Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Föstudagur 11. mars 1994 TÍÐINDI Söpulegt kosníngasamstarf í Vestmannaevjum: VINSTRIFLOKKA RNIR sameinast gegn íhaldinu Jafnaðarmaðurinn Guðmundur Þ.B. Olafsson kemur til með að leiða lista Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks VINSTRIFLOKKARNIR í Vestmannaeyjum, Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að bjóða fram sam- eiginlegan lista í bæjarstjórn- arkosningunum í vor. Sam- komulag náðist um þetta á miðvikudagskvöld eftir stutt- ar samningaviðræður flokk- anna. „Það er óhætt að tala hér um sögulegt samstarf þessara flokka, því Alþýðuflokkurinn hefur alltaf boðið fram hreinan A-lista hér í Vestmannaeyjum", sagði Guðmundur Þ.B. Olafs- son bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins sem kemur til með að verða í fyrsta sæti og leiða hinn sameiginlega lista. Þá hefur verið ákveðið að Ragnar Ósk- Guðmundur Þ.B. Ólafsson, bœjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, kemur til með að leiða sameiginlegan lista vinstriflokkanna í Vestmannaeyj- um í vor. arsson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins verði í öðru sæti, •Svanhildur Guðlaugsdóttir Framsóknarflokki í þriðja og Guðný Bjamadóttir Alþýðu- flokki verður í fjórða sæti, sem jafnframt er baráttusætið. Fullkomlega siðlaus aðgerð Sjálfstæðismenn hafa verið með hreinan meirihluta í bæjar- stjóm Vestmannaeyja á þessu kjörtímabili. Þeir fengu sex bæjarfulltrúa í sfðustu kosning- um, Alþýðuflokkur fékk tvo og Alþýðubandalag einn. Sjálf- stæðismenn ákváðu, í krafti hreins meirihluta, að fækka bæjarfulltrúum úr níu f sjö. Guðmundur Þ.B. Ólafsson seg- ir að þetta hafi verið fullkom- lega siðlaus aðgerð og einungis til þess fallin að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum áframhaldandi meirihluta í bæj- arstjóm. Guðmundur segir að sjálf- stæðismenn hafi verið búnir að reikna það út að þeir gætu hald- ið hreinum meirihluta með því að fá aðeins 41 prósent at- kvæða, ef dreifingin yrði á versta veg íyrir hina flokkanna þijá. I síðustu kosningum hafi framsóknarmenn ekki fengið neinn fulltrúa og því hefðu á þriðja hundrað atkvæði fallið dauð hjá þeim. „Markmiðið hjá okkur er að gera bæinn betri og bæta hag bæjarbúa. Leiðin til þess er að fella núverandi meirihluta sem hefur staðið sig illa við að ná fram þessum markmiðum. Við veljum því auðveldustu leiðina til þess að ná meirihluta, og leiðin er í gegnum þetta sam- eiginlega framboð vinstriflokk- anna,“ sagði Guðmundur. Norræna verkalvðssambandið: Atvinnuleysið á Norðurlöndum kostar Norræna Verkalýðssambandið leggur til að gerð verði norræn hvítbók um atvinnu og velferð „ATVINNULEYSIÐ er só- un á mannlegum verðmæt- uin. Norræna verkalýðssam- bandið (NFS) hefur reiknað út hversu mikil sóunin er. Beinn kostnaður fyrir ríkis- sjóði Norðurlandanna er um það bil 300 milljarðar sænskra króna, eða um það bil 25 föld íslcnsku fjárlögin. Hér eru taldar með beinar greiðslur til atvinnulausra, vinnumarkaðsaðgerðir og tapaðar skatttekjur hins op- inbera. Atvinnuleysið hefur ýmsar aðrar afleiðingar fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Kostnað af þeim er erfitt að mæla en hann sést auðvitað greinilega.