Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 1
Prófkjör Alþýðuflokksins um 4. og 9. sæti á Reykjavíkurlistanum PÉTUR JÓNSSON í FJÓRÐA OG GUNNAR GISSURAR. í NÍUNDA SIGURGLEÐI: Sigurvegarar íkjöri Alþýðuflokksins, Pétur Jónsson og Gunnar Gissurarson. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „Ég er að sjálfsögðu afar ánægður með út- komuna og ekki síst það traust sem félagar mín- ir í Alþýðuflokknum hafa sýnt mér til að vinna góð verk innan borgarstjórnar Reykja- víkur. Að sjálfsögðu mun ég vinna á þessum vettvangi eftir minni bestu samvisku í fram- tíðinni“, sagði Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá Ríkisspítöl- um, en hann varð efstur í prófkjöri Alþýðu- flokksins um 4. og 9. sæti á sameiginlegum lista til borgarstjórnar- kosninga í vor. Pétur verður því í 4. sæti Reykjavíkurlistans en Gunnar Gissurarson sem varð annar í próf- kjörinu tekur sæti númer 9. Pétur sagði í gær að vissulega væri skoðana- könnunin sem DV birti í gær ánægjuleg, en slíkar kannanir gætu hinsvegar reynst varasamar. (I skoðanakönnun DV kemur fram að Reykjav- íkurlistinn fengi 10 borg- arfulltrúa af 15 væri kos- ið nú.) Pétur sagði að nú riði á að allir aðilar að Reykjavíkurlistanum ynnu ótrauðir áfram og \, fullri eindrægni að vinna listanum raunveiulegs fylgis sem skilaði sér í kjörkassana og dygði til að fella núverandi meiri- hluta. Nú væri unnið að gerð málefnasamnings aðilanna og ynnist það verk létt. Aformað væri að kynna Reykjavíkurl- istann í lok þessa mánað- ar. Gunnar Gissurarson, hreppti 9. sætið. Hann sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að hann væri mjög sáttur við úr- slitin og hann óskaði Pétri Jónssyni til ham- ingju með 4. sætið og sagðist vonast til að eiga eftir að vinna með Pétri í borgarmálum í framtið- innk „Eg tel að með svo öfl- ugri þátttöku Alþýðu- flokksfólks í prófkjörinu hafi komið í ljós svo ekki verið um villst að meðal flokksfólks er gtfurlegur áhugi fyrir sameiginlega framboðinu. Ég held líka að þessi niðurstaða sé mjög ásættanleg fyrir flokkinn", sagði Gunnar Gissurarson og þakkaði flokksfélögum góðan stuðning. Því hefur heyrst fleygt að úrslit skoðanakönnun- arinnar nú hefðu orðið svo hagstæð Reykjav- íkurlistanum vegna þess að Alþýðuflokkurinn var mjög í sviðsljósi fjöl- miðla um helgina vegna prófkjörsins. Benda má á móti að könnunin er gerð örfáurn dögum eftir að úrslit í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins eru ljós og eru enn í umræðunni. Það sem Reykvíkingar eru í raun að segja er ægi- legur áfellisdómur yfir stjómsýslu sjálfstæðis- manna í Reykjavíkurborg á undanfömum ámm. Mikið fjölmenni var í Rósinni, félagsmiðstöð jafnaðarmanna, þegar Ami G. Stefánsson, for- rnaður kjömefndar, til- kynnti úrslit á sunnu- dagskvöldið. Urslit urðu þau að Pét- ur Jónsson fékk 147 at- kvæði í 4. sæti sameigin- lega listans, en samtals 230 atkvæði; Gunnar Gissurarson, fram- kvæmdastjóri Glugga- smiðjunnar hlaut 135 at- kvæði í 4. sæti og samtals 182 og mun því skipa 9. sæti sameiginlega listans; Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir, hlaut 103 atkvæði í 4. sætið og alls 169 at- kvæði; Þorlákur Helga- son, deildarsérfræðingur, hlaut 111 atkvæði í 4. sætið og alls 167 at- kvæði; og Gylft Þór Gíslason, tæknifræðing- ur, hlaut alls 130 atkvæði. Hinir 5 þátttakendumir (- Bolli Runólfur Valgarðs- son, Bryndís Kristjáns- dóttir, Hlín Daníelsdóttir, Rúnar Geirmundsson og Skjöldur Þorgrímsson) fengu færri atkvæði. Samkvæmt samkomu- lagi frambjóðenda vom atkvæðatölur neðstu fímm sætanna ekki gefn- arupp. Kjörsókn var góð. Af um 1.200 sem á kjörskrá vom, mættu 565 og kusu. Athugið að Krata- kafli verður í Rtisinni á morgun, miðviku- dag. Heiðursgestir: Pétur Jónsson og Gunnar GLssurarson. Sjá nánar umfjöllun um prófkjöríð í Ieið- ara og myndasvrpu á baksíðu. Alls hafa 20 manns látist úr alnæmi Um síðustu áramót höfðu greinst samtals 83 einstaklingar á Is- landi með smit af völd- um HIV. Alls eru nú 20 manns látnir úr al- næmi, lokastigi sjúk- dómsins. f frétt frá embætti land- læknis kemur fram að á síðasta ári greindust þrír nýir sjúklingar með HIV smit, sex greindust með alnæmi