Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Miðvikudagur 1. desember 1993 „KVÓTAMÁUД Rœða Jón Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í utandagskrárumrœðum á Alþingi vegna dóms Hœstaréttar í kvótamálinu svokallaða. Yfirskrift umrœðnanna á Alþingi var „skattlagning aflaheimilda “ „Virðulegi forseti. 1. grein laga um stjóm fiskveiða hljóðar svo: „Nytjastofnar á Island- smiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að vernd- un og hagkvæmni nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atyinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheim- ilda samkvæmt lögum þess- urn myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiði- heimildum." Þetta er kjami málsins. Menn hafa verið að velta fyrir sér þeirri spumingu hvort nið- urstaða Hæstaréttar breyti eða brjóti í bága við 1. grein laga um fiskveiðistjómun. Svarið við þvf er að mínu mati al- gjörlega skýrt: Það er ekki svo. Alþingi getur út af fyrir sig sakað sjálft sig um það að hafa ekki markað skýra stefnu um skattalega meðferð við- skipta með aflahlutdeildir sem viðgengist hafa innan kvótakerfisins. Það hefur ver- ið uppi ágreiningur milli skattayfirvalda um eðli þess- ara viðskipta og hvemig beri að túlka skattalög viðvíkjandi þeim. Það er ekki deilt um viðskipti með aflamark innan árs heldur eingöngu hvernig líta skuli á viðskipti með var- anlegar aflahlutdeildir. Við- skipti með aflamark innan árs koma fram sem tekjur hjá seljanda og kostnaður færist hjá kaupanda eins og hver önnur rekstrargjöld. Agrein- ingurinn er annars vegar milli rikisskattstjóra og hins vegar ríkisskattnefndar sem nú er yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hefur litið á viðskipti með varanlegar afla- hlutdeildir sömu augunt og viðskipti með skip. Venjulega er það svo að varanlegar afla- hlutdeildir fylgja skipum í viðskiptum þótt oftsinnis sé hluti aflahlutdeilda undan- skilinn þegar skip eru seld eða varanlegar aflahlutdeildir ganga sjálfstætt kaupum og sölum. Samkvæmt sjónarmiðum ríkisskattstjóra má afskrifa þann kostnað sem lagt er í vegna keyptra varanlegra aflahlutdeilda um 6-8% á ári. Með söluhagnað vegna afla- hlutdeildar er farið með sama hætti og þegar skip eiga í hlut. Um það gilda ákvæði laga um tekju- og eignaskatt sem taka til söluhagnaðar sem heimilt er að fyma. Ríkisskattnefnd, sem nú heilir yfirskattanefnd, hefur litið á viðskiptin með varan- legar afiahlutdeildir þannig að þau eigi að gera upp alfar- ið innan ársins. Það sem selj- andi fær í sinn hlut skal tekju- færa á söluári. Það sem kaup- andi greiðir skal gjaldfæra á kaupári. Rökstuðningur ríkis- skattanefndar í úrskurði henn- ar frá 20. ntaí 1992 byggðist meðal annars á eðli veiði- heimildanna, eins og það var orðað, að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um meðferð veiðiheimilda í skattskilum, svo og að ekki er hægt að henda reiður á neinu afmörkuðu tímabili til gjald- færslu eins og fyrirkomulagi er nú háttað á þessu sviði. Með öðrum orðum, við er- um að ræða túlkun á skatta- lögum og ágreining um túlk- un á skattalögum milli skatt- yfirvalda. Það er rétt í því samhengi að geta álits reikn- ingsskilanefndar Félags lög- giltra endurskoðenda frá 26. ágúst 1991 þar sem það ráð er gefið að kostnað vegna sjálf- stæðra kaupa á varanlegum aflahlutdeildum skuli gjald- færa á fimm árum. Sú aðferð hefur mest verið notuð af fyr- irtækjum vegna eigins upp- gjörs. Dómur Hæstaréttar felur í sér eftirfarandi: 1. Að viðskipti með afla- heimildir falli undir 73. grein laga um tekju- og eignaskatt, og þar með að aflaheimild sé skattskyld, fémæt réttindi eins og það er orðað. 