Alþýðublaðið - 08.10.1993, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
LEIÐARI, RÖKSTÓLAR & ALÞINGI
Föstudagur 8. október 1993
MMDIIBiMIIII
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvaemdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
Tvískinnungur
stjórnarandstöðunnar
Stjórnarandstaðan hefur farið geyst í andófi sínu við þá
ákvörðun heilbrigðisráðherra að færa rekstur leikskóla
sjúkrahúsanna yfir á sveitarfélögin. En lögum sam-
kvæmt eiga þau að hafa rekstur þeirra með höndum.
Þannig var á fyrsta almennum starfsdegi þingsins efnt til
sérstakrar umræðu um málið utan dagskrár, þar sem all-
ir talsmenn stjómarandstöðunnar mæltu gegn breyting-
unni.
Þetta er hins vegar ekki fyrsta umræðan sem hefur átt
sér stað í þinginu um málið. Þann 14. apríl 1992 var rætt
um nákvæmlega sama efni. Tilefnið var þingsályktunar-
tillaga frá tveimur þingmönnum, þar sem lagt var til ná-
kvæmlega sama breyting á leikskólum spítalanna og
ráðherrann hyggst nú beita sér fyrir. Þá var hins vegar
allt annar tónn hjá stjómarandstöðunni: þá töluðu nefni-
lega allir fulltrúar hennar með breytingunni.
Guðmundur Bjamason, Framsóknarflokki, lýsti þá full-
um stuðningi við hugmyndimar, og taldi verst að þessari
brýnu breytingu hefði ekki verið hreyft fyrr í þingsölum.
Hann beitti sömu rökum og Guðmundur Ámi núna, og
kvað flutning leikskólanna yfir til sveitarfélaganna ekki
síst nauðsynlegan vegna þeirra fjárhagslegu þrenginga,
sem gengið hafa yfir ríkissjóð og heilbrigðisstofnanimar
sérstaklega. Pétur Bjamason, varaþingmaður Fram-
sóknar, lýsti fulium stuðningi við tillöguna, og úr röðum
Alþýðubandalagsins talaði Kristinn H. Gunnarsson, og
tók undir meginefni hennar. Fulltrúi Kvennalistans í um-
ræðunni, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þakkaði sér-
staklega fyrir tillöguna, og sagði orðrétt: „Þetta misræmi
sem er í gangi á milli sveitarfélaga í landinu er með slík-
um eindæmum, að nauðsynlegt er að vekja athygli á því,
þannig að eitthvað verði gert í framhaldi af þeirri um-
ræðu.“
Það ríkti því alger einhugur hjá jafnt stjóm og stjómar-
andstöðu um málið, þegar það var rætt á sínum tíma í
þinginu. Sá einhugur speglaðist ekki síst í því, að tveir
þingmenn stjómarandstöðunnar, Guðmundur Bjamason
og Svavar Gestsson, áttu frumkvæði að því að taka mál-
ið upp í stjóm Rikisspítalanna, til þess einmitt að flytja
rekstur leikskóla spítalanna yfir á sveitarfélögin. Það
tókst hins vegar ekki.
Nú hefur hins vegar Guðmundur Ámi Stefánsson tekið
stjómarandstöðuna á orðinu. Hann fór að hvatningu
Kvennalistakonunnar Jónu Valgerðar og tók á málinu.
Þá bregður svo við, að gervöll stjórnarandstaðan hefur
skipt um skoðun, og er nú á móti því sem hún mælti ein-
dregið með fyrir einu og hálfu ári. Ef þetta er ekki henti-
stefna, - hvað er þá hentistefna?
Hentistefna og kjarkleysi andstöðunnar birtist ekki síst í
því, að þeir þingmenn hennar sem áður lýstu eindregn-
um stuðningi við málið, - þeir ýmist tóku ekki til máls í
umræðunni á miðvikudaginn, eða létu sig hverfa úr
þingsal meðan á henni stóð. Stórhugur, - eða hvað?
RÖKSTÓLfiR
ALÞINGl ER ORÐIÐ AÐ KJÖRBÚÐ
Hið háa Alþingi hafði starf-
að í hartnær 70 ár þegar það
rann upp fyrir íslensku þjóð-
inni, að þingmenn töluðu of
mikið. Það er sennilega vegna
þess að þjóðin hafði bara alls
ekki hlustað á þá fulltrúa sem
hún kaus á þing fyrir daga
þingsjónvarps. Aður var
kosning nánast eins og að
ganga í hjónaband; menn
völdu sér maka og létu sér síð-
an í léttu rúmi iiggja, hvort
makinn malaði dag og nótt
eða ekki.
Enda hafa alþingismenn mal-
að fjandann ráðalausan í 70 ár
eða svo. Ef allar þingræður í
gegnum tíðina væru gefnar út,
myndi hin nýja Þjóðarbókhlaða
ekki nægja til að vista allan
þann pappír. Guði sé lof að
hægt er að geyma málæðið á
míkrófilmum eða tölvudiskum
nú til dags.
