Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI ROKSTOLAR & GLUGGAGÆGIR Fimmtudagur 23. desember 1993 ftimilBíftRIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Oafsakanlegt framferði Breta ✓ Akvörðun Breta um að leyfa starírækslu THORP endur- vinnsluversins í Sellafield mun valda því, að losun geisla- virks úrgangs beint út í andrúmsloftið og í hafið eykst veru- lega. Þessi aðgerð er í andstöðu við allar grundvallarreglur í samskiptum þjóða, en ekki síður í samskiptum manns og um- hverfis. ✓ I Sellafield er þegar rekið eldra kjamorkuver, sem framleiðir rafmagn. Þaðan hefur verið losaður geislavirkur úigangur út í hafið, og nú er svo komið að kjamorkuvinnslan í Sellafield er mesta uppspretta geislamengunar í norðurhöfum. Hin nýja endurvinnslustöð mun því enn bæta í þá mengun, sem þegar stafar af stöðinni. I THORP stöðinni verður endumnninn kjamorkuúrgangur, sem fluttur er víðs vegar að úr heiminum, - meðal annars alla leið frá Japan. Að endurvinnslunni lokinni em svo afurðimar fluttar til baka, og notaðar aftur til raforkuframleiðslu í kjam- orkuverum. Hins vegar er það svo, að það er aldrei hægt að girða fyrir óhöpp í fiutningi, slys á leiðinni til og frá THORP gætu haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér. Því miður em reglumar, sem gilda um þessa flutninga, langt frá því að vera nægilega tryggar, eins og kom fram í hörðum mótmæl- um íslenska umhverfisráðuneytisins fyrr á árinu. ✓ Irar, sem mestum búsiijum sæta vegna þessa skammarlega framferðis nágranna sinna, hafa líka bent á, að hreinsibúnað- ur í stöðinni byggist ekki á bestu fáanlegri tækni. Þetta tvennt speglar viðhorf af hálfu Breta, sem er óafsakanlegt. Það tekur ekki nema 4 til 6 ár fyrir geislavirkan úrgang að flytjast frá Sellafield til Norður-Noregs, og 6 til 8 ár að kom- ast norður fyrir fsland. Á þessari leið þynnast hin mengandi efni vemlega, en geislavirkur úrgangur er langlífur, og getur því hlaðist upp í umhverfí hafsins. Rússneskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að mengun frá Sellafield sé ábyrg fyrir vemlegum hluta geislamengunar í nyrsta hluta Barentshafsins, og af hennar völdum hefur geislamengun norðan íslands tvöfaldast. Það er hins vegar sérstök ástæða til að undirstrika, að þrátt fyrir þetta er íslenskur fískur ennþá sá langhreinasti um víða veröld. Þorskur fyrir norðan land, þar sem geislamengun mælist hæst hér um slóðir, er með margfalt minna af geisla- virkum efnum en þorskur við Norður Noreg, svo ekki sé minnst á Norðursjó. En það er lífsspursmál fyrir íslendinga að halda nytjastofnum sínum sem ómenguðustum, - á því hvílir undirstaða velferðar í landinu til frambúðar. Þessvegna verða Islendingar að taka mjög harða afstöðu gegn hinu skammarlega framferði Breta. Þetta hafa íslensk stjómvöld gert með þeim hætti, að vakið hefur athygli um allan heim. Umhverfisráðuneytið í sam- vinnu við utannkisráðuneytið hefur tvívegis á síðasta sumri mótmælt THORP með harkalegum orðsendlngum til Breta. Ríkisstjómin sjálf tók málið samstundis fyrir og fréttist af starfsleyfinu í síðustu viku og samþykkti hún að kveðja breska sendiherrann þegar til fundar við utanríkisráðherra, sem afhenti honum hörð mótmæli íslendinga. Alþingi sjálft tók einnig með festu á málinu, og samþykkti formleg mót- mæli við THORP. í framhaldi er nauðsynlegt að leita eftir samstöðu með öðmm þjóðum til að hnekkja ákvörðun Breta. RÖKSTÓLfiR í hvaða stjórnraiálciflokkwm eru JÓLASVEINARNIR? Það stóð á endum. Þegar síðasti jólasveinninn var að skreiðast til byggða var síðasti þingmaðurinn að skríða úr Alþing- ishúsinu, vansvefta eftir næturfundi um fjárlagafrumvarp ríkisstjómar- innar. Stjómarandstaðan hafði vik- ið ffá hótun um málþóf til næsta vors gegn því að fá ýmsar kröfur viðurkenndar. Þetta er það sem kallað er eðlileg þingstörf. Grýla, Leppalúði, Gáttaþefur og Kjötkrókur Það em góð skipti að fá jóla- sveinana til byggða í stað þing- mannanna. Hins vegar hlýtur mað- ur að spyrja: í hvaða flokki eða flokkum em jólasveinamir? Það liggur náttúmlega í augum uppi að Grýla er í