Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. október 1993
OPNA UNGA FOLKSINS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
SANNFÆRINGIN
SAMEIGINLEGT FRAMBOÐ!
Nú í dag er komið að þeirri stund
að Alþýðuflokksmenn í Reykjavík
ákveði hvemig bjóða. skuli fram í
komandi borgarstjómarkosningum.
Nokkur umræða hefur farið fram
undanfarið um hvaða leið sé best til
þess að ná megi árangri og hafa
fulltrúar ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík verið þar í fremstu röð.
Umræðan heíiir fyrst og fremst
snúist um hvort Alþýðuflokkurinn
býður fram eigin lista eða leiti eftir
samstarfi annara minnihlutaflokka
um sameiginlegan lista í komandi
kosningum.
Stjóm FUJ í Reykjavfk sendi á
dögunum frá sér ályktun þess efnis
að sameiginlegt framboð sé nauð-
syn til að ná árangri og krafðist þess
að fulltrúaráðið hefði nú þegar við-
ræður við aðra flokka um þessi
mál.
Astæða þess að þetta var sam-
þykkt í stjóm félagsins var einföld,
það er öðmvísi er ekki hægt að ná
árangri. Færð vom rök fyrir þessu
og er helst að minnast á að þvf fleiri
framboð sent em þeim mun meira
græðir stærsti flokkurinn vegna
þess hversu mörg atkvæði falla
dauð meðal hinna flokkana.
Sem dæmi má nefna að ef 7
framboð em gegn Sjálfstæðisflokki
þá falla að meðaltali 10-15 þúsund
atkvæði greidd minnihlutaflokkun-
um dauð. Þannig gæti farið svo að
Sjálfstæðisflokkurinn gæti unnið
- Ingvar Sverrisson skrifar
hreinan meirihluta með tæplega
40% atkvæða.
Forsvarsmenn minnihlutaflokk-
anna verða að gera sér grein fyrir
því að ekki er hægt að sigra slíka
baráttu sérstaklega með hliðsjón af
því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
aldrei farið neðar en 46% atkvæða
og þar af leiðandi unnið í öll skipti
nema eitt.
Þess ber einnig að geta að
minnsta kosti þrisvar sinnum hefur
Sjálfstæðisflokkurinn unnið á
sundmngu hinna flokkana, fengi
hreinan meirihluta þrátt fyrir færri
atkvæði og í það skipti sem þeir
töpuðu vom Alþýðubandalags-
menn heppnir að ná að nýta öll sfn
atkvæði og vom þó aðeins fjögur
framboð utan Sjálfstæðisflokksins.
Allt bendir til að í komandi kosn-
ingum verði allt að 7-8 framboð
minnihlutaflokkanna og sér hver
heilvita maður að það er tapaður
slagur fyrirfram.
Eg vona því að fulltrúaráðsmenn
sem koma á þennan fund í kvöld
láti ekki eigin hagsmuni ráða ferð-
inni heldur beri hagsmuni borgar-
búa fyrir brjósti og geri allt sem í
þeirra valdi stendur til að losa borg-
ina undan ógnarstjóm Sjálfstæðis-
manna og greiða þvi tillögu ungra
jafnaðarmanna um að hefja beri
formlegar viðræður um sameigin-
legt framboð félagshyggjuaflanna
atkvæði sitt.
VIÐTALIÐ
AÐ GETA SLAPPAÐ AF OG NOTIÐ
LÍFSINS - ÞÓ VIÐ SÉUM í NÁMI
*
- Oskar R. Harðarson formaður Nemendafélags
Fjölbrautaskólans Breiðholti í viðtali
Opið hús í FB. Frá vinstri eru Þórhallur Hákonarson skóla-
stjórnarfulltrúi, Oskar R. Harðarson formaður NFB og baki í
Ijósmyndarann snýr Guðmundur Sverrisson formaður Vídeó-
nefndar.
Nemendafélag Fjölbrautaskól-
ans Breiðholti er fjölmennasta
nemendafélag landsins og em fé-
lagar á annað þúsund. Formaður fé-
lagsins, sem kosinn er á hverju vori
til eins árs í senn, er að þessu sinni
Oskar R. Flarðarson sem síðasta
vor hlaut kosningu eftir mjög tví-
sýna kosningabaráttu og gegnir
embættinu því fram á vor. Tíðinda-
maður Opnu unga fólksins gekk á
fund Óskars og ræddi lítið eitt við
hann um nemendafélagið.
- Hver myndir þú segja að til-
gangur og markmið nemendafé-
lagsins vœru?
„Að mínu mati er tilgangur og
markmið nemendafélagsins að
gæta hagsmuna félaga sinna, hvort
sem það er innan skóla eða utan.
Einnig að reyna að halda uppi sem
fjölbreyttastri félagsstarfsemi
þannig að allir meðlimir nemenda-
félagsins haii gaman af og geti
slappað af og notið lífsins þó að við
séum í nárni."