og átta létust vegna sjúkdómsins. Á fs- landi hafa því greinst samtals 31 einstaklingur með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, og eru 20 þeirra látnir. Samanlagt nýgengi sjúkdómsins er því 11,7/100.000 íbúa. Kynjahlutfall HIV smit- aðra og alnæmissjúklinga er um það bil ein kona fyrir hverja sex karlntenn. Af þeim 83 sem hafa greinst með HIV smit eru 55 hommar/tvíkyn- hneigðir sem hafa smitast við kynmök. Gagnkyn- hneigðir sem hafa smitast við kynmök eru 11 og níu fíkniefnaneytendur hafa smitast með sprautu. Flestir sem hafa smitast eru á aldrinum 20 - 29 ára eða 38 einstaklingar. Vinningstölur 5. febr. 1994 j VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING Q 5 af 5 5 2.149.301 El+4at5 5 181.307 m 4 af 5 197 7.937 ;E93 af 5 8.022’ 454 Aðaltölur: 13 24 34 BÓNUSTALA: Heildarupphæð þessa viku: kr.16.858.617 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 9T- 68 IS 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 Skondin tíðindi af prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík BORÐ SEM ER EKKITIL SÖLU! Pétur Jónsson, sigurvegarinn í kjöri Alþýðuflokks- ins í Reykjavík um helgina, var sífellt inntur eftir því hvernig hann hefði hagað kosningaund- irhúningi, þegar úr- slitin lágu fyrir og menn ræddu úrslit- in í Rósinni. Pétur svaraði því til að þetta hefði mest ver- ið gert við eldhús- horðið heima“. Rúnat Geirmunds- son, einn frambjóð- endanna, sem átti ekki jafngóðu gengi að fagna í kjörinu stakk þá upp á því við Pétur að hann seldi sér eld- hú.sborðið góða fyrir næsta prófkjör. Pétur svaraði því til að borðið væri ekki falt, enda eiginkonunni að mæta, ef það yrði selt. Borðið þjónaði jafnframt sem sauma- borð frúarinnar, og það gæti hugsanlega kom- ið í góðar þartir í pólit- ísku starfi síðar. Eldsneytis- og mengunarbúnað í all- ar ríkisbifreiðar og í fiskiskipaflot- ann, segir í tillögu til þingsályktunar sem Gísli S. Einarsson og Petrína Baldursdóttir leggja fram á Alþingi Flotinn gæti sparað 200 milljónir á ári - og rfldð, stærsti bfleigandinn, gæti sparað 4-10% af eldsneytisútgjöld- um sínum. Einnig myndi blýmengun andrúmslofts minnka til muna „Alþingi ályktar að fela umhverfisráð- herra að beita sér fyrir að allar bifreið- ar í eigu ríkisins verði búnar eldsneyt- issparnaðar- og mengunarvarnar- búnaði, svokölluðum brennsluhvata“, seg- ir í tillögu til þings- ályktunar, sem þing- menn Alþýðuflokks- ins, Gísli S. Einars- son og Petrína Bald- ursdóttir bera fram á Alþingi. Búnaður sá sem hér er rætt um sparar elds- neyti mismikið eftir tegundum, en spamað- urinn er sagður vera á bilinu 4—10%. Sá spamaður gæti verið upp á tugmilljónir króna á ári hjá ríkinu, stærsta bfleiganda Iandsins, sem að vísu fær í sinn hlut stóran bróðurpart af eldsneyt- isverðinu í ríkissjóð. Minnkun skaðlegra efna og lofttegunda í útblæstri vegna betri brennslu og þar með lægri útblásturshita liggur á bilinu 15-60% eftir gasteg- undum. I þingsályktunartil- lögunni er bent á að mælingar á koltvísýr- ingi sýni að hlutfallið í útblæstri eykst lítillega en gengur til baka vegna þess að brennt ér minna magni af ol- íu/bensíni til þess að fá sömu orku út úr vél- inni. Án þess að fram- kvæma kostnaðarsam- ar breytingar geta flestir bflar með notk- un Powerplus búnað- arins brennt blýlausu eða blýminna bensíni og þar af leiðandi minnkar blýmengun af Petrína Baldursdóttir. völdum fólksbfla um um það bil 20 tonn á ári. Þá er bent á ná- kvæmar rannsóknir tæknideildar Fiskifé- lags Islands og Vél- skóla íslands með styrk ffá Landssam- bandi íslenskra út- vegsmanna og um- hverfisráðuneytis á vél togarans Snorra Sturlusonar. Niður- stöður hennar sýna fram á að ef íslenski togara- og fiskiskipa- flotinn notaði Clean- bum brennsluhvatann, gæti verið um að ræða 200-300 milljóna króna rninni eldsneyt- iskostnað, eða lækkun um 4-5%. Segja flutnings- menn að eðlilegt væri að veita úr Fiskveiða- sjóði sérstaka fyrir- greiðslu til að flýta fyr- ir uppsetningu þessa búnaðar í flotann með tilliti til spamaðar og minni mengunar. ÚTSALAN HAFIN ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR! SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.