Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Landsfundur allaballa Hinn gratbroslegi ellefti landsfundur Alþýðubanda- lagsins hefur orðið skáldum okkar að yrkisefni. Þessi staka var okkur send á föstudaginn þegar formaðurinn til- kynnti alþjóð að innan Alþýðubandalagsins væri enga „artna" að finna: Forystunnar rátnu raus rœðst á þarm sem flokkinn kaus. Alþýðán eramlalaus því andinn beeði dó og fraus. Þingmenn segja „já takk!“ Best heppnaða kynningarátak íslensks iðnaðar til þessa stendur yfir. Menn segja Jslenskt já takk" - og meina það. Kynningamefndin hefur unnið gott starf og viðrað sterkt slagorð, sem tekið er eftir. {dag er röðin komin að alþingismönnum að segja já takk! Þingmönnum verður afhent barmmerki átaksins fyrir þingfund í dag. Þá mun það gerast sem ekki er algengt, kórsöngur í Alþingishús- inu. Kór Öldutúnsskóla undir stjóm Egils Friðleifsson- ar mun syngja tvö lög. Það er við hæft, kórinn hefur um árabil sýnt og sannað á erlendri grund að hann er í hópi hinna bestu í heiminum. Ferðavakinn fluttur út íslenskt upplýsingakerfí fyrirferðamenn varð fyrir val- inu þegar Accson Information AB í Svíþjóð valdi slíkt kerfi til ffamleiðslu. Ferðavakinn er upplýsingakerfi sem tnenn þekkja frá flugstöðvum hér á landi, kerftð er ís- lenskt hugvit og töldu Svíamir hjá Accson kerfið hafa yfirburði yfir sambærileg erlend kerfi. Accson hyggst setja kerfið upp í Sviþjóð, Noregi og í Danmörku, en get- ur einnig framselt leyfið til Þýskalands háifu ári eftir að kerftð hefur verið sett upp í Svíþjóð, en þar verður það í flugstöðvum, í ferjum og íleiri ferðamannastöðum, - einnig í sendiráðum. Breskir aðilar koma um helgina til samningagerðar um ffamleiðslu á Ferðavakanum f sínu heimalandi, og viðræður fara fram við bandaríska aðila. Stjómarformaður Ferðavakans hf. er Ragnar S, HaU- dórsson, fyrrverandi forstjóri ísal hf. Frá undirritun samninga miUi Ferðavakans hf. og Accson Infonnation AB í Svíþjóð - íslenskur hugbúnaður cr cnn cinu sinni útflutningsvara. Nánasarleg „laun” til heyrnarlausra Svo ótrúlcgt sem það kann að hljóma, þá em laun tákn- máisfréttamanna við Sjónvarpið aðeins 1.279 krónur fyr- ir hvetja framkomu í ntiðlinum. Félag heymarlausra hefur ítrekað sfðustu þijú árin reynt að fá leiðréttingu mála fyrir sitt fólk, sem stendur í fréttaflutningnum, án árangurs. Þessi nánasarlegu laun hafa staðið í stað allan þennan tíma. Haukur Vilhjálntsson, ffamkvæmdastjóri hjá Félagi heymarlausra, segir að samkvæmt útreikning- um þeirra ættu launin að vera 4.139 krónur fyrir hvert skipti. Þetta vilja menn fá leiðrétt aftur í tímann til 1. nóv- ember 1990. Þá hefur félagið mótmælt harðlega breyttum útsendingartíma táknmálsfréttanna, sem em nú sendar út kl. 17.50 og 17.25 á miðvikudögum. Skiljanlega sé þetta afleitur tími fyrir alla heymarlausa. Engu sé líkara en að litið sé á táknmálsfféttimar sem uppfyllingarefni hjá Sjónvarpinu. Lesið í Borgarbókasafni Birgir Sigurðsson rithöfúndur les úr bók sinni Hengi- flugitS í aðalsafni Borgarbókasafnsins við Þingholts- stræti, efri hæð, á fimmtudaginn klukkan 20. Undanfarið hafa höfundar ýmissa bóka verið að lesa í Borgarbóka- safninu úr nýjum bókum sínum. Þeirra á meðal em Ótt- ar Guðmundsson, læknir, og Stefán Jón Hafstein. Von er á fleiri höfundum í heimsókn hjá Borgarbókasafni og munu þeir lesa í aðalsafni og í útibúum safnsins. Góð landsbyggðarlist