Alþýðublaðið - 08.10.1993, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Föstudagur 8. október 1993 STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ
ELDHÚSDfKiSUMRfEÐUR R fiLPINGI
Jón Baldvin Hannibalsson
ALLT AFLAVERDMÆTI UR
SJÓ FER í AFBORGANIR
- af erlendum lánum, segir formaður Alþýðuflokksins
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - flytur ræðu sína við ddhúsdags-
umræðurnar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
„Virðulegur forseti. Góðir ís-
lendingar.
f kosningabaráttunni í Noregi
fyrir nokkrum vikum gerðist það
að talsmaður Verkamanna-
flokksins í efnahagsmálum lýsti
yfir með skiljanlegu stolti að á
næsta ári yrði Noregur skuldlaus
við útlönd. Auðvitað er Noregur
olíuríki en orkulindir ókkar eru
ekki enn farnar að mala okkur
nægilega gullið. En þegar við
skundum á Þingvöll 17. júní 1994
þá er því miður öðru vísi um að
iitast í okkar þjóðarbúskap. Þá er
því spáð að erlendar skuldir okk-
ar til langs tíma fari að nálgast
70% af landsframleiðslu okkar
og að greiðslubyrðin verði ein-
hvers staðar á bilinu 30-40%.
Því er spáð með öðrum orðum að
langtímaskuldir okkar verði um
265 milljarðar á afmælisárinu.
Hvað er það í samanburði við
eitthvað annað? Ja, það er svona
svipað eins og fasteignamat allra
fasteigna í Reykjavíkurborg sem er
þó heldur hærri upphæð. Greiðslu-
byrðin, það sem við þurfum að
borga í vexti og afborganir af þess-
um háu upphæðum, því er spáð að
hún verði á næsta ári um 51 millj-
arður króna. Við erum ekki vön því
að skilja svona háar tölur. En til
samanburðar mætti nefna að heild-
araflaverðmæti af Islandsmiðum
upp úr sjó, miðað við hráefnisverð,
er metið á tæpa 50 milljarða. Ut-
gjöld okkar til heilbrigðisráðuneyt-
isins, veigamesta þáttar velferðar-
kerfisins, er metið upp á 47,7 millj-
arða á verðlagi fjárlagafrumvarps-
ins.
16,6 milljarðar í vexti
Þetta eru hrikalegar tölur. Bara í
vexti til útlendinga vegna þeirra
lána sem við áður höfum tekið
munum við borga á næsta ári 16,6
milljarða. Það er eins og öll útgjöld
menntamálaráðuneytisins. Það er
hærri upphæð en öll útgjöld allra
sjúkrahúsa á íslandi. Það er meira
en heildartekjur Reykjavíkurborg-
ar.
Stöldrum nú við. Þeir sem gagn-
rýna núverandi rikisstjóm harðast,
þeir sem veitast hvað harðast að til
dæmis núverandi heilbrigðisráð-
herra, sem stendur frammi fyrir
nokkmm vanda, eru þeir sem hér
eru inni staddir allir saklausir af því
að hafa efnt til þessara lána og þess-
ara skulda? Hafa þeir allir efni á að
bera fram þessa gagnrýni? Og það
skal tekið fram að sagan er ekki öll
sögð þótt þessar tölur séu nefndar.
Það er vissulega laukrétt sent fram
kom í máli forsætisráðherra að þrátt
fyrir tekjubrest og þrátt fyrir afla-
brest þá hefur samt sem áður tekist
að snúa viðskiptahalla sem var upp
á 18 milljarða árið 1991 í 5,5 millj-
arða. Það hefur tekist að skera niður
lánsfjárþörf ríkissjóðs úr 40 millj-
örðum í það sem spáð er, 23 millj-
arða. Það hefur dregið úr, þrátt fyrir
þessa hrikalegu erfiðleika, hraða
skuldasöfnunarinnar. En það breyt-
ir ekki því að það er ólíkt hlutskipti
hinnar ungu kynslóðar í Noregi
sem er að hasla sér völl á nýrri öld
skuldlaus eða þeirrar ungu kynslóð-
ar sem tekur við af okkur um alda-
mótin.
Spara útgjöld um
10 milljarða
Virðulegi forseti. Um hvað snýst
stjómmálaumræðan við þessi skil-
yrði? Leiðum fram nokkur vitni.
