Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FJOLSKYLDURAÐSTEFNA & MENNING Miðvikudagur 1. desember 1993 Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 1968-1993-2018 ER FJOLSKYLDAN AÐ LEYSAST UPP? - HVER BER ÁBYRGÐ? Ráðstefna á Hótel Borg laugardaginn 4. desember klukkan 13 til 16 Á VÆRP: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ÁR J JÖI SK YIiJ LJIWIWÆ R 1994: - Er ástœða til að gefa fjölskyldunni sérstakan gaum? Ingibjörg Broddadóttir, ritari Landsnefndar um ár fjölskyldunnar. 1968-1993-2018: - Kemst 68 ’ kynslóðin á eftirlaun ? Örn D. Jónsson, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. I JÁRMÁI I JÖI SKYIJ)UJWIWÆR: - Gífurleg aðsókn er að sérstökum námskeiðum sem jjalla um bœttan heimilisrekstur. Sólrún Halldórsdóttir, hagfrœðingur og ráðgjafi Neytendasamtakanna. HVER ER ÁBYRGÐ SKÓEÆNIWÆ? - Skólamenn segjast leika tveimur skjöldum; halda skólaskemmtanir en skella skollaeyrum við áfengisneyslu unglinganna. Aðalsteinn Eiríksson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík. H VERNIG VÆRI HÆCIT ÆIJ HUJÆ BETUR ÆI> IJÖISKYI IJUNNI? - Ábyrgð sveitarfélaga er mikil. Eru þau skipulögð með Img jjölskyldunnar íhuga? Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi. I JÖI SK YTIJÆ OG ÞJÓÐEÉEÆG Á HEEJÆ RERÖM Fjölskyldan virðist berskjölduð þegar kreppir að. Hvers vegna œttu börnin ekki að halda sig íglaumi og gleði miðbœjarins? Séra Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Að erindurn lakniirn munu frummœlendur rœða ípallborði um framtíð fjölskyldunnar: UMRÆiJ USIJÓRI: Ólína Þorvarðardóttir borgarfulttrúi. RÁIJS TEEN US TJÓRI: Þorlákur Helgason, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. JOHANNA INGIBJORG ORN SÓLRÚN AÐALSTEINN GUÐRÚN ÞORVAWVR ÓLÍNA ÞORLÁKUR KVIKMYNDIR Hreyfimyndafélagið sýnir í Háskólabíói LÍFIÐ ER ÓDÝRT EN KLÓSETTPAPPÍR ER DÝR! „LIFEIS CHEAP... BUT TOILET PAPERIS EX- PENSIVE - LÍFIÐ ER ÓDÝRT EN KLÓSETT- PAPPÍR ER DÝR!“ Bandaríkin 1991 - Leik- stjóri: Wayne Wang - Handrit: AmirM. Mokri, Spencer Nakasako og Wayne Wang - Kvik- myndataka: Amir M. Mokri - Aðalhlutverk: Spencer Nakasako, Chan Kim Wan, Cora Miao, Loi Wai og Lam Chung. Hreyfimyndafélagið sýnir í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 2. desember, klukkan 17, kvikmyndina „Life is Cheap... but toilet paper is expensive". I Hong Kong er kló- settpappír dýr en líftð lít- ils virði, segir slátrarinn sem tekur á móti áhorf- endum glottandi og ein- kunnarorð kvikmyndar- innar eiga sannarlega við. Hong Kong er stundum kallað villta austrið, þar mætast kommúnismi og kapítalismi, hátækni og hreysi. Hún er skítug, of- beldiskennd, hávær, moldrík, sárfátæk, vak- andi allan sólarhringinn, troðfull af fólki, stressuð, fyndin, hættuleg, spenn- andi, kynþokkafull og ógnvekjandi. Þessi mynd er nákvæmlega eins og Hong Kong. Upphaflega ætlaði leikstjórinn að gera heim- ildármynd um fæðingar- borg sína. Foreldrar hans flúðu til Hong Kong und- an byltingu kommúnista í Kína árið I949 og urðu svo amerísk í háttum í ný- lendunni að þau skfrðu son sinn eftir hertoganum sjálfum: John Wayne. Litli Wayne Uutti til Bandaríkjanna 17 ára gamall, fór í kvikmynda- skóla, náði langt og hefur gert myndir eins og Eat a Bowl of Tea, Dim Sum, Slam Dance (með Tom „Amadeus“ Hulce í aðal- hlutverki) og The Joy Luck Club eftir skáld- sögu Amy Tan. Þegar Wayne Wang snéri aftur til Hong Kong sá hann að besta leiðin til að lýsa lífinu þar væri ekki að gera heimildar- mynd heldur leikna mynd í heimildarmyndastíl. Og vissulega fáum við að sjá Hong Kong í öllu sínu veldi og sterkustu senurn- ar í myndinni eru einmitt þær sem teknar eru á