Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. desember 1993
SÖGUSTUND ALÞÝÐUBLAÐSINS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
ÞRIR GULLMOLAR
ÚR PISTLASAFNI
ÓLAFS GUNNARSSONAR
AFBRÝÐISEMI
Það er tungunni tamast sem hjartanu er
kærast. Ég verð að tala dálítið meira um
Dostoevskí. Af sérstöku tilefni í dag. Það
er nefnilega gaman að vita að mikilmennin
geta stundum verið alveg jafn miklir asnar
og við hin.
Ég var að ljúka við að lesa minningar
Önnu Dostoevskí, konu rithöfundarins.
Þessi bók er komin út í London hjá Willow
Press. Anna Dostoevskí giftist skáldinu
tvítug 1866. Hann var hálf fimmtugur. Hún
var menntaður hraðritari og kom Fjodor
Mikhailovitsj til hjálpar þegar hann mátti
til með að hespa af skáldsögu á þrem vik-
um. Sú heitir Fjárhættuspilarinn. Þeirra
hjónaband var afar hamingjusamt og
heimsbókmenntimar eiga þessari konu
mikið að þakka. Hún hraðritaði Fávitann,
Djöflana og Karamzovbræðuma.
í ævisögu sinni segir hún að tæpast hafí
annan skugga borið á sambúð þeirra hjóna
en tilefnislausa og nánast sjúklega afbrýði-
semi Dostoevskí. Ef hún fór með honum á
upplestur þá varð hún að gæta þess að vera
illa til fara svo hún virtist eldri en hún var í
raun og vem. Helst varð hún að sitja á milli
tveggja kvenna.
Skáldið steig í pontu en áður en hann las
upp úr Glæp og Refsingu eða öðm snilld-
arverki þá rýndi hann í salinn til þess að
vera viss um að eiginkonan sæti ekki hjá
glæsimenni.
- Ef þú hættir þessu ekki þá hleyp ég út,
sagði Anna Dostoevskí.
- Og hlaupirðu út, sagði Fjodor Mikha-
ilovitsj.
- Þá hleyp ég á eftir þér, sama þótt sjálf-
ur keisarinn sitji í salnum.
Þau hjón vom boðin til kaffidrykkju. Svo
bar til að ungur aðdáandi hins mikla rithöf-
undar rakst þar inn. Þegar aðdáandinn sá
skáldið fölnaði hann og missti málið. í tal
barst að Anna mátti til með að skreppa til
næstu borgar einhverra erinda. Fyrir tilvilj-
un átti ungi maðurinn leið þangað líka.
Þetta var ákaflega myndarlegur ungur
maður, hár, grannvaxinn og andlitsfríður.
Honum kom til hugar það snjallræði að
hann gæti liðsinnt meistaranum, hann yrði
góður fylgdarmaður eiginkonunnar.
Hann fékk málið og sagði hátt og snjallt:
- Það væri mér sannur heiður herra Do-
stoevskí að fylgja konu yðar áleiðis og ég
skal gjaman dveljast á sama hóteli og hún.
Dostoevskí gaf frá sér hljóð, stökk á fæt-
ur og æpti:
- Heyrðirðu Anna, þessi ungi maður er
reiðubúinn að gerast sambýlismaður þinn.
Fjodor Mikhailovitsj hljóp fáklæddur út í
vetrarhörkuna. Anna varð að hlaupa á eftir
honum með frakkann.
Henni datt í hug að veita Fjodor ráðn-
ingu. Hann las daglega sér til afþreyingar
ástarsögu í dagblaði. Hún afritaði bréfi sem
birtist í sögunni og sendi manni sínum. I
bréfinu var þetta hollráð: Ungur og ókunn-
ur maður sem þú grunar ekki um græsku
hittir konuna þína á laun. Gáðu í nistið sem
hún ber við brjóst sér. Þá muntu sjá mynd-
ina af manninum sem að hún elskar. Und-
irritað: Ókunnur vinur. Þar næst póstlagði
hún bréfíð og beið.
Dostoevskí vann á nætumar. Hann var
vanur að fá sér morgunkaffi á vinnustof-
unni og líta yfir póstinn sinn. Anna tók eft-
ir því að bréfið hafði skilaði sér. Stuttu síð-
ar þóttist hún þurfa að líta við á vinnustof-
unni. Þar sat skáldið náfölt. Hún innti hann
eftir hvort ekki væri allt með felldu. Fjodor
Mikhailovitsj svaraði fáu en tók að ganga
um gólf og virtist í mikilli hugaræsingu.
Allt í einu sneri hann sér við og hvessti
augun á konu sína og æpti hás:
- Sýndu mér af hveijum myndin er í nist-
inu þínu. Áður en hún gat svarað eða fjar-
lægt nistið af hálsi sér gekk hann til og
greip báðum höndum um festina og rykkti
í af slíku afli að hún slitnaði. Hann átti vont
með að opna nistið. En loks þrýsti hann rétt
á fjöðrina og lokið small upp. Og sjá: Þar
var mynd af honum sjálfum.
