Alþýðublaðið - 17.02.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.02.1994, Qupperneq 1
Deilurnar um buvörufrumvarpið stigmagnast dag frá degi: ALRÆÐISVALD landbúnaðarráðherra gengur gegn hagsmunum almenníngs - segir stjórn Neytendasamtakanna og varar við afleiðingum þess að land- búnaðarráðherra ráðskist með innflutning matvæla og verðlagningu þeirra „Stjórn Neytendasamtakanna telur að Alþingi gangi gegn hagsmunum almennings, veiti það landbúnaðarráðherra nánast alrœðisvald tilþess að ráðskast með innflutning matvœla og verðlagningu þeirra að eigin geðþótta, eins og virðist vera vilji landbúnað- arnefndar þingsinsN Alþýðublaösmynd/Einarólason „Stjórn Neytendasamtak- anna telur að Alþingi gangi gegn hagsmunum almenn- ings, veiti það landbúnaðar- ráðherra nánast alræðis- vald til þess að ráðskast með innflutning matvæla og verðlagningu þeirra að eigin geðþótta, eins og virðist vera vilji . landbúnaðarnefndar þingsins. Verði hugmyndir nefndarinnar að veruleika óttast Neytendasamtökin að það muni geta leitt til hækk- unar á verði fjölmargra teg- unda matvæla, jafnt inn- fluttra sem innlendra, enda er ljóst að breyting á verði einnar tegundar matvæla getur haft veruleg áhrif á verð annarrar." Svo segir meðal annars í samþykkt sem gerð var á stjórnarfundi í Neytendasam- tökunum í gær. í samþykkt- inni segir énnfremur: „Svo dæmi séu nefnd er rætt um að veita landbúnaðar- ráðherra heimild til þess að hækka verulega innflutnings- gjöld af grænmeti og ráðskast með innflutning og verðlagn- ingu á pasta, pítsum, sælgæti, tómatsósu, niðursoðnu græn- meti, kexi, matarolíu, smjör- líki, sultu, grautum og ýmsum vörum sem teljast vera „til- svarandi“ við landbúnaðar- vörur. Jafnvel er rætt um að gera innflutning og verðlagn- ingu blóma og jólatrjáa háðan geðþótta landbúnaðarráð- herra. Samkvæmt heimildum Neytendasamtakanna er rætt unt að veita landbúnaðarráð- herra heimild til þess að hækka innflutningsgjöld um hundruð prósenta, jafnvel 1000 prósent eða meira.“ Vegið að valfrelsi I samþykkt stjómar Neyt- endasamtakanna frá í gær seg- ir síðan: „Hér er urn að ræða mjög teygjanlega heimild til eins ráðherra til að hafa veruleg áhrif á matvörumarkaðinn; hvað neytendur skuli leggja sér til munns og hvað það skuli kosta. Neytendasamtök- in telja að framsal Alþingis á slíku valdi til framkvæmda- valdsins sé með öllu óeðlilegt og efast um að það standist stjómarskrá landsins. Með því er vegið að valfrelsi neytenda og stuðlað að hækkun vömverðs. Neytendasamtökin hafa ít- rekað lýst yfir stuðningi við GATT- samkomulagið sem tekur gildi um næstu áramót, þar sem gert er ráð fyrir eðli- legri samkeppnisháttunt í verslun með landbúnaðarvör- ur. Samtökin telja ekki óeðli- legt að þar til GATT-sam- kontulagið tekur gildi verði óbreytt ástand varðandi inn- flutning á búvömm. Hins veg- ar telja samtökin fráleitt að stjómvöld gangi lengra en áð- ur befur tíðkast í þá átt að tak- marka innflutning matvæla. Það stríðir gegn hagsmunum íslenskra neytenda og ákvæð- urn ýmissa alþjóðlegra samn- inga sem ísjand hefur gert. Neytendasamtökin lögðust gegn búvömfmmvarpi ríkis- stjómarinnar, enda er tilgang- ur þess að takmarka enn frek- ar en áður innflutning á al- gengum matvælum til lands- ins. Með breytingum þeim sem unnið er að í landbúnað- amefnd Alþingis er landbún- aðairáðherra þó veitt enn víð- tækari heimild til þess að ráðskast með innflutning mat- væla, ekki aðeins búvöm, heldur einnig fjölmargra ann- arra tegunda matvæla, jafnvel matvæla sem ekki em fram- leidd hérlendis.“ Páll Bergþórsson er bjartsýnn á árferðið 1994: Gott árferði í land- búnaði og sjávarútvegi Um margra ára skeið hafa menn notið langtímaspáa Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofastjóra, um árferði hvers árs. Þær spár hafa reynst vel og njóta virðingar í hví- vetna. í gær birti Páli spá sína um árferðið á þessu ári. Hann er bjartsýnn: „Síðustu fjögur ár hefur hitinn á lundinu verið mjög nærri ineðaltaii þess scm hann var á hlýindaskeiðinu 1931-1960. Allan þann túna hefur liitinn á Jan Mayen einnig verið við meðallag sama hlýindaskeiðs, og cftir því hefur spáin verið í byrjun hvers árs. Hafís hefur verið lftill, og til dæmis var árið 1993 minniháttar ísár jrrátt fyrir tiokkuð þrálátan ís út af Vestfjörðum á mjög óvenjulegum tíma sfðsumars, en íslaust var um vorið. Hitinn í Stykkishólmi var tæpu jiálfú stigi lægri en 1931-1960. 1 ágúst-janúar hefur verið svipað ástand hitafars á Jan Mayen og var 1931-1960, og þ\f má enu yænta þess að veðurfav verði fretnur hlýtt og lítill hafís við landið. Hflir jtessu að dænia er útlit fyrir heldur gott árferði í landhúnaði og sjávarútvegi. Heyfengur ætti að verða í góðu nteðallági og ekki er ólíklegt að hlýindi undanfarinna ára 1990-1993 fari uð skila sér í aukn- Páll Bergþórssan vedurfrœóingur, - spáir velfyrir árinu.fremur lilýju ag is- litlu ári, heyfeng i góðu mcðallagi og ekki ólíklegt að hlýindi undanfarinna ára skili sér iaukningu þorskslofnsins. Alþýdublaðsmynd/EinarÓlason ingu jxtrskstofnsins. Sú ályktun er byggðú athugun á hitafari liðinna alda og rannsókn Jóns Jónssonar fiskifræðings á samhengi fiskafla og hitafars á sama tíma“, segir Páli Bergþórsson, veðurfræðingur. í spá sinni fyrir árið 1994. tlÍMÓLflbíÓI fimmtudaginn 17. febrúar, kl. 20.00 Hljómsueitarstjóri: Dietfried Bernet Einleikari: Einar Jóhannesson ttmm Carl Maria uon Weber: Der Freischutz, forleikur Klarinettukonsert nr. 1 Robert Schumann: Sinfónía nr. 1 LIFAndI og lit tónlist Sími SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS s.mi 622255 H I i ó m s v e 11 a I I r a íslendlnga 622255 Gott ástand í sjónum - segir Svend-Aage Malmberg, leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni „Ástandið í sjónum er al- mennt með ágætum og langt í kuldaskil“, sagði Svend-Aage Malmberg, haffræðingur, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Svend- Aage stýrir þessa dagana fyrsta sjórannsóknaíeið- angri Hafrannsóknastofn- unar af fjórum sem farnir verða á árinu á hafrann- sóknaskipinu Bjarna Sæ- niundssyni. Leiðangurinn fer umhverf- is landið og gerir margvísleg- ar mælingar, sem Svend- Aage og hans menn ntunu taka til við að kanna nánar á næstu dögum. Ekki er um að ræða ftski- leit að þessu sinni, en Svend- Aage sagði að leiðangurs- menn hefðu orðið varir við þó nokkuð mikið magn af ioðnu austur af landinu, eins og frá hefur verið sagt, og að lóðað hefði á miklar torfur á ÚTI/INNI HITAMÆLIR * KLUKKA/VEKJARAKLUKKA Klukka/hitamælir verð aðeins kr. 1.990. Frábært tæki fyrir heimilið, bílinn, skrifstofuna og gróðurhúsið. * Tíminn og hitastigið inni og úti alltaf á skjánum. * Mælir hitastig frá -50° C til + 80° C. * Viövörun ef hitirin fer yfir eða niður fyrir ákveðið stig, bæði inni og úti. * Klukkan vekur og gefur hljóðmerki á heila tímanum. * Útihitaskynjari með 3 m langri snúru. * Festing fyrir vegg eða á gler fylgir. íslenskur leiöarvísir fylgir. Sendum í póstkröfu. Dreifing: G.K. Vilhjálmsson, Smyrlahrauni 60, Hafnarfirðí, sími/fax 91-651297.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.