Alþýðublaðið - 01.10.1993, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKILABOÐ & GETRAUNIR
Föstudagur 1. október 1993
RAÐAUG LÝSI NGAR
Jafnaðarmannafélag
Eyjafjarðar
AKUREYRINGAR ATHUGIÐ!
Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 4. október
klukkan 20.30 í JMJ-húsinu (II. hæð) við Gránufélagsgötu.
Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi
stýrir fundi.
Kaffiveitingar.
Stjórn Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar.
Alþýðuflokksfélag Garðabæjar
og Bessastaðahrepps
BÆJARMÁLARÁÐSFUNDUR
Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 4. októ-
ber klukkan 20.30 í Garðaskóla.
DAGSKRÁ
1. Gizur Gottskálksson bæjarfulltrúi ræðir bæjarmálin.
2. Önnur mál.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti!
Stjórnin.
Alþýðuflokksfélag
Hafnarfjarðar
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar verður hald-
inn næstkomandi mánudag 4. október klukkan 20.30
í Alþýðuhúsinu við Strandgötu.
DAGSKRÁ
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tryggvi Harðarson ræðir starfið framundan.
3. Önnur mál.
Félagar - mætið vel og stundvíslega.
Formaður.
TRYGGINGASTOFNUN
K& RÍKISINS
STYRKIR TIL
BIFREIÐAKAUPA
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna
styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum vegna bifreiða-
kaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1994 fást hjá af-
greiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofnunar ríkis-
ins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um
land allt.
Umsóknarfrestur verður til 15. október.
Tryggingastofnun ríkisins.
ÉFélag ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verð-
ur haldinn þriðjudaginn 5. október klukkan 20:00 í Rósinni
- félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík.
DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar og umræður
2. Skýrsla gjaldkera og umræður
3. Skýrslur forseta málstofa, ritstjóra málgagna og
umræður.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar:
(a) formanns
(b) varaformanns
(c) gjaldkera
(d) ritstjóra málgagna
(e) tveggja meðstjórnenda
6. Kosning í málstofur:
forseta og tveggja meðstjórnenda í hverja
málstofu.
7. Kosning ritnefndar:
ritstjóra og tveggja meðstjórnenda.
8. Kosning tveggja endurskoðenda reikninga og eins
til vara.
9. Samþykkt félagsgjalda.
10. Önnur mál.
Formaður.
MENNINGARSJÓÐUR
Auglýsing
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menn-
ingarsjóði skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðina nr. 390 /
1993.
Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og / eða
höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á ís-
lenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menn-
ingu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita,
handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt
getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri
starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar.
Umsóknum skal skilað til Menningarsjóðs, Mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
20. október 1993. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu
Menntamálaráðuneytisins.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Starfsnám fyrir meðferðar- og
uppeldisfulltrúa
Þann 1. nóvember 1993 hefst starfsnám (grunnnám) fyrir
meðferðar- og uppeldisfulltrúa og aðra sem vinna hliðstæð
störf.
Námið hefur það að markmiði að auka þekkingu og færni
starfsmanna og gæði þjónustunnar.
Umsóknarfrestur um námið er til 15. október 1993 og fást
umsóknareyðublöð í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu, Reykjavík, sími 609100 og hjá starfsmannafé-
lagi ríkisstofnana, Grettisgötu 89, Reykjavík, sími 629644.
Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins
29. september 1993.
?AX 62-92-44
GETRfiUNIR
X AIK - Degerfors
í síðustu viku sagði ég að AIK myndi vinna öruggan sigur á
Brage en svo varð ekki. Eitthvað virðist vera að hjá AIK mönnum
en heldur brösuglega hefur gengið síðustu leiki. Degerfors er
reyndar ekki heldur sannfærandi þessa stundina. Þeir áttu erfiðan
leik í síðustu viku þegar þeir tóku á móti Gautaborg. Þessi leikur
ætti að enda með jafntefli eða sigri AIK manna.
1 Gautaborg - Malmö FF
Gautaborg stefnir óhikað á titilinn og er þessi leikur ein af
hindrununum sem þar á vegi er. Gautaborg er með 51 stig og er
einu stigi á eftir Nonköping sem hefur spilað einum leik meira.
Malmö FF getur sett markið á þriðja sæti. Þeir eru tjórum stigum
á eftir AIK sem er því sæti. Heimasigur er líklegri hér, en þó er
hætta ájafntefli.
2 Halmstad - Brage
Áhætta vikunnar. Brage hefur nú í tveimur síðustu leikjum sín-
um spilað afbragðsvel og spái ég því að þeirri velgengni haldi
áfram. Halmstad gat ekki gert mikið á móti sterku liði Nonköp-
ing í síðustu urnferð. í þessum leik held ég að vanmat hjá Halntst-
ad geti ráðið úrslitum því Brage-menn koma grimmir til leiks.
