Alþýðublaðið - 10.09.1993, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 10.09.1993, Qupperneq 5
Föstudagur 10. september 1993 NEYTENDAMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 DEBETKORTIÐ - notkun þess mun kosta meðaljóninn álíka og áskrift að dagblaði, fyrír þjónustu sem til þessa hefur veríð ókeypis NEYTANDINN BORGAR, - ÞAÐ ER ENGIN SPURNING jafnframt farið vaxandi, en það mun ekki hafa gerst í nokkru landi öðru en íslandi, sem er svo sérstakt urn margt. „Þrátt fyrir þessa miklu hagræðingu ætla bankamir að láta fyrirtækin í landinu greiða kostnað sem gæti orðið allt að 700 milljón- ir á ári og sem mun hækka vöruverð um það sem því nemur. Til þess að greiða þann kostnað þurfa viðskiptavinir fyrirtækja að hafa tekjur sem nema einum milljarði króna á ári“, segja kaupmenn og samstarfsaðilar þeirra í stríðinu gegn debetkortunum. „Kaupmannasamtökin hafa haft for- göngu um að berjast gegn þessari einhliða ákvörðun bankanna og telja það óþolandi fyrir fyrirtækin og einstaklingana að bank- arnir greiði niður fortíðarvanda með hækk- un vömverðs í landinu", segja talsmenn Kaupmannasamtakanna. Bankarnir hafa sitt fram Það er í sjálfu sér ekki stórbrotið að sjá þjónustugjaldið sem Visa-ísland ætlar sér, 0,7-1.7% af veltu. Hinsvegar er ætlunin að innheimta hjá handhöfum kortanna 10 krónur fyrir hverja færslu, auk þess sem handhafar kortanna greiða kortagjald. Upp- haflega hugmyndin mun hafa verið 20 krónur á færslu. Þessi nýja gjaldtaka, sem neytendur munu borga á endanum, er þó slík að um munar. En bankamir hafa annað á prjónunum til að tryggja að debetkortakerfið virki - ávís- anahefti fyrir 2.500 krónur, tífalt dýrara en það er í dag. Þar með væri almenningur bókstaflega neyddur til að draga úr tékka- skriftum sínum, og sannarlega tími til kom- inn. Núverandi bankakort yrðu lögð niður. Það er því ekki boðið upp á valkosti. A fundi með bankamönnum í fyrradag kom fram dáh'til gulrót. Bankastjórar ræddu um að hagræðing af Rafrœnu reiðufé sem svo er kallað, gæti orðið til þess að lækka vaxtastigið. Allt var það tal óformlegt, að- eins hugmynd. Betra að satt reynist. Það er alveg Ijóst að debetkortakerfið heldur innreið sína í íslenskt viðskiptalíf í haust. Vera má að samningar takist um lægra þjónustugjald. Greiðslukortin fengu svipaðan andbyr í upphafi, en sigruðu. Bankamir em að hugsa um hagræðingu í sínum ranni. Rekstur bankanna hefur geng- ið illa á síðustu ámm, tveir þeir stærstu reknir með tapi, Búnaðarbankinn rétt við núllið. VISA Island, sem bankamir eiga, skilar hinsvegar góðum árangri og bætir eitthvað fyrir tap bankanna. Debetkortin og sá kostnaður sem fleytt verður til neytenda, kemur til með að skipta rniklu máli í rekstri bankanna, upphæð sem skiptir hundmðum milljóna króna fyrir hvem þeirra. Hver gefur peninga? Spumingin er þá hvort fólk fari að ganga meira með seðla í veskjum sínum en verið hefur. Eða kaupi jafnvel smæstu hluti með greiðslukortum. Segjum sem svo að við- skiptavinur sé að kaupa eldhúsinnréttingu og ætli að staðgreiða hana, 500 þúsund krónur. Kostnaðurinn af ávísanablaðinu yrði aðeins 100 krónur. En sé reiknað með að þjónusta VISA af þessari afgreiðslu yrði 1,2%, rnundi sú upphæð vera 6.000 krónur. Hver á að borga þann kostnað? Kaupandi eða seljandi? Formaður Neytendasamtak- anna helur látið hafa eftir sér að þeir sem hagnýti sér þjónustu skuli greiða fyrir hana, þetta bentu bankamenn á fundinum. Fullyrða má að það yrði kaupandinn. Eða hafa ntenn farið í verslun og fengið slíka upphæð að gjöf? DEBETKORT virðast við fyrstu sýn hið besta mál. En þau kosta peninga. Og hver á að borga þá peninga? Um það snýst argvítug deila kaupmanna og annarra við bankavaldið og fyrir- tækið þess, VISA Island. Þessa peninga þarf eigandi slíkra korta að greiða, að sjálfsögðu. Er það ekki ævinlega neytandinn sem greiðir tilfallandi kostnað? Smákall í útgáfu ávísana, hinn ís- Ienski meðaljón, þarf samkvæmt lauslegum útreikningi Alþýðu- blaðsins að greiða um það bil 1000-1200 krónur á mánuði fyrir að notfæra sér þessa þjónustu. Þeir sem eru stærri í sniðum þurfa að greiða mun meira. Dálítil aukaskattlagning í þessu dæmi eru tekin tiltölulega lítil ávísanaviðskipti með litlum upphæðum, 28 færslur í mánuði upp á 77.062 krónur. Færslumar mundu kosta 280 krónur, 10 krónur