Alþýðublaðið - 15.10.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 15.10.1993, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Föstudagur 15. október 1993 STUTTFRETTIR Enn eitt bílageymsluhúsið í dag opnar enn eitt bOageymsluhúsid í miðbæ Reykjavíkur. Það er við Vitastíg, milli Hverfisgötu og Skúlagötu. í húsinu eru 230 bílastæði. Því miður er notk- un bílageymsluhúsanna í borginni sáralítil. Ástæðan er fyrst og fremst allt of hátt verð á leigugjöldum. Starfs- menn í miðborginni forðast geymslumar sem heitan eld- inn, en leggja ökutækjunum um allar trissur þar sem ókeypis er hægt að leggja. Hvemig væri að lækka gjöld- in í bflageymslunum og venja fólk við notkun þeirra? Allt hlutafé SR-mjöls hf. til sölu Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, undirbýr nú að selja öll hlutabréf íSR-mjöli hf, nýstofnuðu tyrir- tæki um SUdarverksmiðjur ríkisins víða um land. Þetta er gert samkvæmt tillögum stjómar fyrirtækisins. Lagt er til að leitað verði að kaupendum að félaginu úr hópi fjár- festa, en almennt hlutatjárútboð fari ekki ffam. Starfs- hópur vinnur að því að fría ríkið af rekstri SR- mjöls hf.. Þrfr Norsarar á toppnum hjá SAS Eftir að Jan Carlzon var púttað út úr forstjórastólnum hjá SAS í lok síðasta mánaðar, sitja þrír Norðmenn á toppnum hjá þessu stóra flugfélagi. Jan Reinás hefúr tekið við stari Carlzons; næstir honum koma Kjell Fred- heim og Gunnar Reitan. Carlzon einbeitir sér nú að svokölluðu Alcazar-samvinnu SAS, KLM, Swissair og Austrian Airlines. Komi sú samvinna til með að ganga upp, á Carizon von á að verða í stjóm hins nýja, sameig- inlega stórflugfélags. Koltvíoxíö í hafinu Prófessor David Dyrsscn frá Háskólanum í Gauta- borg heldur fyrirlestur í stofu 157 í húsi verkfiæðideild- ar Háskóla íslands á mánudaginn kl. 17.15 og er hann öllum opinn. Prófessorinn mun fjalla um jlœði koltvíox- íðs í hafinu, hvemig efhafræðilegir eiginleikar hafsins tengjast magni og flutningi gróðurhúsalofttegundarinnar C02 í hafinu. Prófessor Dyrssen hefur um áratuga skeið veitt forstöðu hafefhafræðideild Háskólans f Gautaborg. Lærum og leikum í Gerðubergi Menningarmiðstöðin Gerðuberg gengst í vetur fyrir námskeiðum í handíðum og fóndri sem ætluð eru allri fjölskyldunni. Markmiðið er að gefa foreldruin, bömum, ömmum og öfum, tækifæri úl að veija saman notalegri stund í leik og starífi. Námskeiðin fara fram á laugardags- morgnum ffá kl. 10.15 til 13 og hvert námskeið stendur í þrjú skipti. Fyrsta námskeiðið hófst í síðasta mánuði og glímir fjölskyldan þá við gerð plastmódela. Leiðbein- andi er Árni Guðmundsson. Síðar í vetur verður nám- skeið í fluguhnýúngum og skartgripagerð. Upplýsingar í Gerðubergi. Irá starfseminni i Gerðubergi. Minningar 2 styrkja Rauðakrosshúsið Hljómplatan Minningar 2 er nú seld í gegnum síma úl styTktar Rauðakrosshúsinu. Þetta hús við Tjamargötu er opið allan sólarhringinn alla daga og þangað leita ung- menni sem eiga við vandamál að stríða. Þau fá þar mat, húsaskjól, viðtöl, leiðbeiningar um úrræði og hjálp úl sjálfsbjargar. Húsið hefur staðið opið í 8 ár. Þar hafa um 850 ungmenni gist og tekið hefur verið á móú meira en 29 þúsund símtölum. Þörfrn fyrir sltka þjónustu er því greinileg. Hafnarborg 5 ára Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Hafnarborg hóf starfsemi sína í Hafnarflrði. Sýningarsalir hússins eru geysilega eftirsóttir og þar hefur þróast mikið og gott listalíf, sem almenningur tekur eftir. Á 5 ára starfsafrnæl- inu stendur nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins, verk eftir fjölda listamanna, og þau af ýmsu tagi. Nýlega kom út bók í tilefni tímamótanna þar sem rakinn er annáll starfseminnar í fimm viðburðarík ár. ____STUTTFRÉTTIR & AIDAMÓT ALDAMÓT - HVENÆR? Nú fer að líða að aldamótum, tuttugasta öldin að mæta þeirri tuttugustu og fyrstu. Hátíðar- undirbúningur er víða að hefjast og strax má heyra fólk ræða hvar best muni vera að hagræða sér á slíkum tímamótum. Aðrir velta því fyrir sér hvort ísland verði byggilegt þegar þangað nær eða hvort þeir sjálfir verði til viðtals. Hvað sem verður em sterkar líkur til að aldamótin verði. Spumingin er bara, hve- nær? Um þetta er deilt í svipuðum dúr og deilt var um hvort jörðin væri flöt eða hnöttótt hér á öld- um áður. Deiluaðilar skiptast í tvo flokka. Sá fyrri heldur því fram að ný öld hefjist með fyrstu sekúndunni sem líður á árinu 2000 og beita því fyrir sig Kristur hafi hafið göngu sína á árinu einn ffemur en á núlli, eða eitthvað í þá áttina. Þeir sem öndverðu máli fylgja, telja á hinn bóginn, að ný öld muni breiða út faðm sinn um leið og tólfti klukknahljómurinn hefur fjarað út á síðasta degi desem- ber mánaðar árið 2000. Blaða- menn Alþýðublaðsins hafa eytt vikunni, ásamt ritstörfum í hjá- verkum í innbyrðis deilur vegna þessa brennandi máls. Svo hat- rammar urðu deilur þessar að leita varð til úrskurðaraðila er væri því andlega gervi prýddur að við hæfi væri. Þorsteinn Sæ- mundsson, stjamfræðingur við HI, varð fyrir valinu. Urskurður: næstu aldamót sem og öll hin fyrri og síðari hefjast í sárið 2001. Foreldrar í Reykjavík, vinsamlegast athugið eftirfarandi: ÚTIVISTARTÍMIBARNA Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og kl. 24.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. AÐGANGUR BARNA OG UNGMENNA AÐ DANSLEIKJUM OG ÖÐRUM SKEMMTUNUM Börnum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á dansieikjum öðrum en sérstökum unglinga- eða fjölskylduskemmtunum sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum þeim sem til þess hafa leyfi. Miða skal aldur við fæðingarár. Börnum eða ungmennum innan 18 ára aldurs er óheimill aðgangur og dvöl á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema í fylgd með foreldri, öðrum forsjáraðila eða maka. Miða skal aldur við fæðingardag. Ungmenni innan 18 ára aldurs mega ekki starfa á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema það sé liður í viðurkenndu iðnnámi. Knattborösstofur, leiktæki og spilakassar Börnum innan 14 ára er ekki heimill aðgangur að knattborðum, spilakössum eða leiktækjum nema í fylgd með forráðamönnum. Miða skal aldur við fæðingarár. Úr lögum nr. 58, 1992, um vemd bama og ungmenna Úr lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 22. desember 1987. Lögreglustjórinn í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.