Alþýðublaðið - 01.10.1993, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SVEITARSTJORNARMAL
Föstudagur 1. október 1993
Kosið um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember
LAGT ER TIL AÐ SVEITARFÉLÖGUM FÆKKIUM 153
- Gangiþetta eftir verða 43 sveitarfélög í landinu í stað 196
Umdæmanefndir heimamanna í öllum kjördæm-
um landsins hafa skilað tillögum sínum um sam-
einingu sveitarfélaga í landinu. Almennar kosn-
ingar um tillögurnar fara fram laugardaginn 20.
nóvember næst komandi og verður kosið á al-
mennum kjörstöðum. Nefndirnar átta gera tillögur
um að sveitarfélögum fækki um 153, eða úr 196 í
43. Kosið verður í 186 af 196 sveitarfélögum, sam-
kvæmt upplýsingum félagsmálaráðuneytisins.
Núverandi sveitarfélagaskipan
umdsemanefnda
Umdæmanefndirnar kynna nú tillögur
sínar í öllum kjördæmum landsins. Grund-
vallarhugmyndin um sameiningu sveitarfé-
laga hefur þegar verið kynnt í bæklingi sem
sendur hefur verið inn á hvert kjördæmi í
dreifbýliskjördæmunum.
Meginmarkmiðið með sameiningu sveit-
arfélaga er að treysta byggð í landinu og
efla stjóm heimamanna, að auðvelda flutn-
ing verkefna frá ríki til sveitarfélaga og
auka þjónustu við íbúana og gera sveitarfé-
lögunum betur kleift að takast á við núver-
andi verkefni og væntanleg. Við gerð til-
lagna sinna hafa umdæmanefndimar enn-
fremur haft að markmiði að sveitarfélögin
myndi heilstæð atvinnu- og þjónustusvæði
þannig að þéttbýli og sveitir umhverfís það
séu í sama sveitarfélagi; að tekið sé tillit til
landfræðilegra aðstæðna og samgangna
eins og kostur er til að tryggja gott sam-
göngukerfi innan hvers sveitarfélags og að
reynt verði að jafna tekjumöguleika sveitar-
féiaga frá því sem nú er.
Meirihluta þarf til
Undirbúningur sameiningar sveitarfé-
laga hefur staðið lengi yfir og víðtækt sam-
ráð hefur verið haft við sveitarstjómarmenn
um land allt. Alþingi ákvað á sínum tíma að
fela umdæmanefndum í hverjum landshluta
að gera tillögur um ný umdæmi sveitarfé-
laga í samráði við heimamenn. Sérstakri
samráðsnefnd var komið á fót um málið og
er formaður hennar Bragi Guðbrandsson
aðstoðarmaður féiagsmálaráðherra.
Nú þegar umdæmanefndir hafa skiiað til-
lögum sínum fara fram tvær umræður í við-
komandi sveitarstjómum. Síðan verður
kosið samb'mis í þeim sveitarfélögum sem
lagt er til að sameinist þannig að það em
kjósendur sem ákveða hvað gera skal í
kosningunum laugardaginn 20. nóvember
næst komandi.
Um kosningamar sjálfar skal eftirfarandi
tekið fram:
Meirihluta greiddra atkvæða þarf til að
tillaga um sameiningu teljist samþykkt. Það
þýðir að vilji menn stuðia að sameiningu á
sínu heimasvæði verða þeir að mæta á kjör-
stað.
Hljóti tillagan ekki samþykki í öllum
sveitarfélögum sem lagt er til að sameinist,
en að minnsta kosti í 2/3 þeirra, er viðkom-
andi sveitarstjómum heimilt að ákveða
sameiningu þeirra sveitarfélaga sem sam-
þykkt hafa, enda hamli ekki Iandfræðilegar
ástæður.
Verði tillaga um sameiningu felld en um-
dæmanefnd telur að vilji íbúanna standi til
annars konar sameiningar er henni heimilt
að leggja fram nýjar tillögur innan ríu vikna
þar frá, það er eigi síðar en 26. mars 1994.
Héráeftir verðurgerð nánari grein fyr-
ir tillögum í hverju kjördœmifyrir sig.
