Alþýðublaðið - 26.01.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 26.01.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐAN Miðvikudagur 26. janúar 1994 P4LLBORÐIÐ: Arni Finnsson skriíar Málstaður hvalveiðisinna er ekki jafn lágkúrulegur og rógtækni Magnúsar Guðmundssonar ARNIFINNSSON: „Ef Magnús Guðmundsson hefur „undir höndum gögn sem við erum tilbúnir að leggja fyrir dómstóla, ef til þess kemur“, sem, eins og hann segir „sanna ótvírætt tengsl Green- peace við Sea Life og mútugreiðsl- urnar“ má spyrja hvers vegna þau gögn eru ekki sýnd í myndinni „Manden í Regnbuen?“ Eins má spyrja, hvers vegna er hann ekki til- búinn til að leggja þessi gögn fyrir lesendur Alþýðublaðsins? Þá er vert að minna á, að á sínum tíma lýsti Magnús Guðmundsson glaðbeittur yfír að hann hefði undir höndum gögn sem ótvírætt sýndu fram á að Greenpeace hefðu falsað margumrædda selveiðisenu. Þegar til kom, reyndist honum þó um megn að leggja fram nokkur gögn þvítil stuðnings. Eins og alkunna er, felldi norskur dómstóll ummæli þar að lútandi í myndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum, sem dauð og ómerk." Gautaborg 21. janúar 1994. Ágæta ritstjóm. Enn hef ég ástæðu til að þakka umfjöllun Alþýðu- blaðsins þann i2. og 13. janúar síðastliðinn um málefni sem varða Green- peace. Samtímis finnst mér vert að benda á nokk- ur atriði sem máli skipta fyrir þau skoðanaskipti sem fram bafa farið á síð- um blaðsins. 1. Ef Magnús Guð- mundsson hefur „undir höndum gögn sem við er- um tilbúnir að leggja fyrir dómstóla, ef til þess kem- ur“, sem, eins og hann seg- ir „sanna ótvírætt tengsl Greenpeace við Sea Life og mútugreiðslumar“ má spyija hvers vegna þau gögn era ekki sýnd í myndinni „Manden í Regnbuen?“ Eins má spyrja, hvers vegna er hann ekki tilbúinn til að leggja þessi gögn fyrir les- endur Alþýðublaðsins? Þá er vert að minna á, að á sínum tíma lýsti Magnús Guðmundsson glaðbeittur yfir að hann hefði undir höndum gögn sem ótvírætt sýndu fram á að Green- peace hefðu falsað marg- umrædda selveiðisenu. Þegar til kom, reyndist honum þó um megn að leggja fram nokkur gögn þvf til stuðnings. Eins og alkunna er, felldi norskur dómstóll ummæli þar að lútandi í myndinni Lífs- björg í Norðurhöfum, sem dauð og ómerk. 2. Bókhald Greenpeace er endurskoðað af virtum og viðurkenndum endur- skoðendum, hvarvetna í heiminum. 3. í viðtali við Bjöm Ök- em í norska dagblaðinu, „Gudbrandsdölen Lille- hammer Tilskuer", þann 20. mars 1993, kemur fram að hann hafi „Faat sparken fra miljöorganis- ationen. Arsaken er at Ök- em ikke taklet den admin- istrative oppgaven, noe han selv er enig i“, Hann gaf upp sömu ástæðu í sænskum sjónvarpsþætti fyrir tæpu ári síðan. Bjöm var ekki rekinn sökum þess að skoðanir hans hafi stangast á við stefnu Greenpeace. Það er seinni tíma tilbúningur. 4. Magnús Guðmunds- son hefur verið styrktur fjárhagslega af aðilum sem sjá hagsmuni sína í því að rægja Greenpeace. Upp- lýsingar um slíkt er meðal annars að finna í Alþingis- tíðindum. 5. Tengsl Magnúsar við Ron Amold og önnur hægri öfgaöfl í Bandaríkj- unum era löngu kunn orð- in. Til dæmis hefur nýjasta mynd hans verið ákaft kynnt og hyllt af samtök- um bandarískra forseta- frambjóðandans, Lyndon LaRouche, 21st Century Science and Technology, sem greinilega höfðu undir höndum allar upplýsingar um hana áður en hún var framsýnd á dönsku sjón- varpsstöðinni TV 2. LaRouche hefur verið dæmdur til langrar fang- elsisvistar fyrir svindl og falsanir, er þekktur fyrir hægri-öfgamennsku og fullyrðingar í stíl við að El- ísabet Bretadrottning sé ein af lykilpersónum í heimsversluninni með eit- urlyf. Samstarf Magnúsar við LaRouche og kompaní nær að minnsta kosti aftur til 1989, en þann 8. júní það ár hélt hann blaða- mannafund í Washington, sem kostaður var af 21st Century Science and Technology. 