Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 1
Landsfundur Alþýðubandalagsins OLAFUR RAGNAR BROTLENDIR Stuðningsmenn Svavars allsráðandi í miðstjórn — Kvennahreyfing Ólafs svœfð ífœðingu — Arthúr Morthens og fleiri Birtingarmenn snerust gegn Ólafi — Gamla krafan um ísland úr NATÓ samþykkt á nýgegn vilja formannsins og „Útflutningsleið“ hans hent í ruslið — Ólafur Ragnar: einangraður og valdalítill ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON - Formaður Alþýðubandalags- ins þykir hafa brotlent harkalega á iandsfundi flokksins um síðustu helgi og er nú talinn einangraður og valdalítill. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Ólafur Ragnar Gríms- son þykir í mjög veikri stöðu innan Alþýðu- bandalagsins eftir lands- fund flokksins sem hald- inn var um síðustu helgi. Steingrímur Jóhann Sig- fússon þykir hinsvegar hafa styrkt stöðu sína og sömu sögu er að segja um Svavar Gestsson. Svavar þykir reyndar sigurvegari fundarins og koma þaðan svo sterkur að hann kemur að sögn kunnugra nú einna helst til greina sem næsti for- maður Alþýðubanda- lagsins eftir að Ólafur Ragnar hættir að tveim- ur árum liðnum. Það gerðist snemma á fundinum að Ólafur Ragnar missti tökin. Það atvikaðist þannig að gerð var tillaga um Svavar Gestsson sem for- mann kjörstjómar er sér um að stilla upp til kjörs á fram- kvænidastjóm og miðstjórn flokksins. Það var einn af þeim sem menn hafa talið sérstakan stuðningsmann Ólafs Ragn- ars, Arthúr Morthens, sem bar fram tillöguna um Svavar. Þetta þykir sýna glögglega hversu mikill flótti er brostinn í stuðningsmannahóp for- mannsins í flokknum. „Útflutningsleiðin“ send í endurvinnslu Tillaga um að formenn fé- laga innan Alþýðubandalags- ins yrðu undanþegnir „endur- nýjunarreglunni“ var felld. Fór þar fyrir bí sú ætlan stuðningsmanna Ólafs Ragn- ars að fá hana í gegn og yfir- færa síðan þannig að hún gilti í tilviki Ólafs Ragnars. Það gekk semsagt ekki eftir og því er það talið afgreitt mál að Ól- afur Ragnar hættir að tveimur ámm liðnum. Hörð og óvægin gagnrýni kom fram á Ölaf Ragnar vegna undirbúnings „Útflutn- ingsleiðarinnar“ svokölluðu. Það var mál manna að for- maðurinn hefði verið afar ein- ráður við gerð hennar. Hundr- uð athugasemda voru gerðar við þessa Útflutningsleið sem að lokum var send aftur til föðurhúsanna - í endur- vinnslu hjá forystu flokksins. Svavar og Steingrímur með togl og haldir Stuðningsnrenn Svavars eru nú í yfirgnæfandi meiri- hluta í framkvæmdastjóm og miðstjóm flokksins. Til marks um þau tök sem þeir Svavar og Steingnmur höfðu á fundinum er, að þar stóð til að stofna sérstaka kvennahreyfingu Alþýðu- bandalagsins og átti með því að búa til stökkpall fyrir Svanfríði Jónasdóttur frá Dal- vík, fyrrum aðstoðarmann Ól- afs Ragnars í ljármálaráð- herratíð hans, sem Ólafur Ragnar vildi gera að formanni hinnar nýju hreyfingar. And- stæðingar formannsins, eink- um Steingrímur, lögðust ein- dregið gegn þessum fyrirætl- unum og var því stofnun hreyfmgar kvenna innan Al- þýðubandalagsins sett á ís í þetta skiptið. Hámark niðuriægingarinnar Hámark niðurlægingar for- mannsins var svo þegar borin var fram tillaga í andstöðu við hann um að Island segði sig úr NATÓ. Einn af flutnings- mönnunum var fyrmefndur Arthúr Morthens. (Margir muna sjálfsagt hvemig á einni nóttu á síðasta vetri breytti Ólafur Ragnar afstöðu Al- þýðubandalagsins til NATÓ og sagði það vera þróast í átt til friðarbandalags.) Sam- þykkt tillögunnar um úrsögn Islands úr NATÓ þótti nrikill ósigur fyrir Ólaf Ragnar. For- maðurinn sat hjá við at- kvæðagreiðsluna og einungis sex voru á móti. I umræðum um þá tillögu sætti Ólafur Ragnar harðri gagnrýni fyrir vinnubrögð í þessu máli. Aður en kom til atkvæða- greiðslunnar hafði Ólafur Ragnar reynt að fá starfshóp sem íjallaði um stjórnmála- ályktun landsfundarins til að útiloka þessa tillögu um NATÓ. Það gekk semsagt ekki eftir. Vúja afnolcjald af nytíngu fiskimiða Af öðmm athyglisverðum samþykktum landsfundar Al- þýðubandalagsins var að skoða skuli afnotagjald fyrir nýtingu fiskimiða og virðist flokkurinn þannig vera að færa sig upp að hlið Alþýðu- flokksins í því máli. Niðurstaða landsfundarins er sú að Ólafur Ragnar er nán- ast valdalaus orðinn r Al- þýðubandalaginu sem nú virðist vera nær algjörlega í höndum Svavars Gestssonar og Steingríms Jóhanns Sig- fússonar. Svavar þykir hafa styrkt stöðu sína til nruna og þykir nú sterklega koma til greina sem fomiaður þegar Ölafur Ragnar hættir að tveimur ámm loknum. Hitaveita i'50 ár St/órn veitustofnana ákveður að gefa Listasafni Einars Jónssonar upphitun að jafnvirði 1,5 milljón króna í dag eni liðin 50 ár frá þvi fyrsta húsið var tcngt við lúlavdtu frá Kcykjuin í Mosfellssveit. t'aO var Hnitbjörg, Ustasafn ICinars Jónssbnar, Stjórn vdtustofnana Kcy kjavíkurborgar licfur ákvcð- 10 að núnnast þcssa afniælis með þn' að gcfa jafnvirði dnnar og hálfrar milljóu króna til upphitunar hússins á næstu úrum. Kinn- ig cr ákveðið að minnnst afmælisins mcð því að vdta Vinnuheim- iiinu á Kcykjalundi fjárhagsaðstoð við kaup á hifreið sem nola á til flutnings fatlaðra sjúklinga niilli húsa. Hugmynd uin hitaveilu fyrir Reykjavrt; fæddist í upphafi þriðja áratugsins og höfðu ungir íslenskir verkfræðingar forystu í því máli. Ber þar liæst nal ii Jóns Þoriákssonar, síðar forstetisráðherra og borgar- stjóra. Fyrstu framkvæmdir voru í Laugardal og heitu vatni hleypt á fyrsta húsið í nóvemlx-r 1930, Austurbæjarskólann. Laugaveitan varð hins vcgar aldrei stór og strax um 1930 fóru tnenn að líta til Rcykja í Mosfellssveit sem forðabúrs fyrir hitaveitu Reykjavíkur. Tilraunabor- anir hófust 1933 og menn htifðii gert sér vonir unt að framkvæmdum lyki fyrir árslok 1940. Vegna heimsstyrjaldarinnar urðu Uifir á fram- kvæmdum og það var ekki fynr en undir árslok 1943 að unnt var að hleypa vatni á fyrstu húsin. Fyrsta húsið sem tengdist lúnni nýju hita- veitu var Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. | Góða kaffið í rauðu dósunum frá Mexico 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.