Borað í nefi
og Tíminn lesinn
Það er annars undarleg þver-
sögn að þingmenn tali svona
mikið á þingi, því yfírleitt eru
þeir íjarverandi af vinnustað. I
þau skipti sem íslenska þjóðin
gægist inn í þingsali, blasa við
auðir stólar og einstaka þing-
maður að bora í nefið og lesa
Tímann. Það bregst hins vegar
ekki að uppi í ræðustól stendur
málóður þingmaður og ryður út
úr sér ræðunum. Þetta er það
sem kallað er eðlileg þingstörf
eða þingsköp.
Málæðið ber gjörsamlega úr
böndunum þegar ríkisstjómar-
flokkamir reyna að koma fmm-
vörpum sínum í gegnum þingið.
Þá standa þingmenn stjómar-
andstöðunnar tímum, dögum og
jafnvel vikum saman í pontu og
lesa upp úr Sveitarstjómarmál-
um, Símaskránni og Hagtíðind-
um til að teygja lopann. Þetta er
kallað málþóf. Það er sem sagt
skipulagt málæði til að stöðva
afgreiðslu mála. Málþófið er í
eðli sínu fjárkúgun. Málþófslið-
ið er þar með að gefa þau skila-
boð til stjómarliðsins, að þeir
muni halda uppteknum hætti að
lesa í nokkrar vikur upp úr
símaskránni nema að þeir fái að
koma nokkmm frumvörpum
sínum í gegn. Fjárkúgun, vegna
þess að fmmvörpin kosta yfir-
leitt ríkið mikla peninga. Að
lokum gefast stjómarliðar upp
og það er sest niður og um það
samið hvaða fmmvörp fara í
gegn. Þegar hrossakaupin em
gerð, fara þingmenn að tala
eðlilega, það er að segja innan
við klukkutíma ræðu hver.
Stjómarandstaða
í ríkisstjórn
Ríkisstjóm Davíðs Oddsson-
ar hefur nú komið með nýja
lausn á málþófi og hrossakaup-
um. I stað þess að pína allan
þingheim og þjóðina alla (eftir
að skipulagðar sjónvarpsút-
sendingar frá Alþingi hófust) til
að hlusta á Hjörleif, Kristínu og
Pál frá Höllustöðum, var gert
nýtt fyrirkomulag. Það felst í
því að láta stjómarandstöðuna
fá formennsku í nokkmm
nefndum í því skyni að hún tali
minna.
Stjómarandstaðan hefur tekið
þessu vel. Hún sér í hendi sér að
þar með sé hún í raun komin í
ríkisstjóm án þess að vera í rík-
isstjóm. Formennska í nefndum
er á við hálfan ráðherrastól og
vel það. Með því að stjóma
fastanefndum Alþingis í meira
og minna mæli, hefur stjómar-
andstaðan í raun tekið völdin á
Alþingi.
Eins og aikunna er, þá hætta
menn að gagnrýna þegar þeir fá
völd. Þá þurfa þeir að veija sig
fyrir gagnrýni annarra. Þetta
heitir á fagmáli að draga menn
til ábyrgðar. Davíð og félagar
sjá þetta sem nauðsynlegt upp-
eldisatriði eftir að stjómarand-
staðan hefur sérhæft sig í þæ-
fingum og málæði. Stjómarand-
staðan er hins vegar alsæl að fá
formennsku og varaformennsku
í helstu nefndum Alþingis og
álítur að hún hafi talað sig til
sigurs.
Utkoman er því mjög
skemmtileg. Málþófi er lokið á
þingi, ræðutími verður styttur
og allir verða ábyrgir. Það eina
sem stingur í augun, er auðvitað
að nú verður ekkert stjómarlið
og engin stjómarandstaða til.
Nú sitja eiginlega allir þing-
menn í stjóm. Ríkisstjómin er
því að mestu leyti orðin óþörf.
Dauðadómur fyrir
skattgreiðendur
Landinu verður að mestu
stjómað neðan úr Alþingi þar
sem kurteisir, fáorðir og ábyrgir
þingmenn koma sér saman á
mettíma hvemig þurfi að af-
greiða mál þjóðarinnar. Þetta er
sennilega það snjallasta sem nú-
verandi ríkisstjóm hefur gert og
ömgglega það vitrænasta sem
stjómarandstaðan hefur lengi
framkvæmt.
Fyrir skattgreiðendur er þetta
fyrirkomulag sennilega dauða-
dómur. Áður fyrr var Alþingi
líkt og búðin á hominu þar sem
ráðherramir stóðu vörð um rík-
isútgjöldin, líkt og ábyrgar hús-
mæður sem spurðu um hvað
hvert gramm kostaði. Nú er Al-
þingi orðin kjörbúð það sem all-
ir ryðjast um gólfin með risa-
stóra innkaupavagna og moka
úr hillunum til hægri og vinstri.
En auðvitað hefur afgreiðslan
stórbatnað.
fiLÞÝÐUBLfiÐIÐ 6 fiLÞINGI
EINMANA A ALÞINGI - Ein HJORL, TVO HJORL, ÞRJU HJORL - ZZZZZZZZZZZ
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason