kofanum, brá honum heldur í brún. Hvergi var ömmu neytanda að sjá, heldur hrjótandi úlfmn í sjúskuðu ömmugervi uppi í rúmi. Veiðimaðurinn Jón hafði snör handtök, dró upp hnífinn sem hann hafði fengið að gjöf í Bmssel og brá kutanum á vömb úlfsins. Út ultu Rauðhetta og amman. „Hvað er ég bú- inn að segja ykkur oft að vara ykkur á úlfinum,“ spurði veiðimaðurinn hvat- lega. „Maður þarf nú að hlusta á öll sjónarmið," maldaði Rauðhetta í móinn og hagræddi lokkunum. Veiðimaðurinn hlustaði ekki á vælið í Rauðhettu og bar inn nokkra þunga steina sem hann smellti inn í vömb úlfsins og saumaði fyrir í hasti meðan amman horfði orð- vana á aðfarimar. ,JIóhanna systir kenndi mér að sauma,“ sagði veiðimað- urinn afsakandi yfir þessum kvenlegu tilburðum. Síðan benti hann Rauðhett- unni og ömmunni að læðast út með skinkukörfuna. Á meðan þrenningin gæddi sér á skin- kunni í leynilegu skógarijóðri, vaknaði úlfurinn Halldór. Hann var með haus- verk og dálítið slæma samvisku en reyndi að hrista hrollinn úr sér. „Þetta er eins og að loknum veisluhöldum á Bún- aðarþingi. Skrambi er ég þyrstur og þungur í maga,“ hugsaði hann. „Það ör- ugglega vegna þess að ég nartaði í skinkuna.“ Svo staulaðist hann út úr rúminu og skjögraði niður að ánni til að drekka. En þegar hann hallaði sér fram á árbakkann, ultu steinamir til í maga úlfsins og hann steyptist í hylinn. Og enn hefur úlfurinn Halldór ekki komið úr djúpunum en öðm hverju birt- ast um hann fréttir í Nýja Tímanum, þar sem segir að brátt sé von á Halldóri á ný og þjóðin skuli ekki örvænta. Og lýkur hér ævintýrinu. Veiðirabb Alþýðublaðsins Þrátt fyrir að nokkrir dagar séu eftir í þeim ám sem síðastar loka er vertíðinni 1993 svo gott sem lokið. Þeir allra hörðustu þrauka þó fram á síðasta dag, oft í von um þann stóra. Haustin skapa gjarnan afslappaöra andrúmsloft við veiðarnar og í veiðihúsunum en þegar birtan er endalaus. Stemmningin á kvöldin getur verið mikil og það er á þessum tíma sem flestar veiðisögurnar fjúka. Trúlega hefur fátt verið sannara sagt en að engin saga sé svo lygileg að hún geti ekki verið sönn. Hér á eftir er veiðisaga sem ætti að geta komið mönnum í gott skap. Hún er bandarísk, en allir stangveiðimenn eru bræður þegar á bakkann er komið, sama hvaðan þeir eru. Hið sameiginlega tungumál þeirra er þráin til að vera við ána og nálægðin við hina tiginbornu vatnabúa. Sagan af gamla Joe PaS bar til í litlum bæ upp í Montana fylki í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum að gamli veiðivörðurinn dó. Héraðið er ríkt af fengsælum veiðivötnum með stórum silungum og því var strax gerð gangskör í að auglýsa eftir nýjum veiðiverði. Það gekk hinsvegar heldur rólega. Enginn á svæðnu hafði áhuga á starfinu. Eftir langa mæðu fékk einn þorpsbúanna þá hugmynd að setja auglýsingu í eitt af blöðunum í stórborginni og láta á það reyna hvort það bæri árangur. Og viti menn. Umsókn bart snarlega. Umsækjandinn var ungur lögreglumaður, Jim að nafni, sem sagði í bréfi sínu að hann hefði ekki aðeins áhuga á starfinu heldur væru