Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKOÐANIR Þriðjudagur 8. febrúar 1994 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Velheppnað prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík fór fram um heígina. Um 1200 manns voru á kjörskrá og greiddi um helmingur þeirra at- kvæði. Hin mikla þátttaka alþýðuflokksmanna í prófkjörinu ber vitni um mikinn áhuga flokksmanna á prófkjörinu og fyrirhugaðri þátttöku Alþýðuflokksins í sameiginlegum lista sem teflt er gegn meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur í kom- andi borgarstjómarkosningum í vor. Alþýðuflokkurinn hefur fengið tvö sæti á Reykjavíkurlista félagshyggjufólks, fjórða og níunda. Það var fyrst og fremst keppt um þessi tvö sæti í prófkjörinu um helgina en nái Reykjavíkurlistinn meirihluta í komandi kosningum veita bæði sætin trygga setu í borgarstjórn. Niðurstaða prófkjörsins varð sú, að Pétur Jónsson varð efstur og hreppti fjórða sætið á Reykjavíkurlistanum en Gunnar Gissurarson það níunda. Báðir em þessir menn þekktir af verkum sínum innan flokks sem utan. Pétur er viðskiptafræðingur sem starfað hefur inn- an Alþýðuflokksins í 30 ár. Hann hefur fengist við ýmisleg störf í þjóðfélaginu en undanfama tvo áratugi hefur Pétur unnið hjá Rík- isspítölunum, síðustu 12 árin sem framkvæmdastjóri stjómunar- sviðs. Menntun Péturs og starfsreynsla mun nýtast Alþýðuflokkn- um vel við stjómun Reykjavíkurborgar. Gunnar Gissurarson er einnig þekktur af störfum sínum innan Alþýðuflokksins. Hann hef- ur þar að auki víðtæka reynslu og þekkingu af atvinnulífi og hefur staifað bæði hér á landi og erlendis við stjómunarstörf. Gunnar er núverandi framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar og þekkir til dag- legrar stjómunar og atvinnuhátta í Reykjavíkurborg. Það eru því góðir og verðugir fulltrúar sem Alþýðuflokkurinn teflir fram á Reykjavíkurlistanum gegn ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Gott og frambærilegt fólk einkenndi prófkjörslista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Það var því erfitt fyrir margan alþýðuflokksmann- inn að gera upp á milli sterkra frambjóðenda. Þannig hefðu þeir sem næstir komu í prófkjörinu einnig verið frábærir fulltrúar Alþýðu- flokksins á Reykjavíkurlistanum. En eðli kosninga er auðvitað það, að nokkrir koma efstir og aðrir aftar, þótt oft sé mjótt á mununum einsog í umgetnu prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík. Það felst engin höfnun flokksmanna í þeirri staðreynd að 8 frambjóðendanna náðu ekki í tvö efstu sætin. Þvert á móti hefur Alþýðuflokkurinn meiri þörf fyrir krafta þessa góða fólks og annarra stuðningsmanna en oft áður þegar flokkurinn leggur nú sameinaður út í langa og stranga baráttu vegna sveitarstjómarkosninganna í vor. Mikil þátttaka alþýðuflokksmanna í prófkjörinu um helgina, sterk- ir frambjóðendur og sterk niðurstaða, styrkir og eflir stöðu Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Það er einnig gleðilegt, að prófkjörsbaráttan fór fram með prýði og var öllum aðstandendum til mikils sóma. Hvergi bar á heift eða lúalegum vinnubrögðum, heldur héldu stuðn- ingsmenn frambjóðenda sínu fólki fram án þess að falla í þá gryfju að níða skóinn hver af öðmm. Prófkjörið var einnig gjörsamlega laust við skmm og hávaða, sem varð til þess að margir íjölmiðla- menn töldu að lítill áhugi væri meðal alþýðuflokksfólks á prófkjör- inu. Fjöldi þátttakenda (565) talar hinsvegar sínu máli því fyrirfram var rætt um að ágætt væri ef um 400 manns kæmu að kjósa. Það sýnir siðferðislegan styrk flokks að geta tekist á innbyrðis í prófkjöri án vopnaglamurs og vítaverðra vinnubragða. Því miður hafa próf- kjór oft verið flokkum dýrkeypt hvað þetta varðar. Prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykjavík hefur styrkt flokkinn og stefnu hans auk þess sem niðurstaðan hefur styrkt Reykjavíkurlistann - framboðslista fé- lagshyggjufólks - verulega. Það var til marks um hve sterk staða Reykjavíkurlistans er um þessar mundir, að skoðanakönnun DV í gær sýndi glögglega að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm myndi kolfalla væri kosið nú. í nóvember 1993 var Sjálfstæðisflokkurinn með 37,3% í skoðanakönnun DV, í janúar á þessu ári hafði hann fallið niður í 29,3% og stendur nú í stað með þá tölu. Reykjavíkurlisti félags- hyggjufólksins fékk hinsvegar 44,7% í nóvember 1993, 50,3% í janúar og hefur nú enn aukið við sig og er kominn upp í 50,5%. Samkvæmt þessu fengi Reykjavíkurlistinn 10 borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 5. Niðurstaða könnunar DV hlýtur að vera aðstandendum Reykjavíkurlistans mikið fagnaðarefni því stjómunartíma Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun ljúka í vor samkvæmt þessu. Velheppnað prófkjör Alþýðuflokksins um helg- ina var eitt skrefið í áttina að settu marki. Tími breytinga í Reykja- vík er runninn upp: Nú þurfa einhverjir að fara pakka niður. PALLBORÐIÐ: Björgvin Brynjólfsson skrifar Jafnrétti í fjötrum ÞJÓÐKIRKJUNNAR í Alþýðublaðinu 14. janúar síðastliðinn birtist leiðari sem bar nafnið „Mannréttindi og þjóðkirkjan“. Þar er minnst á