Alþýðublaðið - 01.12.1993, Side 3

Alþýðublaðið - 01.12.1993, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Miðvikudagur 1. desember 1993 BÓKAFLÓÐ „0, ég er orðinn svo leiður ó Keith Richards" Illugi Jökulsson í spjalli um nýja skáldsögu, Barnið mitt barnið „Því er ég fegnastur að hafa ekki lent í sýrupartíi með Rol- ling Stones á sjöunda áratugn- um,“ segir Illugi Jökulsson Hann líturaf tölvuskjánum og tilkynnir blaðamanni: „Það sem mennimir gátu blaðrað!" Einmitt það, já. En Alþýðu- blaðið ætlar reyndar að for- vitnast um nýja skáldsögu 111- uga, Bamið mitt barnið, sem út kom hjá AB á dögunum. En Keith Richards er semsagt „heimilisvinur“ í Skólastræt- inu þessa dagana; boðflenna væri kannski nær lagi. Illugi er að leggja lokahönd á þýð- ingu ævisögu gamla manns- ins. Vera Sóley, íjögurra ára gömul dóttir Illuga og Guð- rúnar Gísladóttur, lætur lfka til sín taka. Hún er með flensu en syngur hástöfum lög úr Skilaboðaskjóðunni. Bamið mitt bamið segir frá ferðalagi manns úr Reykjavík um Suðurlandsundirlendið og austur til Víkur í Mýrdal. Hann ætlar að hitta mann sem drap bam í fyrsta kaflanum. A leiðinni kynnist hann flestöll- um plágum nútímans. Og spurt er: Hvemig datt þér í hug að setja allar hörm- ungar heimsins á svið á Suð- urlandsundirlendinu? „Mér datt það ekkert sér- staklegaíhug,“segirlllugi og er greinilega ennþá með hug- ann við Keith. „Það gerðist bara einhvemveginn. Eg skrifaði fyrsta kaflann þarsem gerðist þessi voðalegi atburð- ur. Síðan vill sögumaður hafa tal af illræðismanninum og tekst á hendur ferðalag austur í því skyni. Það var síðan ekki fyrren ég var kominn austur undir Eyjafjöll að ég áttaði mig á því sem var að gerast. Þetta var ekki skipulagt fyrir- fram.“ Nú færist söngur Veru Sól- eyjar ískyggilega langt upp tónstigann. Keith og félagar hefðu ekki leikið þetta eftir. „Hvaða athyglissýki er þetta eiginlega í þér barn?“ spyr Ulugi bamið. „Færðu ekki alltaf alla heimsins at- hygli?“ „Hvað meinarðu?“ ansar Vera Sóley snúðug, en Illugi heldur áfram að tala um bók- ina: „Svo skrifaði ég þessa ferðasögu á mjög skömmum tíma, en beið í hálft ár áður en ég skrifaði lokakaflann; not- aði tímann til þess að dytta að og snurfusa." Er þetta kannski svona ís- lensk Odysseifskviða? „Ja, það væri nú ekki leið- um að likjast. En ég held samt ekki. Er ekki einhver allt ann- ar kjami í henni?“ Jú, viðurkennir Alþýðu- blaðið, en Ódysseifskviða er líka svona hasarferðabók. „Jú, að vfsu. En blessaður Ódysseifur er alltaf að reyna að komast heim. Sögumaður minn er aftur á móti að fara að heiman.“ Til þess að hann geti snúið aftur, segir málgagn jafnaðar- stefnunnar hátíðlegt, og neitar að bakka með þessa nýju bók- menntakenningu. Illugi lætur það gott heita, gýtur augum á skjáinn og muldrar: „O, ég er orðinn svo leiður á Keith Richards...“ Við flýtum okkur að bera upp næstu spumingu: Öll þessi óáran, hungursneyð, stríð, bræðravíg - ertu að segja að þetta gæti gerst á Is- landi? „Nei, ekki endilega. Eg vona ekki, að minnsta kosti. Aftur á móti virðist allt gera gerst allsstaðar. Ég hefði ekki trúað að það hefði getað gerst sem nú á sér stað í lýðveldum Júgóslavíu eða á Norður-ír- landi, svo dæmi séu tekin. Það er alveg augljóst að það er ekki hægt að afskrifa neitt.