veiðar hans aðal áhugamál. Þorpsbúarnir höfðu engar vífilengjur, sendu bréf til baka og hann ráðinn. Liðu nú einhverjir dagar, en svo birtist á myndarlega jeppa ungi maðurinn, mættur til starfa. Þorpsbúum leist strax vel á Jim, röggsamur og ákveðinn og heiðarlegur reyndist hann í hvívetna. Jim þótti tilhlýðilegt að reyna að kynnast sem flestum þorpsbúa og gerði sér því iðulega ferð á krána á kvöldin. Fljótlega varð hann þess áskynja að einn þorpsbúa, gamli Joe, var álitinn vera fiskimaður í meira lagi og heyrði margar tröllasögur af veiðum hans. Fékk Jim nú mikla löngun til að fara til veiða með gamla Joe og læra handtökin af snillingnum. Eitt kvöldið á kránni var sá gamli staddur þar og nú áræddi Jim að færa þetta í tal. Joe tók því fálega í fyrstu, en sagði síðan að hann gæti svosem tekið hann með í fyrramáliö. "Hvenær eigum við að leggja í hann, er ekki ágætt að fara svona um 6 leidð"? spurði Jim. "Nei", sagði Joe, "ég næ í þig svona um 11 leitið, það er fjandans nóg." Jim þótti súrt að eyða sjálfum morgninum svona, en sagði ekkert. Morguninn eftir kom Joe skröltandi á eldgamalli jeppadruslu og Jim bar veiðistangimar og allan útbúnað í bílinn. Hófst nú hrikaleg tveggja tíma ökuferð upp í fjöllin og Jim var sannfærður um að sá gamli myndi leiða sig á einhvem "leynistað", frábæran til veiða. Loks koma þeir að feiknalegu vatni þar sem gamalt bátræksni lá í fjömnni. Eftir að hafa útbúið bátinn héldu þeir af stað. Fyrst sigldi Joe í um klukkutíma norður eftir vatninu, beygði síðan á bakborða og áður en varði voru þeir komnir inn í þrönga vík, girta háum klettum. Jim var farinn að titra af tilhlökkun og nú stöðvaði gamli Joe bátinn. "Jæja, eigum við ekki að fara að renna"? spurði Jim. "Ja, bíddu aðeins" sagði Joe. Síðan teigði hann sig rólega niður í brúna leðurtuðru sem hann hafði meðferðis. Dró þaðan upp dínamítstúbu, kveikti í þræðinum og henti henni út í. Báturinn kastaðist til þegar sprengingin varð en síðan byrjuðu að fljóta upp stærðar silungar allt í kring. Jim missti allgerlega stjórn á sér. "Nú siglum við þegar til lands, ég kæri þig fyrir brot á öllum veiðireglum og vona sannarlega að þú fáir bæði ærlegar sektir og fangelsisvist fyrir þessa svívirðu"!! Jim lét dæluna ganga en Joe haggaðist ekki. Hann teigði sig hinsvegar aftur ofan í tuðruna, dró þaðan aðra dínamítstúbu og kveikti í þræöinum. Rólegur hélt hann á henni undir lestrinum frá Jim en þegar aðeins örlítið var eftir af kveiknum henti hann henni skyndilega til Jim sem greip hana í fáti. "Jæja ljúfurinn", sagði gamli Joe. "Nú hefur þú um tvennt að velja. Annaðhvort getur þú haldið áffam að tala, eða þú getur byrjað að veiða!" * * * * * * * Það er sjaldgæft að komast í einkasöfn margra fluguhnýtara. Flugan hér að neðan er úr einu slíku og hefur gefið nokkra laxa þó ekki sé vitað hvort veiðimaðurinn skráði þá undir öðru en "Fluga". Skýring á nafninu er hins vegar ekki föl. SENDIBOÐINN svartur íkomi ávalt gull páhanafanir dökkvínrautt floss

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.