Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 1
I Bankaráð Seðlabankans rœður bílamálum bankastjóra SIGHVATUR KREFST UPPLÝSINGA UM KJÖR RÍKISTOPPANNA Umrœður utan dagskrár um hlunnindi bankastjóra Seðlabankans og annarra embœttistoppa Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra segir að Iögum sam- kvæmt sé það bankaráð Seðlabank- ans sem ákveði kaup og kjör banka- stjóranna þar á meðal bflakaup þeim tii handa. Það sé ekki á valdi viðskiptaráðherra. Ráðherrann ætl- ar að kalla formann bankaráðs Seðlabankans á sinn fund til að ræða þessi mál og telur að yfirmenn opinberra fjármálastofnana eigi ekki að njóta meiri hlunninda í starfi en ráðherrar. Þetta kom fram við utandagskrár- umræður á Alþingi í gær. Þar gerði Guðnín Helgadóttir að umtalsefni bif- reiðamál Seðlabankans og gagnrýndi kaup bankans á fimm ntilljón króna jeppa fyrir Jón Sigurðsson banka- stjóra. Guðrún spurði hvers vegna Jóhann- es Nordal héldi sínum bankastjórabfl áfram og hvort rétt væri að verið væri að innrétta skrifstofur fyrir Jóhannes og Tómas Ámason í húsi því sem Seðlabankinn varðveitir myntsafn sitt. Þá vildi Guðrún fá upplýst á hvaða kjörum þessir menn létu af störfum. Fram kom í máli þingmannsins að Seðlabankinn ætti 10 bfla og hefði kostað 5,2 milljónir að reka þá í fyrra en aðkeyptur akstur numið 3,4 millj- ónum. Ýmsir þingmenn tóku til máls og kom fram hjá þeint að setja þyrfti ákveðnar reglur um hlunnindi for- stjóra ríkisfyrirtækja þar á meðal bfla- kaup þeim til handa. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra SIGHVATUR BJÖRGVINSSON: Upplýsti á Alþingi að hann hefði skrifað bréf til ýmissa ríkisstofnana og óskað eft- ir upplýsingum um kaup, kjör og fríð- indi æðstu manna. Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason benti á að bankaráð tækju ákvarðanir um kjör bankastjóra ríkisbanka og þar sætu fulltrúar stjómmálaflokkanna. Sigbjöm Gunnarsson vildi láta af- nema sérfríðindi sem viðgangist víða í ríkiskerftnu og benti meðal annars á að ekki væri eðlilegt að gera tillögur um að afnema sérhagsmuni heilbrigðis- stétta varðandi dagvistunarmál ef ekki yrði tekið á sérhagsmunum æðstu embættismanna. Sighvatur Björgvinsson viðskipta- GUÐRÚN HELGADÓTTIR: Gagnrýnir kaup Seðlabankans á kaup- um á bfl til afnota fyrir Jón Sigurðsson og vill fá upplýst á hvaða kjörum Jóbannes Nordal og Tómas Arnason láti af störf- um. ráðherra sagðist ekki hafa aðrar upp- lýsingar unt kaup og kjör seðlabanka- stjóra en þær að samkvæmt samþykkt bankaráðs Seðlabankans frá 1987 ættu bankastjórar hans að hafa sömu laun og hæstaréttardómarar. Einnig að bankinn ætti að leggja þeim til bifreið- ar og kosta rekstur þeirra. Nýtilkomin yftrvinnugreiðsla dómaranna næði þó ekki til bankastjóra Seðlabankans. Ráðherrann sagðist hafa skrifað bréf til ýmissa ríkisstofnana og óskað eftir SIGBJÖRN GUNNARSSON: Vill láta afnema sérfríðindi í ríkiskcrfmu og bendir á að ekki sé eðlilegt að gera til- lögur um að afnema sérhagsmuni heil- brigðisstétta varðandi dagvistunarmál ef ekki verði tekið á sérhagsmunum æðstu embættismanna. upplýsingum um kaup, kjör og fríðindi æðstu manna. Sighvatur taldi víst að formaður Al- þýðubandalagsins myndi kalla fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabanka, Geir Gunnarsson, á sinn fund og fengi upplýsingar um ákvarðanir bankaráðs varðandi bflakaup og fríðindi banka- stjóranna. Albert