- Nú mœtti segja mér að félags-
lífið í stœrsta framhaldsskóla
landsins vœri mikið. Hvernig er
það uppbyggt og hvað er á döf-
inni?
„Félagslífinu í skólanum er
stjómað af níu manna nemendaráði
sem fer með yfirstjóm mála. Þeim
til aðstoðar við skipulagningu fé-
lagslífsins eru margar nefndir og
má meðal annars nefna Arshátíðar-
nefnd sem sér um okkar glæsilegu
árshátíð eins og alltaf, Aristofanes
sem sér um uppsetningu á leikriti
og PC-nefnd sem gefur út blaðið
„Pro et Contra“ (með og á móti).
Það blað er nokkurs konar stjómar-
andstöðublað og á að virka sem
nokkurs konar innra eftirlit. Margar
fleiri nefndir ern auk fjölbreyttrar
klúbbastarfsemi í skólanum. Böll
em stór hluti af félagslífi fram-
haldsskóla og verður svokallað
„Kjulli“ á Ingólfskaffi í kvöld,
fimmtudagskvöld, og er stefnan að
hafa ekta sveitaball með öllu í nóv-
ember og verður án efa geysileg
stemmning á því. Nú fyrir utan það
em framundan stórtónleikar með
hljómsveitinni HAM í Undirheim-
um 22. okt. og viku síðar verður
sannkölluð RAVE-stemmning á
sama stað. Auk þessara uppákoma
er fjöldi annarra á döfinni á næstu
vikum.“
- Rekstur nemendafélaga er
allajafna dýr, hvernig standið þið
að Jjármögnun?
„Rekstur nemendafélagsins er
fjármagnaður með nemendafélags-
gjöldum nemenda, tekjum af böll-
um ef einhverjar em og styrkjum
frá fyrirtækjum og þá aðallega til
útgáfu blaða í skólanum. Með þess-
um tekjunr er reynt að halda úti öfl-
ugu félagslífi enda sætta nemendur
FB sig ekki við neitt nema það
besta.“
- Nú hafa nemendaráð síðustu
ára barist mikið fyrir því að fá
lyftu fyrir fatlaða í skólann, er nú-
verandi nemendaráð að vinna í
því máli?
„Já, skólastjórnarfulltrúi nem-
endafélagsins fór niður í mennta-
málaráðuneyti og talaði þar við
deildarstjóra og sótti um að fá lyftu
í skólann en svarið var neikvætt.
Næsta skref okkar í þessu máli
verður að fara niður á Alþingi og
tala beint við sjálfan menntamála-
ráðherra, enda er það jafnréttismál
bæði fatlaðra og heilbrigðra ein-
staklinga að lyfta sé til staðar hér í
FB. Það er í raun alveg furðulegt og
skömm að því fyrir stjómendur
þessa lands að þeir skuli ekki vera
búnir að koma fyrir Iyftu í FB enda
er FB stærsti framhaldsskólinn á
landinu og Breiðholtið stærsta
hverfið á íslandi en samt þurfa fatl-
aðir nemendur sem búa í Breiðholt-
inu að sækja menntun sína niður í
MH.“
- Hefur nemendaráð einhver
áhrif á stefnu skólayftrvalda?
„Nemendaráð dagskóla hefur
tvo fulltrúa í skólastjóm, formann
og skólastjómarfulltnía og beijast
þeir þar fyrir hagsmunum nemenda
og reyna að hafa álirif á stefnu
skólayfirvalda. Einnig á formaður
sæti í skólanefnd sem er pólitísk
nefnd. Ég held að það sé ömgglega
hægt að segja að nemendaráð hafi
þó nokkur áhrif á stefnu skólayfir-
valda.“
MOLAR
FB-ingar í fremstu víglínu
Ef skoðað er vandlega hverjir það eru sem eru mest áber-
andi í háskólapólitíkinni og í ungliðahreyfingu Alþýðu-
flokksins má sjá að fyrrverandi nemendur úr FB eru á báð-
um vígstöðvum fremstir í flokki. Ber þar helst að nefna Jón
Þór Sturluson sem gegnir nú stöðu formanns í Röskvu en
hann sat áður í nemendaráði í FB. Gjaldkeri Röskvu, Davíð
Logi Sigurðsson er einnig vel þekktur úr félagslífi FB því
hann gengdi ritarastöðu í nemendaráði eitt sinn. Fyrsti mað-
ur á lista Röskvu í síðustu kosningum, Guðmundur Ingi
Jónsson, var einnig í nemendaráði í FB, því sama og Davíð.
