Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. febrúar 1994 HASKOLINN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Ræða SVEINBJÖRNS BJÖRNSSONAR háskólarektors á Háskólahátíð 5. febrúar 1994 S Hve lengi vUl Island vera talið þróunarland í menntamálum? Kæru kandidatar og gestir, ágætir samstarfsmenn. Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessarar Há- skólahátíðar og brautskráningar kandidata. Ég flyt ykk- ur einnig kveðjur menntamálaráðherra Olafs G. Einars- sonar, sem er staddur erlendis. Við erum hér saman komin til að fagna tímamótum f hópi föngulegs æsku- fólks, sem lokið hefur ströngu námi. Við kennarar og aðstandendur gleðjumst yfir árangri ykkar kandidat- anna og þeim liðsauka, sem þið verðið þjóðinni í bar- áttu hennar fyrir aukinni menningu og bættum efnahag. Þið andið nú léttar eftir að hafa komist klakklaust yfir þennan hjalla en brennið jafnframt í skinninu að hefja næsta áfanga, framhaldsnám eða starf, þar sem mennt- un ykkar nýtist. Sú framtfðarsýn sem við ykkur blasir í íslensku þjóð- félagi og nánasta umheimi er á margan hátt önnur, en við höfum vanist tvær undanfamar kynslóðir. Verð- bólga, sem hrjáð hefur íslenskan eíhahag, er horfm og með henni mörg fyrirtæki, sem ekki hafa reynst hag- kvæm við breyttar aðstæður. Við höfum gert samninga við önnur Evrópuríki um alþjóðlegt samstarf á sviði viðskipta. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu mun hafa djúptæk áhrif á þjóðfélag okkar. Inngöngu í þetta samstarf fylgir hörð og frjáls samkeppni í öllum fyrir- tækjarekstri. Samningurinn skuldbindur okkur til að ganga á enda þá braut, sem við höfum verið að feta til frelsis í gjaldeyrismálum. Þessa mun gæta í þjónustu banka, verðbréfafyrirtækja og tryggingafélaga. Hag- stjóm hér verður vandasamari og nánar tengd hagstjóm annarra ríkja. Við emm orðin hluti af markaði 300 milljóna manna. Evrópskir markaðir hafa orðið æ mik- ilvægari fyrir sjávarafurðir okkar og með lækkun tolla opnast tækifæri til hagstæðari verslunar með unna fisk- vöm, einkum fersk eða söltuð flök. Ekki em þau tæki- færi síðri sem nú gefast fyrir íslenskan matvælaiðnað til að koma fullunnum neytendavömm beint á markað. Við þessa aðild opnast einnig leiðir til að sækja í Evr- ópusjóði styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna fyrir sjávarútveg og landbúnað, örva tækniþróun í þessum greinum og auka vinnsluvirði afurðanna. Gerbreyttir möguleikar Samningurinn mun einnig hafa mikil áhrif í mennta- málum okkar. Við höfum alla tíð sótt nám til annarra landa, en nú munu nemendur geta stundað hluta af námi sínu hér og erlendis og tekið þátt í þjálfunar- og rann- sóknaverkefnum á vegum Evrópubandalagsins. Aðild- inni fylgja einnig gerbreyttir möguleikar fyrir þá sem vilja flytja sig um set og leita til hins nýja viðskipta- bandalags eftir atvinnu og menntun. Þar munu þeir njóta sömu réttinda og heimamenn. Sú einangrun, sem eftir lifði 1' samskiptum okkar við aðrar þjóðir, verður nú rofin, en eftir er að sjá, hvemig okkur tekst að nýta það frelsi, sem í boði verður. Sumir hafa óttast að með al- þjóðlegum samningum sem þessum skerðist efnahags- legt og menningarlegt sjálfstæði