Alþýðublaðið - 23.02.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 23.02.1994, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ MENNING Miðvikudagur 23. febrúar 1994 Gaurágangur eftir Ólaf Hauk Símonarson er hressileg sýning, vægt til orða tekið. Það skemmti- lega við verkið er að ung- lingasaga Ólafs Hauks nær til allra aldurshópa. Jafn- vel hávær popptónlist Nýdanskrar fór býsna vel í eyru settlegra frumsýn- ingargesta á dögunum. skyldna. Ríkmannlegar fjölskyldur koma við sögu, sem og fjölskylda Orms, einstæð móðir með þrjú böm og viðhald. I þeirri fjölskyldu rekst Ormur engu betur en í skólanum, hann er sannarlega erfiður pilturinn sá. Gauragangur fjallar um lífið og tilveruna eins og Leikstjóri Gauragangs er Þórhallur Sigurðsson. Hánn hefur unnið vel úr efniviðnum og á mikið hrós skilið fyrir vinnu sína. Leikendur eru margir í verkinu og nánast undan- tekningalaust skila þeir eftirminnilegum persón- um, þar er ekkert gat að finna í persónusköpuninni. Skólagengið í Gauragangi, Ranúr (Sigurður Sigurjónsson), Ormur (Ingvar Sigurðsson), ÞórÞorskhaus (Felix Bergsson) og Gummi leikfimikennari (Örn Árnason). * Fjör á frábœrri sýningu. Gauragangur á heimili Orms Oðins- sonar. Stefán Jónsson, Jngvar Sigurðsson, Rúrik Haraldsson og Elva Ósk Olafsdóttir í hlutverkum sínum. Sýningin í heild sinni var afar vel heppnuð og að- standendum öllum til verðugs sóma. Þessi sýn- ing ætti að verða „útflutn- ingsvara“ ef út í það er far- ið. Það er ekkert algengt að í stóra sal Þjóðleikluíssim magnist upp annað eins stuð og á Gauragangi. Raunar man undirritaður ekki dæmi um annað eins. Sagan fjallar um óláta- belginn Orm Óðinsson, greindan strák, sem fellur illa inn í skólakerfið, strák sem er hreint ekki draumur kennarans og skólaketfis- ins. Ljósi punkturinn í skólanum er skólastjórinn, sem ævinlega hallast á sveif með Ormi fremur en kerfiskennumm. Sagan er spunnin um unglinga- gengi, leitandi krakka. Hún fjallar Jíka um mis- munandi gerðir fjöl- fólk þekkir það af eigin reynslu í dag. Um þetta er fjallað á þann hátt að fólk um allan heim mun skilja. Ungmenni í uppreisnar- ástandi eins og Ormur, er hvarvetna að finna. Samnefnd bók Ólafs Hauks varð strax vinsæl, enda hin dægilegasta lesn- ing og fyndin í meira lagi. Mér finnst leikritið jafnvel ennnú betra og er þá langt til jafnað. Uppátæki Orms og fé- laga eru mörg og margvís- leg. Félagar hans, Sveitó og Ranúr, em karakterar út af fyrir sig. Og svo em það „góðu bömin“ í skólanum, andstæðurnar við hina uppreisnargjörnu og uppá- tækjasömu. Unglingaástin á að sjálfsögðu sinn farveg í verki Ólafs Hauks, og þá stendur valið um hina fal- legu og ríku Lindu eða æskuvinkonuna Höllu. Ingvar Sigurðsson vinnur hér enn einn stóran leiksigur, en ofan á það söngsigur líka. Hann er nánast allan tímann á svið- inu, og verkið er langt, án þess að nokkrum fari að leiðast. Ingvari tekst að laða fram hinn eina og sanna Orm Óðinsson með hreyfingum sínum og lát- bragði og ungæðislegu málfari. Valið í þetta hlut- verk gat ekki heppnast bet- ur. Vininn Ranúr (Rúnar afturábak), leikur Sigurð- ur Sigurjónsson af miklu öryggi. Sveitó er leikinn af ekkifréttamanninum Hjálmari Hjálmarssyni og