Talsmenn stjómarandstöðunnar
segja að ríkisstjómin hafi engum
árangri náð og alls engum í ríkis-
fjármálum. Hverjar em staðreynd-
imar? Staðreyndirnar em þessar að
ef við tökum ríkisútgjöld og fæmm
þau upp til verðlags fjárlagafrum-
varpsins þá vom þau 122 milljarðar
1991. Þið sem emð búin að lesa
fjárlagafrumvarpið, sjáið að þar er
gert ráð fyrir útgjöldum upp á 112
milljarða, með öðmm orðum spam-
aði að raungildi upp á um 10 millj-
arða án þess að hækka skatta. Þetta
er ekki fordæmanlegur árangur en
ég viðurkenni að hann er takmark-
aður og við þurfum að gera betur og
við þurfum öll sameiginlega að
gera betur. Það er ekki nóg að gera
hróp að stjóm sem stendur ffammi
fyrir erfiðum ytri skilyrðum. Það
þarf líka að láta reyna á þegnskap
stjórnarandstöðunnar.
Þeir segja að við höfum rústað
velferðarkerfið og meira að segja
dagfarsprúðar konur eins og sú sem
hér talaði áðan, háttvirtur þingmað-
ur, talaði um spellvirki í því sam-
bandi. Af hverju er fólk með þenn-
an ýkjustíl? Þeir sem em búnir að
lesa fjárlagafmmvaipið vita að
framlög til heilbrigðismála aukast
að raungildi frá því í fyrra. Framlög
til félagsmála aukast um um það bil
milljarð, til menntamála standa þau
nokkum veginn í stað. Með öðmm
orðum, það er aukning á framlög-
um um 2,2 milljarða.
Þetta er ekki spellvirki
Sighvatur Björgvinsson hæst-
virtur fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra stóð í ströngu við það að
koma í veg fyrir að aukning út-
gjalda héldi áfram þreföld umfram
aðra verðmælikvarða í þessu þjóð-
félagi og er fyrsti heilbrigðisráð-
herrann sem náði þeim árangri að
stöðva þensluna. Nú þegar Guð-
mundur Ámi Stefánsson þreytir
eldskím sína í þessari pólitík þá á
hann í raun og vem skilið að fá
stuðning ykkar allra í staðinn fyrir
að þið gerið að honum hróp með til
dæmis þeim hætti að kalla þetta
spellvirki. Þetta er ekki spellvirki.
Þetta er barátta við erfið skilyrði til
þess að varðveita ljárhagslegan
gmndvöll þýðingarmestu þátta vel-
ferðarkerfisins.
Talsmenn stjómarandstöðunnar
segja að það hafi ekki verið tekið
nægjanlega tillit til þess að jafna
byrðunum af réttlæti. Eg er ekki
viss um það þegar það mál er skoð-
að að þegar þeir sem hæst tala urn
það, hafi rétt fyrir sér. Fyrrverandi
ríkisstjóm tekjutengdi margar bóta-
greiðslur velferðarkerfisins, þessi
ríkisstjóm hefur gengið lengra í því
að því er varðar bæði lífeyrisbætur,
bamabætur og vaxtabætur. Þjón-
ustugjöld hafa verið lögð á en þau
em líka tekjutengd og þau em með
þökum til þess að reyna að hlífa
þeim sem minnst bera úr býtum.
Mesta öfugmælasmíðin
Hvemig stendur á því að það er
þessi ríkisstjóm sem lagði á há-
tekjuskatt en ekki til dæmis fyrrver-
andi ríkisstjóm? Hvemig stendur á
því að það er þessi ríkisstjóm sem
dregur vemlega úr virðisaukaskatti,
lækkar virðisaukaskatt, og kemur
þannig til móts við kröfur verka-
lýðshreyfingarinnar? Hvemig
stendur á því að. það er þessi ríkis-
stjóm sem tekur pólitíska ákvörðun
urn að koma á húsaleigubótum en
ekki fyrrverandi ríkisstjóm? Þannig
mætti lengi telja. Og hvemig stend-
ur á því að fyrrverandi ríkisstjóm,
vinstri stjóm, gat ekki komið á fjár-
magnstekjuskatti en þessi ríkis-
stjóm mun gera það? Eg er alveg
sannfærður um það að þegar menn
skoða þetta mál án fyrirfram
hleypidóma þá er niðurstaðan önn-
ur en sú sem stjómarandstaðan vill
vera láta.
Mesta öfugmælasmíðin er þó sú
þegar háttvirtir leiðtogar stjómar-
andstöðunnar segja að þessi ríkis-
stjóm skipti sér ekki af atvinnulíf-
inu. Það hefur engin ríkisstjóm í
sögu lýðveldisins á Islandi lagt jafn
mikið af mörkum við að treysta at-
vinnulífið á Islandi eins og þessi.