-' Þetta er upphaf yfirlýsingar sem fulltrúar Norræna verka- lýðssambandsins og aðildar- samtaka þess afhentu forsætis- ráðherrum Norðurlandanna í tengslum við þing Norður- landaráðs í Stokkhólmi. Nor- ræna verkalýðssambandið (NFS) er fulltrúi rúmlega átta milljóna launafólks á Norður- löndum. Af hálfu íslensku að- ildarsamtakanna voru viðstadd- ir afhendingu yfirlýsingarinnar Ögmundur Jónasson frá BSRB og Ari Skúlason frá ASÍ. NFS leggur til að forsæúsráðherram- ir hafi írumkvæði að því að gerð verði norræn hvítbók um atvinnu og velferð. Færri borga skatta I yfirlýsingu Norræna verka- lýðssambandins segir ennfrem- ur: „Langvinnt atvinnuleysið felur í sér að mörgum er hafnað, bæði efnahagslega og félags- lega. Það er erfitt að reikna út aukinn kostnað vegna félags- legra afleiðinga, sálrænna og líkamlegra þjáninga, aukinna afbrota og svo framvegis. Atvinnuleysið bitnar ekki einungis á þeim sem em án at- vinnu, heldur verða fjölskyldur þeirra einnig fyrir barðinu á því. Sé gengið út frá því að fjöl- skylduaðstæður þeirra atvinnu- lausu séu svipaðar og almennt gerist tvöfaldast fjöldi þeirra sem atvinnuleysið bimar á. Alls em það um Qórar milljónir manna á Norðurlöndunum. Rannsóknir sýna að það em einkum böm þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengi og hafa minnsta menntun sem standa sig verst í námi. Minni framleiðsla vegna aukins atvinnuleysis ætti einnig að reiknast inn í þennan samfé- lagslega kostnað. Hér má líka telja með það velferðaitap sem fylgir minni þjónustu til þegn- anna, sem verður vegna fækk- unar starfsfólks í gæslu- og um- önnunarstörfum. Með auknu atvinnuleysi greiðir færra fólk skatta til vel- ferðarþjóðfélagsins samhliða því að kostnaður ríkisins vex vegna aukinna atvinnuleysis- böta. Þegar fólk sem hefúr haft ömgga stöðu á vinnumarkaðin- um missir vinnuna, atvinnu- leysið verður varanlegt og fleiri árgangar ungs fólks ná ekki fót- festu, er vegið að undirstöðum velferðarþjóðfélagsins. Raunhæft mat á kostnaði við atvinnuleysið ætti að fela í sér öll óbein langtímaáhrif á bæði einstaklinga, sveitarfélög og ríkið. Norræna verkalýðssam- bandið hefur einungis skoðað beinan mælanlegan kostnað. Þó hefur víða þurft að geta í eyður. Það er þó hægt að fullyrða að útreikningar NFS ofmeti kostn- aðinn ekki. NFS leggur til að forsæús- ráðherramir hafi fmmkvæði að því að gerð verði norræn hvít- bók um atvinnu og velferð. Norðurlöndin hafa nú þegar lagt sitt af mörkunr varðandi hvítbók framkvæmdastjómar Everópusambandsins um vöxt, samkeppnisstöðu og atvinnu, sem lögð var fyrir ráðamenn Evrópu í desember 1993.“ Efni hvítbókar í yfirlýsingunni er bent á að það sé ekki skortur á verkefn- um til að takast á við. Það sé þörf umbóta á sviði samgangna og samskipta og það þurfi að vinna að fjölda verkefna á sviði félagslegra umbóta. Norðurlöndin geti ekki keppt á grundvelli lágra launa. Þau eigi aðeins möguleika í alþjóð- legri samkeppni á gtundvelii hæfni og gæða. Ef Norðurlönd leggi sameig- inlega fram áætlun um Ijárfcst- ingar og hagvöxt eigum við góða möguleika á árangri. Meðal þess sem norræn hvít- bók um atvinnu og velferð ætti að innihalda er eftirfarandi: Greiningu á norræna hag- kerfinu