okkar og hætta sé á því að þjóðmenning okkar drukkni í menningaráhrifum stærri þjóða. Þau örlög eru undir sjálfum okkur komin. íslenskri þjóðmenningu verður hvorki bjargað né við- haldið með einangrun. Hún hefur jafnan þrifist best, þegar samskipti voru sem greiðust við Evrópu. Á sviði menningarmála jafnt sem atvinnulífs verðum við að treysta stöðu okkar í þeirri hörðu samkeppni, sem nú fer í hönd. Þar eru allir sammála um að menntun muni skipta sköpum. Alþjóðleg menntun Atvinnuleysi hefur verið landlægt í Evrópulöndum og því miður virðist það einnig vera að festa rætur hér á landi. Við höfum vonað að það sé aðeins tímabundið vegna takmörkunar á þorskafla, en fyrir því höfum við enga vissu. Atvinnuleysið ber sömu einkenni hér og er- lendis. Þeir, sem minnstrar skólagöngu hafa notið, verða harðast úti. Þeir, sem meiri menntun hafa, geta sinnt fleiri störfum og Iagað sig að breyttum kröfum. Þótt þorskstofninn nái sér aftur á strik, íjölgar ekki störfum í frumatvinnuvegunum, landbúnaði, fiskveið- um eða orkuvinnslu. Fjölgunin verður í iðnaði, þjónustu og verslun. Þar höfum við engar auðlindir umfram aðr- ar þjóðir til að gefa okkur forskot í samkeppni. Við verðum líkt og þær að byggja á góðri menntun æsku- fólksins. Sú menntun verður að vera alþjóðleg, því að okkar fólk verður að vera jafnvfgt öðrum, sem við það keppa, hvort heldur það er á erlendum mörkuðum eða í erlendri samkeppni hér á landi. Sem smáþjóð, talandi tungu sem aðrir skilja ekki, verðum við auk fagnáms að ná góðu valdi á erlendum málum. Við höfum notið þeirrar gæfu að eiga fjölmenna árganga æskufólks, sem vilja fá tækifæri til náms og hafa sótt sér menntun í skóla hér og marga bestu skóla erlendis. Það hefur flutt nýja þekkingu og fæmi heim og flestir hafa fundið störf við sitt hæfi. Nú em hins vegar ýmis teikn á lofti, sem benda til þess, að breyting sé í aðsigi. Áhugi unga fólks- ins á námi er óbreyttur, en erfitt efnahagsástand hér heima hefur takmarkað tækifæri til að nýta þekkingu þeirra, sem vilja koma heim til starfa. Sá hópur stækk- ar, sem lýkur þjálfun til rannsókna eða sérfræðistarfa er- lendis, en finnur engin tækifæri til að nýta þá þekkingu hér heima. Besta ráð, sem við getum gefið þeim, er að taka tilboðum um vinnu erlendis um tíma og sjá, hvort ekki rætist úr málum hér heima. Þar með er þeirri hætm boðið heim, að þetta vel menntaða æskufólk flendist hjá öðmm þjóðum, sem kunna betur að nýta þekkingu þess sér til framdráttar. Hættan er að því leyti meiri, að marg- ar þjóðir Evrópu eiga fá böm og sjá fram á skort á ungu menntafólki, sem vill leggja á sig langa þjálfun til að ná þeirri starfshæfni, sem nútíma iðnaður og þjónusta kreijast. Frændur okkar Irar þekkja þennan vanda. Þeir hafa um langan aldur misst blóma síns menntafólks úr landi. Innan Evrópubandalagsins er írland talið útkjálki, sem þarf sérstakan stuðning við uppbyggingu atvinnu. Þrátt fyrir myndarlega aðstoð bandalagsins, hafa írar ekki enn náð að snúa málum sér í hag. Framlög til menntamála Á þá fyrir okkur að liggja að verða útkjálki Evrópu, sem sér henni fyrir ungu menntafólki, hráefni til mat- vælaiðnaðar og orku um sæstrengi? Til þess að svo fari