Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. desember 1993 TIÐINDI & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 MERGUR MÁLSINS eftir Jón G. Friðjónsson, dósent + • • HVAÐ ÞYÐA ÞAU OLL ÞESSI ORÐATILTÆKI? MERGUR MÁLSINS er merkileg bók sem blaðinu barst um síðustu helgi. Það er Jón G. Friðjónsson, dósent við Háskóla Islands, sem hefur safnað efni í þessa bók, sem ljallar um upp- rana, sögu og notkun íslenskra orðatiltækja. Fjallað er um liðlega 6 þúsund orðatiltæki, sem mönn- um er tamt að nota í daglegu tali, flest hver í það minnsta. I bókinni er leitast við að varpa ljósi á aldur orðatiltækja, uppruna þeirra og feril í íslensku máli. Bent er á fjölmörg notkunardæmi í nútímamáli. Þá er að finna í bók- inni hagnýtar upplýsingar sem varða málnotkun. Til að nota bók- ina þurfa menn ekki að hafa neina sérþekkingu til að hagnýta upp- lýsingamar, aðeins lifandi áhuga á móðurmálinu. Mynd af dæmigerðri síðu í bókinni Mergur málsins eftir Jón G. Friðjóns- son, dóscnt. Oft er það svo þegar menn flagga með orðatiltæki að þau eru bögulega sett fram og jafnvel af algjörum misskilningi og ekki í viðeigandi sambandi. Þessi bók gerir mönnum auðvelt að fletta upp á hveiju einu, og auk þess að lesa um uppmna, merkingu og eðlilega notkun orðatiltækisins. Þetta er virkilega vönduð bók í útgáfu. Höfundurinn vann að verki sínu í meira en tíu ár og safnaði gögnum víða. Má hann eiga miklar þakkir skyldar fyrir verk sitt. Dæmi úr bókinni: Eitthvað fer á ringulreið. Orðatiltækið er sagt kunnuglegt frá 16. öld. Segir höf- undurinn að líkingin sé dregin af hringdansi, ringulreið sé um- myndun úr ringulrei, sem er töku- orð úr þýsku (Ringelreihen). Jólaguðsþjinusta fyrir bamafólk Vegna þess hve margir hafa orðið að hverfa frá aftansöng í Neskirkju klukkan sex á að- fangadag verður að þessu sinni tekin upp sú nýbreytni að hafa einnig aftansöng klukkan fjögur. Sá aftansöngur er einkum ætlað- ur fjölskyldum barna og ung- linga. í frétt frá Neskirkju segir að fyrri aftansöngurinn sé að því leyti ftá- brugðinn þeim seinni og náttsöngn- um klukkan hálf tólf að í stað hefð- bundinnar prédikunar komi jóla- saga og ætlast er til að kirkjugestir syngi jólasálmana við undirleik Reynis Jónassonar. Þá verða hin fyrstu jól einnig sviðsett fyrir yngstu kirkjugestina. Eins og á síðasta ári verður tekið Neskirkja. á móti framlögum til Hjálparstofn- þessu sinni stendur í anddyri kirkj- unar kirkjunnar í Ijárhúsinu sem að unnar. i----------------;------------1 | BRUNAVARNAATAK1993 | - ELDVARNAGETRAUN BARNSINS! 1. Hvert er neyðarsímanúmer í þínu byggðarlagi ef eldsvoða, slys eða önnur óhöpp ber að höndum? SÍMI: 2. Telur þú að leikur að eldspýtum og/eða vindlingjakveikjurum geti orsakað alvarlegan eldsvoða, brunasár og jafnvel dauða? JÁ: NEI: 3. Má yfirgefa eldunartæki og önnur rafmagnstæki þegar þau eru í notkun? JÁ: NEI: 4. Hefur þú gert ráð fyrir neyðarútgönguleið, komi upp eldur hjá þér að nóttu? JÁ: NEI: 5. Er búið að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum á þínu heimili? JÁ: NEI: 6. Er notkun flugelda, blysa og hvellhettna algengasta orsök augnslysa um áramót? JÁ: