Alþýðublaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐA.RLJOSIÐ Miðvikudagur 26. janúar 1994 riMBUHiriHH HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í iausasölu kr. 140 THORST Landhelgisgæslan fái björgunarþyrlu án tafar Stór hópur sjómanna og aðstandenda þeirra afhenti forsætis- ráðherra síðastliðinn mánudag áskorun um kaup á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. í áskoruninni er minnt á þau orð forsætisráðherra frá febrúar í fyrra, „að ríkis- stjómin mun innan fárra vikna meira að segja ganga til samn- inga um kaup á þyrlu. Síðan eru liðnar nærri 50 vikur og þol- inmæði okkar á þrotum.“ Oþolinmæði sjómanna er vel skiljanleg og reyndar nær sam- staðan um nauðsyn þess að ríkisstjómin heimili kaup á nýrri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna langt út fyrir raðir sjómanna. Þyrlukaupin hafa dregist úr hömlu og löngu tímabært að rík- issjóður fjárfesti í þyrlu sem hentar við björgunarstörf og ör- yggisgæslu við erfiðustu aðstæður hér á landi. Sjóslysið við Vaðlavík nýverið, er björgunarskipið Goðinn fórst og einn skipverja lést, er nýjasta alvarlega áminningin um slakan kost Landhelgisgæslunnar hvað björgunartæki varðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar varð að gefast upp við björgunartilraunir, einkum sakir þess að þyrlan hafði hvorki flugþol né afísingarbúnað miðað við þau hörðu veðurskilyrði sem ríktu á slysstað. Björgunarmenn vamarliðsins flugu í Vaðlavíkina á hinum stóm og velbúnu þyrlum sínum og unnu frækilegt björgunarafrek. Hefði þyrlna vamarliðsins og hins þjálfaða björgunarliðs ekki notið við, má ætla að ísland hafi misst fleiri af sínum vösku sonum í hafið þennan dag. Þjóð sem byggir afkomu sína á sjónum, þarf að sjálfsögðu ekki aðeins vera búin fullkomnum veiðiskipum, heldur einn- ig fullkomnum björgunartækjum. 200 milna landhelgi í Norðurhöfum er víðáttumikið svæði þar sem veður em oft válynd. Það er því hveiju mannsbami ljóst, að björgunarvélar og björgunarskip þurfa að búa yfir bæði snerpu og miklu þoli. íslendingar hafa næstum lagt björgunarmál þjóðarinnar úr lofti í hendur vamarliðsins. Vamarliðið á miklar þakkir skild- ar í gegnum tíðina fyrir frækileg björgunarafrek og flutninga á sjúkum sjómönnum. Kaup á björgunarþyrlu sem uppfyllir ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður er mikil fjárfesting. En sú fjárfesting á ekki að vera íslenska ríkinu ofviða. Ákvörðun Alþingis um þyrlukaup er spuming um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar í björgunar- og öryggisþjónustu; þjóðar sem byggir tilveru sína á veiðilögsögu landsins. Það er engin ástæða til að efast um það að gengið verði frá kaupum á nýrri þyrlu Landhelgisgæslunnar. Forsætisráðherra áréttaði við sjómenn fyrir utan Alþingishúsið síðastliðinn mánudag, að samningaviðræður hefðu átt sér stað við um- boðsmenn og seljendur nokkurra þyrlutegunda og það væri allra mál að innan skamms tíma yrði tekin ákvörðun um kaup. Það er hins vegar mikilvægt, að ríkisstjómin taki þyrlu- kaupin föstum tökum, ákveði tegund þyrlu og semji við við- komandi seljendur án ónauðsynlegra tafa. Tíðindamaður Rök- stóla