Alþýðublaðið - 17.02.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1994, Síða 3
Fimmtudagur 17. febrúar 1994 TIÐIHDl ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Verðlækkun á nautakjöti: HÁR YINNSLUKOSTNAÐUR dregur úr lækkun tíl neytenda - segir Jónas Þór Jónsson kjötiðnaðarmaður sem segir miklar birgðir nautakjöts vera tilkomnar yegna mÍ6Hpnnna^r{)r míirlfíiíísfiptninoíir Jónas Þór Jónsson kjötiðnaðarmaður: „Birgðir afnautakjöti eru einna mestar af öllu kjöti og ástœðan er meðal annars sú að þar hefur ekki átt sér stað nein marktœk markaðssetn- ing. Það hafa verið gerðar tilraunir til að markaðssetja nautakjöt. Þessar tilraunir hafa kostað stórfé en verið marklausar, púðurskot út í loftið. Efmenn vilja auka nmrkaðshlut- deild nautakjöts verða menn að vinna markvisstað kynningu og leiðbeiningum.“ „Verðlækkun á nautakjöti frá bændum skilar sér ekki að fullu til neytenda. Astæðan er einfaldlega sú að vinnslu- kostnaður á nautakjöti er hár og hærri en á öðru kjöti. Nán- ast allt nautakjöt er úrbeinað, öll umframfita er skorin frá og verkunartími er langur. Birgðir af nautakjöti eru einna mestar af öllu kjöti og ástæðan er meðal annars sú að þar hefur ekki átt sér stað nein marktæk markaðssetn- ing,“ sagði Jónas Þór Jónsson kjötiðnaðarmaður í samtali við Alþýðublaðið í gær. Jónas sagði verðlækkun á kjöti að undanförnu stafa fyrst og fremst af mikilli framleiðslu umfram þarfir neytenda. Aður hefði verið hægt að flytja kjöt út og fá útflutningsbætur en nú væri búið að afleggja þær. Þvf þyrfti að grynnka á birgðum með verðlækkun. Auk þess hefði umræða um innflutning búvara óbein áhrif til Iækkunar á kjötverði. En Jónas Þór gefur lítið fyrir þær tilraunir sem hafa verið gerðar til að auka sölu á nautakjöú: „Það hafa verið gerðar til- raunir til að markaðssetja nautakjöt. Þessar tilraunir hafa kostað stórfé en verið mark- lausar, púðurskot út í loftið. Ef menn vilja auka markaðshlut- deild nautakjöts verða menn að vinna markvisst að kynningu og leiðbeiningum. Við vinnum alltof lítinn hluta nautakjöts í annað en hakk og gúllas. Eg hef margboðið kúabændum að taka þátt í leiðbeiningarstarfi varð- andi sölu á nautakjöti en alltaf verið hafnað," sagði Jónas Þór. Hann taldi að með því að nýta betur bestu hluta nauta- skrokkanna og auka gæðin mætti fá hærra heildarverð fyrir kjötið sem kæmi framleiðend- um til góða. Atvinnuleysi og skipulag á vinnumarkaði - Er samband þar á milli? Félag frjálslyndra jafnaðarmanna heldur fund um málið á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti þriðjudagskvöldið 22. febrúar 1994, klukkan 20.30 Atvinnuleysi, orsakir þess og afleið- ingar hafa verið mjög í sviðsljósinu und- anfarin misseri. Frumorsakir vandans eru óumdeilanlega minnkandi þorskafli og lítill hagvöxtur, en eru afleiðingamar ef til vill meiri og verri en þær þyrftu að vera? Vextir hafa farið lækkandi, verðlag er stöðugt og viðskiptajöfnuður hagstæð- ari en oftast áður. Hamlar ósveigjanlegur vinnumarkaður á Islandi aðlögun í átt til nýrra sóknarfæra? Sumir telja að þegar kreppir að, knýi allsherjarkjarasamningar fyrirtæki til uppsagna, í meira mæli en nauðsynlegt væri. Af tvennu illu er þá ef til vill