Alþýðublaðið - 01.10.1993, Page 8

Alþýðublaðið - 01.10.1993, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ M5BUBLMÐ Föstudagur 1. október 1993 KONUR VIUA VANDAÐA OG FÍNA SÍÐKJÓLA - fyrir samkvœmislífið í vetur segir Hulda Kristinsdóttir klœðskeri sem hefur opnað stofu í Listahúsinu í Laugardal Hulda Kristinsdóttir kjólameistari og klæðskeri við vinnu sína. Fyrir aftan hana er Eva Hildur Kristjánsdóttir sem deilir með henni húsnæð- inu. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „Það skemmtilega við tísk- una í dag er að það gengur allt ef svo má segja. Fólk er óhrætt við að velja sér föt að eigin smekk í stað þess að láta tískubyigjur alfarið ráða val- inu. Um þessar mundir vilja konur vandaða og fína síð- kjóla fyrir hátíðir vetrarins. Þær verða bæði undrandi og glaðar þegar þær komast að raun um að það er ekki dýr- ara að láta sauma á sig kjól en kaupa hann tilbúin úr búð sem tryggir ekki að flíkin fari «-nógu vel,“ sagði Huida Krist- insdóttir í samtali við biaðið. Hulda var að opna sauma- stofu í Listahúsinu í Laugardal. Hún sagðist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á fatasaumi og iðulega saumað kjóla á vinkon- ur sínar. Eftirspumin jókst stöð- ugt og þegar tómstundagaman- ið var nánast orðið að fullri vinnu lét hún slag standa og opnaði í Listahúsinu. En Hulda saumar ekki eingöngu á konur. Karlmenn koma til hennar og láta sauma á sig kjólföt, smók- ing eða þá jakka ellegar buxur. Fatnaður Huldu hefur vakið :r>,,'verðskuldaða athygli og má þar nefna pallíettukjól sem sýndur var á tískusýningu á Hótel Borg á dögunum. „Eg einbeiti mér að því að sérsauma fyrir fólk. Þegar verið er að kaupa vandaðan og dýran fatnað skiptir meginmáli að föt- in hæfi viðkomandi og fari vel. Það getur reynst erfitt þegar keyptar eru tilbúnar flíkur úr búð. Með því að láta mig taka mái, sníða og sauma fæst trygg- ing fyrir því að fötin fara eins og best verður á kosið og þetta kostar ekki meira en að kaupa tilbúið. S vo við tökum konur og kjóla þá koma sumar með ákveðnar hugmyndir að kjól en aðrar vilja fá aðstoð við að velja snið, efni og lit. Þó það hljómi kanski öfugsnúið í öllu þessu krepputali þá er staðreyndin engu að síður sú að nú vilja konur glæsilega og vandaða síðkjóla fyrir árshátíðir og nýár- skemmtanir vetrarins," sagði Hulda Kristinsdóttir. Hulda sagði ennfremur að sér virtist sem mikill áhugi væri orðinn á að láta sauma á sig eft- ir nokkra lægð í þeim efnum að undanfömu. Þetta væri skap- andi og skemmtilegt starf og ánægðir viðskiptavinir væm besta auglýsingin fyrir sig og sína stofu. KVIKNYNDIR HINIR ÓÆSKILEGU - MENACE II SOCIETY LAUGARÁSBÍÓ: Hinir Óæskilegu - Menace II Society LEIKSTJÓRN: Allen Hughes og Albert Hughes HANIJRIT: Tvger Williams AÐALHLUTVERK: Tvrin Turner, Jada Pinkctt, Larez Tate og Arnold Johnson STJÖRNUR: ★★★ 1/2 Ofbeldi, víma og ástir er megin at- burðarás nýjustu myndar Laugarásbíós, Menace II Society eða Hinir Oæskilegu eins og hún nefnist hér á landi. Flestir kannast við slíka atburðarás úr Islend- ingasögunum og líkt þeim er í myndinni sagt frá atburðum á hispurslausan hátt. Olíkt öðrum myndum sem kvikmynda- húsið Laugarásbjó hefur sýnt síðustu ^misseri er Hinir Oæskilegu mjög góð og áhrifamikil spennumynd. Caine er ungur maður sem ólst upp við hræði- legar aðstæður. Faðir hans seldi eiturlyf og móðir hans notaði slík lyf að