Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. nóvember 1993 ÍÞRÓTTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 KÖRFCiBOLTI: QUNNfiR FREYR STEINSSON 00 ÓLfiFCJR LÚTHER EINfiRSSON ‘70Cccá&ej& Ponctœt HVAÐ SEGJA HINIR? Viðbrögð við tiikynningu Mi- chael Jordan, skærustu stjörnu Chicago Bulls, þcss efnis að hann væri að setjast í helgan stein: Bill Clinton Bandaríkjaforseti „Ég held víð getum öll skilið ósk hans um að fara og helga sig meira einkalífinu. Ég veit að síðustu mán- uðir hafa verið erfiðir og ég vona að hann fái þá hugarró sem hann á svo sannarlega skilið." Magic Johnson Los Angeles Lakers „Hann mun sjálfsagt koma aftur eftir eitt ár til að sýna öllum að hann er ennþá konungurinn. Ég held að Michael vilji bara vera látinn í friði núna. Hann er þreyttur á að vera undir smásjánni og þarfnast bara smá tíma til að vera með fjölskyld- unni. Það hefur margt komið fyrir hann, faðir hans var myrtur, auk allra alvikanna sem áttu sér stað í fyrra. Ég held að það hafi íþyngt honum og hann var þreyttur. Éng- inn var samskonar leikmaður og enginn hefur þennan neista. Ég hef alltaf borið óttablandna virðingu fyrir hæfileikum hans á vellinum og jafnvel borið meiri virðingu fyr- ir honum sem manneskju utan vall- arins.“ Larry Bird Boston Celtics „Körfuboltaíþróttin hefur misst einn besta leikmann sinn með brott- hvarfi Michaels Jordan. Ég er mjög leiður yfir þessum fféttum og ég er viss um að margir af dyggum aðdá- endum hans, vítt og breitt um heim- inn, eru það líka. Hann hættir á hátindi ferils síns. Enginn var nokkru sinni betri en Michael. Það var sönn skemmtun að horfa á hann spila hvort sem hann var andstæðingur þinn eða samherji. Ég óska honum alls hins besta í lífinu.“ John Paxson Chicago Bulls „Maður er eiginlega agndofa, en þetta er eitthvað sem Michael hefur gefið í skyn undanfarin ár. Ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann get- ur gengið burt frá leiknum á sínum eigin forsendum.“ Shaquille O’Neal Orlando Magic „Ég man þegar ég var að horfa á hann í sjónvarpinu og svo var ég allt í einu á sama velli og hann. Það var frábær tilfinn- ing. Hann er frábær. Allt sent maður sér hann gera í sjónvarpinu, stökkva upp á öðrum hluta vallarins og lenda svo á hinum, það er raunverulegt. Ég held hann hafi skorað 64 stig gegn okk- ur þannig að hann er sá besti í veröldinni og ég kem til með að sakna hans.“ Charles Barkley Phoenix Suns „Þetta er hreinlega sorg- legt. Ég var í hálfgerðu losti. Michael Jordan er eina manneskjan í heiminum sem hefur eins mikið keppnisskap og ég. Þess vegna mun ég sakna þess að spila gegn hon- um. Það sem pirrar mig er að við ætluðum að hætta spila sama ár. Við komum inn í deildina saman og ætluðum að fara út úr henni saman. Þeir hlutir sem gerðust í sum- ar breyttu þessu. Það veldur mér vonbrigðum ... en ég vil bara að Michael sé ánægð- ur.“ Dean Smith þjálfari North Carolina háskólans „Frábæm tímabili í sögu körfuboltans er lokið með brotthvarfi Michaels. Per- sónulega finnst mér ákvörð- un hans viturleg miðað við allt sem hann hefur þurft að ganga í gegnum og sérstak- lega að hann skuli hafa hætt á toppnum eftir þijá meistara- titla." 1981 - 1982 Á fyrsta ári sínu í North Carolina háskólanum skoraði hann sigur- körfuna fyrir Tar Hcds í úrslitum háskólaboltans (NCAA) gcgn Ge- orgetown og Patrick Ewing. 1983 - 1984 Eftir að hafa spilað þrjú ár í há- skóladcildinni ákvað hann að reyna komast inn í NBA-dcildina og var valinn númcr 3 af Chicago Bulls á cftir Hakeem Olajuwon (þá Akccm) og Sam Bowie. Leikmaður í liði Itandaríkjamanna sem vann gullið á Ólympíuleikunum í Los Angeles ár- ið 1984. 