ekki, verðum við að huga betur að menntamálum okkar og þeim atvinnutækifæmm, sem við getum boðið vel menntuðu ungu fólki. Vandinn er í því fólginn að fmm- atvinnuvegir okkar hafa mjög takmarkaða þörf fyrir há- skólamenntað fólk. Við verðum að finna ný viðfangs- efni, sem vissulega byggja á gmnni eða hráefni fmmat- vinnuveganna, en skapa aukin verðmæti með nýrri þekkingu, hugviti og starfsfæmi. Samanburður á útgjöldum þjóða til menntamála er erfíður, en af slíkum tölum virðist þó Ijóst, að margar þjóðir verja mun stærri hluta þjóðartekna sinna til menntamála en við gemm. Samanburður á hlutfalli af vergri landsframleiðslu hefur þann kost að þar ættu mismunandi verðlag og kauptaxtar ekki að skekkja samanburðartölur. Samkvæmt tölum frá OECD nemur framlag opinberra aðila til fræðslumála í Danmörku og Noregi um 6,9% af vergri landsframleiðslu en sama hlutfall að meðtöldu framlagi til Lánasjóðs íslenskra námsmanna mun hafa verið um 5,4% hér árið 1992. Það ár námu opinber útgjöld okkar til fræðslumála um 20,6 milljörðum. Til að jafna muninn við Dani eða Norðmenn þyrftum við að auka framlög til menntamála um rúma sex milljarða króna. Þessi munur yrði enn meiri, ef tekið væri tillit til þess, að mun stærri hluti ís- lensku þjóðarinnar en hinna þjóðanna er undir þrítugu. Rétt að geta þess að hlutfall opinberra fræðsluútgjalda okkar hefur farið vaxandi undanfarinn áratug og það gildir einnig um hlutfall fræðsluútgjalda heimilanna, en verulega virðist þó enn á skorta í samanburði við Dani og Norðmenn. Getum við vænst þess, að okkar skólar standi jafnfæús skólum þessara þjóða, ef við veijum mun minna til þeirra? Hvar gæú þessi munur falist í skólakerfi okkar? Sennilegt er að skýringar finnist á öll- um skólastigum, og þijár vel þekktar má nefna. Við höfum ekki komið upp einsetnum grunnskóla og ekki byggt upp næga verkmenntun á framhaldsstigi, heldur látið bóknámsbrautir duga, þar sem þær eru ódýrari. Við höfum heldur ekki byggt upp rannsóknanám á háskólastigi í sama mæli og hinar þjóðimar, heldur sent nemendur okkar að mestu utan til framhaldsnáms. Þótt hlutfall opinberra framlaga okkar til fræðslumála hafi ekki haldið í við Dani og Norðmenn, hefur það vaxið úr 4,7 í 5,4% af vergri landsframleiðslu á undanfömum áratug. Um helmingur opinberra fræðsluútgjalda hefur farið til gmnnskólastigsins, ríflega 23% til framhalds- skóla, um 14% til háskólastigs og um 14% til annarra útgjalda svo sem námslána og stjómunarkostnaðar. Þessi skipting hefur haldist lítið breytt, þótt sú breyúng hafi orðið á skólasókn, að stærri hluú hvers árgangs sækir nú íramhaldskóla og háskóla. Sú liúa lækkun, sem oröið hefur á hlut gmnnskóla, virðist hafa farið til aukinna námslána og stjómunarkosmaðar. Fróðlegt væri að bera þessi hlutföll saman við hlutföll Dana og Norðmanna, en þær tölur em mér ekki tiltækar að þessu sinni. Mótun nýrrar menntastefnu Menntamálaráðherra hefur unnið að mótun nýrrar menntastefnu og endurskoðun laga um gmnnskóla og framhaldsskóla. Fmmvörp munu verða lögð fyrir Al- þingi á komandi vori til að festa þessa stefnu í sessi og búa í haginn fyrir framkvæmd hennar. Skólamenn vænta sér mikils af þessum áformum. Hætt