Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. desember 1993 FRETTIR & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 FYRSTA MALÞINGIÐ UM DAGGÆSLU BARNA í HEIMAHÚSUM Síðaslliðinn laugardag var haldið hér í Reykja- vík málþing uin dag- gæslu barna í heimahús- um. I'etta var í fyrsta skipti sem slíkt þing er haldið hér á landi. Dag- mæður hafa vcrið starf- andi á íslandi í fjölda- mörg ár, en fyrsta reglu- gerðin um starfsemi þeirra tók ckki gildi fyrr cn á síðasta ári. Árlega dvelur fjöldi barna, vel á þriðja þúsmid, í umsjá dagmæðra. Um 60% þessara barna eru á aldr- inunt 0 til 2 ára, en einsog kunnugt cr komast börn ekki inn á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi um tveggja ára aldur. Þannig hefur þjónasta dagmæðra einkunt leyst vanda for- eldra ungra barna. Rétt er þó að gcta þess að börn á ölluin aldri dvelja hjá dagmæðrum. Málþingið sfðastliðjjíh laugardag hófst með ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra. Þar var fjallað um félagsþjónustu sveitarfélaga og bama- vemdarlöggjöftna ásamt því sem reglugerð um dag- gæslu bama í heimahúsum var kynnt sérstaklega. Sveitarfélög sinna dag- gæslu bama á mjög mis- munandi hátt og af því til- efni voru fengnir fuiltrúar frá dagvist bama á Sel- fossi, Akureyri og í Reykjavík til að kynna með hvaða hætti þessi þrjú sveitarfélög styðja við bak- ið á dagmæðrum og hafa eftirlit með starfsemi þeirra. Sérstaklega var fjailað um ábyrgð foreldra og skyldur sveitarl'élagsins sem og sjónarmið og vænt- ingar foreldra, en ákvörðun um vistun bams hjá dag- móður er ætíð á ábyrgð for- eldranna sjálfra. Foimaður samtaka dag- mæðra í Reykjavík fjallaði um starf dagntóður og kynnti starfsemi samtaka sinna. Að lokurn var kynn- ing á nýju og samræmdu námsefni fyrir dagmæður, en eitt af skilyrðum fyrir veitingu leyfts til að taka bam í gæslu gegn gjaldi er að hafa sótt sérstök nám- skeið. Samræmd námsskiá fyrir dagmæður hefur ekki verið fyrir hendi fyrr og vann nefnd á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins þetta brautryðjendastarf á liðnu sumri. Svipmynd frá fyrsta máiþinginu scm haldiö heftir verið um daggæslu bama í heimahúsum. Alþýðublaðsmynd ! Enar Ólason íslenskir reiðhestor seldir tíl Uthóen í dag munu 90 hross fara flugleiðis frá Iandinu og þar af fara 63 þeirra til Litháen. Stofnað hefur verið sameignarfyrirtæki í Litháen í meirihlutaeign íslendinga og mun það annast rekstur hrossa- ræktarbús, tamninga- stöðvar, sölustöðvar og ferðamannaþjónustu. Reynir Sigursteinsson á Hlíðarbergi í Austur- Skaftafellssýslu vann ásamt nokkrum öðrum bændum að stofnun sam- eignarfyrirtækisins í Lithá- en. Það var formlega stofn- að í maí á þessu ári undir heitinu ISASVA og fékkst til þess fjárhagsaðstoð frá norræna áhættusjóðnum sem fjármagnaði undirbún- ingsstarf. Litháski sam- starfsaðilinn er búgarður- inn KRASUONA í Utena- héraði sem er um 70 km frá höfuðborginni Vilnius. Umboðsaðilar um sölu hrossa frá Litháen eru þeg- ar fyrir hendi í Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Félag hrossabænda telur að stofnun þessa nýja fyrir- tækis geti skipt sköpum um aukna sölu íslenskra reið- hesta til Finnlands, Sví- þjóðar og austurhluta Þýskalands og hefur stutt þetta viðfangsefni fjár- hagslega. DJÚPALÓNSPERLA í LISTSKÖPUN „Uppruna Djúpalónsperlunnar má rekja djúpt í iður jarðar, þar sem frumefni hennar brunnu í eldi undir Snæfeltsjökli. Goskraftur þeytti stein- efninu upp í gegnum jökulinn og það rann til sjávar þar sem það var sorfið af öldunni. Djúpalónsperlan hefur tengst