6. Því fer fjarri að „þriðj- ungur fulltrúa á Banda- ríkjaþingi sendi forseta Bandaríkjanna yfirlýsingu þar sem gagnrýnd er stefna bandarískra stjómvalda gagnvart veiðum smá- þjóða eins og Islands og Noregs“. 7. Það er einnig ijar- stæða að halda fram að „í þeim stóra hópi sem kom og skoðaði hana (það er mynd Magnúsar) vora bæði Demókratar og Repúblikanar...“. Það komu nefnilega engir þingmenn til að skoða rnyndir Magnúsar. Ekki einu sinni Bill K. Brewst- er. 8. í bréfi mínu til Al- þýðublaðsins þann 11. janúar síðastliðinn hélt ég því ekki fram að „hvergi í myndinni sé minnst á að Watson sé höfuðpaur Sea Shepard“. Eg sagði ein- ungis að „má ljóst vera að ef Magnús þarf að leita í herbúðir Sea Shepard til að safna liði gegn Green- peace, er hann ekki í merkilegum félagsskap“. I myndinni er Watson kynntur með skjátexta sem „en av Greenpeace grund- are“. Þulurinn segir: „Paul Watson var með och startade Greenpeace. Efter sex ar lamnade han organ- isationen, bl.a. pa grand av en konflikt með David McTaggart.“ Út af fyrir sig er þetta rangt. Watson var ekki einn af stofnendum Green- peace, en um það er ekki deilt hér, heldur hitt að hvergi er þess getið í myndinni að Watson sé „höfuðpaur Sea Shep- hard“. Ekki heldur var þess getið að Watson var rekinn úr Greenpeace fyrir þær sakir að hann vildi beita aðferðum sem ein- kenndust af ofbeldi. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi Greenpeace um myndina „Manden í regn- buen“. Hvergi kemur fram í myndinni að Watson „hafi stofnað eigin öfgasam- tök“, eins og Magnús held- ur fram. Öðru nær hann er kynntur sem einn „af stofnendum Greenpeace" sem hafi orðið undir í valdabaráttu við David McTaggart. Að iokum. Magnús Guðmundsson hefur um árabil haft það að atvinnu að rægja og rakka Green- peace. Það væri illa gert af mér að kalla hann róg- tækni hvalveiðisinna allra landa. Þrátt fyrir allt er málstaður hvalveiðisinna ekki jafn lágkúrulegur og rógtækni Magnúsar. Að minnsta kosti ekki þeirra sem ég þekki til á íslandi og í Noregi. Þeir eiga ekki, líkt og Magnús, sameigin- legan málstað með hægri öfgamönnum eins og Ron Amold eða Lyndon LaRouche. Virðingarfyllst. | PALLBORÐIÐ: Snorri Guðmundsson skrit'ar Maður að Það er ánægjulegt að sjá að Gunnar Gissurarson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Fulltrúaráðs alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík til borgarstjómarkosninga sem fram fer 5. og 6. febrúar næstkomandi. Gunnar stefnir á 4. sæti á sameiginlegum lista minni- hlutaflokkanna. Hann hefur staifað í yfir 25 ár innan Alþýðuflokksins og gegnt mörgum trúnaðarstöð- um á þessum tíma fyrir jafn- aðarmenn. Gunnar hefur einnig víð- tæka reynslu á mörgum svið- um. Fyrst vann hann sem rekstrarstjóri hjá Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Þá starf- aði hann við ráðgjafastörf er- lendis í þrjú ár og fram- kvæmdastjóri Gluggasmiðj- unnar hf. hefur hann verið síðastliðin tíu ár. Gunnar er sonur Gissurar Gunnar Gissurarson. Símonarsonar, formanns Iðn- aðarmannafélagsins í Reykja- vík, sem einnig er vel þekktur fyrir störf sín innan Alþýðu- flokksins og margvísleg störf sín að félagsmálum í gegnum árin. Þekking og reynsla Það er mikill fengur að fá Gunnar inn á þennan sameig- inlega lista vegna reynslu hans af atvinnumálum. Það er nauðsynlegt að fá mann inn á listann sem hefur raunhæfa reynslu af rekstri fyrirtækja. Borgin er ekkert annað en fyr- irtæki sem skiptir miklu máli að sé vel rekið og þeim pen- ingum sem þar eru til skipt- anna sé ráðstafað af kunnáttu og fyllstu hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Þar kemur yfir- gripsmikil þekking og reynsla Gunnars að miklu gagni. Það er hagur okkar borgar- búa að peningum