Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. október 1993 VIÐTAL DAGSINS ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Bolli Runólfur Valgarðsson, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í viðtali við ALÞYÐUBLAÐIÐ um borgarmálin, Alþýðuflokkinn og ríkisstjórnina BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR EFST Á BAUGINÆSTU MÁNUDI „Við leggjum þunga áherslu á að Alþýðuflokkurinn við- hafí opið prófkjör við val á fulltrúum á listann við næstu borgarstjórnarkosningar. Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur eytt miklum tíma í umræður um þær kosningar. Ég er satt að segja gáttaður á því að ýmsir inn- an flokksins róa að því öllum árum að viðhöfð verði upp- stilling í stað opins prófkjörs. Með því eru hinir sömu að segja að fólkið hafí ekki vit á því að velja hæfustu fulltrú- ana. Hvorki stjórn fulltrúaráðsins né fulltrúaráðið sem slíkt, en það telur um 100 manns, á að taka fram fyrir hendurnar á fólki sínu með því að velja fyrir það fulltrúa flokksins á borgarstjórnarlistann. Það væri vantraust og vanvirðing á fólkið. Þeir sem ekki treysta sér í prófkjör hafa ekkert að gera á listann“, segir Bolli R. Valgarðsson, nýendurkjörinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í samtali við Alþýðublaðið. Nokkrar breytingar urðu á stjórninni og lögum félagsins og höfum við greint frá þeim hér í blaðinu. Vegna tímaskorts á aðalfundi náð- ist ekki að afgreiða stefnuskrá félagsins og verður fram- haldsaðalfundur því haldinn á næstunni. Bolli Runólfur Valgarðsson, formaður Fclags ungra jafnaðarmanna í Rcykjavík. „FUJ í Reykjavík leggur mikJa áherslu á borgarmálin, eðli málsins samkvæmt, og hefur formaður mál- stofu um borgarmál, Ingvar Sverr- isson, þegar tekið sæti í borgar- málaráði Nýs vettvangs. Við viljum setja okkur sem best inn í borgar- málin og kynnast þeim“, segir Bolli Runólfur. - Hefur reynslan ekki sýnt að minnihlutaflokkunum er ekki treystandi fyrir borginni? „Hinn svokallaði vinstrimeiri- hluti 1978 gerði mörg axarsköftin. Eg held hins vegar að mikjð vatn hafi runnið til sjávar síðan sem sýn- ir sig meðal annars í þvi að nýtt og ungt fólk með ferskar hugmyndir hefur gengið til liðs við flokkana á undanfömum missemm. Það á ekki síst við um Alþýðuflokkinn. En það er hinsvegar alveg ljóst að ef það á að vera eitthvert vit í Alþýðu- bandalagsmönnum verða þeir að endumýja sinn lista algerlega. Það væri til dæmis eftirsóknarvert fyrir þann flokk að velja Arthur Mort- hens í sína forystusveit. Það er ljóst að flokkamir munu leggja áherslu hver á sín stefnumál í kosningabaráttunni. Eg legg hins- vegar mikla áherslu á það að þeir komi sér saman unt ákveðin megin- mál fyrir kosningamar til að berjast fyrir þannig að þeir verði raunhæfur valkostur við hlið Sjálfstæðis- flokksins. Það verður að uppræta spillinguna, sem viðgengst innan Sjálfstæðisflokksins í borgarkerf- inu. Það er af mörgu að taka. Eigin- leg baráttumál Alþýðuflokksins verða að koma fram þegar valið hefur verið á lista flokksins en FUJ í Reykjavík leggur mikla áherslu á að ráðist verði í það að rétta við fjárlagahalla borgarsjóðs. Borgar- stjóm verður að sjálfsögðu að sýna ábyrgð í þeim efnum eins og aðrir í þjóðfélaginu. Það vantar mikið á að núverandi meirihluti sýni ráðdeild í meðferð tjármuna borgarbúa eins og dæmin sanna“. Alþýðuflokkurinn aðaltalsmaður neytenda - SUJ hefur oft gagnrýnt stefnu ríkisstjórnarinnar og framgöngu Alþýðuflokksins en minna ber á því innan FUJ í Reykjavík. Erfor- ysta félagsins ósammála SUJ í þeim efnum? „Nei, það held ég ekki. Einstakir aðilar innan SUJ hafa stundum tek- ið afstöðu í deilum formannsins og fyrrverandi varaformanns. Það er hinsvegar ekki hægt að tala um að SUJ sé sérstakur gagnrýnandi á framgöngu flokksins í ríkisstjóm. Um það bera fjölmargar ályktanir SUJ vitni. En það má kannski segja sem svo að innan FUJ í Reykjavík ríki al- mennari sátt um stefnu Alþýðu- flokksins í ríkisstjóminni. Astæðan fyrir því er ef til vill sú að við miss- urn aldrei sjónar á þeirri staðreynd að erlendar skuldir ríkissjóðs og landsmanna allra fara sífellt vax- andi. Við viljunt ekki hvika frá því að á þeim málum sé tekið af ábyrgð. Alþýðuflokkurinn hefur unnið að því sleitulaust að breyta íslensku löggjöfinni í fijálsræðisátt og gera hana samanburðarhæfa við löggjöf landanna í kringum okkur. I því efni vill það gjaman gleymast að flokkurinn er nú orðinn helsti bandamaður og talsmaður neyt- enda, alls almennings í landinu. Baráttumál Alþýðuflokksins em einnig í samhljóm við áherslur for- svarsntanna iðnaðarins og verslun- arinnar, þannig að mér