Alþýðublaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. febrúar 1994
YMISLEGT
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
Eimskip nýtir sér bætta
samkeppnisstöðu innlends vinnuafls:
Fundur Ríkisútvarpsins
á Akureyri í kvöld:
Um 25 manns starfa við
gámaviðgerðir hérlendis
Eimskip hefur í vaxandi mœli látið gera við gáma í eigu félagsins hér á landi. Heita má að
nú séu að staðaldri um 25 maitns starfandi við gámaviðgerðir hérlendis á um 20 stöðum á
landin u. Alþýðublaðið / Einar Ólason
Eimskip hefur í vaxandi
mæli látið gera við gáma í
eigu félagsins hér á landi
en þessar viðgerðir fara
fram í 25 löndum fyrir fé-
lagið. Heita má að nú séu
að staðaldri um 25 manns
starfandi við gámaviðgerð-
ir hérlendis á um 20 stöð-
um á landinu.
Þessar upplýsingar koma
fram í nýjasta fréttabréfi
Eimskips. Þar segir að Eim-
skip láti gera við gáma í um
25 löndum. Víðast hvar séu
viðgerðirnar sérhæfð at-
vinnugrein sem skiptist ann-
ars vegar í málmviðgerðir og
hins vegar í viðhald og við-
gerðir á kælibúnaði frysti-
gáma.
Allmörg ár eru síðan um-
fangsmiklar viðgerðir og
viðhald kæligáma hófust hjá
Eimskip í Reykjavík en í
seinni tíð hefur þessi þjón-
usta í auknum mæli verið
unnin á öðrum stöðum á
landinu. Aðrar viðgerðir
gáma voru lengi vel lítið
unnar hér á landi en bætt
samkeppnisstaða innlends
vinnuafls hefur á seinni ár-
urn haft í för með sér veru-
legar breytingar þar á.
Á árinu 1993 var enn auk-
inn hlutur innlendra verk-
stæða og er nú langstærsti
hluti viðgerða á gámum
Eimskips unnar hérlendis.
Heita má að nú séu að stað-
aldri um 25 manns starfandi
við gámaviðgerðir hérlendis
á um 20 stöðum á landinu.
Á þessu ári mun Eimskip
íjárfesta umtalsvert í nýjum
gámunr. Áætlað er að bæta
1.120 gámaeiningum við
gámaeign Eimskips en einn
tuttugu feta gámur telst vera
ein gámaeining.
SVIPMYNDIR FRÁ SELTJARNARNESI
Einn af útsendurum Alþýðublaðsins var á ferðinni um Seltjarnarnesið á
dögunum og smellti þá af meðfylgjandi myndum. Á myndunum sést glögg-
lega hversu ægifagurt getur orðið þarna á fallegum vetrardögum. Sjáið
þetta óviðjafnanlega samspil ljóss og skugga. Fjaran, Nesstofa og vitinn á
Gróttu eru hér „mótívin“ einsog sagt er á Ijósmyndaramáli.
Hvert stefnir í
atvinnumálum?
Stöðugt hefur sigið á ógæfu-
hliðina í atviiinuináluni á Ak-
ureyri og víðar á Norðurlandi
og nú er svo komið að um 10
prósent vinnufærra manna er
án atvinnu í höfuðstað Norð-
urlands. Ríkisútvarpið á Ak-
ureyri efnir til almenns fund-
ar um ástandið þar sem reynt
verður að finna svör við vand-
anum og leita leiða til að auka
atvinnu. Fundurinn verður í
Sjallanum í kvöld, miðviku-
dagskvöld, og eru tveir ráð-
herrar meðal framsögu-
manna.
Fundurinn hefst klukkan
20.30 stundvíslega og honum
verður útvarpað í svæðisútvarp-
inu á Norðurlandi. Framsöguer-
indi flytja Sigurður J. Sigurðs-
son forseti bæjarstjómar Akur-
eyrar, Sighvatur Björgvinsson
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Halldór Blöndal samgöngu- og
landbúnaðanáðheira, Bjöm
Snæbjörnsson formaður Eining-
ar og Ásgeir Magnússon fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar.
Að loknum framsöguerindum
geta fundarmenn tekið til máls
annað hvort úr pontu eða sæti.
Miðað er við stuttar ræður eða
spumingar sem mögulegt verður
að varpa til framsögumanna.
Fundarstjóri verður Arnar Páll
Hauksson deildarstjóri ríkisút-
varpsins á Akureyri.
SIGHVATUR BJÖRGVINS-
SON og HALLDÓR BLÖN-
DAL. Ráðherrarnir verða með-
al framsögumanna á almenn-
um fundi um atvinnuástandið á
Norðurlandi sent Ríkisútvarpið
á Akureyri heldur kvöíd.
Alþýðublaðsmyndir/ Einar Ólason
REYKJANES
KJÖRDÆMI
-Viðtalstími ráðherra-
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrann,
Guðmundur Árni Stefánsson, hyggst á næstunni
efna til viðtalsfunda með almenningi í
Reykjaneskjördæmi. Fundirnir hefjast nú eftir
helgina og verða sem hér segir:
Hafnarfjörður:
Mánudagurinn 21. febrúar kl. 17-19
í Heilsugæslustöðinni Sólvangi,
Hörðuvöllum, sími 65 26 00.
Grindavík:
Miðvikudagurinn 23. febrúar kl. 17-19
í Heilsugæslustöð Suðurnesja,
Víkurbraut 62, sími 68021.
Keflavík:
Fimmtudagurinn 24. febrúarkl. 17-19
í Heilsugæslustöð Suðurnesja,
Skólavegi 8, sími 20580.
Þeir sem vilja eiga erindi við ráðherra
og ná tali hans á þessum stöðum er bent á,
að viðtalsbeiðnum er veitt móttaka í
framangreindum símanúmerum.
HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
8
1
MNaMNMNMMNMMMMMMMMNMRI