NEI: 20 VERÐLAUN!!! I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Öryggishjálmur, blikkandi endurskinsmerki á reiðhjól I | og reykskynjari og sérstakt viðurkenningarskjal Lands- | | sambands slökkviliðsmanna. I Svör þurfa að póstleggjast fyrir miðnætti 31. desember I | 1993. I Sendist til: Landssamband slökkviliðsmanna, pósthólf I | 4023,124 Reykjavík. | I I I NAFN: I I HEIMILI: | , PÓSTNÚMER: 1 SKÓLI: I I I_________________________________________________I Brunavarnaátak 1993 REYKINGAR - LEIKUR AÐ ELDI I Alþýðublaðinu 16. og 17. desember síðastliðinn birt- um við spurningar og vísbendingar 1-3 við getraun Landssambands slökkviliðsmanna. Getrauninni er ætlað að opna augu fólks fyrir ýmsum frumatriðum sem gætu orðið til að afstýra eldsvoða á heimilum, ekki síst þessa daga, þegar kertaljós og annað er í hávegum haft, að ekki sé talað um áramótafírverkernð. Hér á eftir birtum við þrjár síðustu vísbendingar getraunarinnar. Vísbending við spurningu 4: Þekktu tíl útgönguleiða á heinúli þínu. Því miður eru elds- voðar á heimilum allt of algengir og raunar algengastir eldsvoða, og kosta oft mannslíf. Reykingar eiga sinn stóra þátt í þessu, ekki síst hjá þeim sem reykja í rúminu. Reykingamenn eru sannarlega að leika sér að eldinum, bókstaflega talað. Þeir sofna út frá sígar- ettum, eða missa glóð í húsgögn. Eldurinn kviknar ef til vill eftir að heimilisfólk er sofnað. Reykurinn er í flestum tilvikum hættu- legri en eldurinn. Kannið vel neyðarútgöngu úr íbúðum, komi til þess að eldur kvikni í íbúðinni. Vísbending við spurningu 5: Reykskynjarar eru örugglega ódýrasta líftryggingin. Meira en helmingur elda á heimilum kvikna meðan allir era í fasta svefni. Ef eldur kemur upp lætur reykskynjarinn þig vita. Hann getur skilið á milli lífs og dauða. Próftð reykskynjarann einu sinni í mánuði. Virki hann ekki, skiptið um rafhlöðu. Sé hann bilaður, keyptu nýjan og setjið hann upp strax, hann er ódýr búnaður. Vísbending við spurningu 6: Á undanfömum áram hafa augnáverkar vegna flugelda gerst alvarlegri en nokkra sinni fyrr. Oft er um að ræða varanlega skemmd á auga og skerta sjón. Stundum hefur þurft að fjarlægja augu hinna slösuðu. f rannsókn sem augnlæknamir Haraldur Sig- urðsson, Guðmundur Viggósson og Friðbert Jónasson, gerðu og birtu í Læknablaðinu kemur fram að algengasta orsök augn- áverka um áramót vora flugeldar. Hinir slösuðu vora aðallega böm og unglingar. Látum lítil börn aldrei bera elda að flug- eldum og blysum. T IJ T T F R I' Verkfræðlnemi fékk styrk Ungur Kellvfldngur, Ólafur Örn Jónsson, hlaut styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúd- ents, og var honum veittur styrkurínn við athöfn á þriðjudaginn. Óiafur Öm er nemi í rafmagnsverkfræði og hefur skarað fram úr í námi. Þorvaldur Finnbogason lést aðeins tvftugur að aldri í umferðarslysi árið 1952. Foreldrar hans stofnuðu minningarsjóðinn um son sinn. Unglegur prestur Okkur urðu á mistök í Austfjarðablaðinu í gær. í myndatexta segir að séra Gunnlaugur Stefánsson, sé á mynd með „bömum sínum“, Sjöfn og Stefáni Má. Að sjálfsögðu er Sjöfn eiginkona séra Gunn- laugs. Og hún er líka prestur í