sýnist að flokkurinn sé eini raunhæfi kostur- inn til að fylkja sér um, vilji lands- menn á annað borð ná árangri". Óviðunandi fjárlagafrumvarp - Hefur Alþýðuflokkurinn að mati FUJ í Reykjavík sýnt nœgi- legan skilning á þeim vanda sem almenningur á við að stríða vegna aukins atvinnuleysis, hœrri skatta, niðurskurðar hjá ríkinu og ýmsu fleiru? „Það er alveg augljóst að þegar tekjur ríkisins dragast saman verður að rifa seglin. Efnahagsvandinn stafar ekki síst af tímabundnum aflasamdrætti og alþjóðlegri kreppu í heimsbúskapnum. Þann vanda verður fólk að varast að rekja til Al- þýðuflokksins. Enginn stjórnmálaflokkur á ís- landi gerir sér þó betur grein fyrir vandanum en Alþýðuflokkurinn. Það ríkir skilningur á því innan FUJ í Reykjavík að af þeiiri ástæðu krefst flokkurinn frekari niður- skurðar ríkisútgjalda til þess að forða þjóðinni frá gjaldþroti. Fjár- lagafrumvarpið fyrir 1994 sýnir al- gerlega óviðunandi árangur í þeim efnum. Félagið varar hinsvegar við því að á sumum sviðum er ekki hægt að ganga lengra í niðurskurðarátt en bendir jafnframt á að ganga megi miklu lengra á öðrum sviðum. Það þarf að ganga sem fyrst frá samm_* _ ingum ríkisins við sveitarfélögin í landinu um breytta verkefnaskipan ríkis og sveitarfélaga. Ríkissjóður á ekki að styrkja hagsmunasamtökin í landinu, til dæmis landbúnaðar- samtökin, VSÍ, ASÍ og fleiri aðila. Hversvegna í ósköpunum er rík- ið til dæmis að styrkja Alþýðusam- bandið um á annan tug milljóna á ári, samtök sem eru með um 65 þúsund félagsmenn innan sinna vé- banda? Það þarf ekki annað en fara í gengum fjái'lögin til að sjá að í þeirri bók eru margar tímaskekkj- umar“. Flokkurinn þarf á samheldni ao halda —« - Hefur FUJ ekki áhyggjur af innanflokkserjum íAlþýðuflokkn- um? „Jú, vissulega, þótt félagið sem slíkt hafi ekki tekið neina sérstaka afstöðu í því efni. í mínum huga er ágreiningurinn takmarkaður við fá- einar persónur. Staðreyndin er sú að á flokksþinginu í Kópavogi, öll- um flokksstjómarfundum síðan og almennum fundum félaganna um allt land, hefur þessi klofningur ekki komið ffarn. Að sjálfsögðu hafa menn deildar meiningar í ýms- um málum, misjafnlega þó. Svo vill til að sá sem einkum hefur gagnrýnt stefnu flokksins er ráðherra og fyrr- 'm" verandi varaformaður. Gagnrýni flokksmanns, sem er í slíkri áhrifa- stöðu innan stjómmálaflokks, hlýt- ur jafnan að vekja athygli í fjöl- miðlum. En það er auðvitað ljóst að for- maðurinn og fyrrverandi varafor- rnaður verða að slíðra sverðin fyrir alvöm, ef þau ætla ekki að skilja eftir sig sviðna jörð f flokknum. Ál- þýðuflokkurinn þarf nefnilega á fullkominni samstöðu flokksmanna sinna að halda. En sennilega þurfa þau bæði á rassskellingu að halda. Það kann vel að vera að flokkur- inn fari illa út úr næstu kosningum. Eg tel að það verði betra fyrir flokk- inn að vera utan ríkisstjómar að tveimur ámm liðnum heldur en að selja stefnu sfna fyrir tímabundnar vinsældir með ábyrgðarlausum kosningaloforðum, sem verði ávís- aðar á komandi kynsióðir. Þeirri stefnu hafnar Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. Við emm nú þegar að greiða skuldasukk foreldra okkar. Abyrgðartilfinning okkar segir okkur að nú sé tími til kominn að nema staðar, eigi kontandi kyn- slóðir ekki að sitja í súpunni alla sína ævi. Urn það snýst stefna Al- þýðuflokksins um þessar mundir og henni fylgir FUJ í Reykjavík", sagði Bolli Runólfur Valgarðsson, formaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að lokum. „Við leggjumþunga áherslu á að Alþýðuflokkurinn viðhafi opið prófkjör við val á fulltrúum á listann við nœstu borgarstjórnar- kosningar. Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur eytt miklum tíma í umrœður um þœr kosningar. Eg er satt að segja gáttaður á því að ýmsir innan flokksins róa að því öllum árum að viðhöfð verði uppstilling ístað opins prófkjörs. Með þvíeru hinir sömu að segja að fólkið hafi ekki vit á því að velja hœfustu fulltrú- ana. Hvorki stjórn fulltrúaráðsins né fulltrúaráðið sem slíkt, en það telur um 100 manns, á að takafram fyrir hendurnar áfólki sínu með því að velja fyrir það fulltrúa flokksins á borgarstjórnar- listann. Það vœri vantraust og vanvirðing á fólkið. Þeir sem ekki treysta sér íprófkjör hafa ekkert að gera á listann “ „það er auðvitað Ijóst að formaðurinn og fyrrverandi varaformaður verða að slíðra sverðinfyrir alvöru, efþau œtla ekki að skilja eftir sig sviðna jörð íflokknum. Al- þýðuflokkurinn þarf nefnilega á fullkom- inni samstöðu flokksmanna sinna að halda. En sennilega þurfa þau bœði á rassskellingu að halda. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.