Framkvæmdastjóm SUJ er einnig uppfull af fyrrverandi FB-
ingum. Má þar helst nefna Magnús Áma Magnússon vara-
formann sambandsins og fyrrverandi fonnann NFB (Magn-
ús Ámi var einnig á síðasta framboðslista Röskvu), Jón Þór
sem fyrr var nefndur. Ingvar Sverrisson fyrrverandi formann
NFB, Brvnjólf Þór Guðmundsson núverandi PC-nteðlim,
Kristinn Ásgeirsson varaformann FUJ í Reykjavík sent sat í
nemendaráði NFB og rnarga fleiri.
Breiðlioltlð vex í áliti
Það hefur sýnt sig að Breiðholtið er að vaxa í áliti hjá því
fólki sem í gegnum árin hefur haldið fram að þar sé stunduð
almesta glæpastarfsemi sem þekkist á Islandi og alltaf bann-
að bömum sínum að svo mikið sem yrða á lyklabömin svo-
kölluðu. Besta dæntið um þessa kúvendingu er að KR-ingar
leika nú heimaleiki sína í handbolta í íþróttahúsi Fjölbrauta-
skólans vegna þess að ekkert minna dugir. Breiðhyltingar
bjóða vafalaust vesturbæinga velkomna í hæðimar, glæsi-
legasta hverfi borgarinnar. Það má kannski búast við að fast-
eignaverð fari hækkandi í Breiðholti, hver veit!!
FJnclirhciinar — Yeealilr
Það er mál manna að aðstaða NFB í Undirheimum sé
stærri og betri en önnur nemendafélög dreymi um. Þar er
nieðal annars aðstaða til útvarpsrekstrar sem notaður er
óspart af Fjölntiðladeid skólans til kennslu og einnig öll
þægindi sem nemandi getir hugsað sér til dægrastyttingar.
Þess ber einnig að geta að nemendur hafa komið sér upp
fullkominni aðstöðu til upptöku á allskyns efni fyrir video
sýningar og er óspart búið til efni til sýningar. Þar em einnig
fullkominn tæki til klippingar á efninu og hægt er að senda
það úr Undirheimum og yfir í matsal skólans þar sem nent-
endur korna saman í fnmínútum og geta þá fylgst með bein-
um útsendingum úr Undirheimum. Þar hefur enn eitt fram-
faraskrefið verið tekið af hálfu FB-inga og í þetta sinn nem-
enda.
Kór FB folómstrar
Kór Fjölbrautaskólans hefur nú verið starfræktur í nokkur
ár undir stjóm Emu Guðmundsdóttur og hefur hann vaxið
og dafnað undir hennar stjórn og em nú um 70 nemendur í
honum.
Breiðiioltsblað FB
Það hefur oft áður verið reynt að gefa út svokallað Breið-
holtsblað en ekki hefur það tekist nema tvisvar, það er eitt
blað hefur komið út og síðan ekki söguna nteir. Það gerðist
þó fyrir stuttu að íjölmiðladeild FB með þá Siguijón Jó-
liannsson og Magnús Ingvason í fararbroddi tók að sér út-
gáfu blaðsins. Blaðið er rekið á auglýsingum sem nemendur
safna og fer engin aukakostnaður í það fyrir skólann. Grein-
amar í blaðið vinna svo nemendur í deildinni þannig að
greinar þeirra eru hvort tveggja æfingagreinar fyrir skólann
og einnig dægrastytting allra BreiðhoLtsbúa. Það hlýtur því
að vera að nemendur leggi meiri metnað í verk sín en fyrr.
Það er víst satt sem þeir segja Fjölbrautaskólinn Breiðholti
fer ekki troðnar slóðir frekar en fyrri daginn.
Stórfundur í kvöld!
I kvöld verða Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra og Birgir Hemiannsson, aðstoðamtaður umhverfisráð-
herra á fundi um kjördæmismálin og stjómskipan íslenska
rikisins í Rósinni, félagsmiðstöð jal'naðarmanna, Hverfis-
götu 8-10.
Fundurinn er liður í undirbúningi fyrir málefnaráðstefnu
Sambands ungra jafnaðamianna sem haldin verður 12.
febrúar á næsta ári. Undirbúningurinn verður í fomti mál-
stofa sem íjalla munu um sjö málaflokka. 1. Stjórnskipan
lýðveldisins og kjördæmamálið, 2. Atvinnumál: Island árið
2003, 3. Menningar og menntamál, 4. Utanríkismál, 5. Um-
hverfismál, ó.Velferðannál og 7.Ríkisf]ámiál.
Málstofumar verða að jafnaði með kynningarfundi á
hálfsmánaðarfresti, þar sem fengnir verða fróðir fyrirlesarar
víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Meiningin er að málstofumar
haldi áfram málefnavinnunni eftir kynningarfundina.
Gestir kynningarfundarins í kvöld verða eins og áður seg-
ir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Birgir
Hennannsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Fundur-
inn verður haldinn í félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Rósinni,
Hverfisgötu 8-10 (ofan við Ingólfscafé) og hefst klukkan
20.300. Hann er að sjálfsögðu öllum opinn.