Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ MMfiöBlfDID Fimmtudagur 23. desember 1993 gotP oq far*ðtíptiH r'a'arinu1 fP Skautasvellið í Laugardal verður opið ef veður leyfir: rs 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. 1. jan. 2. jan. Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Gamlársdagur Nýársdagur Sunnudagur Lokað Lokað Opiðfrá 10:00 -22:00 Opiðfrá 10:00-21:00 Opiðfrá 10:00-21:00 Opiðfrá 10:00 -21:00 Opiðfrá 10:00-21:00 Lokað Lokað Opiðfrá 10:00 -22:00 Leikfélag Akureyrar Sýnir gleðileikinn „Góðverkin kallay/ Leikfélag Akureyrar frum- sýnir nýjan íslenskan gleðiieik með söngvum á þriðja í jólum. Lcikritið Góðvcrkin kaila - ^át^kasaga er fyrir alla fjöl- skylduna. Höfundar eru Ar- mann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Leikritið gerist í litlum bæ, Gjaideyri á Ystunöf og þar kepp- ast allir við að gera góðverk. Góðverkin kalla þar á íbúana sem eru meðlimir og formenn í Dív- ansklúbbnum, Lóðarísklúbbnum og Kvenfélaginu Sverðliljunum. Það er erfitt að vera góður, en það Bína lýgur í Bjöm lækni. Sigurveig Jónsdóttir og Sigurður Halimars- son í hlutverkum sínum. borgar sig. Það hefur hann Jónas formaður í Dívansklúbbnum sannreynt á sjálfum sér því hann hefur næstum misst heilsuna við að tryggja fullkominn tækjakost sjúkrahússins í sínu bæjarfélagi. Þegar leikurinn gerist stendur fyr- ir dyrum 100 ára afmæli sjúkra- hússins og keppast klúbbamir við, hver í sínu iagi að standa fyr- ir söfnunarátaki til að geta gefið sjúkrahúsinu veglegustu gjöfina og leiða átökin til mikilla átaka. Inn í leikinn fléttast síðan ýmis smáævintýri bæjarbúa eins og ástir, framhjáhald og misskiln- ingur sem ómissandi er í gaman- leikjum. Höfundamir hafa vakið athygli að undanförnu fyrir ritun skemmtunarleikja fyrir áhuga- leikhúsið Hugleik í Reykjavfk. Góðverkin kalla er sérstaklega samið fyrir leikarana sem fara með hlutverkin en þeir em Sig- urður Hallmarsson, Saga Jóns- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir, Dofri Hermannsson, Sigurþór Albert Heimisson, Ingi- björg Gréta Gísladóttir og Skúli Gautason. Leikmynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson og lýs- ingu hannar Ingvar Bjömsson. Fmmsýning verður 27. desem- ber klukkan 20.30 og síðan verða sýningar næstu kvöld. Gleðileg jól og farsælt komandi ár! BSRB Lifandi persónur íslenskra skóldverka í dagatali íslandsbanka fyrir árið 1994 eru kynntar persónur úr tólf íslenskum skáidverkum sem skrifuð hafa verið á þessari öld. Kristín Ragna Gunnars- dóttir hefur gert fallegar teikningar við textann. Með þessu vill bankinn vekja athygli fólks á íslenskum skáldverkum sem eru óþrjótandi uppspretta frásagn- arlistar og frjórra hugmynda. Skáldverkin sem dæmi em tekin úr í dagatalinu em eftir höfundana Einar Má Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín, ■ Guðberg Bergsson, Guðmund Andra Thorsson, Svövu Jakobsdóttur, Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Davíð Stefánsson. Persónulýsingar em ógleymanlegar þeim sem lesið hafa skáldverk þessara höfunda. KRISTRUN SIMONARDOTTIR úr bók- inni KRISTRÚN í HAMRAVÍK eftir GUÐ- MUND GÍSLASON HAGALÍN: „Iní að sitja og tóna um alla eilífð, haldandi að sér höndum og hafandi ekki svo mikið sem prjónaskammimar sínar, það finnst henni frekar lítil lukka eftir alit hennar amstur og bardúss í þessari veröid." " Opnunartími yfir hátíðarnar ____ á sundstöðum oa og skautasvelli. Sundstaðir: 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. L jan. 2. jan. Aðfangadágur Jóladagur Annar í jólum Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Gamlársdagur Nýársdagur Sunnudagur Opiðfrá 07:00- 11:30 Lokað Lokað Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00- 11:30 Lokað Opiðfrá 08:00-17:30

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.