Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 2
LEIÐARI, PALLBORÐ & ALÞINGI Þriðjudagur 12. október 1993 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ fmimiimiiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Lýðskrum og lúxusjeppar Allnokkuð hefur verið rætt og ritað um svonefnd bílafríðindi æðstu embættismanna ríkisins. Bílafríðindin hafa einnig orð- ið tilefni til utandagskrárumræðna á Alþingi. Bflafríðindi eða hliðstæðar aukasporslur til æðstu embættismanna eru hluti af gömlum forréttindum og hefði að sjálfsögðu löngu átt að vera búið að uppræta. Ef embættismennimir hafa ekki sannanlega þörf fyrir bfla eða önnur tæki starfs síns vegna, er engin ástæða til þess að veita þeim hlunnindi af þessum toga. Því hefur verið borið við, að bflakaup bankastjóra og æðstu manna ríkisstofnana séu hluti af ráðningarsamningi um starfskjör. Sé svo, er löngu tímabært að afnema sl£k hlunnindi. Launakjör opinberra starfsmanna á æðstu stöðum, svo sem bankastjóra ríkisbanka og forstjóra Byggðastofnunar em það rúm, að aukahlunnindi upp á margar milljónir í formi bflakaupa em alls óviðeigandi og óviðunandi við þá sem greiða þessar launauppbætur, það er skattgreiðendur. Þó bflakaup af þessu tagi séu yfirleitt mið- uð við að viðkomandi ríkisforstjóri hafi bflinn til umráða en eigi hann ekki persónulega, em hlunnindin samt mikil. Og séð í ljósi þess hvaða upphæðir er hér um að ræða, er ekki ástæðulaust að menn spyrji hvers vegna ríkisforstjórar þurfi jafn dýrar bifreiðir og raun ber vitni. ✓ A tímum þrenginga í þjóðarbúinu, uppsagna og atvinnuerf- iðleika em slík hlunnindi auðvitað enn umdeildari en ella. Núverandi ríkisforstjórar sem sitja undir ámæli vegna bflaumráða vegna stöðu sinnar, hafa auðvitað ekki gert neitt annað en það sem forverar þeirra hafa alltaf gert og ráðning- arsamningur þeirra segir til um. Þeir hafa einfaldlega notfært sér ráðningarkjör sín. Við þá er ekki persónulega að sakast. Það stingur því í augun, að háttvirtur þingmaður Alþýðu- bandalagsins skuli kveða sér hljóðs á Alþingi til að slá sig til riddara ásamt öðmm úr stjómarandstöðunni með því að ráð- ast sérstaklega að nafngreindum rfldsforstjómm. Benda má á mýmörg dæmi um sams konar hlunnindi fyrrum og núver- andi ríkisforstjóra úr liði stjómarandstöðunnar. Þetta mál snýst því alls ekki um flokkapólitík eins og stjómarandstaðan hefur látið í veðri vaka. Þetta mál snýst ekki um meinta spillingu Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins og þeirra embættismanna sem starfa undir núverandi ríkisstjóm. Að halda slíku fram er auðvitað ekkert annað en lýðskmm. Það er óneitanlega mikil freisting fyrir einstaka alþingismenn úr stjómarandstöðunni að vekja upp slíka umræðu á tímum efnahagsþrenginga í því skyni að uppheija sjálfan sig. En sá ljómi dofnar þegar fom'ðin er skoðuð. Bflafríðindi og hlunnindi ríkisforstjóra er nefnilega mál allra flokka. Bflafríðindin og önnur hlunnindi æðstu manna ríkisins er mái allrar þjóðarinnar. Þau em hluti af gömlu, úreltu snobb- kerfi sem löngu ætti að vera horfið úr ríkissýslunni. Það sama gildir um laxveiðar, ferðalög innanlands og erlendis, veislur og móttökur. Hér verður verða stjómendur ríkisins að draga línur, hvað er nauðsynlegt og hvað er bmðl og snobb. Æðstu menn ríkisins geta ekki ætlast til þess að þjóðin taki hrakspár þeirra alvar- lega eða virði fyrirmæli til fólksins í landinu að það eigi að herða sultarólina meðan þeir sjálfir aka um á lúxusjeppum eða íjölmenna á ráðstefnur og fundi um allan heim, oft af litlu tilefni að því virðist. PRLLBORÐIÐ LÖG UM FISKVEIÐAR BROTIN Þar sem dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt nein viðbrögð við eftirfarandi erindi mínu