Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TIÐINDI Þriðjudagur 1. mars 1994 Reiðhöllin: hestadagar með merkri sögusýningu O I/ O um tíma árs. í tilefni af þessu framtaki var efnt tii álieita á reiðina suður. Það fé sem safnast með þeim áheitum mun renna til kaupa á innbúi í íbúð sem Krabbameins- félag íslands er festa kaupa á fyrir krabbameinssjúklinga sem koma í meðfcrð til Reykjavíkur og aðstandenda krabbameins- sjúklinga utan að landi. Flestir toppgæðinga Norður- lands eiga að koma fram á hestadögunum í ReiðhÖllinni. Sýningar verða daglega þessa viku og er sú fyrsta klukkan 21 í kvöld. Reiknað er með að 70 til S0 hross taki þátt í hestadögun- um og annað eins af fólki. NORÐLENSKIR hesta- menn eru væntanlegir til Reykjavíkur með Akraborg um hádegi í dag eftir að hafa komið ríðandi frá Norður- landi til Akraness. Norðlensk- ir hestadagar verða í Reiðhöll- inni þessa viku og í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins verða norðanmenn með sögusýn- ingu sem hefst á Inndnámi ís'- lenska hestsins og endar á stöðu hans í dag. Norðlensku hestamennimir komu nðandi suður með hand- ritið að Sögusýningunni og voru þrjá daga á leiðinni. Það mun vera langt síðan að farið hefur verið á hestum þessa leið á þess- LANDSPÍTALINN REYKLAUS VINNUSTAÐUR BARNASPÍTALl HRINGSINS 1. aðstoðarlæknir Tvær stöður 1. aðstoðarlæknis (superkandidat) á Barna- spítala Hringsins eru lausar til umsóknar. Ráðið er til eins árs, annars vegar frá 1. maí og hins vegar frá 1. júlí nk. Auk venjubundinna starfa aðstoðaryfirlæknis er ætl- ast til virkrar þátttöku í bundnum vöktum skv. fyrirfram- gerðri áætlun. Starfsreynsla á barnadeild æskileg. 1. að- stoðarlækni eru falin ábyrgðarmeiri störf, eftirlit með yngri aðstoðarlæknum, þátttaka í kennslu læknanema og nemenda eða starfsfólks í öðrum heilbrigðisgreinum. Um getur verið að ræða námsstöðu í barnalækningum eða starfsþjálfun í öðrum sérgreinum. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórssyni prófessor sem veit- ir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskír- teini og upplýsingum um starfsferil, ásamt vottorðum frá yfirmönnum, fylgi. Umsóknarfrestur er til 20. mars 1994. Hafrannsóknir: Sjórannsóknaleiðangur Bjarna Sæmundssonar Heildarniðurstöður vetrarleiðangurs 1994 sýna að hiti og selta var í meðallagi í sjónum allt í kringum landið miðað við árstíma. Lítil hætta virðist vera á hafís í vetur eða vor RANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson var í sjórannsókna- leiðangri á miðunum umhverfls landið 7. til 18. febrúar síðastlið- inn. Slíkir leiðangrar hafa verið farnir á þessum árstíma allt frá árinu 1970. Helstu niðurstöður hita- og seltumælinga voru þess- ar: Sjávarhiti og selta fyrir Suður- og Vesturlandi var í meðallagi (5-7°, 35.1 0/00). Hlýsjórinn að sunnan náði fyrir Kögur (3-4°, 34.9 0/00), en austar á norðurmiðum var hita- stig 2-3° (vetrarsjór) sem telst vera í meðallagi fyrir árstímann. Skilin við kalda sjóinn að norðan voru langt undan landi og hvergi varð vart við kaldan pólsjó eða hafís á at- hugunarsvæðinu. A Austfjarðamið- um var hitastig sjávar tæpar 2° sem ér nálægt meðallagi. Djúpt út af Norðausturlandi í Austur-íslands- straumi var selta í vetur tiltölulega há sem bendir hvorki til nýísmynd- unar