Kukien, skipstjóri á skipi græn- friðunga, Mv Solo, hefur yfirgefið „Smug- una“ í Barentshafi ásamt áhafnamieðlim- um sínum eftir misheppnaðar tilraunir til að hefta veiðar íslcnskra togara. Albert sendi frá sér eftirfarandi fréttaskeyti til ís- lenskra tjölmiðla: „Það kemur mér ekki á óvart (né ætti það að koma ykkur á óvait) að um leið og herkænsku- brögð grænfriðunga reynast árangursrík (og þar er ég ekki einungis að vísa til beinna að- gerða) þá reyna þeir sem skaða umhverfið að forðast að taka á málinu með því að ráðast gegn grænfriðungum með villandi ásökunum. Frá því MV SOLO kom í „Smuguna" gerði Greenpeace íslensku togurunum sem og skip- urn sem sigla undir þægindafánum það ljóst að við vildum viðræður en við fengum engin svör. Ég gerði það algerlega ljóst, ekki eingöngu togurunum, heldur einnig norsku strandgæsl- unni sem alltaf er á vettvangi að Solo myndi á engan hátt ógna skipununt á svæðinu. Enn- fremur, gerði ég það ljóst frá byrjun að ef ein- hver togarana ætti í vandræðum vegna stað- setningar Solo skyldi ég látinn vita urn það þannig að ég gæti brugðist við á viðeigandi hátt til að leysa vandamálið samstundis. Ahafnarmeðlimir á Solo reyndu, oftar en einu sinni, að koma í veg fyrir að togaramir köstuðu netuni. Þetta var framkvæmt þannig að tryggt var að engum togaranna stæði ógn af. Þessar aðgerðir stóðu yfir í tæpa klukkustund, hverju sinni, og eiga aðeins að skoðast sem táknræn mótmæli á veiðum sem Greenpeace finnst skaðlegar tilraunum til að stjóma ftsk- veiðum í Barentshaft á ábyrgan hátt. Slíkar veiðar em ekki í samræmi við tilraunir íslend- inga í gegnum alþjóðlegar stofnanir til að hafa hemil á veiðum í úthöfum.“ VIÐ UTANDAGSKRARUMRÆÐURNAR A ALÞINGIIGÆR Steingrímur Jóhann fær sér í nefiö á meðan heilbrigöisráðherrann fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, fylgist með áhyggjufullur á svip. Ragnar Amalds stcndur Iflutlaus hjá Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Umhverfisráðherra hefur ákveðið aðfriða rjúpuna mánuði fyrr en venjulega vegna lélegs ástands stofnsins NÁTTÚRAN SKAL NJÓTA VAFANS Rjúpan verður friðuð frá og með 22. nóvember í ár, mánuði fyrr en venjulega. Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra sagði frá þessari ákvörðun sinni á Al- þingi í gær. Hingað til hefur verið leyfilegt að veiða rjúp- una frá 15. október til 22. des- ember. í ár verður veiðitíma- bilið semsagt mánuði styttra. í stuttu samtali við Alþýðublaðið sagðist unthverf- isráðherra hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess að rjúpnastofninn væri í mikilli lægð um þessar niundir. Ráðherrann sagði ennfremur að samkvæmt því sem þekkt væri af sveiflum í rjúpnastofninum þá hefði hann átt að hafa náð sér upp einhvem tímann á síðustu þremur árum, en engin merki væru um það enn. Hann sagði að þrátt fyrir að sérfræðingar deildu um áhrif veiða á stofnstærðina þá fengi náttúran að njóta vafans vegna slæms ástands stofnsins. Umhverfisráðherra tók það fram að þetta væri ekki mikil friðun því álagið á stofninn vegna veðurfars og veiða sé ávallt mest fyrri hlutann af veiðilímabilinu. Hann teldi hinsvegar afar mikilvægt að friða þá sterku einstaklinga rjúpnastofnsins sem lifðu þennan tíma af. Kapteinninn á grœnfriðungaskipinu MV SOLO sendir Islendingum skeyti SAKAR OKKUR UM VILLANDIASAKANIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.