Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. nóvember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 FURÐAa FORVARNIR & SKILABOÐ Alþýðuflokksfélög Suðurnesja Lýsa furSu á ósk um styrk til Vestf jaráa Haustfundur Alþýðuflokksfélaga á Suð- urnesjum lýsir furðu sinni á þeirri ósk Byggðastofnunar að ríkissjóður leggi til hundruðir milljóna króna í óafturkræfan styrk til Vestfjarða vegna atvinnusjónar- miða. Fundarmenn draga í efa úttekt Byggðastofnunar á ástandi atvinnumáia á Vestfjörðum og vantreysta tillögum stjórn- ar Byggðastofnunar til úriausnar. Krefjast fundarmenn þess að fram fari trúverðug og hiutlaus úttekt á ástandi atvinnulífsins á landinu öilu áður en ríkisstjórnin hefst ann- að að í málinu. Fundurinn, sem haldinn var 27. nóvember, bendir á þá staðreynd að Vestfirðingar hafi átt því láni að fagna á undanfömum áratugum að hafa fulla atvinnu. Þeir hafi meira að segja haft hundmð útlendinga í vinnu á meðan hundmð ef ekki þúsundir Islendinga hafi gengið at- vinnulausir annars staðar á landinu. Samkvæmt tölu félagsmálaráðuneytisins fyrir október síðastliðinn var atvinnuleysi hvergi minna en á Vestfjörðum eða 72 einstak- lingar en það eru 1,7% af vinnuafli þar. Til samanburðar má geta þess að á Suðumesjúm vom atvinnulausir á sama tíma 263 eða 3,4% af vinnuafli. Fundarmenn vilja benda á að um er að ræða hagsmuni þeirra einstaklinga sem ganga at- vinnulausir. Heildarfjöldi þeina mælist í þús- undum á landinu öllu, og hlýtur það að vera hlutverk Byggðastofnunar, innan þess ramma sem henni er settur, að gæta hagsmuna þjóðar- innar allrar en ekki lítils brots hennar. Undanfarin ár hefur stór hluti ráðstöfunar- fjár Byggðastofnunar gengið til atvinnulífsins á Vestfjörðum og ljóst er að atvinnuvandi Vestfirðinga, jafnt sem annarra, verður ekki eingöngu ieystur með fjárframlögum úr opin- bemm sjóðum. Þessi samþykkt var gerð einróma af öllum fundarmönnum. PfiLLBORÐIÐ Eru forvarnir EINKAMÁL? Þegar fólk hefur minni fjárráð kemur það niður á neyslu í víðtækasta skilningi þess orðs. Eitt dæmi um versnandi fjárhag heimilanna er minni sala ATVR á áfengi og aukin fram- leiðsla á ólöglegum gambra, sem þó virðist helst enda í höndum ungmenna. En þessi fjár- skortur í samfélaginu tekur á sig ýmsar kynja- myndir sem vert er að skoða. Andvaraleysi fjölmiðla Fjölmiðlar berjast fyrir tiivist sinni og með- ulin við fjárskortinum em margvísleg og und- ir minnkandi eftirliti. I þessaii hringekju mark- aðsaflanna verða til að mynda beinar áfengis- auglýsingar nteir og meir áberandi. I sjónvarpi er fólk að súpa og sulla með veigamar í beinni eða óbeinni, þar sem áhersla er lögð á hið já- kvæða við áfengið, einkum útlitið. Tímarit fyllast af uppskriftum að drykkjum og mat, þar sem ægir saman öllum áfengistegundunum, sem maður hefði haldið að væru framieiddar með allt annað í huga. En sýndarmennskan er jú ein hliðin á sölustarfinu og engu líkara er en að lög um bann við áfengisauglýsingum séu ekki til, frekar en vilji fólks til að fyigja þeim eftir. Stjórnendur ijölmiðla em í það minnsta með aðra skoðun á hlutunum en löggjafmn, nema ef vera skyldi að þeir séu að þjónusta ko- stendur „auglýsinga“. Villinráfandi SAA? Fjárskortur hefur einnig bitnað á meðferð- inni. Hver em viðbrögð á þeim bæjum? í nið- urskurðinum sendir SÁÁ bækling inn á hvert heimili í landinu þar sem starfsemin er kynnt og þeir sem em svo heppnir að vera fæddir án vímuefnavanda (samkvæmt skilgreiningu SÁÁ), eiga að borga gíróseðilinn sem fylgir bæklingnum, ekki til að mæta niðurskurðin- um, heldur til að byggja nýtt húsnæði undir einhverja nýja starfsemi. Ofan á allt þetta seilast forráðamenn SÁÁ yfir í forvarnarstarfið með þeim orðum að þeir séu besti forvamaraðilinn á íslandi. Fjárskort- urinn í neyðarvömunum er ekki meiri en svo að þeir hjá SÁÁ telja sig líka eiga að sjá um grunnvarnir, ávanavarnir, ráðgjöf tii uppeldis- aðila, íþrótta- og æskulýðsfélaga og allra hinna. Ef áfengisvandinn fælist eingöngu í vanda alkóhólistans væri hægt að skilja mál- ilutning og markaðssetningu SÁÁ um þessar mundir, en svo einfalt er það ekki. Útköll lög- reglu vegna áfengistengdra vandamála er ekki einkamál alkanna. SÁÁ á heiður skilið fyrir öflugt neyðarstarf í fonni