sat við útvarpið í fyrradag og hlustaði á lífsskoðanir Hallgríms Thorsteinssonar á Bylgj- unni, þegar hann hrökk skyndilega upp við það að sjálfur fjármálaráð- herrann hafði hringt í Hallgrím. Fjármálaráð- herra var talsvert niðri fyrir. Það var svo sem vel skiljanlegt, því Hall- grímur var að rabba við alþýðu landsins um ný- undirritaða EES-samn- inga. Hallgrímur hafði nefnilega eins og allir landsmenn beðið í spennu eftir því að sjón- varpstæki, brauðristar, straujárn og hárrúllur og aðrar vörur frá EES- svæðinu myndu snar- lækka í verði þegar tolla- múrarnir hmndu burt við samninginn. En líkt og aðrir Islendingar, varð Hallgrímur fyrir miklum vonbrigðum. Ríkis- stjórnin lagði einfaldlega vörugjald á vörumar í stað tolla. Og nú eru stórkaupmenn búnir að kæra fjármálaráðherra til Brussel. En fyrst augíýsingar... Það var því ekki nema von að fjármálaráðherra væri í mislyndu skapi þegar hann hringdi í Hallgrím síðdegis. Tíð- indamaður Rökstóla var ekki með segulbands- tæki við hendina og skrifar því valda kafla úr samtali þeirra Hallgríms og fjármálaráðherra eftir minni og án allrar ábyrgðar. Tekið skal fram að tíðindamaður Rökstóla hefur þjáðst af skammtímaminnisleysi um nokkra hríð. - Halló, er þetta Hall- grímur sjálfur? - Ha? Já, það tel ég vera. - Þetta er fjármálaráð- herra. - Jamm, en óvænt. Og gaman. Við skulum taka pásu og hlusta á nokkrar auglýsingar, síðan kem- ur Frank Sinatra og Bono, söngvari U2, með I’ve got you under my skin. Og að því loknum skulum við hlýða á fjár- málaráðherra sem bíður hér á línunni. En fyrst eru það auglýsingar... Það er auðvitað með öllu óþolandi að þyrlukaup dragist á langinn þegar í raun ríkir samstaða innan Alþingis og meðal íslensku þjóðarinnar um nauðsyn þess að íslenskum sjófar- endum sé tryggt lágmarksöryggi með nauðsynlegum björg- unarbúnaði og öryggisþjónustu Landhelgisgæslunnar. Aðtryggja tekjur fjármálaráðherra Sjö mínútum síðar var fjámiálaráðherra enn á línunni. - Já, halló? Er þetta hjá H a I 1 - grími? um leið og við hækk- um þjóðartekjur. Það gerum við með - Fjár- málaráðherra? Gaman að þú hringdir. Við vorum einmitt að ræða þessi ósköp að þegar toll amir fjúka, birt ast vöm- gj ö 1 d i n ræmdum aðgerðum. I fyrsta' lagi falla tollamir af út- flutningsverðmætum okkar sem eykur þjóðar- tekjur. Oflugri þjóð- artekjur ýta und- aukna neyslu og hverju er alltaf verið að rúlla upp neyt- endum? Af hveiju máttum við ekki fá lækkaðar vömr í land- inu? Hvers vegna get ég ekki keypt mér ódýrara straujám eða strokjám eins og það heitir á góðri íslensku? - Hallgrímur, halló, Hallgrímur? - Já, Hallgrímur hér... - Hallgrímur, þú hefur misskilið þetta alveg. Aðalávinningur EES- samningsins var að fá tollana niðurfellda. Nú getum við flutt út unnar fiskvömr án þess að greiða himinháa tolla fyrir þær. Það þýðir geysilega uppsveiflu héma heima. - En, bíddu við fjár- málaráðherra. Hvað ef Austurríkismenn leggja ROKSTOLAR: „Tíðindamaður Rökstóla sat við útvarpið í fyrra- dag og hlustaði á lífsskoðanir Hallgríms Thor- steinssonar á Bylgjunni, þegar hann hrökk skyndilega upp við það að sjálfur fjármálaráð- herrann hafði