Höfuðborgarsvæðið
A höfuðborgarsvæðinu er lagt til að
sveitarfélögum fækki úr níu í fjögur. Lagt
er til að Reykjavík og næstu nágrannasveit-
arfélög til vesturs og norðurs verði eitt
sveitarfélag með samanlagt 110.343 íbúa,
það er Reykjavík með 100.850 íbúa, Sel-
tjamames með 4.333 íbúa, Mosfellsbær
með 4.511, Kjalameshreppur með 494 íbúa
og Kjósarhreppur með 155 íbúa.
Umdæmanefndin leggur einnig til að
Garðabær og Bessastaðahreppur sameinist í
eitt sveitarfélag með 8.497 íbúa. Ekki er
gert ráð fyrir að Kópavogur og eða Hafnar-
fjörður sameinist öðrum sveitarfélögum.
Suðurnes
Umdæmanefndin á Suðumesjum leggur
tii að öll sveitarfélögin á Suðumesjum, sjö
talsins, sameinist í eitt sveitarfélag með
samtals 15.487 íbúa miðað við íbúatölu
sveitarfélaganna 1. desember 1992. Sveit-
arfélögin eru: Grindavfk, Hafnarhreppur,
Sandgerði, Gerðahreppur, Keflavík, Njarð-
vík og Vatnsleysustrandarhreppur.
Vesturland
A Vesturlandi er lagt til að sveitarfélög-
um verði fækkað úr 36 í níu. Akranes yrði
áífam sérstakt sveitarfélag með liðlega
5.200 íbúa. í Borgaríjarðarsýslu sunnan
Skarðsheiðar yrðu fjórir hreppar, með sam-
tals 600 íbúa, sameinaðir í einn. Það em
Hvaltjarðarstrandarhreppur, Skilamanna-
hreppur, Innri- Akraneshreppur og Leirár-
og Melahreppur.
Norðan Skarðsheiðar er lagt til að sam-
einaðir verðí fimm hreppar með samtajs-
774 íbúa. Um er að ræða Andakílshrepp,
Skorradalshrepp, Lundarreykjadalshrepp,
Reykholtdalshrepp og Hálsahrepp.
Nefndin á Vesturlandi leggur ennfremur
til að öll sveitarfélög í Mýrarsýslu, átta að
tölu, verði sameinuð í eitt með samtals tæp>-
lega 2.600 íbúa. Það em Hvítársíðu-, Þver-
árhlíðar-, Norðurárdals-, Stafholtstungna-,
Borgar-, Álftanes- og Hraunhreppur auk
Borgamess.
Austast á Snæfellsnesi leggur nefndin til
að fjórir hreppar, með samtals 320 íbúa,
sameinist í einn. Það em Kolbeinsstaða-
hreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur
og Skógarstrandarhreppur.
Vestast á Snæfellsnesi leggur nefndin til
að aðrir fjórir hreppar sameinist í eitt sveit-
arfélag með tæplega 1.900 íbúa. Það em
Staðarsveit,- Breiðuvíkurhreppur, Nes-
hreppur utan Ennis og Olafsvík. Ennffemur
verði Helgafellssveit sameinuð Stykkis-
hólmi og yrði heildaríbúafjöldi í því sveitar-
félagi 1.314.
Loks leggur umdæmanefndin í Vestur-
landskjördæmi til að Dalasýsla verði eitt
sveitarfélag með tæplega 900 íbúa. Þar er
um að ræða Suðurdalshrepp, Haukadals-
hrepp, Laxárdalshreppur (Búðardal),
Hvammshrepp, Fellsstrandarhrepp,
Skarðshrepp og Saurbæjarhrepp.
Vestfirðir
Á Vestfjörðum leggur umdæmanefndin
til að sveitarfélögum fækki um tuttugu, úr
24 í fjögur. Vestur-Barðastrandarsýsla
verði eitt sveitarfélag í stað fimm nú með
tæplega 1.700 íbúa. Þar em Barðastrandar-
hreppur, Rauðasandshreppur, Patreks-
hreppur, Tálknafjarðarhreppur og Bíldu-
dalshreppur.
