Alþýðublaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HEIMSOKN
Þriðjudagur 8. febrúar 1994
Utanríkisráðherra Slóveníu
s
I opinberri heimsókn
Utanríkisráðherra Sló-
veníu, Lojze Peterle, kem-
ur til landsins síðdegis í
dag í opinbera heimsókn í
boði Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, utanríkisráð-
herra.
Ráðherrann kemur hingað
ásamt íjögurra manna fylgd-
arliði klukkan 16.15 og mun
búa á Hótel Sögu meðan á
heimsókninni stendur. I
fyrramálið munu utanríkis-
ráðherramir eiga með sér
fund í Borgartúni 6. Boðið er
til hádegisverðar í Perlunni,
en að honum loknum er
blaðamannafundur. Peterle
mun síðar í dag heimsækja
Þingvelli og skoða þjóðgarð-
inn undir leiðsögn þjóðgarð-
svarðar, séra Hönnu Maríu
Pétursdóttur. Utanríkisráð-
herra Islands býður um
kvöldið til kvöldverðar á
Þingholti í Hótel Holti.
A fimmtudag mun Peterle
eiga viðræður við Bjöm
Bjamason, formann utanrík-
ismálanefndar Alþingis, Sal-
ome Þorkelsdóttur, forseta
Alþingis, Davíð Oddsson,
forsætisráðherra og Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta ís-
lands. Hádegisverður verður
snæddur í Skíðaskálanum í
Hveradölum, en þaðan hald-
ið til Nesjavalla og virkjunin
þar skoðuð. Um kvöldið
mun ráðherrann fara í Borg-
arleikhúsið og horfa á upp-
færsluna á Evu Lunu.
Heimsókn slóvenska
utanríkisráðherrans lýkur á
föstudag og heldur hann
heim á leið í býtið með Flug-
leiðavélinni til Osló.
Leiðbeiningábæklingur með skattframtali
hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar
varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér
bæklinginn vel - og útfylling framtalsins
verður auðveldari en þig grunar.
Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér
rétta skattlagningu.
Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum
og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík
í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum.
Þá er minnt á mikilvægi þess að
varðveita launaseðla. Ef þörf
krefur eru þeir sönnun fyrir því
að staðgreiðsla hafi verið dregin
af launum.
Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í
viðkomandi umdæmi og mundu að taka
afrit af framtalinu áður en því er
skilað.
Skilafrestur skattframtals
rennur út 10. febrúar
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI
Dregið í
jólakrossgátu
og nýárs-
myndagátu
blaðsins
Fjöldi lausna á jólakrossgátu og nýárs-
myndagátu Alþýðublaðsins barst ritstjóm.
Fyrsta lausnin á jólakrossgátunni kom strax
á útkomudegi blaðsins upp úr klukkan 9 að
morgni, rétt þegar menn voru að mæta til
vinnu! Þó var jólakrossgátan ekki svo létt.
Hinsvegar vafðist nýársmyndagátan meira
fyrir fólki og þótti hún í þyngra lagi. Engu
að síður bárust fjölmargar réttar lausnir.
Dregið hefur verið úr réttum lausnum og
eru réttar úrlausnir þessar og vinningshafar
eftirtaldir:
Jólakrossgáta
Úrlausnarsetningin var þessi: Bráðum
koma blessuð jólin.
Vinningshafar:
Sylvía Magnúsdóttir, Njarðarholti 8,
Mosfelisbæ
Sigurborg Magnúsdóttir, Smyrla-
hrauni 26, Hafnarfirði
Haukur B. Eiríksson, Álfhólsvegi lOa,
Kópavogi.
Nýársmyndagáta
Lausnin var eftirfarandi: Kosið var í
Garðaríki og flestum til óblandinnar ar-
mœðu hefur Zhírínovsky yfirburða stöðu.
Föðurland okkar kveður hann vel fallið
til að nota sem sakamannanýlendu. En
slíkar ögranir bér oss ekki að skelfast.
Eini rétti kostur vor mun vera að halda ró
og sigrast á kreppu og atvinnuskortL
Vinningshafar:
Hartmann Eymundsson, Hafnarstræti
88, Akureyri
Sigurborg Hjaltadóttir, Espigerði 4,
Reykjavík
Sigríður Hallgrímsdóttir, Kóngsbakka
1, Reykjavík
Vinningshöfum verða send verðlaun
sín, úrvals Skjaldborgarbœkur, sem em
þessar: Gróður í heimahúsum eftir David
Squire og Neil Sutherland; Örlagadans-
inn eftir Birgittu Halldórsdóttur; Betrí
helmingurinn; Drekatár eftir Dean Ko-
ontz; Sunnudagsmorð eftir Agatha
Christie; og Hvítt skítapakk & flekkóttur
svertingi eftir Fannie Flagg.