Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. október 1993 HITT & ÞETTA & STUTT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 • • INQIBJORGU SOLRUNU YTT ÚT A KANTINN Kvcnnalistakonur hafa ákveðið að ýta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur út á kantinn, - út úr utanríkis- málanefnd Alþingis, en þar hefur hún starfað frá upphafi þessa kjörtímabils við ágætan orðstír. Bera konurnar því fyrir sig að um þetta hafi ver- ið skriflegt samkomulag, varamaður kæmi inn á kjör- tímabilinu. Við sæti Ingi- bjargar Sólrúnar tekur nú Anna Ólafsdóttir Björnsson. Margir vilja skýra þessa útaf- skiptingu sem svo að Ingibjörg Sólrún hafi stutt við EES-samn- inginn, það svíði stjómmála- systrum hennar enn. Þessvegna sé hún nú sett út á kantinn í hreyfingunni. ----------------------------► INGIBJÖRG SÓLRÚN. Studdi EES og var fyrir vikið sparkað af Kvcnnalistanum út úr utanríkis- málancfnd Alþingis. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason LEIKLIST Flamengo í Þjóðleikhúsinu ALVÖRU SPÆNSKUR DANS Sýning Baile Espanoly Fla- menco í Þjóðleikhúsinu síð- astliðið föstudagskvöld vakti. gífurlega hrifningu gesta sem fylltu húsið þessa kvöldstund, sem verður öllum sem á horfðu og hlýddu, ógleyman- leg. Dans, hreyfingar, tónar, klapp, búningar, litir, - allt þetta féll saman ■ eina órofa heild, stórbrotna og stríða hrynjandi og list, sem hreif alla, jafnt dansunnendur sem og hina sem héldu að þeir hefðu ekkert sérstaklega gaman að dnnsi. Spænska listafólkinu var líka þakkað fyrir ■ sýningarlok þannig að sjaldgæft er. Aðaldansari sýningarinnar, Gabriela Guterra, lærði list sína í Madrid og hefur helgað Flamengo-dansinum líf sitt frá 15 ára aldri. Túlkun hennar var með ólíkindum góð. Hún dans- aði með öllum líkamanum, sem varð hennar tjáningartæki, með honum túlkar hún jafnt gleði sem sorg á ótrúlega hrífandi hátt. Dansfélagi hennar, Juan Polvillo er ekki síður skapheit- ur dansari og fór á kostum í sýningunni. Hann er ekki tá- grannur maður eins og fólk sér á ferðamannaslóðum, en hann er dansari af guðs náð, fullur af skaphita og ofsa. Söngurinn í sýningunni var áhrifamikill, sérstaklega í seinni hlutanum, öflugri og áhrifameiri. Raddir þeirra Pol- villo og José Manuel voru sannarlega góðar. Klappið var enn einn þáttur sýningarinnar, en um það sá Leli Gutarra af mikilli list, auk þess sem hún kom fram sem bakrödd. Þjóðleikhúsið á miklar þakk- ir skildar fyrir frumkvæðið að fá hingað þennan frábæra hóp spænskra listamanna. Fla- mengo hefúr vissulega verið misnotað sem sýningaratriði á sólarströndu. Hér kvað við allt annan tón, þetta var alvöru fla- mengo, og þá list kunna aðeins Spánveijar. - Aðalheiður Franzdóttir PfiLLBORÐIÐ GRUNDVÖLLUR JAFNADARSTEFNU í leiðara Alþýðublaðsins 29. september síðastlið- inn var fjallað um heilsukort og andstöðu BSRB við þá hugmyndafræði sem að baki býr. í leiðaranum segir meðal annars: „Sérhver íslendingur hvort sem hann er sjúklingur eða ekki verður að lœra að taka áhyrgð á sjálfum sér... Við eigum að fá að ráða miklu meiru hvert við greiðum okkar sjúkrapeninga ... Við verðum ekki sjálfstœð þjóð fyrr en við erum orðnir sjálfstœðir einstaklingar. Og það verðum við aldrei í þjóðfélagi ketfisins eða í því samfélagi sem forysta BSRB og stjórnarandstaðan boðarV Leiðarahöfundur segist andsnúinn ,Jcerfi“. En upp- taka heilsukorts felur ein- mitt í sér að koma þarf á nýju viðbótarkerfi - inn- heimtukerfi og eftirrekstrar- kerfi. Heilsukortin auka þannig á skrifræði og belgja út ,,kerfið“. Sú hugsun sem býr að baki heilsukortavæðingunni felur í sér árás á þá grund- vallarávinninga verkalýðs- hreyfingar sem ffá öndverðu hafa verið efst á blaði; vel- ferðasamfélag sem tryggi þegnunum aðgang að heilsugæslu og menntun burtséð ífá efnahag. Hin nýja gjaldtaka er nefskattur sem kemur þar af leiðandi ójafnt niður á fólki. En það sem meira er, hún felur í sér „einstaklingsábyrgð“ á kostnað samábyrgðar sem er aðall velferðarsamfélags. Það er vissulega mikil- vægt að standa vörð um sjálfstæði einstaklinga. En forsenda einstaklingsfrelsis er einmitt jöfnuður, - ekki - Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, skrifar síst í heilsugæslunni. Leið- arahöfundur Alþýðublaðs- ins ruglar því saman annars vegar að vera ábyrgur gerða sinna á markaði og hins veg- ar því að samfélagið