eða ísreks úr þeini átt. Skilin rrúlli kalda og hlýja sjávarins við Suðausturland voru að vanda í Lónsbug. Hitastig grunnt með Suð- urlandi á loðnuslóð var um 6°. Ferskvatnsáhrif voru h'til fyrir Suð- vesturlandi. Heildamiðurstöður vetrarleið- angurs 1994 sýna að hiti og selta var í meðallagi í sjónum allt í kring- um landið miðað við árstíma. Lítil hætta virðist vera á hafís í vetur eða vor. I leiðangrinum í vetur voru einn- ig gerðar athuganir á kolefni og átu í sjónum fyrir Norðurlandi. Fyrir Veðurstofu Islands fóru fram sér- stakar veðurfarsathuganir og sýn- um var safnað á ýmsum stöðum fyrir Geislavamir ríkisins. Leiðangursmenn á r/s Bjama Sæ- mundssyni vom Svend-Aage Malmberg leiðangursstjóri og hafrannsóknamennirnir Héðinn Valdimarsson, Jóhannes Briem, John Mortensen, Guðmundur Sv. Jónsson Sólveig Ólafsdóttir. Skipstjóri var Ingi Lárusson. OJAONI '0N05S0H BJARNISÆMUNDSSON í Reykjavíkurhöfn ígærdag. Alþýðublaðsmynd / Elnar Olason Örverufræðingar halda málþing: 2. aðstoðarlæknir Tvær stöður 2. aðstoðarlæknis á Barnaspítala Hringsins eru lausar til umsóknar. Ráðningartímabil er 1. júlí-31. desember 1994. Um er að ræða venjubundin störf aðstoðarlækna. Þátttaka í bundnum vöktum skv. fyrirframgerðri áætlun. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórssyni prófessor sem veit- ir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskír- teini og upplýsingum um starfsferil, ásamt vottorðum frá yfirmönnum, fylgi. Umsóknarfrestur til 20. mars 1994. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Sýklasmit til landsins með vörum, dýrum og fólki ÖRVERUFRÆÐINGAR standa fyrir málþingi á fimmtu- daginn um hugsanlegar breyting- ar á reglum um innflutning á ýmsum vörum til landsins og hvað kunni að vera honum sam- fara. Oft er vitnað til einangrun- ar landsins og bent á að veruleg hætta geti stafað af auknum inn- Ilutningi þar sem það kunni að leiða til þess að auknar líkur séu á að sýklar af ýmsu tagi berist til landsins. Örverufræðifélagið bendir á að sagan sýni að hrikaleg slys hafi orð- ið, bæði hérlendis og erlendis við innflutning á sýklum. Nauðsynlegt sé að fara varlega en jafnframt að koma í veg fyrir einangrunarstefnu sem byggir eingöngu á hræðslu og vanþekkingu, nema hvort tveggja komi til. Örverufræðifélag Islands vill stuðla að aukinni þekkingu og skilningi almennings á örverufræði og telur tímabært að fjaila um þetta mál á faglegum gmnni. Því er boð- að til málþingsins í Norræna húsinu 3. mars klukkan 13 til 18. Setning þingsins og fundarstjóm verður í höndum Hjörleifs Einarssonar, for- manns félagsins. Fimm frummælendur munu fjalla utn hinar ýmsu hliðar sýkla- smits. Haraldur Briem læknir talar um sýklasmit með fólki; Eggert Gunnarsson, dýralæknir, um sýkla- smit með dýmm; Sigurður Helga- son, ftsksjúkdómafræðingur, um sýklasmit með ftskum; Sigurgeir Ólafsson um sýklasmit með plönt- um; og Franklín Georgsson, mat- vælaörverufræðingur, um sýkla- smit með matvömm. Þá fjallar Sig- urður Öm Hansson, dýralæknir, um lög og reglur. Loks verða pallborð- sumræður sem fyrirlesarar taka þátl í ásamt Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna og Jónasar Fr. Jónssonar, lögmanns Verslunarráðs Islands, auk fleiri að- ila.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.