Alþýðublaðið - 21.12.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 21.12.1993, Side 5
Þriðjudagur 21. desember 1993 BÓKAFLÓÐ & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 JÓLfiBÓKfíFLOÐ fiLPÝÐUBLfiÐSlNS Matta á Njálsgötunni — sem leiddist út í vímu og vœndi íAmeríku Konur eru sannarlega kjarkaðar margar hverj- ar. Við höfum sagt frá vel heppnaðri bók Jóhönnu Kristjónsdóttur um hjónaband hennar og Jökuls Jakobssonar. Til þess að skrifa þá bók þufti mik- inn kjark. Enn önnur kona sýndi mikla djörfung með því að birta endurminningar sínar, Matthild- ur Jónsdóttir heitir hún. Matta var uppalin á Njálsgötunni í Reykjavík, fædd rétt eftir stríðslokin. Hún lýsir í bókinni I viðjum vímu og vœndis högum fjölskyldu sinnar. Ljóst er að þar hefur áfengið verið í hávegum haft. Uppvaxtarárin hafa verið stúlkunni erfið. Afengisnautn foreldranna, misnotkun bóndastráks á litlu telpunni sumar eftir sumar í sveitinni, mislukkað hjónaband. Allt þetta set- ur mark á þessa konu. Hún gerir þau reginmistök að elta amerískan strák af Vellinum til Ameríku. Hann reynist ekki eins ríkur og hann hafði sagt henni, reyndar bláfátækur, mennt- unarlaus og að því er virðist hinn minnsti bógur. Auk þess er hann með aðra kæmstu til vara, þegar Matta birtist fyrirvaralaust, bamung manneskjan. Hjóna- bandið með þessum ameríska pilti er framhald af fyrri reynslu Möttu, - drykkjuslark og framhjáhald. Eitt leiðir af öðm. Skilnaður. Sambúðir. Eiturlyf. Vændi. Bókin lýsir þessu öllu, að því er virðist af mik- illi hreinskilni, stundum svo mikilli að mönnum getur blöskrað. Kannski kallar fólk þetta óþverra, - en þetta er þó raunvemleikinn sjálfur í allri sinni grimmd. En allt er gott sem fer vel. Þessi bók lýsir því líka hvem- ig Matta rífúr sig upp úr þeim viðjum sem hún hefúr verið hneppt í um árabil. Hún tekur til við að hjálpa eiturlyljasjúklingum og tekst á við eigin vandamál af fullkominni hörku. Einmitt sú lýsing er mjög áhuga- verð og vel skrifuð. Hafdís L. Pétursdóttir hefur ritað þessa bók í sam- vinnu við hálfsystur sína. Bókin er prýðilega skrifúð af byijanda að vera. Málfarið er ekki uppskrúfaður orðaflaumur heldur alþýðlegt og yfirleitt gott mál. Þetta er gífurlega sterk og áhrifamikil bók. An efa hefði Hafdís getað leitað í smiðju bókamanna og snið- ið af ýmsa agnúa. Þó er það álitamál. Bókin er nokk- uð hrá eins og hún birtist, og kannski í stfl við inni- haldið. Og menn kunna að spytja um tilganginn með bók sem þessari. Líklega hafa ungar stúlkur frá Islandi gott af að lesa þessa bók. Allt of margar hafa farið ut- an og orðið illa íyrir barðinu á dmllusokkum, sem hafa leitt þær út í vímuefni, - og jafnvel vændi, sem oft er fylgifiskur eiturlyljaneyslu. Mér þótti áberandi í þessari bók um Möttu af Njáls- götunni hversu illa upplýst hún var um hvaðeina. Til dæmis virðist hún ekki hafa vitað um hættumar af eit- urlyljanotkun. Maður hélt að hveiju mannsbami hefði verið kunnugt um það á sjötta áratugnum að slíkt var vanabindandi. - Jón Birgir Pétursson. JÓLfiBÓKfiFLÓÐ fiLPYÐUBLfiÐSINS Stórviðburðir órsins 1992 ÁRIÐ 1992 birtist okkur ljóslifandi í bók frá Bókhúsi Hafsteins Guð- mundssonar. Þetta er 28. árið sem Haf- steinn gefur út stór- viðburði ársins í myndum og máli. Bækumar hafa söfn- unargildi og margir eiga öll árin og leita gjaman til þeirra, þegar atburðir em rifjaðir upp. Bókin er unnin af Erich Gysling aðal- ritstjóra og frétta- stjóra svissneska sjónvarpsins og starfsliði hans í Ziirich. Gísli Ólafs- son hefur annast um íslensku ritstjómina sem fyrr, og Björn Jóhannsson var ritstjóri íslenska kaflans í bókinni. Islenski kaflinn, 28 síður, grípur stuttlega á innlendum atburðum ársins, vel myndskreyttum. Auk þess að birta stuttar frásagnir af helstu viðburðum á alþjóðlegum vettvangi á árinu 1992, er að finna í bókinni ágætar greinar eftir þekkta sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Iþróttum em gerð góð skil, enda var árið 1992 ólympíuár og mikið um að vera. Árið 1992 kemur út á átta tungumálum. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ auglýsir lausar til umsóknar eftirgreindar stöður í vinnumáladeild ráðuneytisins: Stöðu deildarstjóra sem annast ýmis vinnumarkaðsmál á veg- um ráðuneytisins, sér um atvinnuleysisskráningu, vinnumiðlun og tengda starfsþætti. Stöðu deildarsérfræðings sem hefur umsjón með vinnumiðl- unarskyldum ráðuneytisins innan hins evrópskra efnahags- svæðis og með þróun og rekstri tölvukerfa vegna vinnumála- starfs á vegum ráðuneytisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði, við- skiptafræði eða öðrum skyldum greinum. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir 7. janúar nk. Félagsmálaráðuneytið, 20. desember 1993. Með því að binda fjármálaskútu þína við Kaupþing hf. ert þú í öruggri höfn. Markmið Kaupþings hf. er að bjóða upp á fjármálaþjónustu í hæsta gæðaflokki sem grundvallast á sérfræðiþekkingu á íslenska fjármagnsmarkaðnum og náinni samvinnu við trausta viðskiptaaðila erlendis. Kaupþing er að jöfnu í eigu Búnaðarbankans og Sparisjóðanna. Vertu ávallt velkominn í Kaupþing hf. - leiðandi fyrirtæki á fjármagnsmarkaði. * SPARISJÓÐIRNIR KAUPÞING HF Kringlunn 't 5, sttni 689080 í eigu Búnaðarbanka ís/ands og sparisjóðanna BÚNAÐARBANKINN

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.