Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. desember 1993 196.TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR Verö í lausasölu kr. 140 m/vsk STÚFUR í HEIMSÓKN HJÁ SKYLDMENNUM I ÁLFHÓLNUM í KÓPAVOGINUM! Alþýðublaðsmynd / Elnar Óla. Frjálsir bœndur gefa fátœkum kjöt „Þjóðarskömm að fólk skuli líða matarskort" - á sama tíma og við hendum matvœlum í stórum stíl íþessari velmegunarfátœkt. Við sem erum í sérvitringaklúbbi íslenskra bœnda viljum ekki horfa upp á fólk líða skort í allsnœgtum matar og höfum því ákveðið að senda Mœðrastyrksnefnd nokkuð afkjöti að gjöfsem nefndin sér síðan um að úthluta,(( segir Kári Þorgrímsson bóndi að Garði „Það er þjóðarskömm að stór hópur fólks skuli líða matarskort á sama tíma og við hendum matvælum í stórum stfl í þessari velmeg- unarfátækt. Við sem erum í sérvitringaklúbbi íslenskra bænda viljum ekki horfa upp á fólk líða skort í alls- nægtum matar og höfum því ákveðið að senda Mæðrastyrksnefnd nokkuð af kjöti að gjöf sem nefndin sér síðan um að úthluta. Eg ætla bara að vona að okkur sé heimiit að ráðstafa kjöt- inu með þessum hætti,“ sagði Kári Þorgrímsson bóndi að Garði í Mývatns- sveit í samtali við Alþýðu- blaðið. Kári sagðist sjálfur leggja til nokkuð af kjöti í gjöfina. Um væri að ræða kjöt sem hann ætti í geymslu hér fyrir sunnan. Bændur víða um iand sem vildu fara með „kvóta- draslið" fyrir dómstóla hefðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Röst. Bændur úr þessu félagi vildu gjaman koma fátækum til hjálpar með þessum hætti en hins vegar hefði verið farið seint á stað og því ekki gefist tóm til að skipuleggja þetta nógu vel fyrir þessi jól. „Það er hagur bænda að gefa þeim kjöt sem hafa ekki efni á að kaupa það á sama tíma og stórfé er eytt í að halda framleiðslunni niðri. Ég hefði viljað sjá samtök fram- leiðenda sinna þessu máli en það er víst borin von og því vonast ég aðeins eftir því að við fáum að gefa kjötið í friði fyrir Framleiðsluráði. Kaup- félögin telja sig ekki í aðstöðu til að ráðstafa kjöti bænda á þennan hátt. Það er óskaplegt til þess að vita að þúsundum tonna af nýtanlegum mat, til dæmis það sem til fellur í slát- urhúsum, skuli árlega vera hent hér á landi á sama tíma og sívaxandi fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa mat til heimilisins,“ sagði Kári Þor- grímsson. Hann sagði kjötið sent nið- ursagað til Mæðrastyrks- nefndar og vonandi yrði hægt að koma meiru til bágstaddra síðar. Gefendur vildu með því sýna hug sinn til þeirra sem byggju við skort. STEFNIRí AllETPOn LOTTÓSINS í annað sinn í sögu ís- lenskrar getspár er pott- urinn sem boðið er upp á fjórfaldur. Á sölustöð- um sem Alþýðublaðið hafði samband við í gær var sama sagan allsstað- ar, geysilega lífleg sala á lottómiðum, og margir keyptu drjúgt. Búast má við mikilli örtröð á sölustöðum í dag og vissara að fara snemnta í sjoppuna. Inni í blaðinu í dag er listi yfir sölustaðina. Sérfræðingar okkar í lottómálum voru ekki á einu máli um hvar pottur- inn stöðvaðist í kvöld, inenn töluðu um allt frá 18 milljónum uppí 25 fyr- ir fimrn rétta. I jólamán- uði 1990 gaf potturinn í námunda við 20 milljónir, sem skiptust á fjóra ein- staklinga. Hvað um það, margir munu sitja við skjáinn t kvöld og fylgjast með sannkölluðum jóla- drætti í lottóinu. Án efa mun margmilljónari fæð- ast í kvöld. íslenskar bókmenntir útflutningsvara, - bók Olafs Jóhanns, Syndir Feðr- anna, að