hver, og segjum að þjónustugjaldið yrði 1,2% til jafnaðar, þá koma þar rúmar 925 krónur; og að lokum 1/12 af kortagjald- inu, 100 krónur. Samtals gera það 1305 krónur - eða 15.660 krónur á ári. Benda kaupmenn á að heildarvelta korta- fyrirtækjanna var á síðasta ári urn 52 millj- arðar, eða um helmingur heildarveltu smá- söluverslunarinnar í landinu. Heildarþjón- ustugjöldin vegna krítarkortanna eru sögð vera að minnsta kosti 800 milljónir á síðasta ári. Þá er ekki tekið með í reikninginn að óhjákvæmilegt er að bæta við vaxtakostn- aði fyrirtækjanna fyrir að lána vöru eða þjónustu í allt að 45 daga og kostnað við svokallaða „posa“ eða kortaskanna. Staðreynd er að þama er verið að skatt- leggja allan almenning. Maður sem til þessa hefur gefíð út ávfsanir úr 10 tékkheftum á ári, hefúr greitt fyrir þær dýru bækur 2500 krónur. Mismunurinn er 13.160 krónur á ári. Það munar um minna hjá láglaunfólki landsins. Þama er aðeins lauslegt dæmi um nýja skattlagningu að ræða. Bankamir em að sækja kostnað sem þeir telja sig verða fyrir vegna ávísananna í vasa viðskiptavina. Vom ávísanimar annars ekki teknar upp fyrir fmmkvæði bankanna á sínum tíma? Bullandi ágreiningur Ávísanaflóðið myndi vissulega réna mik- ið með notkun debetkorta. Öryggi fyrir- tækja ntyndi aukast til muna. Þeir sætu þá ekki uppi með falsaða tékka eða innistæðu- lausa. Eigendur tékkhefta losnuðu við hvimleiða útfyllingu ávísana. Afgreiðslur í verslunum myndu ganga hraðar fyrir sig. Margt fleira mætli nefna sem kosti slíkra korta. En ekki er allt sem sýnist. Debetkoit- in em í bullandi andófi ffá ýmsunt aðilum í þjóðfélaginu, jafnt kaupmanna, neytenda sem og verkalýðsforystunnar. Þeir hafa ým- is haldbær rök gegn kortunum. ÁTVR: Nær 4% kostnaðarauki Kortafyrirtækið gerir ráð fyrir að veltan á debetkortum landsmanna gæti farið í allt að 25 milljarða króna á næstu tveimur ámm. Þjónustugjöldin verða því fyrirsjáanlega há upphæð, og hvar lendir hinn nýi kostnaður? „Hjá neytendum", er svarið hjá sam- starfsaðilum kaupmanna, en þeir em marg- ir og voldugir: ÁTVR, Apótekarafélag Is- lands, Landssamband íslenskra iðnaðar- manna, olíufélögin, kaupfélögin og allir stórmarkaðir landsins, hvorki meira né minna. I það minnsta tveir af stærslu við- skiptavinum VISA eru í þessurn hópi, Hag- kaup og Flugleiðir. ÁTVR segir að debet- kortin kunni að leiða til nær 4% kostnaðar- auka hjá því fyrirtæki og hafnar kortunum gjörsamlega. Neytendur borga kostnað Á fundi andófshópsins gegn debetkort- ununt nú nýlega kom það fram enn einu sinni að Kaupmannasamtökin halda fast í þá skoðun sína að handhafar greiðslukorta hverskonar skuli greiða kostnað sem af notkun kortsins leiðir. En hafa neytendur ekki einmitt þurft að axla þann kostnað? Kaupmenn sem Alþýðublaðið hefur rætt við fullyrða að svo sé. DEBETKORT, - rafrænt reiðufé, eins og það er svo faglega orðað. Allt tal um að fyrirtækin beri svo og svo mikinn kostnað af kortunum virðist að stór- um hluta út í hött. Neytendur borga þennan kostnað og hafa lengi gert. Verðlag í land- inu er að mestu leyti frjálst, og hveijum og einum frjálst að setja upp sitt verð. Inn í verðlagningu kemur allur kostnaður. Öll eftirgjöf á því sviði er nánast óþekkt. Þrátt fyrir rnikla samkeppni, einkum í matvöru- verslun, hefur kostnaður vegna kortanotk- unar færst yfir á viðskiptavini verslunar og þjónustu. Ótæpileg tékkaútgáfa Dýrustu „bókmenntir" landsmanna um þessar mundir eru tékkhefitin sem allflestir ganga með á sér og nota ótæpilega, meðal annars með útgáfu á smátékkum, allt ffá 100 krónum upp í 1000 krónur. Slík tékka- útgáfa er raunar með öllu óþekkt erlendis, og er afar óskynsamleg og þarf að afnem- ast. Bankamir gefa það út að hvert ávísana- blað úr slíku hefti kosti sig 50 krónur stykk- Fulltrúar bankanna og VISA íslands á fundi með blaðamönnum í fyrradag. Þeir voru ekki vafa um kosti debetkortakerfls, - sem mun þó kosta sitt, og þann kostnað grciða, samkvæmt vcnju, neytendur. Alþýðublaðsm'/iid /Einar Ólason ið, ótrúlegt en satt! Með debetkortum yrði huga að 30 milljónir ávísana eru árlega kostnaðinum náð niður um 25 krónur á af- gefnar út hér á landi. Þrátt fyrir stórfellda greiðslu, sem er ekki lítið þcgar haft er f notkun greiðslukorta hefur tékkaútgáfa

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.