fór hann veJ með það hlutverk sem er minna í sniðurn. Sæta stelpan Linda er leikin af Stein- unni Ólínu Þorsteins- dóttur og skilar hún því hlutverki vel. Sama er að segja um ófríðu stelpuna Höllu, sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur af mikl- um krafti og sannar enn einu sinni mikla og góða hæfileika sína. Felix Bergsson leikur einn úr skólanum, fína og prúða strákinn, og sldlar þvt vel af hendi og nær að magna upp nokkra andúð leikhús- gesta á sér, því Ormur, keppinautur hans, verður strax hugljúfur í augum leikhúsgesta, þrátt fyrir að hann sé yfirleitt noldcuð homóttur. í skólanum hittum við fyrir kennarana og er hlut- ur Randvers Þorláksson- ar sem Amórs kennari sér- staklega góður og greini- legt að þar fer góður og of lítið notaður Jeikari, sem og leikfimikennarinn Gummi, sem Örn Arna- son leikur. Allir þelckja þessa svívirðilega hressu leilcfimikennara. Þá er hlutur Flosa Ólafssonar í hlutverki skólastjórans ógleymanlegur og tekst Flosa að skapa sérstæða og ljúfa persónu. Heima fyrir reynir móð- irin, sem Tinna Gunn- laugsdóttir leikur, að hafa skikk á hlutunum og geng- ur svona og svona í erli dagsins. Tinna fer vel með sitt hlutverk þótt býsna ungleg sé, og viðhald hennar, Magnús slcipstjóri, fremur pasturslítill náungi, er vel leikinn af Sigurði Skúlasyni, sem sýnir á sér tværhliðar, viðhaldið í erf- iðri stöðu á heimili þar sem hann á nokkuð bágt, og svo sem kallinn um borð í sínum báti, maður sem nýtur nokkurrar virðingar. Þá koma mikið við sögu systkini Orms og kærasti systurinnar, Hinrik Ólafs- son, allt vel unnin hlut- verk. Elva Ósk Ólafsdótt- ir leikur systur Orms af mikilli list og eldci síðri skil gerir Stefán Jónsson, bróðir Onns, sínu hlut- verki. Fjölmargir aðrir koma við sögu, nánast í öllum tilvikum eftirminnileg hlutverk. Af þeim fannst mér Rúrik Haraldsson frábær sem fornbókakaup- maðurinn Hreiðar, einn fárra manna, sem Ormur Óðinsson virðist ná góðu sambandi við á erfiðum unglingsárum. Þá fannst mér Jóhann Sigurðarson góður í litlu hlutverki sem faðir Lindu, ríkur maður og lífsþreyttur. Og ekki má gleyma hljómsveitinni Nýdönsk. Hlutur hennar í sýningunni er að sjálfsögðu stór. Eftir félaga hljómsveitarinnar eru sönglögin, sem mörg hver eiga eftir að heyrast lengi og eiga áreiðanlega eftir að sJcríða upp eftir vinsældalistum síðar í vet- ur. Hljómsveitin lék ekki aðeins vel á hljóðfærin, heldur tók þátt í leikritinu á skemmtilegan hátt. Gauragangur er langt verk eins og oft gerist þeg- ar bók verður að leikriti, en alls ekkert of langt að mín- um dómi. Ég held að eng- um hafi verið farið að leið- ast, enda engan dauðan punkt að finna í uppfærsl- unni. Leikmynd, búningar, lýsing og annað tæknilegs eðlis var áberandi vel af hendi leyst. Þetta var skemmtileg leiksýning og alveg ljóst, jafnvel áður en að frum- sýningu kom, að hér er Þjóðleikhúsið með mikið „kassastykki“ á fjölunum. Við aðaldyr leikhússins mun rauða luktin loga fram á sumar, þegar Gauragangur er á sviðinu, það verður alltaf uppselt. Frábær sýning. - Jón Birgir Pétursson. Magnús sjómaður og móðir Orms, leikin af Sig- urði Skúlasyni og Tinnu Gunnlaugsdóttur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.