“ Nú kemur Vera Sóley aftur til skjalanna, og spyr föður sinn hvort ekki standi til að hún fái eitthvað að borða. Hún fær appelsínu og Al- þýðublaðið spyr: Ætli það sé svipuð tilfinning að gefa út bók og horfa á eftir barni sínu leggja af stað út í heiminn? „Það hugsa ég,“ segir Illugi hugsi. „Fram að þessu hef ég yfirleitt fengið nett þunglynd- iskast daginn sem bók eftir mig kemur út. Ekkert mjög alvarlegt en þunglyndiskast eigi að síður. Eg held að það sé ekki ósvipað og tómleika- tilfmningin sem mér skilst að grípi sumar konur eftir að þær hafa fætt bam. En ég fann ekki fyrir þessu þegar Bamið mitt barnið kom út. Ekki vegna þess að mér sé sama um bókina, því fer fjarri; en ég treysti henni til að standa á eigin fótum, hvemig sem mönnunt líkar við hana. Ég er sáttur við hana.“ Ertu orðinn óléttur aftur? „Nei, nei. Því fer fjaiTÍ," segir Illugi óræður á svip og vill greinilega ekki ræða mál- ið nánar. Spyr dóttur sína: „Vera Sóley, ertu búin með appelsínuna?" En þú heldur áfram að skrifa skáldsögur er það ekki? „Jú, ömgglega. Éinhvem- tíma. Ég er bara að þýða Keith Richards í augnablik- inu, sjáðu til.“ „Afhverju ertu alltaf að tala um appelsínur, pabbi?“ spyr Vera Sóley. „Ég er ekkert alltaf að tala um appelsínur,“ svarar hann. „Ajhverju ertu alltaf að tala um appelsínur; pabbi?(i spyr Vera Sóley. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Þti/) varfararsnið á gestum krárinnar Ekki íþeim skilningi að þeir ráðgerðu að fœra sig á önnur öídurlms eða hygðu á heimferð! Nei, síður en svo. Hér var þeirra staður En engu að slður lá brottförin í loftinu Sumir þeirra sem sátu hvaðfastast höfðii þegar lagt afstað en þú ein varst komin eilthvað úleiðis .. .augu þín eins og Ijás skiþs sem er íþann tnund að hverfa út við sjóndeildarhring... og ég þráði aðfara með þér ekki til að kanna hvað vceri bak við ystu sjðnarrönd ekki til að leita landd ifjarskanwn heldur til upplifa harminn sem augu þín höfðu heitið mér Þetta ljóð er úr splunku- nýrri bók Kristjáns I’órð- ar Hrafnssonar, sem Al- menna bókafélagið gefur út. Bók Kristjáns heitir Hiísin og göturnar; áður hefur hann sent frá sér ljóðabókina í öðrum skilningi (1989). Hús og götur eru alls ekki eft- irlætis viðfangsefni Kristjáns, en niynda urn- gjörð utanum fólk, mannlíf, mannleg sam- skipti. Ástin, eða leitin að ástinni, er sá rauði þráður sem gengur í gegnum bókina. Kristján slær á ýinsa strengi og ljóð hans bera sannar- lega rneð sér ferskan andblæ sem ljóðaunnend- ur eiga áreiðanlega eftir að njóta. MÝR ÍSLENSKUR SKRLDSKRPUR Metnaðarfull útgófa Forlagsins Forlagið gefur út tvær nýjar íslenskar skáldsögur sem báðar hafa fengið glimrandi fína dóma. Hengiflugið er fyrsta skáldsaga Birgis Sigurðssonar, en hann hefur notið mikillar hylli leiklistarunnenda á liðnum ámm. í kynningu Forlagsins segir: Hengi- flugið er í senn heillandi ástarsaga og óvægin samtímalýsing, borin uppi af miklu innsæi og ósviknum skaphita. Hér er einstaklingurinn sjálfur í brennidepli, kafað í ástir og samlíf manna og ekkert dregið undan. Djúp alvara, leiftrandi háð, von og birta tvinnast saman í átakamikilli og spennandi frásögn. Leitað er svara er varða sjálfa tilvist mannsins - tóm- hyggju og lífsuppgjöf er sagt stríð á hendur. Völundarhús ástarinnar Ný skáldsaga Guðbergs Bergsson- ar heitir Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma og hefur hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Þetta er tólfta skáldsaga Guðbergs en hann hefur einnig sent frá sér smásagnasöfn, ljóðabækur og íjölmargar þýðingar stórverkum heimsbókmenntanna. í kynningu Forlagsins á bók Guð- bergs segir: í kjallaraherbergi úti í bæ kúrir ntiðaldra maður og bíður þess að ástin berji að dynim. Þar leitar hann nautnar sem er ósýnileg heiminum, rammflæktur í íslenskum hnút, innst í völundarhúsi ástarinnar. I meistara- legri sögu sinni leiðir Guðbergur les- andann um þetta völundarhús og býð- ur honum að líta í huga mannsins sem Leikskáld gefur út skáldsögu. 