Alþýðublaðið - 01.10.1993, Page 5

Alþýðublaðið - 01.10.1993, Page 5
Föstudagur 1. október 1993 BORGARMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 PflLLBORÐIO SAMEINING EDA SUNDRUNG - framtíðarhorfur félagshyggjuflokkanna í borgarstjórn Ýmsar blikur eru á lofti varðandi það hvort Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum í Reykjavík - þriðja kjörtímabilið í röð - að afstöðnum næstu borgarstjórnarkosningum. Lyktir munu ekki hvað síst ráðast af því hvort félags- hyggjuflokkunum tekst að bjóða fram trúverðugan valkost til mótvægis við meirihlutaveldi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þjónustuskortur og skuldasöfnun Á þeim ellefu árum sem sjálfstæðismenn hafa haft tögl og hagldir í borginni hefur margt farið á verri veg við stjómun hennar. Þrátt fyrir þá staðreynd að núverandi meiri- hluti tók við nánast skuldlausu búi úr hendi hins svokallaða „vinstri meirihluta" árið 1982, hefur skuldastaða borgarinnar versn- að að miklum ntun, einkum á yfirstandandi kjörtímabili. Skuldahlutfallið nálgast nú að verða 70% af skatttekjum borgarinnar og hefur þar með ríflega tvöfaldast á fimm ár- um, eða úr 32% árið 1988. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs fóm 240 milljónir króna í afborganir og vexti af langtímalán- um einvörðungu, og á næsta ári stefnir í að afborganir langtímalána verði rúmur millj- arður króna. Þessi hrikalega skuldasöfnun er bein af- leiðing af því framkvæmdafylleríi sem Sjálfstæðisflokkurinn lenti á, fljótlega eftir valdatöku sína í borginni. Ráðist var í hvert stórvirkið á fætur öðru án nokkurrar forsjár og framkvæmdir æddu ífam úr áætlunum. A sama tíma jókst þörfin fyrir ýmiskonar þjónustu, til dæmis dagvistun bama og öldrunarúrræði (nú bíða á bilinu 200-300 manns í sárri neyð eftir úrræðum), almenn- ingssamgöngum hrakaði og svo mætti áfram telja. Það hljómar því undarlega að þrátt fyrir þessa þróun hafa sjálfstæðismenn í þrígang náð að endurheimta meirihlutaumboð sitt í borginni. Ástæðan: Þrátt fyrir góðan vilja og ötulan málflutning, hafa minnihluta- flokkamir aldrei sett ffam raunhæft mót- vægi við Sjálfstæðisflokkinn, þegar kemur að sjálfum kosningunum. Flokksstýrðir fjölmiðlar Þótt samhljómur hafi verið góður í mál- flutningi stjómarandstöðunnar í borgar- stjóm undanfarin ellefu ár, hafa áherslur hans litlu skilað út í almenna umræðu. Kemur þar til sinnuleysi og deyfð frétta- miðla sem með þögn sinni hafa reist þykk- an vamarmúr umhverfis ráðamenn Reykja- víkur. Gagnrýni minnihlutans hefur hrein- lega verið kæfð í því þagnarskjóli sem sjálf- stæðismenn hafa lifað og starfað í undan- farin þrjú kjörtímabil. Flestir fjölmiðlar landsins em flokks- stýrðir með einum hætti eða öðmm. Al- kunna er að Morgunblaðið - stærsta og út- breiddasta dagblað landsins - er málgagn Sjálfstæðisflokksins. Tíminn, Alþýðublað- ið og Vikublaðið, em sömuleiðis lítt dulbú- in flokksmálgögn, en mega sín þó afar lítils í samkeppni við fjársterka risa á borð við Morgunblaðið. Það er ennfremur opinbert leyndarmál að íslenska útvarpsfélagið (eig- andi Stöðvar 2 og Bylgjunnar), DV og Pressan, sem öll vilja kalla sig „frjálsa og óháða“ fjölmiðla, starfa undir sterkum ítök- unt sjálfstæðismanna. Sama á raunar við um Ríkisútvarpið þar sem sjálfstæðismenn ráða í hvem einasta valdastól, eins og frægt er orðið. Það em því sjálfstæðismenn sem stýra stjómmálaumræðunni í landinu. Þeir geta haft úrslitaáhrif á það hvað kemst inn i umræðuna og hvað ekki. En fleira kemur til. Sundruns félagshyggjuananna Það skiptir frambjóðendur miklu að mál- flutningur þeirra skili sér til kjósenda. Hins- vegar vill það oft brenna við að rétt fyrir kosningar umhverfist umræðan í fjölmiðla- fári um einstaka menn. I þeim darraðar- dansi em raddir hiklaust kæfðar með mis- kunnarlausum flokksítökum á íjölmiðlun- um. Þegar svo er komið verða fjór- og tólf- blöðungamir - málgögn minnihlutaflokk- anna - harla máttvana og lítils megnug að rétta hlut „sinna manna“. Þegar hver og einn fer síðan að rembast við að sýna fram á „sérstöðu" síns flokks og kasta í leiðinni rýrð á alla „hina“, er ekki við góðu að búast. Þar með er búið að sundra kröftum sem far- sælast væri að sameina, sé mönnum á ann- að borð einhver alvara með því að þeir vilji hnekkja meirihlutaveldi íhaldsins og koma á breytingum til batnaðar. Orð og ábyrgð Orðum fylgir ábyrgð. Þessvegna hljóta kjósendur að vænta þess að fyrirheit fram- bjóðenda um nýjar og breyttar áherslur eft- ir kosningar hafi einhverja þýðingu. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í Reykja- vík hafa talað af nokkmm hita um „óstjóm“ sjálfstæðismanna í borginni, „fjármála- bmðl“, „einkavinavæðingu", „skort á lög- bundinni þjónustu", „staðnað embættis- mannakerfi", o.s.frv., o.s.frv... Allir sem einn hafa þeir gefið fyrirheit urn að „þegar nýr meirihluti kemst til valda í Reykjavík“ muni Strætisvagnar Reykjavíkur aftur færðir í hendur réttra eigenda, Reykvíkinga sjálfra, svo dæmi sé tekið. En hvað þýða slík fyrirheit í reynd? Því miður er staðreyndin sú að enginn hinna núverandi minnihlutaflokka eða fylk- inga í borgarstjóm Reykjavíkur er þess um- kominn að breyta nokkm eftir kosningar upp á sitt eindæmi. f borgarstjóm eiga fimmtán fulltrúar sæti. Tfu þessara sæta féllu í hlut sjálfstæðismanna við sfðustu kosningar. Það em hinsvegar fjórir aðilar sem skipta með sér þeim fimm sætum sem eftir em: Nýr vettvangur (2); Alþýðubanda- lag (1); Framsóknarflokkur (1); og Kvenna- listi (1). Liðsmunurinn er svo augljós, að allt tal um „breytingar" er innihaldslaust nema hin sundmðu félagshygguöfl séu tilbúin til þess að sameinast um menn og málefni, og skapa þar með pólitíska þyngd sem vegur á móti Sjálfstæðisflokknum. Að öðmm kosti em yfirlýsingar væntanlegra ffambjóðenda um „breytingar" og „betri tíð“ einungis innihalds- og ábyrgðarlaust tal. Viðræður minnihlutaflokkanna Fyrir rétt tæpu ári sendi borgarmálaráð Nýs vettvangs öllum minnihlutaflokkunum auk Alþýðuflokks bréf þar sem óskað var eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf fyr- ir og eftir næstu borgarstjómarkosningar. Afrakstur þessa erindis varð sá að fljótlega hófust óformleg fundarhöld milli Nýs vett- vangs, Alþýðubandalag, Alþýðuflokks og Kvennalista. Framsókn hefúr staðið fyrir utan viðræður minnihlutaflokkanna þar til nú í vikunni að