er þó við að þau bæti lítið stöðu okkar í samkeppni við aðrar þjóðir. ef ekki er jafnframt mörkuð stefna og markvisst að því unnið að ná jöfnuði við helstu viðmiðunarlönd okkar í framlögum til fræðslumála. Ríkisstjómir Norðurlanda em nú að gera með sér samning um aðgang Norður- landabúa að æðri menntun. Hann felur í sér, að allir Norðurlandabúar eiga sama rétt og heimamenn, þegar þeir sækja um aðgang að háskólum. Undirbúnings- menntun, sem telst næg f heimalandinu, á að teljast næg í hinum löndunum, en finna verður leiðir til að bera ár- angur á stúdentsprófi saman, ef velja þarf úr umsækj- endum vegna þess að fleiri sækja en skólinn getur tekið í móti. Það nýmæli fylgir þessum samningi, að heima- landinu er ætlað að greiða gistilandinu menntunar- kostnað hvers stúdent, sem það sendir til náms. Á hin- um Norðurlöndunum er meðalkostnaður fyrir hvert námsár ekki undir 500 þúsund króna, en hér er hann um 300 þúsund. Þennan kostnað höfum við aldrei greitt, þótt námsmenn okkar á hinum Norðurlöndunum séu að jafnaði um 600 talsins. Reyndar hafa frændur okkar sýnt þann rausnarskap að undanþiggja Islendinga þess- um greiðslum, að minnsta kosti fyrst um sinn, en við hljótum að spyrja, hve lengi við getum réttlætt fyrir sjálfum okkur að þiggja þær ágætu gjafir. Hve lengi vill Island telja sig meðal þróunarlanda í mennntamálum? Ákvæðið um jafngildi stúdentsprófa gerir það óhjá- kvæmilegt að samræma íslenskt stúdentspróf milli ís- lenskra framhaldskóla, svo að unnt verði að taka mark á einkunnum í samanburði innanlands og erlendis. Há- skóli íslands er einnig í jreim vanda að hann er með lög- um skyldur til að taka við hverjum stúdent, sem þangað sækir, óháð tjárveiúngum, sem hann hefur úl kennslu. Samningurinn gerir honum skylt að taka við öllum nor- rænum stúdentum, sem um það sækja. Nú eru um 70 stúdentar frá hinum Norðurlöndunum í Háskóla Is- lands. Vissulega væri það ánægjulegt, ef þeim fjölgaði hér, en þá verða fjárveitingar að koma á móti. Helst mætú búast við aðsókn í þeim greinum, sem em með takmarkaðan fjölda námssæta í hinum löndunum. Þótt það haldi nokkuð frá, að fyrirlestrar fara fram á ís- lensku, em kennslubækur flestar á ensku og reynslan af þeim nonrænu stúdentum, sem hingað hafa sótt, sýnir, að þeir em fljótir að ná valdi á náminu þrátt fyrir ís- lenskuna. Sjóður til styrktar rannsóknanámi Ríkisstjómin hefur samþykkt vísinda- og tækni- stefnu í kjölfar úttektar OECD-stofnunarinnar á stöðu rannsókna- og þróunarstarfs (landinu. Menntamálaráð- herra undirbýr nú fmmvarp til laga, þar sem Vi'sindaráð og Rannsóknaráð verða sameinuð og sjóðir til styrktar rannsóknaverkefnum efldir. Ráðherra getur stofnað sjóð úl styrktar rannsóknamámi, sem verður f höndum hins nýja ráðs. Styrkir verða að hluta til framfærslu stúdents í slíku námi og að hluta til kennslu- og rann- sóknakostnaðar. Mikill áhugi er meðal stúdenta, sem lokið hafa fyrsta háskólaprófi, að innritast til meistara- náms, þar sem þeir fá þjálfún úl rannsókna og glíma við íslensk verkefni. Sjóðurinn getur ekki sinnt nema litlum hluta þeirra umsókna sem til hans berast. Hann verður því að velja strangt, bestu námsmennina og bestu leið- beinenduma