okkar sé ráðstafað af kunnáttufólki - fólki með faglega reynslu á því sviði. Mætum öll á kjörstað 5. og 6. febrúar og kjósum Gunnar Gissurarson í 4. sætið á sam- eiginlegum lista. PALLBORÐIÐ: Eiríkur B. Einarsson skrifar Rödd sem heyrist Eiríkur Bergmann Einarsson. Bolli Runólfur Valgarðsson. Ingvar Sverrisson. Nú stöndum við borgarbú- ar frammi fyrir raunhæfum möguleika á, að binda endi á nær 60 ára samfelld yfirráð íhaldsins í Reykjavík. Þau sögulegu tíðindi hafa gerst, að félagshyggjuflokkamir í borgarstjóm hafa tekið hönd- um saman, til þess að freista þess að ffelsa borgina úr klóm hins steinrunna risa. Nú þegar þessi langþráði draumur er í augsýn, verðum við að sýna styrk og vanda vel til verks- ins. í komandi prófkjöri Full- trúaráðs alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík verða kjós- endur að sjá til þess að upp verði stillt sterkum lista, með traústu og sigurstranglegu fólki. Traustur fulltrúi jafnaðarstefnunnar Bolli Runólfur Valgarðs- son er einn þeirra manna sem tvímælalaust á erindi inn í borgarstjórn. Bolli Runólfur, sem er formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og varaformaður Sambands ungra jáfnaðarmanna, hefur unnið þarft og fómfúst starf í þágu ungra jafnaðarmanna og verið traustur fulltrúi jafnað- arstefnunnar út á við. Ungir jafnaðarmenn hafa verið undirstaða grasrótarinn- ar og vaxtarbroddur Alþýðu- flokksins undanfarin ár og því er eðlilegt að fulltrúi ungu kynslóðarinnar, eins sterkasta afls flokksins, skipi 2. sæti Alþýðuflokksins til borgar- stjórnar, sem er 9. sæti hins sameiginlega listá. Bolli Runólfur hefur verið í framvarðasveit þeirrar þróun- ar, að virkja unga jafnaðar- menn til starfa í þágu jafnað- arstefnunnar og tendra vonar- neista í brjóstum þeirra um réttlátara þjóðfélag. Hann hefur átt stóran þátt í upp- byggingu Sambands ungra jafnaðarmanna, sem nú em stærstu og öflugustu samtök Alþýðuflokksins. Samband ungra jafnaðarmanna hefur á stuttum tíma brotist til vegs og virðingar, samtökin eru orðin sterkt stjómmálaafl - rödd sem heyrist. Ljóst er, að ef Bolli Runólf- ur hreppir 9. sæú hins sameig- inlega lista, þá munu ungir jafnaðarmenn brýna sverðin enn betur og leggja allan sinn þunga í komandi borgar- stjómarkosningar. Enginn skyldi vanmeta þau þungu lóð sem þar munu bætast á vogar- skálamar, til að fella íhaldið og skapa mannlegri borg. Bolli Runólfur er einn þeirra manna sem tilheyra ungu kynslóðinni, en nýtur einnig trausts þeirra eldri. Hann er því einkar vel til þess fallinn að ná til breiðrar fylk- ingar og breyta 9. sæti listans úr Ijarlægri óskhyggju yfir í raunhæft baráttusæti. Með samfylkingu félagshyggjuafl- anna og þeim ferskleika sem ungu kynslóðinni, og hennar fulltrúa fylgir, tryggjum við árangur. Ingvars þáttur Sverrissonar Annar er sá maður innan raða Sambands ungra jafnað- armanna sem ekki á hvað minnstan þátt í að hinn lang- þráði draumur um samein- ingu félagshyggjuaflanna varð að vemleika. Ingvar Sverrisson heitir hann. Ingvar hefur um langt skeið barist af dug og þrautseigju fyrir tilurð þessa lista. Á meðan svo gott sem allir höfðu gefið sameig- inlegan lista upp á bátinn hélt Ingvar áfram baráttu sinni. Og svo uppskera menn sem til er sáð. Ingvar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjör og er það miður. Hinsvegar veit ég það fyrir víst að ef til hans verður leitað um að taka sæú aftar á listanum þá mun hann hvergi skorast undan þeirri ábyrgð. Uppstillingarnefndin ætti því að grípa tækifærið og setja Ingvar Sverrisson á list- ann til að enn ferskari vindar fái blásið um hið nýja fram- boð. Annað væri skarð fyrir skildi. Höfundur er stjórnmálafræðinemi og forseti Málstofu Sambands ungra jafnaðarmanna um stjórnskipan.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.