Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 8
ÍS A M T Ö KÍ
UM ADSKILNAP RlKIS OG KIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
,BiörBvin s: 95-22710 11.1.17-19)^
ÍS A M T Ö k1
UM ADSKILNAÐ RÍKIS OG KIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
^Björgvin s: 95-22710 (kl. 17-19)J
Þriðjudagur 8. febrúar 1994
21. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR
AHTISAARI
HAFÐIÞAÐ!
Jafnaðarmaðurinn sigldi
fram úr frambjóðanda
Sænska Þjóðarflokksins
á lokasprettinum
Magnús Árni Magnússon / Helsinki
Martti Ahtisaari, fram-
bjóðandi Jafnaðarmanna
verður næsti forseti Finn-
lands. Hann sigraði Elisa-
beth Rehn, frambjóðanda
Sænska Þjóðarflokksins í
síðari umferð forsetakosn-
inganna sem fram fór á
sunnudaginn. Ahtisaari
fékk 53,9% atkvæða en
Rehn 46,1%.
Kosningabaráttan í Finn-
'tandi um helgina var óvenju-
lega spennandi. Skoðana-
kannanir á föstudeginum
sýndu að enginn
mælanlegur
munur var á
frambjóð-
anda Sænska
þ j ó ð a r -
flokksins,
og vamar-
m á 1 a r á ð -
herra í ríkis-
stjórn Finn
lands, Elisabeth
Rehn og frambjóð-
anda Jafnaðarmanna,
Martti Ahtisaari. Mörgum
Finnum fannst ekki heldur
vera ýkja mikili munur á bar-
áttumálum þeirra, en þau em
bæði einarðir stuðningsmenn
inngöngu Finna í Evrópusam-
bandið og þykja þau hafa
áþekkar skoðanir á öðrum
utanríkismálum. Utanríkismál
eru helsta viðfangsefni
finnska forsetaembættisins.
Ahtisaari hefur annars verið
mjög gagnrýninn á stel'nu
finnsku ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum, en Rehn datt
í þá gildru að fara að verja
hana og er það talin helsta
skýringin á því hvernig fór.
Kosningavél
jafnaðarmanna
fer í gang
Ahtisaari átti á brattann að
sækja eftir fyrri umferð kosn-
inganna því skoðanakannanir
sýndu að Rehn hafði gott for-
skot. Sú útkoma varð til þess
að hin geysiöfiuga kosninga-
vél Jafnaðarmanna í Finnlandi
fór í gang og á síðustu dögun-
um fyrir kosningar saxaði
Ahtisaari jafnt og þétt á lýlgi
Rehn. Þegar síðustu skoðana-
kannanir fyrir kosningar voru
birtar þótti sýnt að hvert ein-
asta atkvæði gæti skipt máli.
Ahtisaari
heimsækir
unga fólkið
Loft var lævi blandið í
Helsinki á laugardagskvöldið
þó greinilegt væri að liðsmenn
Ahtisaari væru bjartsýnir.
Ahtisaari eyddi kvöldinu í að
rölta á milli hinna ýmsu öldur-
húsa í miðborginni og heilsa
upp á unga fólkið. Fréttaritari
Alþýðublaðsins var einmitt
staddur á einum slíkum þegar
Ahtisaari kom kjagandi inn.
Ahtisaari var ákaft hylltur af
öllum þeim sem inni voru,
sem gjaman báru risastórar
barmnælur með skopmynd af
Ahtisaari, en hann helhr verið
ófeiminn við að gera létt grín
að frjálslegu vaxtarlagi sínu.
Ahtisaari tók í hönd hvers
einasta manns inni á
kránni og spjallaði
við fólk um stöð-
una. Um hálf-
tíma síðar
þegar hann
gekk út á ný
s p i 1 u ð u
plötusnúð-
amir finnska
þjóðsönginn á
fullum styrk og
unga fólkið kyrj-
aði hástöfum með.
Margir hlupu til og fengu eig-
inhandaráritun hjá hinum
verðandi forseta á alia tiltæka
snepla og sá fréttaritari Al-
þýðublaðsins ekki betur en að
hann skrifaði nafn sitt eins og
ekkert væri á bera handleggi
fmnskra ungmeyja.