meðferðar fyrir alkóhólista og þar á líka starfsemin að setja punktinn. „Iiitt dæmi um versnandi fjárhag heimilanna er minni sala ÁTVR á áfcngi og aukin framleiðsla á - Guðni R. Björnsson skrifar Einkamál hvers? Forvarnir em ekki einhlítt fyrirbæri. Mikil- vægt er að öflugum gmnnvömum sé þannig stjómað að breið og almenn samstaða náist um markmið og leiðir. Ef árangur á að nást í byrj- un verður að kalla til fagaðila, foreldra, skóla- yfirvöld og fjárveitingavald, sameina hugi og setja í gang öfgalausa og ákveðna fræðslu allra þegna landsins. Heimilin gegna lykilatriði í þessu starfi og án undirtekta frá foreldrum verður ásýnd vímuefnavandans aldrei öðmvísi en hegðun og gerðir þeima fullorðnu. Forvarnir geta aldrei talist einkamál SÁÁ, lögreglunnar eða heilbrigðisyfirvalda. Með samþjöppun þeirra sem vinna að uppeldis- og menntamálum, gmnnvömum og neyðarvöm- um, heimila og skóla skapast gmndvöllur fyrir árangri. Stjómendur þessara stofnana og fyrir- tækja bera oft meiri ábyrgð en aðrir á mótun viðhorfa til vímuefna, svo sem skólastjórar, forstjórar, yfinnenn og ráðgjafar. Án meðvit- undar um ábyrgð, áhrifamátt og mótunarhlut- verk foreldra og stjómenda verður seint eða aldrei hægt að hefja það vamarstarf sem þarf til að halda í skefjum þeim voða, sem fíkniefn- in em. Höfundur er uppeldisfrœðingur og starfar að grunnvörnum. FFJ Félag frjálslyndra jafnaðarmanna HVER NÝTIIR AUÐLINDA SJÁVAR? - Fundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna á Kornhlöðuloftinu við Bankastrœti íReykjavík þriðjudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20.30. Efling sjávarútvegs alla þessa öld breytti íslensku þjóðfélagi úr einhœfu landbúnaðar- skipulagi fyrri tíma í nútímalegt samfélag með einhverju bestu lífskjörum sem þekkjast. Nú eru þáttaskil Ofveiði, umdeUt stjórnketfi og ósœtti meðal landsmanna um sjávarútvegsmál hafa ein- kennt umrœðuna síðustu ár. Hvað er til ráða og hvað gera aðrar þjóðir? Er hœgt að ná þjóðarsátt um sjávarútvegsstefnuna? Deilur eru meðal annars innan allra stjórnmálaftokka, milli þéttbýlis og dreifbýlis, miíU trillukarla og togaraeigenda, milti frystiskipa og ísfiskskipa, milti Vestfirðinga og Vest- mannaeyinga, milti sjávarútvegs og iðnaðar og mtili Morgunblaðsritstjóra og talsmanna sjávarútvegs. Hafa útgerðarmenn fengið ómœld verðmœti afhent til eignar um aldur og œvi til eigin nota eða hafa þeir afnotarétt af auðlindinni meðþeirri kvöð að skila sem mestum verðmœt- um og velmegun til altia íþjóðfélaginu? Allir hafa skoðun á stjórnkerfi fiskveiða en vita altir um hvað mátið snýst? Til að rœða þessi mál efnir Félagfrjálslyndra jafnaðarmanna tU: Fundar um sjávarútvegsmál Frummœlendur verða fjórir: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, umhverfisráðherra, fjallar um pótitíska málamiðlun fisk- veiðistjórnunar, sérstöðu trillukarla, hluideild annarra þjóðfélagsþegna í auðtindum sjávar og hvort frjálst framsal kvóta sé nauðsyn í kerfinu eða kvótabrask. ÞRÖSTUR ÓLAFSSON, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar formaður Tví- höfðanefndar,fjallarumfiskveiðistjórnun erlendis oggerirgrein fyrir tillögum nefndarinn- ar, frumvörpum sjávarútvegsráðherra og áhrifum nýs dóms Hœstaréttar um skattalega meðferð kvóta. BRYNJÓLFUR BJARNASON, framkvcemdastjóri,fjallar um reynslu af aflamarkskerfi í samaitburði við önnur stjórnketfi, röksemdirgegn veiðileyfagjaldi, nauðsyttlegar úrbcetur á núverandi kerfi og œskileg og óceskileg áhrif útlendinga í sjávarútvegi hér á landi. GUNNAR SVAVARSSON, iðnrekandi, fiallar um áhrif fiskveiðistjórnunar á starfsskil- yrði iðnaðar, áhríf aflamarkskerfis á samþjöppun kvóta á hendurfárra aðila, röksemdir fýr- ir veiðileyfagjaldi og áhrif kvótakerfis á byggðamál og tmrkaðsmál. Fundurinn á að upplýsa, kynna mismunandi rök og vera vettvangur fyrir skoðanaskipti. Fuiularstjóri verður AGUST EINARSSON. Fundurinn verður sem fyrr segir haldinn þriðjudagskvöldið 30. nóvember á Kornhlöðuloftinu við Bankastrceti í Reykjavík og er öll- um opinn. Hann hefst klukkan 20.30 og ácetluð fundarlok eru klukkan 23.00. ÖSSUR ÞRÖSTUR BRYNJÓLFUR GUNNAR ÁGÚST Allt áhugafólk um íslensk stjórnmál velkomið. Kaffigjald er 500 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.