skárra að lækka launin en segja upp fólki. Einn- ig er gagnrýnt að meðan fyrirtæki og fólk draga saman seglin og herða sultarólar er ekki hróflað við dýrri yfirbyggingu vinnumarkaðarins með ótal sjóðum og gjöldum. Nýtast verkalýðsfélög og at- vinnurekendasamtök fólki og atvinnulífi sem skyldi þegar á reynir? Em þau í takt við tímann? Umræða um skipulag og hag- kvæmni vinnumarkaðarins á Is- landi er löngu tímabær og nauð- synieg. Til að hrinda henni af stað, efnir Félag frjálslyndra jafnaðar- manna til opins fundar um þetta mikilvæga málefni. Frummælend- ur á fundinum verða sem hér seg- ir: Þorvaldur Gylfason hagfræði prófessor sem ræða mun um tengsl at- vinnuleysis og ósveigjanleika á vinnu- markaði. Þorvaldur mun brjóta til mergj- ar ýmsa eiginleika núverandi skipulags og benda á afleiðingar þeirra, ekki síst þær sem koma í ljós þegar kreppir að. Þorvaldur mun einnig ræða um atvinnu- lýðræði og hugmyndir Vilmundar Gylfa- sonar um breytt fyrirkomulag á vinnu- markaði, þar á meðal vinnustaðasamn- inga. Jóhannes Nordal, fyirverandi Seðlabankastjóri, mun fjalla um tengsl launamála við almenna efnahagsstjóm- un. Hann mun draga ályktanir af víðtækri reynslu sinni við stjóm efnahagsmála um það hvar vel hefur tekist um skipulag þessara mála og hvað mætti betur fara. Óskar Magnússon, forstjón Hagkaups, mun ræða skilvirkni hins ís- lenska vinnumarkaðar. Er kerfið of dýrt? Skilar það launafólki og atvinnurekend- um hagsbótum í hlutfalli við það hvað það kostar? Er „skattlagning" fyrirtækja og fólks af hálfu sjóða verkalýðs- og vinnuveitendasamtaka gengin út í öfgar? Þyrfti samkeppni að aukast á þessu sviði eins og öðmm? Er skylduaðild að verka- lýðsfélögum nauðsyn eða ti'maskekkja? Christian Roth, forstjóri ísal, mun bera skipulag íslenska vinnumark- aðarins saman við það sem hann þekkir frá Þýskalandi og geta nokkurra skipu- lagsbreytinga sem hugsanlegar em til að draga úr atvinnuleysi. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir þingkona ræðir um það hvort „aðilar vinnumarkaðarins" hafi of mikil áhrif á íslenska hagstjóm eða hvort getu- leysi stjómmálaflokka á þessu sviði hafi af nauðsyn leitt til þess að völdin færist ífá þeim. Hún mun varpa ljósi á mis- sterka stöðu launafólks á vinnumarkaði og þá spumingu, hvort hefðir og hags- munir kerfisins sjálfs séu orðnir of rót- grónir til þess að nokkm verði um breytt, þótt ástæða þætti til. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Að lokinni framsögu verða al- mennar umræður, Fundurinn er öilum opinn. Kaffi- gjald er krónur 500. STIJTTlltFTTIR Aflahæsta skipið í fyrra Frystiskipið Haraldur Kristjánsson HF 2 var aflahæsta fiskiskip flotans í fyrra með 6.051 tonn. Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði gerir togarann út. Brúttóverðmæti aflans er 443,4 milljónir króna. Hæsta aflaverðmæti frysUskipa hefur Baldvin Þorsteinsson EA 10, með 581,2 milljónir króna. Hæsta aflaverðmæti fsfisktogara á árinu var hjá Guðbjörgu ÍS 46. 