Vestur-Isafjarðarsýsla, ísafjarðarkaup-
staður og Bolungarvíkurkaupstaður verði
eitt sveitarfélag í stað 12 með liðlega 6.400
íbúa. Þar em Þingeyrarhreppur, Mýra-
hreppur, Mosvaliahreppur, Flateyrarhrepp-
ur, Suðureyrarhreppur, Bolungarvíkur-
kaupstaður, Isafjarðarkaupstaður, Súðavík-
urhreppur, Ögurhreppur, Reykjafjarðar-
hreppur, Nauteyrarhreppur og Snæfjalla-
hreppur.
Þá leggur nefndin til að Strandasýsla
verði eitt sveitarfélag í stað sex, með alls
liðlega eitt þúsund fbúa. Sveitarfélög þar
em Ámeshreppur, Kaldrananeshreppur,
Hólmavíkurhreppur, Kirkjubólshreppur,
Broddaneshreppur og Bæjarhreppur.
Norðurland vestra
í Norðurlandskjördæmi vestra leggur
umdæmanefndin til að sveitarfélögum
verði fækkað úr 30 í fimm. Lagt er til að í
Vestur-Húnavatnssýslu verði eitt sveitarfé-
lag með hátt í 1.500 íbúa. I sýslunni em eft-
irtalin sveitarfélög: Staðarhreppur, Fremri-
Torfústaðahreppur, Ytri-Torfustaðahrepp-
ur, Hvammstangahreppur, Kirkjuhvamms-
hreppur, Þverárhreppur og Þorkelshóla-
hreppur.
Lagt er til að í Austur-Húnavatnssýslu
verði tvö sveitarfélög. I öðm þeirra verði
Vindhælishreppur, Höfðahreppur og
Skagahreppur með innan við 800 íbúa, en í
hinu verði sjö sveitarfélög með liðlega
1.700 íbúa, það er Áshreppur, Sveinsstaða-
hreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduós-
hreppur, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíð-
arhreppur og Engihlíðarhreppur.
í Skagafirði er lagt til að verði eitt sveit-
arfélag í stað 12. Heildarfjöldi íbúa þeirra er
tæplega 4.700. Þessi sveitarfélög em: Skef-
ilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Sauðár-
krókur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýt-
ingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípur-
hreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur,
Hofshreppur og Fljótahreppur.
Norðurland eystra
í Norðurlandskjördæmi eystra er lagt til
að sveitarfélögum fækki úr 30 í 5. Nefndin
leggur til að Eyjafjörður verði eitt sveitarfé-
lag, Suður-Þingeyjarsýsla austan Háls-
hrepps annað, en að Norður-Þingeyjarsýsla
verði þijú sveitarfélög. Umdæmanefndin
telur að sem eitt sveitarfélag geti Eyjafjörð-
ur orðið sterkara mótvægi gagnvail höfuð-
borgarsvæðinu, atvinnulíf yrði fjölbreyttara
og byggðaþróun jákvæðari. Aðalþjónustu-
kjami svæðisins, Akureyri, liggi miðsvæðis
í héraðinu og þar búi um 70% íbúanna.
í Eyjafirði em nú 15 sveitarfélög með
tæplega 21 þúsund íbúa. Hið nýja sveitarfé-
lag yrði því næst stærsta sveitarfélag lands-
ins , samþykki íbúamir tillögur nefndarinn-
ar. Sveitarfélögin fimmtán em: Akureyri,
Grímsey, Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðar-
dalshreppur, Hríseyjarhreppur, Árskógs-
hreppur, Amameshreppur, Skriðuhreppur,
Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur,
Eyjafjarðsveit, Svalbarðsstrandarhreppur,
Grýtubakkahreppur og Hálsahreppur.
1 Suður-Þingeyjarsýslu austan Hálsa-
hrepps em átta sveitarfélög með liðlega
4.200 íbúa. Þau em Ljósavatnshreppur,
Bárðdælahreppur, Skútustaðahreppur,
Reykdælahreppur, Aðaldælahreppur,
Reykjahreppur, Húsavík og Tjömeshrepp-
ur.
Hreppamir þrír í Öxarfirði myndu verða
sveitarfélag með tæplega 500 íbúa. Það em
Kelduneshreppur, Fjallahreppur og hluti
Öxarfjarðarhrepps.