staðaldri. Sem bam horfði hann uppá föður sinn myrða mann og annan ým- ist vegna þess að þeir skulduðu honum pening eða voru með skæting. Þegar leið á æsku Caine lést móðir hans vegna of stórs eiturlyfjaskammts en faðirinn hans var myrtur. Fluttist þá unglingurinn til afa síns og ömmu. Þau vom sannkristið fólk og fengu drenginn til að stunda nám. Hegðun for- eldra hans varð honum ekki víti til varnaðar því hann tók upp hegðun föður síns og þénaði vem- lega á sölu eiturlyíja. Eftir að hafa náð háskóla- prófi hefst glæpaferill Caine af ráði þegar hann verður samsekur um morð. Hefjast þá hörð átök. Myndin er viss deila á samfélagið. I upphafi myndarinnar em sýndar fréttamyndir frá uppþot- w»um sem urðu í blökkumannahverfinu Watts í L.A. árið 1965. Vom blökkumenn beittir ofbeldi að hálfu lögreglu sem aðstandendur myndarinnar telja að jreir hafi ekki átt skilið. Er einnig gefið til kynna síðar í myndinni að lögreglan beiji blökku- menn sér til skemmtunar. Má deila um hvort eitt- hvert sannleiksgildi er í þessum atriðum. „Þeir aukaleikarar sem líta út fyrir að vera í glæpagengi eru í glæpagengi," segir Allen Hug- hes í viðtali við Newsweek. Og hann bætir við: „- Versta martröð Bandaríkjanna em ungur blökku- maður sem gefur dauðan og djöfulinn í allt og alla.“ Til að Hinir Oæskilegu yrði sem raunvem- legust tóku tvíburamir viðtöl við æskufólkið í Watts-hverfmu. „Við vildum vita hvemig þeim Tvíburamir Allcn og Albert Hughes. 21 árs undra- menn í kvikmyndum. Mynd / Newsweek leið þegar þeir myrtu einhvem." Heimildavinnan skilaði sér: Ofbeldisatriði em allsvakaleg og ofsa- fengin en að sama skapi áhrifamikil. Allen og Al- bert Huges eiga svo sannarlega Cannes pálmann skilinn fyrir leikstjórn. Það er tæpast að því sé trú- andi að Hinir óæskilegu sé byrjendaverk þessara ungu (21 árs gömlu) tvíburabræðra. í viðtölum við erlend blöð hafa þeir viðurkennt að ýmis atriði úr mynd þeirra séu tekin nánast beint úr öðmm ntyndum uppáhaldsleikstjóra þeirra: Brian De Palma („Scarface'j og Martin Scorsese („Good- Fellas'j. Það verður spennandi að sjá þeirra næsta verk. Hinir Oæskilegu varð öllum á óvart ein af metsölumyndum bandaríska kvikmyndasumars- ins. Myndin kostaði aðeins 238 milljónir ís- lenskra króna að framleiða en á fyrstu þremur mánuðunum skilaði hún til baka um það bil ein- um og hálfum milljarði. Næsta mynd Hughes-tví- buranna ber vinnsluheitið „Public Enemez“ og fjallar um fjóra eiturlyfjasala á ferðalagi til New Orleans. Þeir bræður hafa lofað að sú mynd verði skemmtilegri og þægilegri til áhorfs en Hinir Óæskilegu. Niðurstaða: Átakaleg mynd um líf götu- drengja í stórborg. Mjög athyglisverð - raunar stórgóð, en vara verður sérstaklega við ógeðfelld- um ofbeldisatriðum. - Barði Jóhannsson V e r i ð velkomin á DAGANA UM HELGINA LJÚFMETI AF LÉTTARA TAGINU verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. KYNNTU ÞÉR ÍSLENSKA GÆÐAMATIÐ Birtar verða niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. • Ostameistari íslands útnefndur. • Ostameistararnir verða á staðnum og sitjajyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. OSTARNIRVERÐAÁ KYNNINGARVERÐI - notaðu tækifærið! OSTALYST 2 - kynning á nýrri bók. VERÐLAUNASAMKEPPNI - stöðugt verið að draga úr pottinum. OPIÐ HÚS að Bitruhálsi kl. 1 -6 laugardag 2. okt. & sunnudag 3. okt. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.