1984 - 1985 Valinn nýliði ársins í NBA cftir að hafa skorað 28,2 stig að mcðaltali í lcik. 1985 - 1986 Missti af 64 leikjum vcgna mciðsla. Skorar 63 stig í fyrstu um- ferð úrslitakeppninnar gegn Boston Celtics. 1986-1987 Setur NBA-met þegar hann skor- ar 23 stig í röð gegn Atlanta. Troðslumcistari NBA. Skorar 3041 stig, þriðji besti árangur frá upphafi NBA-meistaratitil. 1991 -1992 Mikilvægasti leikmaður NBA- deildarinnar. Fyrsti leikmaðurinn til að vera valinn mikilvægasti leik- maður úrslitakeppninnar tvö ár í röð. Setti met með því að skora 135 stig (45 að jafnaði) í því sem hann leiddi Chicago Bulls framhjá Miami Heat í þremur leikjum í fyrstu um- ferð. Meðtalin er 56 stiga sprcnging, fimmta skipti sem liann skorar 50 eða fleiri stig i úrslitakeppni og setti þar með NBA-met. Leiddi Chicago Bulls í átt að þeirra öðrum meistara- titli. Leikmaður Bandaríska Ólymp- iuliðsins í körfubolta sem vann gull- ið á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. 1992 - 1993 Skorar 32,6 stig að mcðaltali og jafnar þar með met Wilts Cham- berlain með því að vera stigahæsti leikmaður NBA sjö ár í röð. Er ann- ar fljótasti leikmaðurinn frá upphafi til að skora 20 þúsund stig. Skorar flest stig að meðaltali í úrslitum NBA frá upphafi með 41 stig að meðaltali í leik gegn Phocnix Suns um Icið og Chicago Bulls verða þriðja liðið í sögu NBA til að verða meistarar þrjú ár í röð. Bætir cnn eitt mctið þcgar hann er valinn mik- ilvægasti leikmaður úrslitakeppn- innar þriðja árið í röð. 1990 - 1991 Mikilvægasti leikmaður NBA- dcildarinnar. Mikilvægasti leikmað- ur úrslitakeppninnar. Leiðir Chic- ago Bulls í átt að þcirra fyrsta í NBA. Aðeins Wilt Chamberlain hafði náð þessum áfanga. Skorar 37,1 stig að meðaltali og vinnur þar með fyrsta stigatit- ilinn af sjö í röð. Eini leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að stela minnst 200 boltum (236) og verja minnst 100 skot (125) á sarna tímabili. Valinn í stjörnulið NBA- deild- arinnar í fyrsta skipti af sjö í röð. 1987-1988 Mikilvægasti leik- maður NBA-dcildar- innar. Besti varnar- maðurinn. Mikilvæg- asti leikmaður Stjörnuleiksins. Troðslumeistari NBA. Flcstir boltar stolnir að meðaltali í leik (3,16). Valinn í vamar- mannaúrval NBA- deildarinnar í fyrsta skipti af sex í röð. 1989 -1990 Skorar 69 stig, sem cr persónu- legt met, gcgn Clevcland, 28. mars. Flestir stolnir boltar að mcðaltali í leik (2,77). Nýtt heiti Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins fer með yfirstjórn verklegfar framkvæmdar skv. lögum nr. 63 / 1970 um opinberar framkvæmdir. Nafni Framkvæmdadeildar hefur verið breytt og heitir hún nú Framkvæmdasýslan. Breytingin er gerð til samræmis við nýja tíma og vegna breyttra áherslna hvað varðar starfsemi stofnunarinnar. Aukin áhersla er nú lögð á undirbúning framkvæmda. útboðum beitt við val hönnunar - og framkvæmdaaðila auk þess að lokaskil framkvæmda verða undantekningalaust innt af hendi. Því er nafni stofnunarinnar breytt í hentugra og þjálla orð. FRAMKVÆMDASÝSLAN Framkvœtndadeild Innkaupastofnunar rtkisins Borgartúni 7 - 105 Reykjavík Kt.: 510391- 2259 Sími: 91 - 623 666 Bréfasími: 91 - 623 747 27. nóv. 1993 VINNINGAR UPPHÆÐ A HVERN VINNING 1.988.258 5 af 5 345.390 +4af5 6.848 4 af 5 2.824 492 3 af 5 Aðaltölur: Heildarupphaeð þessa viku: kr. 4.318.832 UPPLVSINGAR, SI'MSVARI 91- 68 16 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 461 fiLÞÝÐÖBLfiÐIÐ SÍMI 62-55-66

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.