Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ IÐNNEMAR, BÓKAFLÓÐ & SKILABOÐ Þriðjudagur 30. nóvember 1993 RAÐAUGLYSINGAR Auglýsing frá Ábyrgðasjóði launa Af gefnu tilefni er vakin athygli á því að eingöngu þeir laun- þegar sem skráðir eru atvinnulausir á uppsagnarfresti, hafa rétt á bótum úr Ábyrgðasjóði launa vegna riftunar eða upp- sagnar vinnusamnings þegar bú vinnuveitanda er tekið til gjaldþrotaskipta. í d-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr 53/1993 um Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota segir: „Ábyrgð sjóðsins tekur til bóta vegna launamissis í allt að þrjá mánuði vegna riftunar eða uppsagnar vinnusamnings, enda skal sá sem krefst bóta samkvæmt þessum lið sýna fram á með vottorði vinnumiðlunar að hann hafi leitað eftir annarri atvinnu þann tíma sem bóta er kraf- ist. “ Aðeins þeir launþegar sem skrá sig reglulega hjá vinnu- miðlun á uppsagnariresti, hafa því rétt á greiðslu launa í uppsagnarfresti frá Ábyrgðasjóði launa. Ábyrgðasjóður launa, Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík. Samkeppnisstofnun Staða yfirlögfræðings hjá Samkeppnisstofnun er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar um starfið eru veittar. í síma 27422. Leitað er eftir lögfræðingi með starfsreynslu. Laun verða samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samkeppnisstofnun, Laugavegi 118, pósthólf 5120,125 Reykjavík, fyrir 1. desember 1993. Ary* Könnun - Útboð Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auglýsir eftir húsnæði undir vínbúð á Blönduósi og eftir samstarfsaðila um rekst- ur verslunarinnar. Lýsing á þessu verkefni er fáanleg á skrifstofu Blönduós- bæjar. Þeir sem áhuga hafa á samstarfi sendi nafn og heimilisfang til ÁTVR eigi síðar en 7. des. 1993. ÁTVR mun velja aðila úr röðum þeirra sem gefa erindi þessu gaum og bjóða þeim þátttöku í útboði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2,110 Reykjavík. TRYGGINGASTOFNUN Kp RÍKISINS Tilkynning til viðskiptamanna Tryggingastofnunar ríkisins Frá og með 1. desember næstkomandi munu vörslusjóðir Tryggingastofnunar ríkisins - aðrir en Lífeyrissjóður sjó- manna - senda viðskiptavinum sínum sérstaka greiðslu- seðla á gjalddögum lána þeirra. Seðlar þessir eru ætlaðir viðskiptavinum til hagræðis, þannig að framvegis verði þeim unnt að greiða skuldir sínar í öllum bönkum og spari- sjóðum landsins. Jafnframt verður hægt að greiða af lánum í afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 1. hæð, Reykjavík, eins og verið hefur. Tryggingastofnun ríkisins, Lána- og innheimtudeild. Alþýðuflokkskonur JÓLAFUNDUR HVÍTRA ENGLA Jólafundur — Hvítra engla — verður haldinn í Litlu Brekku, fimmtudaginn 2. desember nœstkomandi klukkan 19—21. DAGSKRÁ: 2Þ0S7H6ÍA Y5Ó K7 Z1 Y2Í5A8Ð6V H1H5D0B5S4J Mœtum allar vel og stundvíslega. — Stjórnin. Hafrannsóknastofnun Laus er staða rannsóknamanns við tilraunaeldisstöð Haf- rannsóknastofnunar við Grindavík. Starfið krefst ná- kvæmni, samviskusemi og undirstöðuþekkingar í fiskeldi. Æskilegt er að starfsmaðurinn verði búsettur í Grindavík. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist stofnuninni fyrir 10. desember nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur Matthías Oddgeirsson, stöðvarstjóri, í síma 92-68232. Hafrannsóknastofnun, pósthólf 1390, Skúlagötu 4,112 Reykjavík. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Árborg, v/Hlaðbæ, s. 814150. Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 813560. Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860. Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488. Árborg v/Hlaðbæ, s. 814150. Þá vantar starfsmenn með sérmenntun í 5 0% stuðnings- starf f.h. á leikskólann: Sæborg v/Starhaga, s. 623664. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sfmi27277. Iðnnemar og m enntamálaráðh erra semja Upplýsingaþjónusta um iðn- og verknóm Á tímum ofílæðis háskóla- menntaðs fólks á markaði er talsvert blínt á verk- og tækni- nám hverskonar. Á föstudaginn undirritaði menntamálaráð- herra og formaður Iðnnema- sambands Islands samning sín á milli, þar sem samtökum iðn- nema er falið að annast um upp- lýsingaþjónustu fyrir iðn- og verknám. Þörfin fyrir slíka þjónustu er mikil, en hana hefur ekki verið að finna á einum stað til þessa. Samningurinn felur í sér að hjá Iðnnemasambandinu skuli meðal annars vera hægt að fá upplýsingar um hvaða skólar bjóða upp á iðn- og verknám, hvaða nám er hægt áð stunda og þá hvar. Einnig um námsleiðir í iðn- og verknámi, rétt- indi og skyldur iðnnema, meistara og iðnfyrirtækja samkvæmt lög- um, reglugerðum og kjarasamn- ingum, gerð náms- og starfsþjálf- unarsamninga og lengd starfstfma í einstökum iðngreinum, umsóknar- frest fyrir sveinspróf, sveinsprófs- tíma og fleira. Þá verða á vegum upplýsingaþjónustunnar kynntar breytingar á fyrirkomulagi iðn- og verknáms fyrir öllum hlutaðeig- andi aðilum. Þá mun upplýsingaþjónusta iðn- nemanna halda skrá yfir þá iðn- nema sem lokið hafa verknámi úr skóla og eru að leita sér að starfs- þjálfun. Þessi nýja þjónusta er ekki ein- göngu hugsuð fyrir iðnnema og fé- lagsmenn Iðnnemasambandsins. Þjónustuna geta nýtt sér meistarar, iðnfyrirtæki, skólamenn, foreldrar og þeir sem hafa hug á því að leggja stund á iðnnám. Samningur um upplýsingaþjónustu iðnnema undirritaður á föstudaginn. Frá vinstri, sitjandi: Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Iðnnema- sambands Islands, Brjánn Jónsson, formaður Iðnnemasambands íslands, Ól- afur G. Einarsson, menntamálaráðherra og Guðríður Sigurðardóttir, ráðu- neytisstjóri. Fyrir aftan þau standa þeir Hafsteinn H. Ágústsson, varaformað- ur Iðnnemasambandsins, Stefán Baldursson, skrifstofustjóri menntamála og vísinda og Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri fjármálasviðs menntamálaráðu- neytis. JÓLfiBÓKfiFLÓÐ fiLPÝÐtlBLfiÐSINS - Mal og menning Meistara verk James Joyce íþýðingu Sigurðar A. Magnússonar Mál og menning hefur sent frá sér síðara bindi skáldsög- unnar ÓDYSSEIFUR eftir James Joyce. Þetta verk er efalaust eitt allra frægasta skáldverk 20. aldarinn- ar. Sagan er svo mögnuð í frá- sagnartækni sinni, lærdómi, hisp- ursleysi og útsmoginni gaman- semi að hún „virkar á nútfma- menn einsog Fjallið eina,“ einsog Halldór Laxness orðaði það eitt sinn. Samt gerist ekkert merkilegt: í bókinni segir ffá einu degi í lífi nokkurra Dyflinnarbúa, nánar til- tekið 16. júní 1904, frá amstri þeirra, búksorgum, misdjúpum hugsunum og mismerkum at- höfnum. En einhvem veginn tekst Joyce að flétta saman örlög þessa „venjulega" fólks svo úr hefur orðið ný Hómerskviða um þann eilífa ferðalang Ódysseif, í gervi auglýsingasafnar- ans Leopolds Bloom og glímu hans við hinstu rök mannlegrar tilveru. Skáldsagan ÓDYSSEIFUR eftir James Joyce var fyrst gefin út í París árið 1922. Hún mátti þola ritskoðun og bönn í mörg ár í hinum enskumæl- andi heimi, og var ekki gefin út í heimalandi höfundar árið 1992. Nú er þetta meistaraverk loksins komið út í heild sinni á íslensku í frá- bærri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Bókin er 385 blaðsíður og unnin íPrentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Robert Guillemette. Hún kostar 2980 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.