Alþýðublaðið - 16.12.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 16.12.1993, Side 5
Fimmtudagur 16. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 LANDAKOT, AMNESTY & SKILABOÐ Sparnaðaraðgerðir í heilbrigðiskerfinu skila árangri BETRISTAÐA í REKSTRILANDAKOTSSPÍTALA ÁN ÞESS AÐ ÞJÓNUSTA VIÐ SJÚKLINGA HAFIVERIÐ SKERT HLUTFALLSLEGA Fjárveitingar til rekstrar Landakots voru lœkkaðar um 440 milljónir árið 1992 miðað við árið 1991, eða um 34%. Þrátt jyrir mikinn niðurskurð hefur stjórn spítalans tekist að aðlaga reksturinn að breyttum forsendum ífjárveitingum. Allt útlit er fyrir að reksturinn verði innan fjárlaga ársins án þess að þjónusta við sjúklinga hafi verið skert hlutfallslega. Stjórn spítalans hyggst halda áfram að leita leiða til að draga úr rekstrarkostnaði og styrkja reksturinn. Miklar breytingar hafa orðið á rekstrar- afkomu St. Jósefsspít- ala, Landakoti, á síðari hluta þessa árs. Tekist hefur að snúa rekstrin- um úr 23,8 milljóna króna tapi eftir fyrstu flmm mánuði ársins í hallalausan rekstur á árinu samkvæmt nýj- ustu rekstraráætlun. Þegar ljóst varð um mitt þetta ár að hveiju stefndi í rekstrinum greip stjóm spítalans til ítarlegra aðhalds- og spamaðaraðgerða, sem virðast ætla skila tilætl- uðum árangri. Þannig hefur rekstrar- kostnaður á föstu verð- lagi fyrstu 9 mánuði þessa árs lækkað um 7% miðað við sama tímabil í fyrra. Gripið til aðgerða Meðal aðgerða sem gripið var til má nefna sameiningu sjúkra- deilda, endurskipulagn- ingu á ræstingu og í eld- húsrekstri spítalans, þar sem tekið var upp bakkakerfi í dreifmgu matar og verður eldhúsi í Hafnarbúðum lokað vegna þess frá og með næstu áramótum. Þá hafa útboð verið aukin í aðkeyptri vöm og þjónustu. I því sam- bandi er meðal annars um að ræða þætti eins og akstur og kaup á rekstr- arvömm. Einnig hefur verið gripið til aukins aðhalds í viðhaldsvinnu á fasteignum. Ný deild opnuð Ljóst er að þessar að- gerðir hafa skilað mikl- um árangri í rekstri og er útlit fyrir að hann verði innan fjárlaga ársins án þess að þjónusta við sjúklinga hafi verið skert hlutfallslega. Þrátt fyrir minnkandi rekstrarkostnað er ekki útlit fyrir að legudögum spítalans fækki samsvar- andi. Mikil starfsemi er á göngudeildum og í ágúst síðastliðnum var opnuð göngudeild fyrir sykur- sjúk böm, hin eina sinn- ar tegundar á landinu. Góðar horfur á árangri Fjárveitingar til rekstrar Landakots vom lækkaðar um 440 millj- ónir árið 1992 miðað við árið 1991, eða um 34%. Þrátt fyrir mikinn niður- skurð hefur stjóm spítal- ans tekist að aðlaga reksturinn að breyttum forsendum í íjárveiting- um. En þótt allt bendi nú til þess að takast muni að halda rekstrinum innan fjárveitinga ársins mun stjóm spítalans halda áfram að leita leiða til að draga úr rekstrarkostn- aði hans og styrkja reksturinn svo unnt verði að halda uppi fjöl- þættri þjónustu við sjúk- linga. Herferð gegn pólitískum morðum og mannshvörfum Amnesty Interna- tional stendur um þessar mundir fyrir alþjóðlegri herferð gegn pólitískum morðum og „manns- hvörfum“. Meðal þeirra mála sem sam- tökin vilja vekja at- hygli á er morðið á hjúkrunarkonu í Perú og „hvarf“ Ta- míla á Sri Lanka. Þann 8. september 1989 var Marta Christ- ómó García, 22 ára hjúkrunarkona myrt af einkennisklæddum hermönnum á heimili sínu í Huamanga í Perú. Fyrr um daginn hafði Marta gefið sér- stökum rannsóknarað- ila vitnisburð sinn vegna fjöldamorða her- manna á 30 bændum. Morðið á Mörtu hefur ekki verið rannsakað né ábyrgir aðilar sóttir til saka þó svo að dóm- stólar haft undir hönd- unt staðfestar frásagnir vitna. Marta var ein átta vitna að bænda- morðunum og hafa öll vitnin verið myrt. Amnesty Intema- tional biður fólk að skrifa kurteislega orðað bréf til stjómvalda í Perú og biðja um að rannsókn verði fram- kvæmd á morðinu á Mörtu og ábyrgir aðilar sóttir til saka. Utanáskrift er: Presidente Alberto Fujimori Presidente de la República Palacio de Gobierno Plaza de Arms Lima 1, Perú - ÓKEI, ÉG VAR ÓÞEKKUR VIÐ NOKKRAR LÆÐUR EN ÞAÐ ER ÞÓ VARLA NOKKUR ÁSTÆÐA TIL AÐ HAFA MANN í ÚTIVISTARBANNIUM ALLA EILÍFÐ... GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.