haldinn var formlegur fund- ur með fulltrúum þeirra allra. Menn gengu af þeim fundi með óbundnar hendur og vil- yrði um frekari viðræður. Sú niðurstaða er fagnaðarefni út af fyrir sig, því engum dyr- um hefur verið lokað á meðan. Hinsvegar er það framtíðarinnar að skera úr um það hvað af þessum þreifingum mun leiða. Það hefur ævinlega verið yfirlýst mark- mið Nýs vettvangs að stuðla að samheldni og sameiningu minnihlutaflokkanna í borg- arstjóm Reykjavíkur. Eitt sameiginlegt framboð allra þeirra sem buðu ffam gegn Sjálfstæðisflokknum við síðustu kosningar væri því óskaniðurstaða Nýs vettvangs. Fá- ist hún ekki er þó enn full ástæða til þess að ræða sameiginlegan málefnagrundvöll og kanna hvort ekki er vilji til þess innan flokkanna að sameinast um borgarstjóra- efni. Þar með hefðu kjósendur einhvem raunvemlegan valkost til mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík; valkost sem þeir hafa því miður ekki haft alllengi. Lærum af reynslunni Sjálf er ég sannfærð urn það að ef vænt- anlegir frambjóðendur em tilbúnir til þess að meta stöðuna í ljósi þess augljósa íiðs- munar sem er milli Sjálfstæðisflokks og annarra flokka í borginni, þá hljóta þeir að— komast að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að sameina krafta sína með einhverjum hætti. Að öðmm kosti gæti svo farið í næstu kosningum að framboðin gegn Sjálfstæðis- flokknum yrðu sjö, jafnvel átta: Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur, Kvennalisti, Alþýðuflokkur, Samtök um Nýjan vettvang og Reykjavíkurfélagið Betri borg (angi af Borgaraflokknum sem væntanlega byði þá fram með Albert Guðmundsson í broddi fylkingar). En þrír síðasttöldu aðilantir stóðu sameiginlega að framboði Nýs vett- vangs í síðustu kosningum ásamt Æsku- lýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Em þá ótalin tvö framboð sem komu fram í síðustu kosningum, Flokkur mannsins og Græna íiramboðið. Reynslan sýnir okkur einfaldlega, að því -v. fleiri sem mótframboðin em gegn Sjálf- stæðisflokknum, þeim mun hraklegri er út- koma þeirra í kosningum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur aldrei unnið stærri sigur í Reykjavík en í síðustu borgarstjómarkosn- ingum, þegar hann atti kappi við sex mót- framboð og hlaut 62% atkvæða. Sú niður- staða ætti að vera félagshyggjuflokkunum í borginni verðugt umhugsunarefni, enda sönnun þess sem lengi hefur verið vitað, að „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. - Olína Þorvarðardóltir, borgarfulUrúi Nýs vettvangs. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN OG HEIMSPEKIDEILD Kvöldnámskeið fyrir almenning PARÍS - HÁBORG HEIMSMENNINGAR 1880-1950: Bókmenntir og listir í deiglu sögunnar. Á tímabilinu 1880-1950 er París höfuðborg nýsköpunar í bókmenntum og listum. Rakin verður saga þessarar nýsköp- unar og tengsl hennar við franskt þjóðlíf og menningu París- arbúans. Leiðbeinandi: Torft H. Tulinius, dósent HÍ. Tími: 18. okt. - 22. nóv., 6 mánudagskvöld. HEIMSPEKI: TILRAUN UM HEIMINN Markmið námskeiðsins er að glæða skilning á hinum sér- kennilegu tökum sem heimspektn tekur viðfangsefni ýmissa annarra fræðigreina, t.d. geðlæknisfræði, stjómmálafræði, hagfræði