Kvennalistanum. Hún er náttúmlega nógu örg og mikill kverúlant til að vera í Al- þýðubandalaginu en sú staðreynd að hún kúgar jólasveinana (karl- menn) af mikilli hörku og er ógn- vættur heimilisins gerir hana að klárri kvennalistakonu. Leppalúði er sennilega gamall borgaraflokksmaður. Sennilega genginn yfir í Sjálfstæðisflokkinn en lætur lítið á sér kræla. Gáttaþefur er dæmigerður fram- sóknarmaður. Þefar af hlutunum áður en hann tekur ákvörðun og rennur á þá lykt sem honum finnst best. Sömuleiðis er Kjötkrókur ífarn- sóknarmaður. Hvað annað? Kjöt- krókur seilist í alla íslenska kjöt- hleifa hvar sem þá er að finna og er sennilega á móti EES-samkomu- laginu svo ekki sé talað um innflutt kjöt. Aldrei myndi til dæmis Kjöt- krókur næla sér í danska skinku. Nei, Kjötkrókur er sennilega gott efni í formann þingflokks Fram- sóknarmanna. Giljagaur, Hurðaskellir og Stúfur Giljagaur er dæmigerður krati. Fer með látum í giljum en verður lítið úr honum þegar hann kemur til byggða. Giljagaur er boðberi stórra tíðinda, gjaman á undan sinni sam- tíð eins og nafnið bendir til. Hurðaskellir er sennilega einnig alþýðuflokksmaður. Ef viss þing- kona færi af þingi myndi Hurða- skellir sóma sér vel í hennar stað. Hurðaskellir setur kröfur og skellir hurðum ef ekki er orðið við þeim. Alla vega þori ég að veðja að Hurðaskellir yrði mjög heimilisleg- ur á þingflokksfúndum Alþýðu- flokksins. Stúfur er hins vegar dæmigerður kommi. Stúfur er lítill og þrasgjam og er alltaf á móti þegar aðrir em með. Stúfur er einnig dæmigerður herstöðvarandstæðingur og á móti NATÓ yfirleitt; Meira segja effir að Ólafur Ragnar boðaði nýtt fagnað- arerindi Atlantshafsbandalagsins í flokknum. Pottaslei ki r, Þvörusleikir og Askasleikir Pottasleikir er sennilega sjálf- stæðismaður. Pottasleikir tekur við matargerð annarra og gerir sér mik- inn mat úr því sem aðrir skilja eftir í pottum og kymum. Pottasleikir hef- ur þann hæfileika að nýta sér það sem aðrir henda eða nenna ekki að nýta sér. Sömu sögu er að segja af Þvörusleiki og Askasleiki. Þetta gerir það að verkum að flestir jólasveinamir em sjálfstæð- ismenn. Sem útskýrir að hluta hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjómmálaflokkur á íslandi. Skyrgómur og Bjúgnakrækir Skyrgámur er hins vegar í Kvennalistanum. Skyrgámur hvolf- ir sér nefnilega í gámana án þess að horfa á aðra rétti. Skyrgámur er jólasveinn sem gengur beint til verks án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það em ákveðnir öfgar í Skyrgámi. Hugsið ykkur bara: Að éta aðeins skyr og ekkert annað! Aðeins Kvennalis- takona getur búið y fir slíku einhæfu ofstæki. Sem sagt: Skyrgámur kýs Kvennalistann. Bjúgnakrækir er hins vegar al- þýðubandalagsmaður. Hann var áð- ur ffamsóknarmaður en gekk í Al- þýðubandalagið eftir að Ólafur Ragnar gerðist formaður. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Ólafur Ragnar er besta fyrirmynd sem Bjúgnakrækir gat fengið. Ólaf- ur Ragnar krækir sér í allar hugsan- legar stefnur sem aðrir flokkar boða: Hann er orðinn grænn um- hverfisssinni, NATÓ-sinni að hætti Sjálfstæðisflokksins, byggðamaður eins og úr Framsókn, og jafnaðar- maður meiri en allir kratar Alþýðu- flokksins samanlagðir. Ólafur Ragnar sýnir snilldartakta í að krækja sér í eitt og annað. Bjúgnakrækir myndi aldrei tolla í neinum öðmm flokki en Alþýðu- bandalagi allra Bjúgnakrækja. Stekkjastaur, Faldafeykir og Kertasníkir Stekkjastaur er hins vegar í Sjálf- stæðisflokknum. Engin spuming. Bara nafnið eitt segir allt. Falda- feykir er auðvitað í Kvennalistan- um. Hvar annars staðar gætí Falda- feykir þrifist? Kertasníkir er hins vegar ffam- sóknarmaður. Hann er meira að segja kominn með fmmvarp um að sett verði á stofn nýtt ríkisfýrirtæki: Kertaverksmiðja ríkisins. Og þið megið geta tvisvar hver verður þar stjómarformaður! Búið. Rökstólar óska öllum jólasveinum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla! FINNUM MANNESKJUNA SEM BER ÁBYGÐ Á ÞVÍ AÐ DRAGA ÍSLENSKU JÓLASVEINANA AFTUR FRAM í DAGSUÓSIÐ!!!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.