Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. febrúar 1994
BILASIÐAN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
REYNS LUAKSTU R:
NlSsAN MiCrA
Micran var kosinn bíll
ársins árið 1993. Aðdáendur
Nissan Micra eða Nissan
Mai'ch sem hann heitir líka,
voru orðnir allþreyltir á að
bíða eftir eðlilegum breyt-
ingum á bflnum. Staðreynd-
in er sú að þróunin er það ör,
að bflar sent eru framleiddir
lítt breyttir í 5-8 ár, missa af
eðlilegri þróun og verða
nokkuð á eftir þeim keppi-
nautum sínum sem fylgja
straumum og stefnu þétt eft-
ir og þróa bfla sfna í takt við
tímann og þær kröfur sem
gerðar eru jöfnunt höndum.
En svo kom að Micran
breyttist, fylgdi ekki aðeins
tíðarandanum, heldur sló
honum við á margan hátt.
Við fyrstu sýn hristu eldri
áhugamenn höfuðið og
töldu sig hafa séð fallegri
bfla en þetta. Unga fólkið
greip útlitið strax, fannst
það töff og því áhugavert.
Maður heyrði nokkra tala
um að þarna væri kominn
bfll sem gæti verið útlitslega
óbreyttur í fjöldamörg ár.
Hann væri það sérstakur, að
ekki væri hætta á að hann
vendist ekki vel, líkt og
bjallan, sem nú er leitað að
dyrum og dyngjum.
TRÖLL í SNJÓ
Undirritaður hafði átt
gamla Micru í nokkur ár,
reynt hana sem tröll í snjó,
nánasarlega varðandi eyðslu
og gangvissa með afbrigð-
um. En það var með hana
eins og svo margt annað, að
tíminn skildi eftir sín spor,
og þrátt fyrir happadijúgan
feril kom að því að leiðir
skildu. Ég fylgdist með
henni hjá nýjum eiganda,
hún reyndist honum vel, en
þegar hann seldi hana og
fékk sér nýlegri Micru,
missti ég sjónar af gripnum
en trúi að enn hafi hún ekki
valdið vonbrigðum. Það var
þvf nokkur tilhlökkun, þeg-
ar sest var undir stýri á þeirri
nýju, en eins og fyrr sagði,
var hún kosinn bíll ársins, sá
fyrsti frá Japan. (Framleidd í
Englandi, nánar tiltekið í
Sunderland.)
ÍALLRIFÆRÐ
Micran nýtur dropalags-
ins að fullu þegar kernur að
innanrými en þar slær hún
allmörgum keppinautum
sínum við, auðvelt er að
stfga inn í hana og vel fer
um mann undir stýri. Þéttur
skellur þegar hurð er lokað,
minnir mann á að nokkuð
dósahljóð var í forveranum.
Ef bfll er tekin í raunveru-
legan reynsluakstur, þarf
tíma og aðstöðu til skoðun-
ar, en þar sem tíminn var
ekki nægur, og færðin ekki
sent skyldi, til þess að keyra
bfl af fullri alvöru, varð að
taka tillit til aðstæðna og aka
samkvæmt því.
Snjóföl var yfír, svo ekki
var hægt að leggja á Micr-
una að ráði, en í staðinn
gafst tækifæri til þess að láta
hana ösla aðeins í fönninni.
Ágætur staður við Úlfarsfell
var notaður og farið aðeins
utan vegar, að sjálfsögðu
var lekið tillit til þess farar-
tækis sem verið var á og
kröfur gerðar í samræmi við
það. Ég hafði hér áður fyrr í
flimtingum, að þó eitthvað
félli af snjó, hefði ég ekki „-
nennu“ til þess að kíkja út
og athuga með færð, Micran
færi þetta allt. Ég skal játa,
að miðað við þá færð sem
ég nuddaði þeirri nýju í, þá
er ég enn sama sinnis. Ég tel
litlu skipta hvað fallið hefur
himnaranni úr, Micran fer
það sem henni er ætlað, ekki
með offorsi og látum, held-
ur með mýkt og jafnvel ör-
lítilli þolinmæði.