343 milljónir króna, en næsthæst hjá Bessa ÍS 400 um 309 millj- ónir. Haraldur Kristjánsson HF 2 - með mestan afta aOra Jiskiskipa landsins - en ekkiþann verð- mœtasta. Útsölulok í Kringlunni Verð á útsöluvamingi í Kringlunni fer niður úr öllu valdi við útsölulokin í verslana- kjamanum dagana 18. og 19. febrúar, á föstudag og laugardag. Fram fer líflegur götu- markaður á svæðinu og selt af langborðum. Vamingur sem hægt verður að kaupa á lágmarksverði era fatnaður, skór, skartgripir, raftæki, heimilisáhöld, plötur og geisla- diskar, ritföng, bækur og spil, svo eitthvað sé nefnt. A sama tíma em að verða árstíða- skipti í verslunum, vorvaran er að berast, og verður væntanlega skoðuð grannt. Karlar í jafnréttisumræðunni I skýrslu nefndar á vegum Félagsmálaráðuneytisins um stöðu karla í breyttu samfé- lagi og leiðir úl að auka fjölsky lduábyrgð þeirra, sem kom út í fyrra, er lagt úl a ðjafn- réttisrúö skipi ráðgjafamefnd úl tveggja ára sem hafi það hlutverk að auka þátt karla í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Ráðgjafamefndin hefur nú tekið til starfa og mun einkum leggja áherslu á samspil fjöiskyldu- og atvinnulífs og félags- og tilfinningaleg vandamál drengja og karla. í nefndinni eiga sæti: Sigurður Svavarsson, ritstjóri, sem er formaður, Sigurður Snævarr, hagfræðingur, Hjörleifur Sveinbjörnsson, fræðslufulltrúi, Jóhanna Ingvarsdóttir, blaðamaður, og Ragnhildur Benedikts- dóttir, lögfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar er Ragnheiður Harðardóttir. Samkeppnishindrun Skífunnar Samkeppnisráð hefur úrskurðað á fundi sínum að neitun Skifunnar Itf. um að selja versluninni HMM Topp 40 í Kringlunni hljómdiska f desember síðastliðnum sé sam- keppnishindnui. Mælist ráðið til þess að Skífan selji versluninni 40 hljómdiska, óski hún eftir því, með sömu kjömm og í gildi vom áður en úl sölusynjunar kom. Spor hf. hækkaði á sama tíma heildsöluverð á hljómdiskum til verslunar þessarar. Þetta er enn- fremur talin samkeppnishindmn og brýtur í bága við samkeppnislög. Úrskurður þessi kemur að sjálfsögðu allt of seint, jólasalan tilheyrir sögunni. Kerfið er samt við sig og því rniður of svifaseint. Reiöhöllin fyrir alla íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur er með Reiðhöllina í Víðidal á leigu til loka maí. Ráðið leggur áherslu á að höllin nýtist öllu hestaáhugafólki og öðmm sem geta nýtt sér hin rúmgóðu húsakynni. Boðið er upp á almenningstíma gegn mánaðarkorti sem selt er á 3 þúsund krónur, eldri borgarar fá kortin á hálfvirði. Reiðhöllut i Viðidal, þar koma saman ungir sem aldnir og iðka hestaíþróttir. Lykill að bættum lífskjörum kvenna Þær Guðný Björg Hauksdóttir og Jóhanna Magnúsdóttir munu kynna niðurstöð- ur BA-verkefnis um starfsmat, sem þær unnu í stjómmálafræði við Háskóla íslands á liðnu ári, í laugardagskaffi Kvennalistans að Laugavegi 17, 2. hæð, klukkan 11 á laugardagsmorguninn. Yfirskrifún er: Starfsmat - lykill að bœttum lífskjörttm kvenna! Fyrirlestur um málfar sænska útvarpsins Dr. Áke Jonsson sern greint var frá í blaðinu í gær og heldur fyrirlestur í Odda í dag á vegum Háskólans, ætlar að halda fyrirlestur á vegum íslenska málfraiðifélagsins í stofu 101 íOdda. Sá fyrirlestur verður á þriðjudag klukkan 17.15 og nefnist Sþrakpo- litik í Svensk Radio genom tidema. Nágra karakteristiska drag. Fyrirlesturinn er öll- um opinn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.