hringt í Hallgrím. Fjármálaráð- herra var talsvert niðri fyrir. Það var svo seni vel skiljanlegt, því Hallgrímur var að rabba við alþýðu landsins um nýundirritaða EES-samninga. Hallgrímur hafði nefnilega eins og allir landsmenn beðið í spennu eftir því að sjónvarpstæki, brauðristar, straujárn og hárrúllur og aðrar vörur frá EES- svæðinu myndu snarlækka í verði þegar tollamúrarnir hrundu burt við samninginn. En líkt og aðrir ís- lendingar, varð Hallgrímur fyrir miklum von- brigðum Ríkisstjórnin lagði einfaldlega viirugjald á vörurnar í stað tolla. Og nú eru stórkaupmenn búnir að kæra fjármálaráðherra til Brussel.“ kaup a a ð - v ö r u - gjald á fiskinn okkar? Verður hann þá ekki al- veg jafn dýr? - Jú, en þeir em ekki svo vitlausir að fara að gera það... - Hvers vegna ekki? Þið vomð nógu vitlausir að leggja vömgjöld á sjónvarp, strokjám, brauðristar... - Já, en það er allt ann- að mál. Sko, hvorki þú né aðrir hafa skilið þetta mál. Það er alveg maka- laust að menn vaði bara í fjölmiðla og belgi sig út með einhveijar skoðanir án þess að hafa kynnt sér málin. Sjáðu til, Hall- grímur: Við verðum að tryggja tekjur ríkisins flutt- um að- föngum og vömm. Við leggjum vömgjald á þessar innfluttu vömr sem þýð- ir auknar tekjur fyrir rík- issjóð. Þannig eflum við þjóðarhag. Skilurðu? Fjárlögin fára austur í Moldavíu Hallgrímur var ekki af baki dottinn: - Já, en þá lækka ekki aðfluttar vörur, jafvel hækka!? - Aðlluttar vömr, já. En er ekki aðalmálið að útflutningur okkar blómstri? Ekki ertu á móti því Hallgrímur? - Nei, nei... - Jæja, það er gott að heyra að þið fjölmiðla- menn berið jýóðhags- lega ábyrgð. Hallgrímur minn, sjáðu til. Tekju- stofnar ríkissjóðs eru mikilvægir í þessu máli. - Já, en ég var fylgj- andi EES, vegna þess að ég hélt að þýsku sjón- varpstækin myndu kosta 60 þúsund kall á eftir undirritun en ekki 90 þúsund kall. - Við getum ekkert gert við álagningu heild- salanna og smásalanna. - En af hverju vomð þið að leggja á þessi vörugjöld? - Hvað átti ég að gera Hallgrímur minn? Það var búið að taka af mér alla tollatekjumar. Eg hefði staðið uppi með allt niður um mig og ijárlögin austur í Mold- avíu. Mig langar í Portúgaíska brauðrist á 465 kall Ég fann að það var komið hik vorkunnar- seminnar á Hallgrím: - En þetta er nú bara einn milljarður... - Hallgrímur minn, einn milljarður er nú kannski ekki mikið milli tveggja framsóknar- manna. En allt telur í þessum fjárlögum. Mig langar nú aftur á þing eftir kosningar... - Já, en mig langar í portúgalska brauðrist á 465 krónur... - HVAR á ég að taka tekjumar ef tollarnir hverfa? - Ég veit það ekki. Þú ert ijármálaráðherrann. Þú verður að svara þeirri spumingu. - Veistu, Hallgrímur ég sef bara ekki á nótt- unnifyrirþessu... - Ég skil... Þakka þér fyrir að hringja. Það var gaman að heyra í þér. Nú skulum við taka smá- breik og hlusta á No monkey business með The... - Hallgrímur minn! Þakka þér fyrir að svara mér. Það var mér stór- kostleg ánægja að fá að hringja inn og leiðrétta þennan misskilning í sambandi við vömgjald- ið... - En fyrst auglýsing- ar...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.