GOTT VIÐBRAGÐ
Þegar ekið var á Vestur-
landsveginum skilaði 75
hestafla vélin mjög
skemmtilegu viðbragði, en
hún er 1,3 lítra og fjögurra
strokka. Blokkin er úr áli en
slífamar úr steypustáli,
sveifarásinn er holur og með
5 höfuðlegur. Heddið er úr
áli með tveim ofanáliggj-
andi kambásum, þeir em
keðjudrifnir, ventlamir em
16 og kertin em fyrir miðju.
Ágætri vinkonu minni
fannst nokkuð djúpt á þeim
og sá fram á, að nú yrði að
fjárfesta í nýjum kertalykli
og framlengingu. Gírkass-
inn er fimm gíra og sérstak-
ur ‘ öryggislás forðar öku-
manni frá því að reka hann í
bakkgír.
BÍLL ÁRSINS
En svo áfram sé haldið að
Úlfarsfelli, þá svaraði skipt-
ingin mjög vel og kassinn
reyndist sérstaklega mjúkur.
og það var virkilega gaman
að keyra Micmna upp í gír-
unum, því samhæfmg þeirra
og lipurð er með því betra
sem ég hef kynnst. Útsýni úr
bflnunt er mjög gott, rúður
stórar og póstar nettir. Bíll-
inn er rásfastur en ekki gafst
tækifæri til þess að athuga
með svömn við hliðarvindi,
því veður var eins og það
getur einna best orðið á vetr-
ardegi, logn og blíða. Það
vom nokkur atriði sem mig
langaði að skoða betur, en
vegna tímaskort, verður það
að bíða betri tíma.
Ef ég lýsi bflnum í stuttu
máli þá, er hann mjög
skemmtilegur í akstri, útlitið
sérstakt, en venst vel, hirslur
í hurðum, hægt að leggja
ýmislegt frá sér, hvort sem
er í hólfum eða ofaná mæla-
borðið. Þetta er bfll sem ég
er sannfærður um að eigi
eftir að seljast vel. Mig
undrar ekki að hann skuli
hafa verið valinn bfll ársins
1993.
UMSJÓNMEÐ
BÍLASÍÐUNNI
HEFURJÓNASS.
ÁSTRÁÐSSON
DOLLARAGRÍN:
CHRYSLER C 39
-ÁRGERÐ1949
Eftir seinna stiíð var nokk-
ur bið á því að nýjar bílagerð-
ir kæmu á markaðinn. Orka
framleiðanda hafði að miklu
leyti farið í framleiðslu og
hönnun stríðsgagna. Hudson
Studebaker og Packard höfðu
þó af, að koma með nýjar
gerðir á markaðinn árið 1947
en þeir hjá Ford og GM vom
ekki tilbúnir fym en árið 1949
til þess að koma með nýja bfla
á markaðinn. Þeir hjá Chrysl-
er stóðu mjög illa að vígi um
þetta leyti því framleiðsla
þeirra á strfðsámnum hafði að
öllu leiti byggst á framleiðslu
hergagna hvort sem var til
sjávar eða lands. Það var því
við ramman að eiga, að ætla
sér að hefja baráttuna á víg.
velli bifreiðaframleiðslunnar
að nýju.
MIKIÐ LAGT UNDIR
Útsjónarsemi Bandaríkja-
manna em þó lítil takmörk
sett. Nýtt viðamikið grill var
hannað, nokkrar breytingar
gerðar á hjólbogum og við
bættist tréverkið sem sett var
á TOWN and COUNTRY
gerðimar. Þetta allt gerði
þann gæfu mun er dugði.
Ekki þýddi að kasta lil hönd-
um því allmikið var í húfi og
mikið lagt undir. Sérvalin
klæðning sem sett var á yfir-
bygginguna var úr aski og
fyllingin var úr mahóní. En
þegar fram í sótti þá varð ein-
faldari og léttari leiðin valin,
það var að setja plasteftirlík-
ingu af mahónf á milli en ask-
urinn hélt sér. Mikil vinna var
lögð í slípun og undirvinnu
tréverksins og var hvergi til
sparað. Bfllinn var því ekki
aðeins unnin af málmiðnaðar-
mönnum heldur og líka af tré-
smiðum og var handverk
þeirra stór hluti þess sem at-
hygli vakti.