LEYNDARDÓMAR
SNÆFELLSJÖKULS
Öll þekkjum við fólk sem segir gjaman
brandara á annarra kostnað en á sjálft bágt
með að taka gríni. Ég er þessu markinu
brenndur eins og fleiri.
Ég vissi ekki að geimbúar kveldust af
spéhræðslu fyrr en um daginn.
Ég fór að Snæfellsjökli þann 5. nóvem-
ber síðastliðinn og snæddi hamboigara í
Borgamesi og týndi þar tékkhefti sem
fannst ekki þrátt fyrir mikla leit.
En svo birtist það skyndilega og inni-
stæðan var óhreyfð. Meira um það undir
lok þessa litla spjalls.
Við Snæfellsjökul var margur bfllinn að
dóla þegar ég renndi í hlað. Við vomm að
tínast þetta héðan og þaðan af landinu,
gamlir hippar, aflóga rithöfundar, uppþom-
aðir hassistar og stjömuspámenn.
Við höfðum annað augað á himinhvolf-
inu og jökullinn óð í skýjum.
- Hvað ef þeir lenda? Hvað gerist þá?
spurðum við sjálf okkur í einrúmi hugans.
Fyrir mína parta var ég vona að eitthvað
svipað yrði og í skáldsögu Arthur C. Clark:
Lok Bamæskunnar. Þá mætti fljúgandi
diskur sem var ein og hálf mfla í radíus.
Röddin tilkynnti: - Ofbeldi er lokið á
jörðinni. Við höldum nú ekki, svömðu
jarðarbúar. - Því er lokið, sögðu geimbú-
amir.
Þennan dag vom 20 þúsund manns við-
staddir nautaat á Spáni. Nautabaninn
keyrði sveðjuna í nautið og þá risu 20 þús-
undin úr sætum og æptu af kvölum.
Ég leit með von í bijósti til jökulsins og
varð hugsað til hins háa Alþingis íslend-
inga og vonaði að ég sæi mikla og litprúða
skífu birtast í skýjum yfir jökulskallanum.
Við skála Nýaldarsamtakanna var mikið
um dýrðir.
Full rúta af skólakrökkum var mætt til að
gera sprell.
- Þeir koma í ljósaskiptunum, sögðu
menn og horfðu til himins.
Mér var sagt að úti í móa biðu unglingar
með frisbee og fjarstýrðar flugvélar.
Ég tók nokkra erlenda UFO-sérfræðinga
tali. Þeim var ekkert um þetta óþarfa rabb
gefíð. íslensk fyndni hafði gert þá vara um
sig.
Einn þeirra sagði mér að hann hefði upp-
lifað svipað í Berlín. Nokkrir ljósgeislar
sáust á himni yfir Unter den Linten. Ein-
hveijir byrjuðu að djóka með þetta og
geimbúamir hurfu af næturhvolfmu eins
og pflur.
Skála Nýaldarsamtakanna var læst og
viðmælandi minn fór upp á svið og bað
þess að við reyndum að „kalla geimbúana
niður“. - Þeir bregðast vel við ástinni,
sagði hann. Við skulum hugsa til þeirra af
ást og sjá þá hvort þeir fást ekki til að
lenda.
Fullorðna fólkið fór í hring, tók saman
höndum og sönglaði.
Skólakrakkamir flissuðu hinum spé-
hræddu geimbúum til ama.
Allir þustu út að gá.
Birtu var tekið að bregða.
Bflljós sást uppi á jökli.
- Þeir koma, sagði einhver.
- Nei, þetta em bflljós, sagði annar.
Undir skálaveggnum stóð slatti kvik-
myndagerðarmanna og beindi tökuvélum
sínum að jöklinum.
Sumir tvístigu í kuldanum.
Við störðum öll.
Þá hljóp náungi í jólasveinabúningi út úr
bfl og sté einhvem Leppalúðadans í móun-
um.
- Þama sérðu hvað ég meina, sagði út-
lendingurinn viðmælandi minn. - Þeir
koma ekki í kvöld. Á hvers vegum ert þú?
spurði hann skyndilega styggur.
- Ég er ekki að spauga, sagði ég. - Ég er
frá Alþýðublaðinu. The Paper of the
Common-people.
Ég kvaddi klukkan átta og ók í bæinn. Ég
var að vona að ég finndi aftur þjóðveginn.
Það tókst en ég varð að aka kaffflaus heim,
enda tékkheftið týnt.
Næsta morgun, þegar ég vaknaði, lá það
á stofuborðinu. Hvemig það hafði komist
þangað er mér hulin ráðgáta.
En þar held ég að geimbúamir hafi sagt
brandara. Þeir þoldu ekki íslenska fyndni
frekar en fleiri og ákváðu að lenda ekki.
En þeir vissu að ég kæmi til með að
semja þessa grein og sendu gamma-geisla
á bijóst mitt og kölluðu heftið til sín í 100
kflómetra hæð og sendu það svo niður á
stofuborðið heima sem sönnun fyrir tilvist
sinni á meðan ég svaf.