Hinn hluti Öxarfjarðarhrepps myndi
sameinast Raufarhöfn ásamt hluta Sval-
barðshrepps í sveitarfélag með liðlega 400
íbúa.
Loks er gerð tillaga um að Þórshafnar-,
Sauðaneshreppur og hluti Svalbarðshrepps
sameinist í liðlega 600 manna sveitarfélag.
Austurland
Umdæmanefnd Austurlands leggur til að
sveitarfélögum á Austurlandi verði fækkað
úr 30 í átta. Tillögumar gera ráð fyrir að á
svokölluðu Norðursvæði myndu Skeggja-
staðahreppur og Vopnafjarðarhreppur sam-
einast með liðlega 1.000 íbúa.
Á Héraðssvæði er lagt til að 11 hreppar
sameinist með liðlega 3.000 íbúa. Það em
Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Fljótdals-
hreppur, Fellahreppur, Tunguhreppur,
Hj altastaðahreppur, Borgarfj arðarhreppur,
Skriðdalshreppur, Vallahreppur, Egils-
staðahreppur og Eiðahreppur.
Þá er lagt til að Neskaupstaður og Norð-
ijarðarhreppur sameinist Mjóafjarðarhreppi
í liðlega 1.760 manna sveitarfélagi og
Reyðarfjörður og Eskifjörður sameinist í
liðlega 1.800 manna sveitarfélagi. Sunnar
myndu Fáskrúðsijarðar-, Búða-, Stöðvar-
og Breiðdalshreppur sameinast í tæplega
1.500 manna sveitarfélag og loks er gert ráð
fyrir að á Suðursvæði sameinist sex hrepp-
ar með nærri 2.500 manns. Það em Bæjar-
hreppur, Nesjahreppur, Höfn, Mýrahrepp-
ur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur.
Suðurland
A Suðurlandi er lagt til að sveitarfélögum
fækki úr 30 í sjö. Af þessum 30 standi þijú
óbreytt, hin 27 skiptist í fjögur sveitarfélög.
Rangárvallasýslu verði skipt í tvö sveitarfé-
lög (um Eystri-Rangá), austur- og vestur-
svæði. Austan Rangár yrðu eftirtaldir
hreppar með um 1.750 íbúa: Austur- Eyja-
fjallahreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur,
Vestur- Landeyjahreppur, Austur-Land-
eyjahreppur, Fljótshh'ðarhreppur og Hvol-
hreppur (Hvoisvöliur). Vestan Rangár er
lögð til sameining fjögurra hreppa með
tæplega 1.600 íbúa, það er Rangárvalla-
hrepps (Hellu), Holta- og Landssveitar,
Ásahrepps og Djúpárhrepps.
Nefndin leggur til að Ámessýslu verði
skipt í' tvö sveitarfélög. í efri hluta yrðu eft-
irtalin átta sveitarfélög með liðlega 2.300
íbúa: Skeiðahreppur, Gnúpveijahreppur,
Hmnamannahreppur, Biskupstungna-
hreppur, Laugardalshreppur, Grímsnes-
hreppur, Þingvallahreppur og Grafnings-
hreppur.
I neðri hluta yrðu Flói og Ölfus með
nærri 8.700 íbúa. Þar er um að ræða Sel-
fosskaupstað, Gaulverjabæjarhrepp,
Stokkseyrarhrepp, Eyrarbakkahrepp, Sand-
víkurhrepp, Hraungerðishrepp, Villinga-
holtshrepp, Hveragerðishrepp og Ölfus-
hrepp með Þorlákshöfn.
V I K I IV G A
L«TT«
Vinningstölur r-------------
miðvikudaginn:! 29.sept. 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n6afe 1 (0 á ísl.) 33.250.000
C1 5 af 6 ES+bónus 1 1.716.035
R1 5 af 6 3 108.918
EB 4 af 6 n"3 af 6 CJH+bónus 256 899 ' 2.030 ^248~
Aðaltöiur:
1^(30) (35
44A45JÍ48
BÓNUSTÖLUR
ÁYÁjÆ
Heildarupphæð þessa viku
36.035.421
á Isl.:
2.785.421
------.,. _VR. SÍMSVARI91 - 68 15 11
LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYBIRVARA UM PRENTVILLUR