...OG DÆMIÐ
GEKK UPP!
En svo við snúum okkur
aðeins að tækninni á bak við
Chrysler c 39 þá vom bflamir
byggðir á 1942 árgerðunum.
Sá lokaði 4 dyra TOWN and
COUNTRY var framleiddur
með 6 cylindra, 4100 rúm-
sentimetra og 114 hestafla
vél, Windsor gerðin. En
tveggja dyra opni bfllinn,
New Yorker gerðin, var aftur
á móti 8 cylindra, en hann var
5300 rúmsentimetrar og 135
hestöfl. Hann var með vökva-
skiptingu ‘Fluid Drive gtr-
skipting við stýri og hún færð
milli þess girs ætlað var að
aka í. Alhyglin sem Chrysler
C-39 vakti hélt merki fy-
ritækisins á lofti. En á fullu
var áfrant unnið að breyting-
um og tækniframförum. Bylt-
ingarkenndur og spennandi
var til að mynda Chrysler 300
sem kom á markaðinn 1955
með 300 hestafla V8 topp-
ventlavél, vél sem síðar átti
eftir að knýja meðal annars
Facel Vega og Jensen. En
Bristol og Monteverdi verk-
smiðjumar notuðu hana svo í
ýmsar gerðir af sérsmíðuðum
bflum sem þeir framleiddu.
Briggs og Cunningham í
Flórída notuð einnig gmnn-
gerð vélarinnar sem undir-
stöðu þegar jteir hófu ffarn-
leiðslu á vélum í GT og Le
Mans hraðakstursbfla.
DODGE VIPER 10 CVL OG 405 HESTÖFL
Einn sá heitasti og eftirsóttasti sportbfll sem er á Bandaríkjamarkaði í dag erDodge
Viper, þetta er 10 cyl tryllitæki með 405 hestafia vél og hröðun frá 0-100 knt hraða
er 4,4 sek hámarkshraði er 266 km á klukkustund. Þó Viperinn hafi verið hannað-
ur af tæknimönnum Chrysler létu þeir ekki hjá líða að leita í smiðju Lamborghini
verksmiðjanna. Enda var ekki komið að tómum kofanum á þeim bæ en Lamborg-
hini hafði verið einn helsti ógnvaldur þeirra hjá Ferrari í gegnum tíðina. En hvað
um það Viperinn er 2 dyra, tveggja sæta (ekki pláss fyrir tengdó... því miður) 4,44
tn á lengd l,97 m á breidd og hæðin l,l l metri. Vélin er 405 hestöfi, gíramir 6 og
þeir hjá Chrysier fullyrða að eyðslan sé ekki nema átta lítrar á hverja 100 km ef ek-
ið er á jöfnum 90 kflómetra hraða. Það væri eitthvað að heima hjá þeim Dodge Vi-
per eiganda sem dúllaði við að athuga hvort þær tölur væru réttar.
ERFITT ÁR
Síðasta ár var það erfiðasta í sögu evrópska bílaiðnaðarins frá stríðslokum, en sala
nýrra bfla dróst saman um 15,2%. Mestur var samdráttur ffamleiðenda í Grikk-
landi, eða 27,7%, Spánverjar fylgdu á eftir nteð 24,1 %. í kjölfarið fylgdu svo ítal-
ir, Hollendingar, Belgar, Svíar, Þjóðverjar og Frakkar. Bretar aftur á móti létu
engan bilbug á sér finna en þar varð aukning um 11,6%. Samvinna bílaframleið-
enda fer vaxandi með hverju ári, enda dýrt og seinlegt að hanna nýjan bfl og koma
honum á markað. Eitt nýjasta dæmið um þessa samvinnu er fjölnotabfll sem hann-
aður var af Fiat, Lancia, Peugeot og Citroen, í sameiningu.