2. Að eign þessi sé fyman- leg. 3. Að staðfesta skuli að fyrningarhlutfallið skuli vera 20%. Ég vil vekja sérstaka at- hygli á sératkvæði Garðars Gíslasonar f þessum dóms- niðurstöðum Hæstaréttar. Hann segir, með leyfi forseta, orðrétt: „Aflahlutdeiid í nytjastofn- um á Islandsmiðum verður ekki talin eign sem rýrnar að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur vegna þess að hér er um að ræða veiðiheimild á tegundum sjávardýra sem eiga tilveru sína alfarið undir náttúrunni sjálfri. Enginn get- ur haft raunveruleg umráð þeirra" - ég endurtek: „Eng- inn getur haft raunveruleg umráð þeirra en einkenni þeirra sem nefndar em í upp- talningu 32. greinar laganna [Það er um hvað er fyman- legt] er einmitt að unnt er að hafa slík untráð. Enginn veit því hvort þessi verðmæti rýma við eðlilega notkun eða aldur, mætti telja öllu líklegra að þau geri það ekki.“ Ég vitna enn í sératkvæði Garðars Gíslasonar, þar sem hann segir: „Tel ég því að fallast beri á með gagnfrýj- anda að lagaheimild skorti til fymingar á aflahlutdeild.“ 1 þessum umræðum vil ég taka það skýrt fram að ég er algjörlega sammála túlkun- inni í niðurstöðu Hæstaréttar sem birtist og sem hæstvirtur viðskiptaráðherra hefur árétt- að hér, hér er ekki um eignar- rétt að ræða, hér er um að ræða skattalega meðferð á fé- mætum réttindum, en ég legg á það höfuðáherslu að ég er sammála því séráliti minni- hlutans að það skorti laga- heimildir til þess að fyma þessar eignir. Af því tilefni vil ég minna á að þessi sjónarmið vom mjög áréttuð í svokallaðri tvíhöfða- nefnd. Það ber að líta á við- skipti með varanlegar afla- hlutdeildir svipað og viðskipti með eignir sem ekki er heim- ilt að fyma, sögðu þeir vísu menn. Þannig eigi ekki að vera mögulegt að afskrifa kostnað vegna kaupa á varan- legum afiahlutdeildum nema sú staða komi upp að afla- markskerfinu verði breytt eins og l’ram keniur í I. grein fiskveiðistjórnarlaganna, og það var að frumkvæði okkar jafnaðarmanna, bæði sam- eignarákvæðið annars vegar og sér í lagi hitt að ekki skuli koma til skaðabótakröfu á hendur ríkinu þótt því yrði breytt. Ég segi því enn, nema sú staða komi upp að afla- markskerfmu verði breytt og að verðmæti varanlegra afla- hlutdeilda í viðskiptum falli mjög vemlega eða verði að engu af þeim sökum. Eðli varanlegra aflahlul- deilda er þannig að verðmæti rýrnar ekki við notkun, en það er grundvallaratriði í skilningi skattalaga þegar um fyman- legar eignir er að ræða. Því ætti í sjálfstæðum viðskiptum með varanlegar aflahlutdeild- ir eins og þegar skip eiga jafn- framt í hlut að færa viðskiptin með varanlegu aflahlutdeild- irnar sér. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að endurspegla viija til þess að aflamarkskerfið festi sig í sessi sem er auðvitað skilningur löggjafans sem hefur sett þessi lög, burtséð frá öllum hinum pólitíska ágreiningi. Ég bið menn um að ntisskilja það ekki. Vegna sögulegra ástæðna er varla annað fært en að fara með sölu á varanlegum afla- hlutdeildum með sama hætti og viðskipti með skip. Það er praktískt atriði. Þegar tak- markanir voru settar á inn- flutning skipa og viðbætur við fiskiskipaflotann vom takmarkaðar seint á áttunda áratugnum. Þá hækkaði verð skipa í viðskiptum innan- lands. Sú verðhækkun stafaði af því að sjálfur aðgangurinn að veiðunum varð að verð- mæti, fémætum réttindum í viðskiptum. Það er þetta verð- mæti sem endurspeglast líka í verði skipa á tímum sóknar- marksins. Síðan aflamarks- kerfið var tekið upp og alfarið má segja að verð skipa í við- skiptum taki mið af ástandi skipsins sjálfs og þeim afla- hlutdeildum sem því fylgja. Þannig hafa öll viðskipti í meira en 10 ár, með skip og aðgangsréttinn að miðunum, það er það sem við erum að tala um - aðgangsréttinn að miðunum - byggst á því að þar er unt að ræða viðskipta- leg verðmæti eða kostnað vegna keyptra aflahlutdeilda og þetta hefur verið afskrifan- legt með santa hætti og skip. Þetta eru bara viðskiptalegar staðreyndir og hafa verið í gildi í 10 ár. A þessu hafa íjár- hagslegar skuldbindingai' fjölmargra fyrirtækja byggt. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON: „Fiskimiðin eru scimeign þjóðarinnar, rétturinn til að nýta þau er skammtaður og sá réttur erfémœt réttindi. Það ber að verðleggja þau, það ber að taka veiðileyfagjald fyrir aðganginn að þessum verðmœtum. Það er þegar gert í við- skiptum sem nema allt að þremur milljörðum milli aðila. Eini munurinn er sá að eigandinn sem er íslenska þjóðin, hefur ekkifengið það í sinn hlut. “ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Og þá er komið að kjama málsins um hina praktísku stöðu. Með því að gera kostn- að vegna keyptra varanlegra afiahlutdeilda óafskrifanleg- an núna án aðlögunartíma væri verið að lækka verð þeirra verulega í viðskiptum og þar með rýra eignir eða fé- mæt réttindi, verðmætamat og veðhæfni allra sjávarút- vegsfyrirtækja með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Auð- vitað lítur Hæstiréttur á þetta. Þetta mundi kalla á mikla röskun á stöðu sjávarútvegs- ins gagnvart lánardrottnum, stöðu sjávarútvegsins gagn- vart bankakerfinu sent skuld- ar 110 milljarða og einnig á hlutabréfamarkaði. Þess vegna verður að meðhöndla viðskipti með varanlegar afla- hlutdeildir skattalega - og ég endurtek, skattalega, við er- um að lala unt skattalög og túlkun á þeim - með sama hætti og viðskipti með skip. Það er með engum hætti verið að brjóta í bága við grundvall- arreglu fiskveiðistjórnarlag- anna um sameignina. Niðurstaða tvíhöfðanefnd- arinnar var sú í ljósi þessara röksemda, eða röksemda, eða röksemda sem voru svipað fram settar og ég hef nú gert, að leggja til að óheimilt verði að fyrna eða afskrifa kaup- verð varanlegra allahlutdeilda sem eigendaskipti verða að frá og með upphafi fiskveiði- ársins sem hefst I. september 1996. Með öðmm orðum, hugsunin er að gefa aðlögun- artíma en eftir það verði eðli málsins samkvæmt ekki leng- ur heimilt að íyma eða af- skrifa þessi fémætu réttindi. Frarn að þeim tíma, í ljósi staðreynda um það hversu lengi þetta kerfi hefur verið við lýði, verði farið með þessi viðskipti í samræmi við sjón- armið ríkisskattstjóra og lög- um þá breytt til þess að taka af tvímæli um þessi atriði. Tví- höfðanefndin segir því að veiðirétturinn sé skammtaður en það sé ekki heimilt að af- skrifa hann eða fyrna þar sem hann eyðist ekki við notkun. Þó segir f niðurstöðunni að vegna þeirra viðskipta sem tíðkast hafa síðastliðin 10 ár sé eðlilegt að veita aðlögunar- tíma að nýjunt reglum til að koma í veg fyrir allt of mikla röskun á verðmætamati og verkefnum sjávarútvegsfyrir- tækja. Virðulegi forseti. Ég hef viljað nota tíma minn hér til að taka af öll tvímæli um grundvallaratriði. 1 fyrsta lagi: Lögin standa. Dómur Hæstaréttar biýtur ekki í bága við grundvallarákvæðið um santeiginlegan eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Hann fjallar um ágreining milli skattayfirvalda unt skattalega meðferð á fémæt- um réttindum. Hann tekur mið af þeirri staðreynd að kvótakerfið er búið að vera við lýði í 10 ár og þessi við- skipti hafa farið fram og það er ekki hægt með einu hnífs- bragði án aðlögunartíma að kollvarpa því sem er undir- staða fyrir veðhæfni sjávarút- vegsfyrirtækjanna í landinu. En ég legg áherslu á að grundvallarsjónarmið eins og það sem fram kom í tvíhöfða- nefnd er rétt, rétt að lögum og réttur efnahagslegur skilning- ur að þessi verðmæti eigi ekki að vera fymanleg. Síðan getur Alþingi út af fyrir sig litið í eigin barm og spurt hvers vegna það hafi skapað þessa óvissu. Það hefur ekki tjaliað um skattalega meðferð á þessum fémætu réttindum en rökrétt niðurstaða á málinu í heild er þessi: Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar, rétturinn til að nýta þau er skammtaður og sá réttur er fémæt réttindi. Það ber að verðleggja þau, það ber að taka veiðileyfagjaid fyrir aðganginn að þessum verð- mætum. Það er þegar gert í viðskiptum sem nema allt að þremur milljörðum milli að- ila. Eini munurinn er sá að eigandinn sem er fslenska þjóðin, hefur ekki fengið það í sinn hlut.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.