og grcinilegt er orðið að hann hefur ekki haft tilætluð áhrif á sjávar- útvegsráðherra, vil ég vinsamleg- ast biðja blaðið að birta það sem allra fyrst. Bréfið til ráðherra fer hér á eftir: Suðureyri 3. október 1993 Dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson, Amarhvoli Reykjavík Laugardaginn 2. október 1993 gerðust þau tíðindi að togskipið Hálfdán í Búð ÍS hóf togveiðar inn- an við 12 mflna landhelgismörkin út af Vestfjörðum. Að sögn skip- stjórans var þetta gert að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins að feng- inni umsögn Hafrannsóknastofnun- ar og með eftirlitsmann Fiskistofu um borð, og úlgangurinn sá að kanna aflasamsetningu á svæðinu með það fyrir augum að heimila öllum togaraflota landsmanna veið- ar á svæðinu. Þegar undirritaður frétti af veið- unum hafði hann strax samband við Landhelgisgæslu Islands og fór fram á að viðkomandi veiðar yrðu stöðvaðar samstundis þar sem þær brytu í bága við lög um fiskveiðar í landhelgi Islands. Samkvæmt lögunum hefúr sjáv- arútvegsráðherra einn heimild til að veita undanþágu til togveiða skipa yfir 20 metrum á lengd innan land- helginnar og þá aðeins ef hafi's hamlar veiði á fiskislóðinni eða ef sækja þarf í vannýttan fiskistofn. Vakthafandi maður hjá Land- helgisgæslunni tjáði undirrituðum að hafís hamlaði hvergi veiðum við Island og verður undirritaður því að álykta að uppgefin ástæða undan- þágunnar, hafi hún verið veitt, sé sókn í vannýttan fiskistofh. Nú er það svo að flestar nýtan- legar fisktegundir á viðkomandi svæði hafa verið settar í kvóta og hlýtur það að hafa verið gert með almannaheill í huga enda ákvæði um athafnaffelsi einstaklinga í Stjómarskrá Islands að öðmm kosti í húfi. Samkvæmt ofanrituðu getur undirritaður ekki skilið að fiski- stofn geti bæði verið kvótabundinn og notaður sem vannýttur fiskistofn til að heimila undanþágur frá gild- andi lögum. Ef einhver skyldi hafa annan skilning á þessu atriði vil ég jafnframt benda á að aðeins er lið- inn einn mánuður af nýbytjuðu kvótaári og þarf því slyngari mann en undirritaður hefur enn hitt til að ákveða að fiskistofn sé vannýttur sérstaklega ef um kvótabundna teg- und er að ræða. Eins og yður ætti að vera orðið ljóst er undirritaður þeirrar skoðun- ar að íslensk lög hafi verið brotin bæði í því eina tilviki sem að ofan greinir og jafnframt í svipuðum til- vikum undanfarin ár. Þar sem þér emð æðsti yfirmaður dómsmála á Islandi og berið sem slíkur vissa ábyrgð á að lög séu í heiðri höfð vil ég fara þess að leit við yður að þér látið kanna hvort viðkomandi atburðir samræmist ís- lenskum lögum og stjómarskrá. Vegna þess að sjávarútvegsráð- herra var staddur erlendis þegar umræddur atburður átti sér stað og vegna þess að vakthafandi hjá Landhelgisgæslu Islands tjáði mér að engin undirrituð heimild um undanþágu frá gildandi lögum væri til staðar hjá þeim en aðeins látin nægja símhringing frá aðila í sjáv- arútvegsráðuneytinu óska ég eftir að þér látið kanna hvort slík heimild til undanþágu ffá íslenskum lögum sé til staðar undirrituð af sjávarút- vegsráðherra eða staðgengli hans. Mér þætti jafnffamt vænt um að heyra álit yðar á því hvort það geti talist eðlileg vinnubrögð ffam- kvæmdaraðila löggjafans, í þessu tilfelli Landhelgisgæslunnar, að láta sér nægja símhringingu frá „heimildarlausum aðila“ til að horfa fram hjá slíkum atburðum. Virðingarfyllst, Sveinbjöm Jónsson, Suðureyri, Súgandafirði. RLÞÝÐUBLfiÐIÐ 6 fiLÞINGI Niðurskurðurinn og samdrátturinn í ríkisútgjöldum verða að koma jafnt niður á öllum. Svo einfalt er það. - KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR VAR VÆRÐARLEG Á ALÞINGI í GÆR. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.