og guðfræði. Lesin verður bók Þorsteins Tilraun um heiminn. Baksviði bókarinnar verður lýst og sambandi hennar við stefnur og strauma í heimspeki nútímans. Lciðbeinandi: Þorsteinn Gylfason, prófessor HÍ. Tími: 12. okt - 30. nóv., 8 þriðjudagskvöld. SÖNGLIST Á ÍSLANDI - Frá Agli Skallagríms- syni til Atla Heimis Sveinssonar. Rakin verður þróun söngs á íslandi frá landnámstíð til vorra daga. Farið verður í þjóðlögin okkar, sem vegna einangrun- ar landsins eiga sér ekki hliðstæðu í heiminum. Meðal ann- ars verður leitað svara við eftirfarandi spumingum: Hvaða tónlist stunduðu landar vorir meðan Bach, Mozart og Beet- hoven skópu sín ódauðlegu verk? Hvað er „Hin íslenska tóntegund“? Leiðbeinandi: Jón Stefánsson, organleikari og stjómandi Kórs Langholtskirkju. Tími: 12. okt. - 16. nóv., 6 þriðjudagskvöld. KVIKMYNDIR OG BÓKMENNTIR Algengt er að kvikmyndir séu gerðar eftir skáldsögum. Nokkrar slikar kvikmyndir verða teknar til umfjöllunar og bomar saman við uppmna sinn. Fjallað um ólík frásagnar- form og réynt að meta hvaða kostir standa þeim kvikmynda- höfundi til boða, sem hyggst festa skáldsögu á filmu. Leiðbeinandi: Ágúst Guðmundsson, kvikmyndastjóri. Tími: 11. nóv. - 16. des., 6 fimmtudagskvöld. IMPRESSIONISMINN í MYNDLIST: „Bandamenn ljóssins" Impressionisminn var hvort tveggja 1 senn, áhrifamesta list- hreyfmg 19. aldar og fyrst nútímalegra listhreyfmga. Leitast verður við að sýna uppmna, umfang og eðli þessarar stefnu og áhrif hennar á vestræna nútímalist, þar á meðal íslenska myndlist. Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur við Lista- safn íslands. Tími: 21. okt. - 2. des., 7 fimmtudagskvöld. SAGA OG MENNING BANDARÍKJANNA Fjallað verður um forsögu og sögu Bandaríkjanna og rætt um helsu þætti bandarísiaar menningar eins og hún kemur mönnum fyrir sjónir í samtímanum. Meðal efnis: Sagan, þjóðlífið, stjómskipulag, menntakeríi, félagsleg þjónusta, háskólar og vísindi, menning og tónlist blökkumanna, bók- menntir, myndlist, tónlist, trúarlíf, dagblöð og fjölmiðlar, leikhús og kvikmyndir. Umsjónarmaður: Sigurður A. Magnússon, rithöfundun Fyrirlesarar auk hans: Ástráður Eysteinsson, Gunnar Áma- son, Haukur Jónasson, Randver Fleckenstein, Stefán Jón Hafstein, Karl Sigurbjömsson, Sigmundur Guðbjamason, Svanur Kristjánsson, Sveinbjöm I. Baldvinsson, Steingrimur Hermannsson og Þorkell Sigurbjömsson. Tími: 4. okt. - 6. des., 10 mánudagskvöld. NÝ HEIMSSKIPAN EFNAHAGS- OG ATVINNULÍFS (Global Shift Intemationalization of Economic Activity). Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum heims- skipan efnahagsstarfseminnar, aðallega iðnaðar og viðskipta og hvemig hún hefur breyst síðustu árin. Fjallað verður um helstu áhrifaþætti, ferli og landfræðileg mynstur í þróun atvinnu- og viðskiptalíf í heiminum, en einkum þó um þátt alþjóðlegrá stórfyrirtækja og alþjóðavæðingu framleiðslu og viðskipta. LeiðbeinandirSigfus Jónsson, landfræðingur. Tími: 20. okt. - 15. des., 8 miðvikudagskvöld. Tímar: Kl. 20.15-22.15. Verð: 7.200-8.800 kr. Skráning í síma 694940. Nánari upplýsingar í símum 694923 og 694924.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.