göt- um úti. Hetja myndarinnar er ungur maður, hálfur As- íubúi og hálfur Amerík- ani, sem kemur til Hong Kong í þeim einfalda til- gangi að koma skjala- tösku til skila en dregst inn í flækju sem leiðir til þess að helsti guðfaðir mafíunnar á staðnum heimtar að ungi maðurinn viðurkenni að hafa haldið við hjákonu guðföðurs- ins, því sá getur ekki þol- að þá skömm að hjákon- an á f ástarsambandi með dóttur hans! Wayne Wang tekur á þeirri spillingu sem rfkir í Hong Kong, þar sem eld- gamlir karlfauskar stjóma öllu. Þetta eru karlar sem lifa í mesta kapítalisma sem um getur í heiminum og eiga milljónir en hugs- un þeirra er ennþá föst í kínverska keisaradæminu sem þeir fæddust í. Myndin er einn skemmtilegasti mannlífs- kokteill síðari ára, fersk tilraun til nýbreytni í list- inni en þó eins jarðbundin og hugsast getur. Lýsing- arorðin „hrá, ofbeldisfull, erótísk“ og „fyndin" eiga hér við, þó ekki í þeirri auglýsingamerkingu sem þau eru yfirleitt notuð: Hér eru þau brot úr mann- lífi sem er eldað á staðn- um - ekki lilreitt úr draumadós. Styrkir úr Menningarsjóði Rússnesk-íslensk orðabók fékk tvær milljónir króna Fyrsta úthlutun úr nýstofnuðum Menning- arsjóði hefur farið fram. Auglýst var eftir umsóknum og bárust sjóðnum samtals 105 umsóknir. Stjórn sjóðs- ins samþykkti sam- hijóða að veita 31 styrk sem nemur samtals 13.350.000 krónum. Hæsta styrkinn eða tvær milljónir fékk Helgi Haraldsson vegna rússnesk-íslenskrar orðabókar. Þrír fengu styrk upp á eina milljón hver. Bóka- útgáfan Iðunn vegna ís- lensk-ítalskrar orðabókar, Kvenréttindafélag Is- lands vegna sögu félags- ins og Þjóðminjasafn Is- lands og Þjóðsaga hf. vegna bókarinnar Islensk þjóðmenning 7. bindi. Meðal þeirra níu sem fá styrk upp á hálfa millj- ón eru Blaðamannafélag- ið, Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan og Leikfélag Reykjavíkur, öll til söguritunar og Matthías Bjarnason vegna bókarinnar ísland frjálst og fullvalda ríki. Þá fær Almenna bókafé- lagið hálfrar milljón króna styrk til að gefa út bókina Úr forðabúri for- setans - úrval úr ritgerð- um Jóns Sigurðssonar og Mál og menning sömu upphæð vegna bókarinn- ar Islensk orðtengslabók eftir Jón Hilmar Jónsson. Einnig Vaka-Helgafell vegna bókarinnar Is- landsísar eftir Ara Trausta Guðmundsson. Vaka-Helgafell fær 300 þúsund krónur fyrir Lífsmyndir forseta - ævi- ferill Jóns Sigurðssonar og sömu upphæð vegna bókarinnar íslandssaga A-Ö eftir Einar Laxness. í hópi þein a sem fá lægri styrki er Mál og menning sem fær 250 þúsund fyrir bókina Saga daganna eft- ir Arna Bjömsson og Gylfi Gröndal fær 200 þúsund fyrir ævisögu Sveins Bjömssonar. Hlutverk Menningar- sjóðs er að veita fjárhags- legan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem verða mega til eflingar fslenskri menn- ingu. Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jóhanns- dóttir sagnfræðingur, for- maður, Aslaug Brynjólfs- dóttir fræðslustjóri og Hlín Daníelsdóttir full- trúi. Ha laleikh óp u rinn Síðustu sýningar á Rómeó og Ingibjörgu Halaieikhópurinn hefur að undanlórnu sýnt leikritið Rómeó og Ingibjörg eftir Þorstein Gunnarsson í leikstjórn Eddu V. Guðmunds- dóttur. Næstu sýningar verða í kvöld og laugur- dagskvöid klukkan 20.30 en síðasta sýning ó sunnudag klukkan 16. Leikritið hefur fengið verðskuldaða athygli og aðsókn verið góð. Rómeó og Ingibjörg er nýtt leikrit sem er sérstaklega skrifað fyrir Halaleikhópinn. Sýningar fara fram í Sjálfsbjargarhúsinu þar sem leikhópurinn hefur fengið inni og innréttað leikhús. ----------------------► Ur sýningu Halaleik- hópsins á Rómeó og Ingibjörgu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.