Alþýðublaðið - 07.10.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 07.10.1993, Qupperneq 3
Fimmtudagur 7. september 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 FERÐIR, FUJ & BRYGGJA Batnandi afkoma Flugleiða MEIRITEKJUR EN LÆGRI GJÖLD Dregið hefur úr tapi á rekstri Flugleiða að undanfornu. Fyrstu sjö mánuði ársins var rekstrartapið 80 milljónir króna en á sama tíma í fyrra var tapið 352 milljónir á verð- lagi þessa árs. Farþegum í áætlunar- flugi milfi landa fjölgaði um 2,8% fyrstu sjö mánuði ársins en fækkaði um 1,6% í innanlandsffugi. I leigu- flugi fækkaði farþegum um 19%. Hagstæð gengisþróun á verulegan þátt í batnandi afkomu Flugleiða, að því er segir í frétt frá félaginu. Fjórtán prósent hærra gengi dollara og aðrar gengisbreytingar á fyrstu sjö mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra valda því að tekjur fé- lagsins verða hærri í krónum en ella. A gjaldahlið hefur hærra verð erlendra gjald- miðla neikvæð áhrif en það er nánast vegið upp þar sem tekist hefur að ná verulegri kostnaðarlækkun á ýmsum liðum. Flug- leiðamenn telja þetta merki um að íyrirtæk- ið sé að ná fyrstu markmiðum sínum í spamaði. Tekjur hækkuðu að raungildi um 1,5% milli ára en gjöld aðeins um 0,6% og það veldur mestu um batnandi rekstraraf- komu. Greiðslustaðan mjög góð Eigið fé Flugleiða í lok júlí var 3.973 milljónir en var 3.906 milljónir á sama tíma í fyrra. Greiðslustaða fyrirtækisins er mjög góð um þessar mundir. Farþegar í millilandaflugi voru samtals 300 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins en voru 292 þúsund í fyrra. I innanlandsflugi voru farþegar 150 þúsund og hafði fækkað um liðlega tvö þúsund. I leiguflugi voru far- þegar 15 þúsund en voru nær 19 þúsund á sama tíma í fyrra. Metjjöldi erlendra ferðamanna Dregið hefur úr tapi á rckstri Flugleiða að undanfiirnu. Fyrstu sjö mánuði ársins var rekstrar- tapið 80 milljúnir króna en á sama tíma í fyrra var tapið 352 milljónir á vcrðlagi þessa árs. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason ÞYÐVERSKUM FJÖLGAR MEST Ekkert lát er á fjölgun crlcndra ferða- manna til landsins og fyrstu níu mánuði ársins voru þeir fleiri en nokkru sinni fyrr. A þessu tímabili komu samtals 134.747 ferðamenn sem er aukning um 7% frá sama tíma í fyrra þegar ferða- menn voru tæp 126 þúsund. Af einstök- um þjóðum eru Þjóðverjar duglegastir við að heimsækja landið og fyrstu níu mánuðina komu liðlega 28 þúsund þýð- verskir ferðamenn hingað sem er fjölg- un um nær 22% frá sama tíma í fyrra. Til viðbótar þessum tölum eru farþegar skemmtiferðaskipa sem voru alls 15.700 í 38 ferðum. Er það mesti fjöldi ferða og far- þega sem komið hefur til landsins á einu sumri. 13.000 ferðamenn í sept Af heildarfjölda frá einstökum löndum auk Þjóðverja komu flestir ferðamenn fra Bandaríkjunum eða tæp 20 þúsund sem er 12% fjölgun frá sama tíma í fyrra. Enn- fremur fjölgaði ferðamönnum frá Bretlandi, Hollandi og Japan. Hins vegar komu færri ferðamenn frá Norðurlöndum nema Nor- egi. Norðmönnum fjölgaði um 15,7% en samtals komu hingað 12.639 ferðamenn frá Norðurlöndum á umræddu tímabili á móti 40.442 ífyrra. I september komu hingað nær 13 þúsund erlendir ferðamenn en vom tæplega 10 þús- und í sama mánuði í fýrra. Aukningin nem- ur 30,3%. Flestir komu frá Bandaríkjunum eða 2.133, frá Þýskalandi komu 1.739 og 1.678 frá Svíþjóð. NÝ STJÓRN FUJ í REYKJAVÍK * A aðalfundi FUJ-Rvk. íJyrrakvöld vannst ekki tími til að Ijúka dagskrá og því varfundi frestað og ákveðið að setja hann að nýju sem jyrst Félag ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík (FUJ-Rvk.) hélt aðalfúnd sinn í fyrrakvöld í Rósinni - félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík. Fundurinn var nokkuð fjölsóttur og á honum var kosið til nýrrar stjórnar jafnframt því sem gengið var frá talsvert umfangs- miklum lagabreytingum. Fkki vannst tími til að fara yfir stefnuskrá félagsins fyrir næsta starfsárið einsog ætlunin var. Því var aðalfundi frestað í kringum mið- nætti um óákveðinn tíma. Það verður þannig fyrsta verkefni nýkjörinnar stjórnar að setja aðalfund að nýju og samþykkja nýja stefnuskrá. Þtss má geta að á aðalfundinum voru einnig tekn- ir inn í félagið á milli 30 og 40 