Ólgaí
utanríkismálum
Jafnaðarmenn í Finnlandi
una vel sínum hag. Nú er
tryggt að forsetinn verður
áfram úr þeirra röðum og gera
þeir sér vonir um að hann
muni tryggja öryggi Finna
gagnvart sínum viðsjáiv'cröa
nágranna, sem er Rússland,
með auknuni tengslum við
Vestur Evrópu. Þeir telja sem
svo að með inngöngu í Evr-
ópusambandið og þar með
innlimun í markaðs- og stjórn-
málakerfi þess, sé öryggis-
hagsmunum þeirra betur
borgið en með inngöngu í
NATO, eða aukaaðild að því
bandalagi, seni svo margar
þjóðir Austur Evrópu horfa á
sem lausn sinna mála. Ólgan
og óöryggið í Rússneskum
stjómmálum hefur gert það að
verkum að Finnar þurfa nú
enn sem áður að dansa sinn
viðkvæma línudans á inörk-
um hins vestræna heims. Það
verður öðru framar verkefni
Marttis Ahtisaaris á næstunni.
Kosningakvöld í Rósinni!
Útsendarar Alþýðublaðsins voru vitaskuld í Rósinni síðastliðið sunnudagskvöld
á kosningasamkomu jafnaðarmanna í Reykjavík vegna prófkjörsins. Rífandi
stemmning var á mannskapnum og góð samstaða um úrslitin sem nánar
er fjallað um á forsíðu og í leiðara blaðsins í dag. Lítum á svipmyndir
Einars Olasonar ,,hirðljósmyndara“ jafnaðarmanna:
Kjörstjórn gengur í salinn með Asgerði Bjarnadóttur í broddi Jylkingar. A eftir
henni koma Arni G. Stefánsson, formaður kjörstjórnar, Guðmundur Haraldsson
og Gunnar Alexander Olafsson. Asgerður virðist áneegð með útkomuna.
Bolli Runólfur Valgarðssoit náði ekki að komast inn með fimm fyrstu íprófkjör-
inu, en einsog aðrirþátttakendur íprófkjörinu tók hann úrslitum af prúðmennsku
og stakri stillingu og hremmdi Pétur vin sinn glottandi.
Ungir jafnaðarmenn bíða átektar eftir úrslitum: (Frá vinstri til hœgri) Hreinn
Jónsson, Hreinn Hreinsson, Ingvar („godfather"), Ina Björk, Gunnar Alexander,
Hildur Björk, Hólmfriður Björk, ónafngreind og Eiríkur B. Einarsson.
Gunnar Ingi Gunnarsson varð íþriðja sœti prófkjörsins. Hér má sjá hann þakka
Pétrifyrir drengilega baráttu. Ekki vitum við nákvœmlega hvað þeim fór á milli en
ef til vill er Pétur að segja Gunnari Inga að það gangi bara betur nœst.
Sigun’egaranum Pétri Jónssyni og eiginkonu hans Valdísi Jónu Erlendsdóttur
var fœrð sigurtcrta á fati eftir að Udningarnefnd hafði greint frá úrslitum. Pétur
þótti sterkur á cndasprettinum og sigraði glœsilega mörgum að óvörum
Cecil Haraldsson, Jónas Þór Jónsson og Njáll Harðarson voru ámœgðir með sinn
(?) mann. Ætli Jónas Þór sé þarna að kvarta yfir nellikkunum sem skreyttu borð-
in ístað hinna hefðbundnu rósa? Þœr voru annars ágœtis tilbreyting.
Meðalþeirrafyrstu til að óska Pétri til hamingju mcð úrslitin var Þorlákur Helga-
son,formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, sem lenti ífjórða sœti prófkjörsins.
Þorlákur tók úrslitunum með ró og faðnmði Pétur innilega að sér.
Hlín Daníelsdóttir varð að bíta íþað súra epli að komast ekki inn með fyrstu Jimm
mönnum íprófkjörinu en ekki sýnist henni það mjög súrt að fá að smella kossi á
Pétur Jónsson, tilvonandi oddvita jafnaðarmanna í borgarstjórn.