MOBÝ
Ég hef farið á flandur í nokkmm seinustu
pistlum og gleymt að taka á aðalmálinu
sem er vitaskuld bókmenntir.
Kallið mig Ishmael.
I dag skulum við spjalla um engan au-
kvisa í faginu: Hermann Melville. Skrýtið
er að skoða gamlar ljósmyndir af þessum
ameríska jötni. Hann er styggur á svipinn,
niinnir pínulítið á sísára maddömu. Satt að
segja var það ekki að ástæðulausu. Hún lék
ekki beint við hann gæfan. Miðlungar allra
landa sameinist, var eitt sinn sagt.
Melville var nítjándu aldar maður. Sú öld
sem ól flesta meistara rússneskra og evr-
ópskra bókmennta kaus að gleyma að hún
átti þennan snilling. Á sinni tíð var Mel-
ville kunnur sem maðurinn sem dvaldi
með mannætum.
Hann fór ungur í siglingar, var átján
mánuði á hvalfangara, samdi sína fyrstu
bók Typee (1846) um strok af skipinu og
dvöl sína hjá suðurhafseyjabúum og varð
frægur af.
Hann fluttist til Massachusetts-fylkis
1850 og reyndi að hafa í sig og á með
skáldskap og búskap. Það gekk illa. Moby-
Dick sem hann samdi þrítugur seldist lítið
og var tekið með ólund af Cosa Nostra
þeirra tíma. Melville samdi fjórar aðrar
sögur en vinsældir hans urðu sífellt minni
og loks gafst hann upp. En gafst hann upp?
í skrifborðsskúffunni að honum látnum
fannst enn eitt handritið. Innan á púltlokið
var límdur lítill miði og þar stóðu þessi orð:
Sýndu draumum æsku þinnar trúnað.
1863 fluttist fjölskyldan til New York.
Melville gerðist tollari. Hann andaðist
1891 nær gleymdur. Nú er almennt litið
svo á um víða veröld að Mobý sé ein mesta
skáldsaga sem samin hefur verið. Moby-
Dick seldist í 500 eintökum og ekki þótti
taka því að setja hana aftur þegar prent-
smiðjan brann.
Nær 30 ár liðu þar til bókin sem fannst í
púltinu: Billy-Bud, var gefín út. Sú saga
þykir með hans betri verkum þótt vissulega
sjáist nokkur merki þess að stálhugi
skáldsins sé tekinn að meyma.
Hvemig maður var Hermann Melville?
Um þetta hafa ævisagnaritarar lengi broíið
heilann. Sumir hafa rekist á svarta holu
þegar þeir hafa grúskað í persónu þessa
manns. Að því hefur verið ýjað að hann
hafi verið kynvilltur. Sonur hans Malcolm
skaut sig eftir rifrildi við föður sinn. Dæt-
umar tvær giftust aldrei. - Gerið þér yður
að góðu hafragraut í morgunmat ungi mað-
ur, spurði hann miðaldra gest fertugrar
dóttur sinnar snemma kvölds. Annar sonur
hans strauk að heiman og týndist.
Melville! Maðurinn sem skenkti okkur
Mobý, söguna um Ishmael sem stígur á
skipsfjöl með skjóðuna sína. Um borð er
úrtak allra þjóða, jafnvel íslenskur sjómaé/
ur. Ég var svalur sem eldfjallið Hekla und-
ir fönn, segir Ishmael. Skipstjórinn er í ká-
etu sinni þegar látið er úr höfn. Þegar skip-
ið er í hafi heyra þeir hann haltra um, ffla-
beinsfóturinn smellur taktfast við þilfarið.
Fyrir stafni: úthöf jarðarinnar og nú hefst
eltingaleikurinn við hvíta hvalinn. -
Óffeskjuna sem beit af mér fótinn, Star-
buck. Talaðu ekki við mig um guðlast! Ég
réðist gegn sólinni ef ég reiddist henni.
Queequeg, skutlarinn, á skrokk hans er
tattóverað mynstur, sá sem getur ráðið þau
tákn skilur leyndardóm sköpunarverksins.
Queequeg veikist og lætur smiðinn gera
sér líkkistu. Á kistuna málar hann þrykk af
tattóveruðum skrokk sínum. Þegar Moh;{T
Dick brýtur skipið flýtur kistan undir sögu-
manninn Ishmael og heldur honum á floti
þar.til björgun berst. - Ég Ishmael, komst
einn af til að segja ykkur söguna.
Englendingur nokkur las Moby-Dick
1880. Hrópaði: Ég hef uppgötvað mesta
skáld í heimi og stökk á skipsfjöl, sigldi til
New York en tókst ekki að hafa upp á Mel-
ville.
Við útför Hermanns Melville sagði einn
ættingjanna við ekkjuna: Hermann hefði
betur valið sér annað ævistarf.