nýir félag- ar. Nýja stjóm Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík skipa eftirtaldir: Bolli Runólfur Valgarðsson - formaður Kristinn Asgeirsson - varaformaður Barði Jóhannsson - ritari Margrét Héðinsdóttir - gjaldkeri Brynjólfur Þór Guðmundsson - ritstjóri málgagna Benóný Valur Jakobsson - meðstjómandi Margrét Valdimarsdóttir - meðstjómandi Ingvar Sverrisson - forseli málstofu um borgarmál Gunnar Alexander Ólafsson - forseti málstofu um stjómmál Róbert Ami Róbertsson - forseti málstofu um innra starf í fréttum um helgina kom fram að hefðbundin deUa vest- firskra smábátasjómanna og togaramanna er enn sprottin upp út af hólfi innan 12 mðna landhelginnar sem togurun- um hefur verið leyft að fara inn á haustin. Nær hið umdeilda hólf allt inn að 4 mflum frá landi þar sem næst er. Upphaf þessarar undanþágu tíl togveiða innan landhelginnar var að á viðkomandi svæði væri vannýttur kolastofn. IVillukarlar fyrir vestan halda því nú fram að þær for- sendur séu iöngu brostnar, kolastofninn sé kominn í kvóta og því ekki lengur vannýttur. Sveinbjörn Jónsson frá Suðureyri við Súgandaf jörð hefur haft sig frammi í málinu og tókum við hann því tali. Svein- björn hefur lengst af róið á litlum bátum frá Suðureyri, en jafnframt starfað mikið að félagsmálum ýmiskonar. -Útá hvað gengur þessi deila? „Undanfarin ár hefur sjávarútvegsráðherra beitt undanþáguákvæðum í iöguin sem fjalla um vannýtta fiskistofna til að heimila togaraflotanum veiðar innan 12 mfina landhelgi á hefðbundinni veiðislóð lítilla dagróðrabála. Við smábátasjómenn höfum á hverju einasta ári mótinælt þessu og teljum jafnframt að eftir að kolinn var settur í kvóta hafi heimildimar verið lögleysa því ekki sé bæði hægt að setja tegund í kvóta og skerða þannig athafnafrelsi manna sem varið er í stjómarskrá og jafnframt að nota sama stofn sem vannýttan fiskistofn til að heimila undanþágur frá lögum. Það er sem sé minn skilningur að annaðhvort hafi stjómarskráin verið brotin eða lögin“. - En nú er húið að loka mjög stómm svœðum út af Vestfjarðamiðum fyrir togur- unum. Er ekki nóg að gert? „Ég treysti mér ekki til að svara fyrir aðgerðir sjávarútvcgsráðuneytisins og Haf- rannsóknastofnunar og hef aldrei getað skilið suma þætti í röksemdafærslu þeirra. Núna síðast kom Ólafur Karvel með þær niðurstöður að þorskurinn á íslandsmiðum væri nánast í svelti. Hvemig getur stofnunin sem hann vinnur fyrir haldið því fram á sama tíma og þorskstofninn sé of lítill ogjafnframt mælt með síauknum loðnuveiðum? Maður gæti haldið að Hafrannsóknastofnun liti á fiskimiðin við ísland eins og veit- ingahús þar sem borinn sé fram meiri matur eftir því sem gestimir em fleiri. Hitt er svo annað mál að ég tel persónulega að togskipafioti landsmanna sé orðinn allt of stór og áhrif hans á vistkerfið allt önnur og meiri en aflatölur segja til um. íslendingar virðast vera staðráðnir í að brenna sig á óhófmu á öllum sviðum." -Hvernig líst þéráþá þróun að sífellt stcerri skip séu að taka sjálfvirkar línubeit- ingarvélar í notkun? „Ég hef alla tíð verið mjög hlynntur öngiaveiðum, enda tel ég þær gefa möguleika á hámarks afrakstri þeirra stofna sem þær geta nýtt. En auðvitað skapar þessi þröun hættu á hagsmunaárekstrum og vitanlega er hætta á óhófi á þessu sviði sem öðmm. Ég bendi til dæmis á að nú em menn famir að leggja mctnað sinn í að halda þessunt skip- um við línudrátt allan sólarhringinn." - Nú hefur smábátaflotinn hópast vestur undanfarin sumur. Hvaða þýðingu hef- ur þettafyrir byggð á svœðinu? „Það em nokkur þorp á Vestfjörðum sem eiga allt sitt undir því að krókaleyfmu ver- ið fram haldið. Kvótakerfið hefur kippt lífsgmndvellinum undan þessum þorpum og fólkinu sem þar býr. Ef þessir bátar með krókaleyfið væm ekki til staðar væri búið að svipta þetta fólk nánast öllum framfærslurctti sínum og það er auðvitað ekkert annað en mannréttindabrot. Ég tel því að ef stjómvöld vilja komast hjá því að verða sér til skammar á alþjóðavettvangi, verði þau að Uyggja áframhaldandi krókaveiðar og jafn- framt að veija auðlindir þessa fólks gegn stórvirkri veiðitækni. Það er skylda þeirra samkvæmt alþjóða samþykktum, sem við emm aðilar að.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.