grein sem ég skrifaði og fjall- aði um eins konar sóknargjöld þeirra sem em utan trúfélaga og em látin renna til Háskóla Islands, samkvæmt ákvæði í stjómarskránni. í því tilefni hefur kynningarfulltrúi Há- skólans, Helga Guðrún John- son, skrifað grein í Alþýðu- blaðið 18. janúar og gert þar grein fyrir ráðstöfun þessa fjár frá utantrúflokkafólki, og kann ég henni bestu þakkir fyrir. I grein hennar kemur fram að þjóðkirkjan og guð- fræðistofnunin tilnefna tvo af þremur mönnum í stjóm sið- fræðistofnunar Háskólans. Þeir ráða því sem þeir vilja um styrkveitingar úr sjóðn- um. Ennfremur birtist í sama blaði grein um sama efni, við- tal við Þorbjöm Hlyn Amason biskupsritara og er þar að finna ýmsar upplýsingar sem eru gagnlegar en sjaldan til umræðu manna á meðal. Sam- band ríkis og kirkju verður væntanlega meira til skoðunar eftirleiðis en verið hefur áður. Þó greinar þessar í Alþýðu- blaðinu séu þrefalt lengri en DV- grein mín þá taka þær ekki á aðalmálinu sem um er rætt, heldur upplýsa aðeins um aukaatriði, á hvem hátt um- ræddum greiðslum er varið. Þetta á þó ekki við um leiðar- ann, hann tók á kjama málsins í lokaorðum. Mér þykir því nauðsynlegt að gera lesendum Alþýðublaðsins nokkra grein fyrir því, að grein mín í DV er aðeins hluti af miklu stærra máli, sem er samband ríkis og kirkju. Því læt ég fylgja hér með til hliðar 6. kafla stjómar- skrárinnar sem fjallar um þetta efni. í DV-grein minni stendur: „Að greiða gjald fyrir að þurfa ekki þjónustu er óvenjulegt og andstætt fijálsum viðskipta- háttum í nútímaþjóðfélagi,“ og síðar í greininni: „Augljóst er að gjaldtökur þessar em dulbúnar fjársektir þar sem engin réttindi eða þjónusta koma fyrir greiðslumar og því í andstöðu við trúfrelsi sem talið er tryggt í stjómar- skránni.“ Fólkið sem greiðir til Háskólans hefur þar eng- in réttindi umfram aðra. Trúfrelsið hér er takmarkað af sérréttindum þjóðkirkj- unnar. Ennfremur kom fram í grein minni sú hugmynd til að milda misréttið, að þeir sem nú em látnir greiða eins konar sóknargjald til Háskólans, geti valið um til hvaða félaga eða stofnana þeirra greiðsla renn- ur, það væri sambærilegur réttur og þeirra sem velja sér trúfélag til að styðja fjárhags- lega, með sóknargjaldi sínu. Mér þykir rétt að hér komi fram að fleiri en utantrú- flokkafólk greiðir svonefnd sóknargjöld til Háskóla ís- lands. Það gera einnig þeir sem tilheyra trúflokkum sem ekki hafa fengið starfsleyfi hér á landi. Sá hópur er nokkuð stór, um 2500 manns, og fer ört íjölgandi meðal annars vegna innflutnings nýbúa með ólík trúarbrögð en þeim sem hér tíðkast. Þeir hópar fólks sem greiða til Háskólans em samtals um 6200 manns, og greiða 18-20 milljónir króna á hverju ári, án þess að nokkur réttindi komi fyrir. Krónumar eru ekki kjami málsins heldur mannréttindi þessa fólks, að mega ráða hverja þeir styrkja fjárhagslega, á sama hátt og aðrir greiðendur sóknargjalda sem eiga frjálst val um hvaða trúflokk þeir styrkja með gjaldi sínu. Allar breytingar á stjómar- skránni em verkefni Alþingis, stjómmálamanna og -flokka. Ef, leiðréttingar á augljósu misrétti dragast vemlega, má búast við áminningu frá mannréttindasamtökum sem við erum aðilar að. Það hefur gerst nokkmm sinnum við lít- inn orðstír okkar á alþjóða- vettvangi. Höfundur er fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Skagaströnd. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON: „Mér þykir rétt að hér komi fram að fleiri en utantrúflokkafólk greiðir svonefnd sóknargjöld til ✓ Háskóla Islands. Það gera einnig þeir sem tilheyra trúflokkum sem ekki hafa fengið starfsleyfi hér á landi. Sá hópur er nokkuð stór, um 2500 manns, og fer ört fjölgandi meðal annars vegna innflutnings nýbúa með ólík trúarbrögð en þeim sem hér tíðkast. Þeir hópar fólks sem greiða til Háskólans eru samtals um 6200 manns, og greiða 18-20 milljónir króna á hverju ári, án þess að nokkur réttindi komi fyrir. Krónurnar eru ekki kjarni málsins heldur mannréttindi þessa fólks, að mega ráða hverja þeir styrkja fjárhagslega, á sama hátt og aðrir greiðendur sóknargjalda sem eiga frjálst val um hvaða trúflokk þeir styrkja með gjaldi sínu.a / Ur stjórnarskrá lýðveldisins íslands VI. 62. grein Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Islandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. 63. grein Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem best á við sannfæringu hvers eins; þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. 64. grein Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóð- legum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur l'yrir þá sök skorast undan al- mennri félagsskyldu. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annaiTar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist. Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur hann þá til Háskóla Islands eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði borið að greiða til þjóðkirkjunn- ar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarbragðaflokki, er viðurkenndur sé í landinu. Breyta má þessum lögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.