öllum öflnm náttúrunnar og nýtist því í tengslum við skapandi framkvæmdaorku og tilfinningalega tengda orku vatnsins“, segir listakonan Olöf S. Davíðsdóttir. Um helgina opnaði Ólöf sýningu á verkum sínum í Gallerí Gler og gijót að Vesturgötu 5 á fyrstu hæð, en þar er einnig vinnustofa listakonunnar. Hún vinnur úr ýmsum efnum, gleri, málmum og íslensku bergi, sem hún ummyndar í skúlp- túra, samsetta úr steindu gleri, speglum og oft með ljósum. Efniviðurinn er valinn með það í huga að endurspegla margbreytileika íslenskrar náttúru. Djúpalónsperl- an er eitt þeirra efna sem Ólöf notar í verk sín. Þá smíðar Ólöf líka jafnvægissteina í ýmsum myndum úr perlunni góðu. Hún segir að þessa steina megi hengja upp á heimili, á vinnustað eða jafnvel að bera þá á sér, vilji menn stuðla að tilfinningalegu jafnvægi í umhverfinu. Þá smíðar Ólöf það sem hún kallar „kærleikskertaskálar“ sem varpa fimm geislum kærleikans frá sér og lýsa upp þunga tilveru hins íslenska skammdegis“. Sýning Ólafar er opin frá klukkan 12 til 18 alla daga. Alþýðuflokkskonur JÓLAFUNDUR HVÍTRA ENGLA Jólafundur - Hvítra engla - verður haldinn í Litlu Brekku, fimmtudaginn 2. desember nœstkomandi klukkan 19-21. DAGSKRÁ: 2Þ0S7H6ÍA Y5Ó K7Z1 Y2Í5A8Ð6V H1H5D0B5S4J Mœtum allar vel og stundvíslega. — Stjórnin. Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar FUNDUR UM BOÐSMÁL Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar boðartil fundar miðvikudaginn 8. desember klukkan 20.30 að Gránufélagsgötu 4, II. hœð. DAGSKRÁ: 1. Ákvörðun tekin um fram- kvœmd framboðsmála vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 1994. 2. Önnur mál. — Stjórnin. Nýr vettvangur Tillaga um möguleika ó safnkössum til sorpeyðingar sam- þykkt í borgarstjórn A fundi borgarstjórnar á dög- unum var samþykkt samhljóða með 15 atkvæðum að vísa tillögu Nýs vettvangs um að mótaðar yrðu tillögur um nýjung í sorpeyðingu til heilbrigðisnefndar. Kristín Á. Olafsdóttir niælti fyrir tillögunni af hálfu Nýs vettvangs. Tillagan frá borgarfullimum Nýs vettvangs var svohljóðandi: „Borgarstjóm felur embætti borg- arverkfræðings að móta tillögur um hvemig borgaryfirvöld gætu stuðlað að því að Reykvíkingar noti safn- kassa við heimili sín til þess að jarð- gera lífrænan úrgang. Skoðað verði hvaða leiðir væru heppilegastar til þess að íbúar sem og borgarsjóður hagnist á þessari sorpeyðingaraðferð. Jafnframt skal embættið kanna möguleika á því að safnkassar verði teknir í notkun við þær stofnanir borgarinnar þar sem lífrænn úrgang- ur fellur til í talsverðum mæli. Þar skulu leikskólar sérstaklega skoðað- ir, m.a. með uppeldis- og fræðslu- markmið í huga. Tillögurnar skulu lagðar fyrir borgamíð nógu tíman- lega til þess að taka megi mið af þeim við gerð íjárhagsáætlunar næsta árs.“ I greinargerð með tillögunni er vísað til samþykktar borgaryfirvaida um markmið og leiðir í úrgangs- og mengunarmálum á höfuðborgar- svæðinu. Þar segir meðal annars að stuðst verði við þá forgangsröð varð- andi meðferð og eyðingu úrgangs að í fyrsta lagi skuli endurvinna allan úrgang sem hægt er að endurvinna. I öðru lagi skuli jarðgera þann úrgang sem hægt er að jarðgera. Fram kemur í greinargerð Nýs vettvangs að nauðsynlegt sé að skoða hugmyndir um jarðgerð við heima- hús í samhengi við kostnað við sorp- hirðuna, þannig að það verði pen- ingalegur ávinningur fyrir fólk að minnka sorpið sem flytja þaif frá því. Sem fyrr segir var samþykkt sam- hljóða í borgarstjóm að vísa tillög- unni til heilbrigðisnefndar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.