og hafa hliðsjón af vísindalegu gildi verk- efnisins. Nýlega var úthlutað 21 milljónum króna til 24 stúd- enta og á komandi hausú verður 12 milljónum króna út- hlutað til viðbótar. Þessi sjóður er Háskóla íslands mik- ið fagnaðarefni og hann mun verða stúdentum og kenn- umm hvatning til dáða. Þjóðin hefur hingað úl lítið not- ið þess mikilvæga framlags, sem stúdentar skila með rannsóknum í framhaldsnámi. Meðan þetta nám fer að mestu fram erlendis, fara bæði Háskólinn og þjóðlífið á mis við frjóa hugsun og ósérhlífið framlag áhugasamra framhaldsnema, og þeir ná ekki skilningi á íslenskum atvinnuháttum, þörfum vinnumarkaðar og takmörkun- um hans. Meðal annarra nýmæla í vísinda- og tækni- stefnu ríkisstjómarinnar em stöður rannsóknaprófess- ora og styrkir úl þeirra, sem lokið hafa doktorsnámi og vilja hefja störf hér við rannsóknir. Verði þessi fyrirheit efnd, munu þau verða Háskóla íslands og öllum rann- sóknum hér á landi úl mikillar styrktar. Þeim tengjast einnig þau fyrirheit, sem aðild okkar að rannsóknaáætl- unum Evrópubandalagsins gefur. Þar bjóðast tækifæri til rannsókna og þróunar, sem geta stóraukið verðmæti útflutningsafurða okkar og bætt samkeppnisstöðu okk- ar á erlendum mörkuðum. Um þá styrki verðum við að keppa við aðrar þjóðir bandalagsins og sanna að við höfum hæfu fólki og góðri aðstöðu fram að tefla. Við komumst ekki hjá því að kosta sjálf nokkm úl, ef ávinn- ingur á að nást. Þar skiptir sköpum hvemig við stöndum að menntun æskufólksins og styðjum við rannsóknar- starfsemi í landinu. Góður starfsandi Ég hef helgað þessa ræðu nýjum viðhorfum vegna aðildar okkar að efnahagssamvinnu Evrópulanda og enn nánara samstarfs Norðurlanda um æðri menntun. Meginniðurstaða þeirra hugleiðinga er, að við þurfum að stórauka framlög okkar til menntamála, ef við viljum halda velli í þeirri samkeppni, sem á okkur dynur. Að lokum vil ég fara nokkmm orðum um eigið starf Háskólans. Ríkisstjóm og Alþingi hafa mætt óskum Háskólans um aukið fé til rannsókna með stofnun rann- sóknanámssjóðs, sjóði til sumarvinnu stúdenta við rannsóknir og auknu framlagi í Vinnumatssjóð, sem veitir kennurum og sérfræðingum laun fyrir afköst við fræðileg ritstörf. Kjarasamningar hafa verið endumýj- aðir og vinnufriður tryggður. Háskólinn nýtur góðs starfsanda meðal kennara og nemenda, þrátt fyrir lág laun, erfiðari lánakjör og margs konar erfiðleika við að veita nemendum þá aðstoð í námi sem verðugt væri. Það hafa hins vegar verið Háskólanum vonbrigði að ekki hefur reynst unnt að bæta kennsludeildum þann niðurskurð, sem þær urðu fyrir á árinu 1992. Háskólinn hefur sýnt fulla ábyrgð og haldið útgjöldum innan ramma fjárlaga, en því er ekki að neita að til þess hefur þurft harkalegar aðgerðir, sem einkum bima á þjónustu við nemendur og kjömm kennara. Margar þeirra mátti réttlæta til eins árs, en þær geta valdið verulegum skaða, ef búa verður við sama ástand í mörg ár. Háskólinn þarf að vera í stöðugri þróun og vinna að nýmælum í starfseminni. Vegna takmarkaðra fjárveit- inga þyrfú Háskólinn í raun að fækka verkefnum úl að geta sinnt betur því sem brýnast telst. Aukin aðsókn stúdenta ýtir hins vegar undir nýjar námsgreinar