1 rit- dómi í Pressunni um Hengiflugið eftir Birgi Sig- urðsson komst Ól- afur Haraldsson svo að orði að sag- an væri „brakandi snilld“. Rúnar Helgi Vign- isson. Bók hans, Strandhögg, hcfur að geyma níu sög- ur sem saman mynda hcildstætt skáldverk. ráfar þar og leitar að ljósinu sem kannski er hvergi til. Strandhögg á fjarlægum sloðum Rúnar Helgi Vignisson vakti veru- lega athygli með skáldsögunni Nautnastuldur sem út kom fyrir þrernur árum og var tilnefnd til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna. Nú er komin út bókin Strandhögg. Hún hef- ur að geyma níu sögur sem saman mynda heildstætt skáldverk. I kynningu Forlagsins segir: I fjörð- um norður liggur ættfaðir grafmn þversum og horfir á bak niðjunt sínum renna sér fótskriðu niður jörðina, í suð- lægari sveitir og landsfjórðunga, í önn- ur lönd og álfur, allt suður til Astralíu. I strandhögg á fjarlægum slóðum. Hvað varð um þetta lölk? Hvernig Sindri Freysson. Byrjar sagnaferil- inn með tilþrifum. Sigurður Pálsson, eitt besta skáld okkar, dansar ljóðlínudans með lesendum. vegnar því í nýjum heimi? Hefur það gert upp sakimar við sinn fæðingar- hrepp og íslands þúsund ár, við ást- vinaleysið og það ástkæra ylhýra, við leyndar hvatir og svikna drauma? Ljóðlínudans milli vonar og ótta Ljóðlínudans, sjöunda ljóðabók Sigurðar Pálssonar, hefur hlotið lof gagnrýnenda og þykir ein albesta bók skáldsins; og er þá langt úl jafnað. Sig- urður hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt besta og frumlegasta skáld landsins. I kynningu Forlagsins segir: Skáld- skapur Sigurðar er í stöðugri þróun, en ljóðstíllinn þekkist af höfundi sínum, því sem fyrr er hann fullur af andstæð- urn; í senn agaður og frjáls, tvíræður og augljós. Ýmist er teflt fram árekstr- Guðbergur Bergs- son. Tólfta skáld- saga hans segir frá miðaldra manni sem kúrir í kjall- araherbergi úti í bæ og bíður þcss að ástin berji að dyrum. um og snertingu innra lífs og ytri heims, skynjunar og veruleika, for- tíðar og nútíðar, á h'nudansi milli vonai- og ótta. Síðast en ekki síst gefur Forlagið út smásagnasaín Sindra Freysson- ar, Osýnilegar sögur. Þetta er fyrsta prósaverk Sindra en í fyrra sendi hann frá sér ljóðabókina fljótið sofattdi konur. Sindri er ungur að árum en er fráleitt nýgræðingur á rit- vellinum; sextán ára hóf hann að birta smásögur í tímaritum sem vöktu at- hygli og vonir. I kynningu Forlagsins segir: Frá- sögn er frestun dauðans. Sú fornsanna hugsun verður áleitin við lestur þess- ara sagna. Ekki síður er lesandinn minntur á að saga er ævinlega glíma við hendingu. Sú glíma tengir saman ólíkar sögur bókarinnar sem er í senn fasmikil og íhugul, alvörugefin og full af leik. Hér er húmorinn hvergi ódýr. alvaran hvergi leiðinleg. Sindri Freys- son gerir víðreist uffl lendur sagnalist- arinnar, allt frá timbruðum sunnudags- morgni í Reykjavík nútímans til dul- úðugrar forneskju hins horfna stafrófs. Fáir íslenskir höfundar hafa byrjað sagnaferil sinn með viðlíka tilþrifum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.