Vegfarendur um Kringluna um síðustu helgi keyptu grimmt af lista- og handverksfólki, sem þar var á göngu- götunni með list sína og handverk ýmiskonar. Verður ckki annað sagt en að þessi kynning hafi komið fólki skemmtilega á óvart. Handbragðið á þeim munum sem þama vom til sýnis og oftast til sölu, var yfirleitt mjög gott. Einkum vakti athygli blaðamanns, skemmtileg hönnun og handbragð á munurn frá Hvamntstanga. Einn- ig útskurður Siggu á Grund í Villingaholtshreppi, sem hafði þó ekkert að selja. Munimir vom fjöibreyttir, mun- ir til að skreyta hfbýli, fatnaður úr leðri, gjafavara úr hreindýraskinni, viði, homi, beini, ull og fleiru, aðekki sé talað um fmmlega og flotta skartgripina. Þessu fslenska „játakki" var vel tekið og umferðaröngþveiti við sölu- fiWTiimifnn) Arsfundur Ríkisspítala Þriðjudagur 30. nóvember 1993 Aukin starfsemi, - en minni útgjöld -ýmis tœkni sem létta mun útgjöld verður kynnt á ársfundinum áföstudag, þar á meðal steinbrjóturinn svokallaði og tœkni til að senda röntgenmyndir landsfjórðunga á milli í tölvum RÍKISSPÍTALAR hafa náð um 470 milljón króna raunlækkun á út- gjöldum sínum milli áranna 1991 og 1992, - þó hefur þar átt sér stað um- talsverð aukning á starfsemi milli ára. Innlögnum á deildir Landspít- alans fjölgaði um 7,5 % milli ára, fæðingum fjölgaði úr 2.558 í 2.913 eða um nærri 14% og tekið var á móti 232 fleiri skjólstæðingum á bráðamóttöku spítalans. Ársfundur Ríkisspítala verður hald- inn á föstudaginn. Þá verður þess sér- staklega minnst að 40 ár em nú liðin frá opnun Blóðbankans. Starfsemi hans hefur farið stöðugt vaxandi. Á síðasta ári töldust nýir blóðgjafar alls 1.074 talsins. f Blóðbankanum fer fram umfangsmikil rannsóknar- og kennslustarfsemi. í tengslum við ársfund Ríkisspítala mun yfirstjóm mannvirkjagerðar á Landspítalalóð formlega afhenda nýj- an tengigang sem tengir tæknimiðstöð og eldhús við aðalbyggingu. Tengi- gangurinn er liður í framkvæmdaáætl- un K-byggingar og forsenda þess að unnt sé að steypa upp sjálfa K-bygg- inguna. í nýja tengiganginum verða jafnframt starfsmannainngangur, símaþjónusta, líndreifing og fleira. Þá verður kynnt á ársfundinum ný tækni við meðferð þvagfærasteina, svokallaður steinbrjótur. Hann var tek- inn í notkun í haust og búist við að notkun hans boði langtímaspamað, enda verða innlagnir sjúklinga nú að mestu óþarfar og veikindadögum fækkar. Þá mun verða kynnt nýtt tölvukerfi til símsendingar á röntgenmyndum. Með þessari fjargreiningartækni er unnt að taka myndir á einum stað og senda þær til annars staðar þar sem les- ið er úr þeim. Hafa Landspítalinn og Háskóli Islands unnið saman að slíkum tilraunasendingum frá Vestmannaeyj- um til Reykjavíkur með góðum tækni- legum og faglegum árangri. Verkefni þetta er að komast á framkvæmdarstig, bæði innan sjúkrahússins og milli staða. Samskipti sem þessi eiga að geta sparað marga legudaga og óþægilegan flutning sjúklinga milli staða. L Landsbanki (siands Banki ailra landsmanna Innheimta félagsgjalda Greiðsluþjónusta Yfirlit yfir félagsgjöldin Rekstrarreikningur árlega Bókhaldsmappa í kaupbæti Innheimta • • e“ „traust „Nú er einfalt að vera gjaldkeri því innheimta félagsgjaldanna fer öll í gegnum Félagasjóð. Við fáum yfirlit mánaðarlega og ársreikning um áramót." Kristín Einarsdóttir, Kvenfélagi Hallgrímskirkju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.