1 Helsingborg - Örgryte
Ekki gengur vel hjá Örgryte þessa stundina og ekki mun ganga
betur á næstunni. Á mánudaginn urðu þeir fyrir þvt' áfalli að tapa
fyrir Hacken 0 - I en fregnir herma að það hafi ekki verið sann-
gjörn úrslit. Helsingborg er dæmigert „nteðal- lið“ sem siglir á
lygnum sjó í deildinni. Þeir em með 29 stig eftir 21 leik. Jafntefli
er líka hugsanlegt.
X Trelleborg - Hácken
Spámenn í Svíþjóð halda að Trelleborg fari með sigur af hólmi,
en svo fór ég yftr spár hjá íslensku spámönnununi og þeir em all-
ir sammála um að Amór og félagar sigri. Þetta er rnjög tvísýnn
leikur. Trelleborg er sterkt heima jafnframt sem Hacken hefur
verið að gera góða hluti að undanfömu. Jafntefli eða fyrsta tap
Trelleborg á heimavelli.
2 Frölunda - Norrköping
Ég myndi halda að þetta væri ömggasti leikurinn í þessari viku.
Norrköping van Halmstad í sfðustu viku, en að vísu gerðu Frö-
lunda-menn það líka. Frölunda tók Hlyn Stefánsson og félaga
hreinlega í nefið, 4 - 1. Þrátt fyrir þennan ágæta sigur efast ég um
að þeir leiki sama leikinn á móti Nonrköping.
1 Örebro - Öster
Menn em mjög ósammála um hvemig þessi leikur muni fara,
enda mjög tvísýnn. Bæði liðin em í mjög lélegu formi og hafa
leikið afar illa undanfarið. Ég cr á þvf máli að Orebro muni sigra
í þessum leik, enda leikur íslendingur með liðinu og við íslend-
ingar verðum að standa saman. Athugið aðjafntefli kemureinnig
til greina.
X Liverpool - Arsenal
Liverpool hefur ekki fengið eitt einasta stig í deildinni í sept-
ember og er það í fyrsta sinn i' 90 ár. Liðið tapaði fyrir Chelsea
síðast með einu marki gegn engu (eins og ég reyndar spáði). Það
hefur gengið aðeins betur hjá Arsenal. Þeir em í öðm sæti, 3 stig-
um á eftir Manchester United. United átti reyndar í miklu basli
með Southampton síðastliðinn laugardag og unnu bara 1 - 0.
1 Norwich - Coventry
Coventry tapaði sínum fyrsta leik á laugardaginn var. Það var
Danny Wallace sem gerði bæði mörkin fyrir Leeds í þeim leik.
Hér tapa þeir ömgglega í annað skiptið í deildinni því Norwich er
t mikilli sókn. Ekoku hefur verið á skotskónum í deildinni en
hann gerði fjögur mörk á móti Everton f síðasta leik. Hann verð-
ur pottþétt áfram í stuði í þessum leik og mun tryggja Norwich
sigur.
X QPR - Ipswich
Erfiður ieikur. Bæði liðin em frekar neðarlega í deildinni og
munu ekki hækka mikið eftir þennan leik ef ég hef rétt fyrir mér.
Jafntcfli sýnist vera besta lausnin á þessum leik en ef ég ætti að
giska á líklegri sigurvegara þá myndin svarið verða: Heimasigur
QPR er líklegastur því þeir hafa aðeins tapað einum leik á heima-
velli og em því sterkir þangað að sækja.
2 Shefíleld W. - Manc. United
Ég held að flestir séu sammála mér í þessu til viki nema kannski
hörðustu stuðningsmenn Sheffield. Þeim hefur ekki gengið eins
vel og þeim var spáð. í einu ensku knattspymublaði var |>eim til
að ntynda spáð titlinum. Eins og flesdr vita er United komið í
nokkuð kunnuglega stöðu, nefnilega fyrsta sætið. Ég er á þeirri
skoðun að það muni reynast erfitt fyrir önnur lið að vinna þá.
1 Swindon - Blackburn
Ég hef ákveðið að hafa tvo áhættuleiki í þessari umferð. Án
áhættu er ekkert gaman að þessu. Swindon kom skemmdlega á
óvart þegar þeir spiluðu við Manchester United. Margir bjuggust
við mörgum mörkum í þeim leik og fengu það reyndar. Þeir héldu
hins vegar ömgglega ekki að mörkin myndu skiptast jafnt líkt og
þau gerðu. Blackbum náði í jafntefli í síðasta leik á móu Sheffi-
eld Wednesday og var þar Shearer að verki, enn einu sinni.
2 West Ham - Chelsea
Ég hélt í síðustu viku að West Ham myndi halda áfram sigur-
göngu sinni en þeir sviku mig. Töpuðu fyrir Newcastle á údvelli.
Kannski var sá leikur of stór biti fyrir þá. Chelsea heldur áfram að
vinna „frægu“ liðin 1 - 0 og er þeir eina liðið sem náð hefur að
sigra Manchester United. Samt er Chelsea frekar neðarlega í
deildinni en gætu þó stokkið gríðarlega upp á við með sigri hér.
- Ólafur Lúther Einarsson