sinni þeim sem eru sjúkir og veik- burða. Með heilsuskattinum er vegið að þeim lífsgildum sem verkalýðshreyfing og önnur félagslega sinnuð þjóðfélagsöfl í okkar heims- hluta hafa fram að þessu staðið vörð um og þróað, - hér er vegið að þeim lífs- gildum sem felast í þjóðfé- lagi jafnaðar- og velferðar. Það er ef til vill tímanna tákn að þurfa að útskýra grundvallaratriði jafnaðar- stefnu fyrir málgagni flokks sem nefnir sig ,jafnaðar- mannaflokk“. Leiðarinn er þannig séð áminning til okk- ar í verkalýðshreyfingunni og þeirra stjómmálaafla sem með henni vilja vinna að standa okkur betur í fræðslu og upplýsingastarfsemi. Með vinsemd og jafnaðar- kveðju. Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. Sýnum blindum tillitssemi! Dagur hvíta stafiins er 15. nóvember, á föstudaginn kemur. Lögreglan vill að því tilefni sérstaklega vekja athygli öku- manna á þeirri skyldu í umferðarlögum að aka eigi nægilega hægt miðað við að- stæður, þegar ökutæki nálgast aldraðan eða fatlaðan vegfaranda, sem og vegfar- anda sem ber auðkenni sjónskertra. Þá er ntinnt á ákvæði umferðarlaganna þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að leggja bílum á gangstéttar eða fyrir göngustíga. „Blindir fara oft ferða sinna gangandi og nota þá jafnan gangstéttir og göngusttga. Ökutæki sem lagt er ólöglega getur bein- línis valdið blindum mikilli hættu. Það eru því eindregin tilmæli lögreglunnar að ökumenn virði þessi ákvæði og sýni þannig blindum tillitssemi, ekki einungis þennan eina dag, heldur alla daga“, segir Ómar Smári Ármannsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Ráðagóða stelpan I sumar lauk kvikmyndatöku á bamamyndinni Ráöagóða stelpan. sem Baldur - kvikmyndagerð, vinnur að. Kvikmyndatökumaður og framleiðandi er Baldur Hrafnkell Jónsson. en leikstjóri er Sigurbjörn Aðalstcinsson, en hann samdi einn- ig handriúð ásamt Jóni Ásgeiri Hreinssyni. Myndin tekur 30 mínútur í sýningu og vcrður sýnd ásamt tveimur öðruni myndum í svipaðri lengd, finnskri og norskri, báð- ar talsettar á íslensku. Álfrún Örnóllsdóttir í hlutverki Ráðagóðu stúlkunnar. Greinin var efftir Valgerði 1 blaðinu á föstudaginn var sagt frá velheppnaðri Washingtonferð krata í máli og myndum. Þar gleymdist að geta höfundar greinarinnar, en það er Valgerður Gunn- arsdóttir. sem var annar tvcggja fararstjóra ferðarinnar ásamt Guðlaugt Tryggva Karlssyni. Fordæma kaup á bíl Stjórn SUS - Sambands ungra sjálfitœðismanna, hefur fordæmt harðlcga kaup Seðlabanka íslands á nýjum bíl handa bankastjóra sínum, 4,7 milljón króna farar- tæki. Gagnrýna sjallar að „pólitískt skipaðir embættismenn ríkisins leyfa sér að eyða almannafé í dýr bílakaup þegar djúp efnahagslægð hijáir islenskt hagkerfi, niður- skurður og spamaður iðkaður hjá hinu opinbera og almenningi skipað að herða sulta- rólina“. Stjóm SUS skorar á bankastjórann að „skila kerrunni og lcggja þannig sitt litla lóð á vogarskálamar í baráttunni við greiðsiuhalla ríkissjóðs". Tölvuver fyrir fötluð börn í Hátúni 10 er starfrækt Tölvumiðstöð fatlaðra. Þar er fötluðum bömum og ung- lingum gert kleift að nýta sér tölvutæknina og kynnast nýjungum í henni. í tölvuver- inu em ailar helstu tegundir tölva ásamt úlheyrandi hugbúnaði og sérbúnaði. Starfs- menn em Sigrún Jóhannsdóttir, talmeinafræðingur og Jeas Tollefscn, kennari og tölvuráðgjafi. Foreldrar, kennarar og aðrir geta pantað tíma í tölvuverinu, tekið bam- ið nteð og reynt sig á tölvumar og fcngið ráðgjöt'. Panúð í sfma 629494. Námskeið hjá Rauða krossinum Frœðslumiðstöð Rauða kross íslands hefur gefið út rit sem hefur að geyma upp- lýsingar um námskeið og træðslustarf á vegum RKÍ, Ungmennahreyfingar RKI og deilda, sern em 50 talsins. Mcst bcr á námskeiðum f skyndihjálp og almcnnri fræðslu um Rauða krossinn, en einnig er biyddað upp á ýmsum nýjungum. Bæklinginn geta menn nálgast á skrifstofú RKÍ að Rauðarárstíg 18 og kynnt sér það sem á döfinni er hjá Rauða krossinum á haustönninni. Bak við auga Út er komin ljóðabók eftir Önnu Snorradóttur hennar önnur ljóðabók, Bak við auga. Fyrsta bók hennar kom út fyrir þrem ámm og heitir Þegar vorið var ungt. í bókinni sem nú kemur út em 32 ljóð, flest ort á síðustu 4-5 ámm. Sólar- jilma hf. annast um dreifingu á bókinni. Anna Snorradóttir, - gefur út aðra Ijóðabók sína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.