Og hver em rökin fyrir þessari full-
yrðingu? Þau eru ekki bara EES-
samningur sem tryggir markaðsað-
gang tollfrjálsan að helstu mörkuð-
um okkar. Nei. Þessi ríkisstjóm
hefur létt sköttum af atvinnulífinu
upp á marga milljarða króna. Þessi
rikisstjóm hefur ekki bara skuld-
breytt upp á gamla mátann. Hún til
dæmis boðar núna Þróunarsjóð fyr-
ir sjávarútveginn til þess að hraða
þar fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu og aukinni hagræðingu. Þessi
ríkisstjóm hefur lagt fram bein
framlög á fjárlögum til atvinnu-
sköpunar upp á að minnsta kosti
þijá milljarða á átinu 1993, senni-
lega á bilinu íjóra til fimm milljarða
áámnum 1993-1994. Þannig mætti
lengi telja. Það er öfugmæli að
segja að þessi ríkisstjóm sé afskipt
af atvinnulífinu.
Arangur hefur náðst
Virðulegi forseti. Ef við bemm
okkur saman við aðrar þjóðir þá er
auðvelt að sýna tram á nokkrar
bjartar hliðar og að árangur hefur
náðst. Þrátt fyrir allt hefur náðst
betri árangur hér í ríkisfjármálum
en víðast hvar annars staðar. Mun-
urinn er bara sá að skuldir okkar í
útlöndum em orðnar hættulega
miklar. Svíar skulda sjálfum sér.
Þótt hallinn í Svíþjóð sé mikill í rík-
isbúskapnum þegar þeir fara að
borga til baka þá borga þeir sænsk-
um þegnum og það mun auka fram-
boð á fjármagni í þeirra bönkum.
Það mun lækka þar vexti, það mun
skapa þar nýtt vaxtarskeið. Þetta er
hættustigið hjá okkur. Þetta er það
sem við þurfum að laga. Og þá
kemur að því.
Þrátt fyrir þann árangur sem
náðst hefur, þá hefur þessi ríkis-
stjóm í samskiptum sínum við
verkalýðshreyfinguna gengið ansi
langt í því að fá sátt á vinnumarkað-
inum gegn því að lækka tekjustofna
eins og virðisaukaskattinn og
leggja fram fé til atvinnusköpunar.
Látum vera. Það er matsatriði hvort
þetta var í jafnvægi. En jretta er gert
á kostnað þess að við emm áfram
að auka erlendar skuldir okkar
vegna hallareksturs í opinbera bú-
skapnum. Og það er varasamt út af
því að við verðum að viðhalda láns-
trausti okkar. Og ég segi sérstak-
lega þetta: Það er satt að segja eng-
ar vissar horfur um það hvenær
snýr við til hins betra í okkar efna-
hagslífi. Það getur tekið nokkum
tíma. Jafnvel þótt klak á þorskfisk-
um takist bærilega núna þá getur
það klak misfarist við breytileg
náttúmskilyrði.
Ahætta sem
ég vil ekki taka
Ef við fáum aftur 300 þúsúnd
tonn af þorski eftir íjögur ár þá má
það ekki vera svo að við væmm
búnir að halda áfram að slá erlend
lán þannig að við væmm búnir að
veðsetja 150 þúsund tonn af þorski
þannig að batinn, góðærið, færi
áfram til útlendinga og kæmi okkur
ekki að neinum notum við að skapa
nýtt vaxtarskeið á nýju kjörtímabili.
Það er þetta sem er hættulegt. Það
er þessa áhættu sem ég vil ekki taka
og ég skora á Alþingi íslendinga,
því að hér eiu þessar ákvarðanir
teknar, á alla flokka, á alla pólitíska
forystumenn, ég skora á ykkur að
efna til þjóðarsáttar um eitthvað
annað en rányrkju, um eitthvað
annað en skattsvik og um eitthvað
annað en erlenda skuldasöfnun
vegna þess að þegar við að lokurn
steðjum á Þingvöll til þess að fagna
50 ára afmælis lýðveldisins þá skul-
um við reyna eftir megni að sýna
okkar þegnskap í verki með því að
færa lýðveldinu aðra gjöf en gjald-
fallna vtxla. Við skulum láta á það
sannast á Alþingi Islendinga að hér
em ekki bara í fyrirsvari sendiherr-
ar sérhagsmuna. Að hér em menn
sem geta vikið þröngri sérhags-
munagæslu til hliðar og sameinast
um það þegar almannaheill krefst
að taka á þessum skuldamálum eins
og lagt er til með þvf að við styrkj-
unt þetta ljárlagafrumvarp, megin-
mál þingsins með því að lækka
frekar ríkisútgjöld. Tillögur um það
verða lagðar fram fyrir ykkur, hátt-
virtir þingmenn, og styrkja jafnvel
tekjuhliðina með þvt að sameinast
um að koma á skattlagningu fjár-
magnstekna.
Virðulegi forseti. Besta afmælis-
gjöfin sem við getum gefið nýrri
kynslóð sem tekur við af okkur
væri sú að það skapaðist samstaða
um slíkan þegnskap.”