RENAULT 21 VÍKUR FVRIR LAGUNA
Nú er komið að því að hinn átta ára gamli Reunault 21 verði að mestu settur til
hliðar. Arftakinn, Laguna, er kominn á markaðinn en sumir vilja halda því fram að
Laguna sé smækkuð mynd af Reunault Safraite. Laguna er aðeins stærri en for-
verinn og mun fást með ýmsum vélagerðum, til dæmis frá 1,81.95 hestafla vél upp
í 3,0 1. V6, 170 hestafla vél. Þess ber þó að geta að ekki verður hægt að fá Laguna
sent langbak nú fyrstum sinn, svo langbakurinn Nevada verður því ekki alveg sett-
ur í glatkistuna og framleiddur áfram enn um sinn.
NÝR AUDl A GOLF PLÖTU
Nú em Audi verksmiðjurnar farnar að huga að nýjum bfl. A2 er hann kallaður en
kemur líklega í staðinn fyrir Audi 80 en verður nokkai minni. Líklegt er talið að
hann verði settur á sama undirvagn og næsta kynslóð af Golf en verði nokkru
stæm en Golfinn. Þá er verið að tala um 5 dyra fjölskyldubfl sem brúi enn betur
það bil sem nú er milli Golf-Vento og Audi línunnar.
OPEL CALIBRA. NÚ MEÐ V6
Calibra sportbfllinn knái frá Opel verksmiðjunum er nú fáanlegur með 2,5 1. V6
170 hestafla mótor. Hámarkshraði er 237 kflómetrar á klukkustund. Þetta er þó
ekki öflugasta vélin sem fáanleg er í Opel því 2,01. túrbóinn er 204 hestöfl.
BMW EIGNAST ROVER
Það hriktir í ýmsum undirstöðum hjá bflaframleiðendum nú til dags og ekki að
ófyrirsynju. Minnkandi sala hefur neytt framleiðendur til þess að tryggja sig á
ýmsan hátt og auka hagræðingu sem mest. Einn liður í því var nú hjá BMW verk-
smiðjunum að kaupa Rover verksmiðjurnar í Englandi. Kom þetta eigendum
Honda verksmiðjanna í opna skjöldu því þeir áttu orðið 20% í Rover verksmiðj-
unum voai til í að bæta við en ekki til í að kaupa pakkann að öllu leiti. Rover sem
hafði framleitt tvíbura Honda Accord (Rover 600) hafði aukið mjög sölu sína á
Englandsmarkaði, en 8% aukning er drjúg þegar tekið er tillit til |ress ástands sem
var á bflamarkaði Evrópu nú á síðasta ári.
V8 MVLLUR í STVKKJATALI
Hvað er það sem tveir jafn ólíkir bflar og, AC Cobra, Lotus 7, Morgan, Caterham,
TVR, og nokkrir fleiri eiga sameiginlegt? Fjögurdekk? Að sjálfsögðu, og að auki
mótor keyptan frá Ford. 1 gegnum árin halá þeir hjá Ford haft nokkum ávinning af
því að selja vélar (í lausri vigt). Minni verksmiðjur og framleiðendur hafa verið
áljáðir kaupendur og því hefur Ford knúið margan vagninn, án þess að eigendur
gerðu sér grein fyrir því. Nú em þeir hjá Ford að koma með nýja vél á markaðinn,
V8 244 kg. 4915 cm3 og 219 hestöfl, ef miðað er við 4600 snúninga á mín., en 238
hestöfl ef miðað er við 4800 snúninga á mín.
ALFA 164 04
Þeir láta ekki að sér hæða hjá Alfa
Romeo hvað varðar hátæknina (þrátt
fyrir að kvartað hafi verið óspart yfir lé-
legri ryðvöm). Flaggskip þeiiTa er Alfa
Romeo 164 Q4 og er hann með sömu
vél og QV gerðin en er að auki íjór-
hjóladrifinn. Vélin er 2959 cm3 - V6 -
232 hestöfl og gírkassinn 6 gíra. Hámarkshraði er uppgefinn 237 km á klukku-
stund.