koma út ífjórum löndum hjá virtum bókaútgáfum, þar á meðal hjá Random House í Bandaríkjunum og hjá Oríon íEnglandi 50 MILUÓNIR TIL AÐ AUGLYSA BOKINA ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON rithöfundur og for- stjóri hjá Sony í Bandaríkjunum virðist vera að slá í gegn á erlendum bókamarkaði. Bók hans FYRIRGEFNING SYNDANNA keniur út í Bandaríkjunum, Bretlandi, Nor- egi og í Þýskalandi á næsta ári hjá virtum forlöguin, Ran- dom Ilouse í Bandaríkjunum og Orion í Englandi. Þá virð- ist líklegt að bókin vcrði gefin út í Frakklandi. Alþýðublaðið hefur fregnað að Orion-úlgáfan í Englandi hyggist verja allt að 50 milljónum króna lil að auglýsa og markaðsfæra bókina og höfund hennar. Það er óvenjumikið þar í landi. I.íklega ekki tjarri þeirri upphæð sem íslenskir út- gefendur nota samanlagt til auglýsinga á öllum bókum sínum fyrir þessi jól. Áður hefur komið fram að Ólafur Jóhann fékk háa fyrir- framgreiðslu fyrir verkið, sagt að hún neini í það ininnsta fimm milljónuin króna. Er þessi greiðsla mun hærri en útlendir höf- undar hafa fengið fyrirfram þar í landi til þessa. Sú greiðsla er að sjálfsögðu vísbending um að Orion ætlar sér stóra hluti með bók Ólafs Jóhanns, sem heitir ABSOLUTION, í enskri þýð- ingu Bemard Seudder. Orion er fyrirtæki sem vaxið hefur ótrúlega á fáum árum. Fyrirtækið „veðjar'* á höfunda. Þannig vann það indverska rit- höfundinum Vikram Seth gott nafn í sumar þegar gefin var út bókin A SHOOTABLE BÓY, sem vakti mikla athygli. Hér er um að ræða skemmtilegan „úlflutning" á íslenskum ritverkum. Vaka-Hclgafell hefur annast um samningagerð við erlenda aðila. Ólafur Ragnarsson, forstjóri, sagði í gær í sam- tali við Alþýðublaðið, að þessi árangur stafaði meðfram af kynningu á verkum Ólafs Jóhanns á bókasýningunni í Frank- furt. Ólafur Ragnarsson sagði að á næsta ári ætti Vaka-Helga- fell von á nýrri skáldsögu frá hendi Ólafs Jóharuis, sein vissu- lega væri tilhlökkunarefni. Ný þjónusta við sjómenn Stormfregnir fró loftskeytastöðvum Á næstu dögum tckur Veðurstofa Islands upp nýja ör- yggisþjónustu við sjómenn. Á þriggja stunda fresti munu loftskeytastöðvar landsímans láta vita af því á kallbylgju sinni ef spáð er stornú, níu vindstigum eða meira á cin- hverju þeirra miða eða djúpa sem eru næst þeirri stöð. Strax á eftir verður gildandi spá fyrir viðkomandi spá- svæði lesin á vinnubylgju stöðvarinnar. Þetta stormfregnaútvarp verður alltaf klukkan rúmlega 2,5, 8 og 11 fyrir og cftir hádegi en einungis þegar stormfrcgnir liggja fyrir. Stöðvamar sem annast þessa þjónustu eru Reykja- vík, Isaljarðar, Sigluíjörður, Neskaupslaður, Homafjörður og Vestmannaeyjar. Jafnframt verða allar veðurspár og skeyti frá veðurstöðvum og skipum ávallt fyrirliggjandi á loftskeytastöðvunum, og þangað geta skipstjómarmenn því snúið sér til að fá nánari upplýsingar en þær sem stormfregnimar veita. Veðurstofan væntir þess að þessi nýja þjónusta auki öryggi skipa nálægt landinu, en auk þess mun þetta útvarp ná mun betur en sendingar Ríkisútvarpsins til farskipa og skipa á (jar- iægum miðum. Þorláksmessu, 23. desember - hádegisverður P E R L A N Veitingahús Öskjuhlíð, sími 620200, fax 620207. Kæst tindabikkja, kæst skata, söltuð skata, skötustappa, steikt fersk tindabikkja, saltfiskur, plokkfiskur, rúgbrauð, rófur, kartöflur, hamsatólg, vestfirðingur, smjör. Eftirréttahlaðborð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.