nágrannaprcstakallinu. En hún er ungicg og kannski ekki fúrða þótt blaðamaður teldi að þama væri á ferðinni dóttir! En við leiðréttum mistök vor og biðjumst velvirðingar á. Séra Gunnlaugur. EIGINKONAN scra Sjöfn, og sonurinn Stcfán Már, fjölskylda í rciðlúr með Heydiilakirkjii í baksýn. Jólastúdentar úr Hamrahlíð Alls voru útskrifaðir 68 nýstúdentar - eða eigurn við að kalla þá jólastúdenta - frá Menntaskólanum við Hamrahltð, á sunnudaginn var, 44 úr dagdcild og 24 úr öldungadeild. Sömu tölur koma upp þegar kynskipt er. 44 konur, 24 karlar. I ræðu Örnólfs Thorlariusar, rektors, kom frain að skólinn hefur alla tíð tekið á móti fÖUuðum nemendum og húsnæði skólans breytt með ýmsar sérþarfir í huga. Rektor ásamt nýútskrífuðum stúdentum I Hamrahlíðinni. Einstakur námsárangur Meira um stúdenta úr Hamrahlíðinni: Friðrik Guðjón Guðnason, stúdent af eðlisfræði- og tónlistarbraut, náði bestum árangri á stúdentsprófi, vegið meðaltal yfir9, hann tók 205 námseiningar, en til stúdentsprófs er krafist 140. Þriðja metið hjá Friðriki Guðjóni var það að hann hefur aldrei á ferli sínum í skólanum sleppl úr kennslustund, hvað þá að hann hafi komið of seint. Tveir nýstúdentar aðrir hlutu ágætiseinkunnir, Anna Sig- ríður Ólafsdóttir og Auður Ýrr Þoríáksdóttir, báðar af náttúmfræðibraut. Mótmæla THORP-óþverranum Forystumenn 16 samtaka hér á landi hafa harðlega mótmælt ákvörðun Breta að veita endurvinnslustöð geislavirks úrgangs í Sellaficld starfsleyfi, sem muni stórlega auka hættuna á alvarlegu ntengunarslysi sem myndt valda þjóðunt við norðanvert Adantshaf óbætanlegum skaða. Hér sé um að ræða mikið skeytingar- leysi og ógnun við lífsafkomu íslendinga. Er þess krafist að brcsk yfirvöld afturkalli þegar í stað starfsleyfið. Greenpeacc í Bretlandi hefur þakkað stuðninginn frá íslandi, ekki síst ályktun Alþingis um málið, sem sé sterkasti stuðningurinn sem borist hafi erlendis frá. Því meira sem íslendingar láti heyra í sér, þeirn mun betra, scgja þcir. TILKYNNING FRÁ HEILSUGÆSLUSTÖÐVUNUM í REYKJAVÍK OG Á SELTJARNARNESI UM BÓLUSETNINGAR FERÐAMANNA Vakin er athygli á að heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi annast bólu- setningar ferðamanna, að frátalinni bólusetningu gegn gulu, sem héraðslæknirinn í Reykjavík annast. Hlutaðeigandi er bent á að panta tíma á heilsugæslustöðvunum sem eru: Heilsugæsíustöðin Árbæ s. 671500 Heilsugæslustöð Grafarvogs s. 681060 Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti s. 670200 Heilsugæslustöðin í Mjódd s. 670440 Heiisugæslustöðin Fossvogi s. 696780 Heilsugæslustöðin Álftamýri s. 688550 Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis s. 622320 Heilsugæslustöð Miðbæjar s. 625070 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur s. 22400 Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi s. 612070 JÓLATRÉSSKEMMTUN V.R. ÁANNANí JÓLUM Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 26. desember næstkomandi, klukkan 15.00, í Perlunni í Öskjuhlíð. Miðaverð er krónur 600.- fyrir börn og krónur 200.- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 68 71 00. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.