og námsbrauúr. Með innri hagræðingu hefur verið unnt að ryðja nokkmm nýmælum braut, en aðrar fyrirætlanir verða að bíða aukins Ijár. Djáknanám er nú hafið á veg- um guðfræðideildar og samkomulag hefur tekist milli Samskiptamiðstöðvar heymarlausra og heymarskertra, menntamálaráðuneytis og heimspekideildar Háskólans um kennslu í táknmálfræði og táknmálstúlkun. Heym- arlausir hafa verið mjög einangraðir í íslensku samfé- lagi. Táknmál er þeirra tungumál, en vegna skorts á túlkum hafa þeir ekki getað aflað sér nauðsynlegrar starfsmenntunar né nýtt sér aðra þjónustu samfélagsins. Vegna tengsla við íslenskt mál og samfélag er augljóst að þetta er betur komið hér heima en erlendis. Heim- spekideild hefur mikinn áhuga á að koma á námi fyrir þýðendur og bjóða námskeið í erlendum tungumálum fyrir nemendur í lögum og viðskiptagreinum. Tilraun með tungumálanám í viðskiptagreinum hófst í fyrra með kennslu í ensku og kennslu í frönsku á þessu miss- eri. Aðstoð við atvinnulausa Háskólinn hefur um langa hríð haft áhuga á að auka kennslu og rannsóknir sínar á sviði sjávarútvegs. Marg- víslegt efni er nú í boði á þessu sviði innan verkfræði- deildar, raunvísindadeildar, viðskipta- og hagfræði- deildar, félagsvísindadeildar og lagadeildar. í byrjun þessa árs hófst á vegum Endurmenntunarstofnunar Há- skólans þriggja missera nám í sjávarútvegsfræðum, sem stjómendur í fiskvinnslu og útgerð víðs vegar af landinu sækja með starfi sínu. Einnig liggja nú fyrir há- skólaráði tillögur um meistaranám í sjávarútvegsfræð- um, sem væntanlega yrði rannsóknatengt framhalds- nám á vegum þeirra deilda, sem hér vom nefndar. I það nám gætu sótt þeir sem lokið hafa fyrsta háskólaprófi frá viðeigandi deildum Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri. I upphafi máls míns get ég þess að nú virtist atvinnu- leysi ætlað að verða hér landlægt, en því höfðum við ekki kynnst að ráði eftir að lýðveldið var stofnað. Einn ánægjulegur þáttur í starfsemi Háskólans hefur verið aðstoð Upplýsingaþjónustu Háskólans við atvinnulaust fólk í leit að atvinnutækifæmm og hvatning til endur- menntunar og sjálfsbjargar. Stúdentar sjálfir hafa stofn- að nemendafyrirtæki til að öðlast reynslu og búa sig undir sjálfstæð störf að námi loknu. Einnig hefur Náms- ráðgjöf Háskólans virkjað eldri nemendur úl að leggja þeim yngri holl ráð. Þessi dæmi sýna glöggt vilja Há- skólans og nemenda hans til að verða að sem mestu gagni. Kæm kandidatar, nú er komið að þeirri stundu, að þið takið við vitnisburði Háskólans um árangur ykkar í námi. Háskólinn er meúnn eftir menntun þeirra, sem frá honum koma, hvort sem það er til frekara náms í öðmm háskóla eða til starfa í þjóðfélaginu. Við vonum að ykk- ur famist vel og þið berið héðan gott veganesú. Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita ykkur aðstoð og stuðning og hvetja þá viðbótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa og hann megnar að veita. Við þökkum ykkur ánægjulegt samstarf og samvem og óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gæfu og gengis á komandi ámm. Guð veri með ykkur. Fyrirsögn og millifyrirsagnir: Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.