sem sýnir möguleika á og áhrifin af sameiginlegri at- vinnustefnu Norðurlandanna. Yfirlit yfir ijárfestingaráætl- anir sem unnið er að bæði á norrænum og innlendum vett- vangi. Aherslu á vinnu við að koma í framkvæmd samvinnu starfs- fólks innan fyrirtækja sem starfa í fleiri löndum. Tillögur um sameiginlega staðla á sviði umhverfis- og vinnuumhverfismála, þannig að Norðurlöndin keppi á grund- velli strangari krafa um vömr, gæði, nýjungar og þróun, en ekki á grundvelli launa og vinnuskilyrða. ÁSHILDUR, - stuttur en ÍSLENDINGUR á &~*gurfina. Vetrarólympíumóti fatlaðra Vetrarólympíumót fatlaðra var sett í lÆehammer í gær, 10. mars. ísland tekur nú í fyrsta sinn þátt í Vetrarólympíumóti og mun hinn fræknifatlaði íþróttamaður frá Sel- fossi, Svanur Ingvarsson, keppa þar í sleðastjaki. Móúð í Lillehammcr er hatdið í sörnu fþróttamannvirkjum og á Vetrarólympi'uleikunum og aðbúnaður keppenda og fararstjóra er sá sami. Olympíunefnd íslands gaf íþróttasambandi fatlaðra góðfúslegt leyfi úl að nota landsliðsbúning sinn og er það í fyrsta sinn sem ófatlaðir og fatlaðir íþróttamenn koma fram fyrir hönd íslands í eins búningi. Á meðfylgjandi mynd er Svanur Ingvarsson á sieðanum. Aðrir á myndinni em frá vinstri: Hörður Barðdal fararstjóri, Magnús B. Einarsson læknir, Anna K. Vilhjálmsdóttir, framkvæmtia- stjóri iþrótta- og útbreiðslusviðs íþróttasambands fatlaðra, og Óiafur Jeasson, for- maður íþróttasambands faúaðra. STIJTTFRETTIR Gengur vel hjá HANDSALI Reksúir verðbréfafyrirtækisins Handsals gekk prýði- lega á síðasta ári. Reksturinn skilaði 20 milljónum í hagnað fyrir skatta, -14,4 milljónum eftir skattgreiðsl- ur. Heildartekjur félagsins námu 93,8 milljónum króna. Heildarveltan í verðbréfúm nam 22 milljörðum króna, miðað við 15 milljarða árið 1992. Eigintjárstað- an styrktist, - var í árslok 1993 110 milljónir saman- borið við 96 milljónir í ársbyrjun. Þetta köllum við vei- gengni hjá þriggja ára gömlu fyrirtæki, - hagnaður hjá Eddu Helgason öll árin. í stjóm Handsals hf. em: Ág- úst Valfells, formaður; Gísli Marteinsson; Ágúst Karlsson; Ögmundur Skarphéðinsson; og Edda Helgason. EDDA HELGASON í Uamisali, - fyrirteeki sem byrjar veL SUÐURNESJAMENN vilja fá sitt Bæjarráð Njarðvikur fer fram á það við ríkisstjórnina að Suðumesjamenn tái að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar (jármunum ríkisins er úthlutað til at- vinnuuppbyggingar út um landið. Bókun bæjarráðsins í fyrradag kemur í kjölfar frétta af úthlutun ríkisstjómarinnar á fjánnunum sem eiga að treysta atvinnulíf og sveitarsjóði á Vestíjörðum. Er ríkisstjómin minnt á að á Suðumesjum hefur mikið at- vinnuleysi verið viðvarandi síðastliðin tvö ár. Það hafi kostað sveitarsjóði syðra ómæld peningaútlát og þó tekist hafi að halda í horfinu varðandi atvinnuleysið séu erfiðleikar miklir á öllum sviðum atvinnulffsins. Er því beint til alþingismanna Reykjaneskjördœmis að gæta hagsmuna kjördæmisins í þessu máli. Fjölskyldu- og tívolíhátíöin MARSBÚINN Skátamir í Hraunbúum t' Hafnarfirði ætla að létta bæjarbúum og gestum þeirra lundina um helgina með ljölskyldu- og ú'volíháú'ð sem þeir ksúlaMarsbúann. Háú'ð- in stendur á laugardag og sunnudag. í fyrra var cfnt úl slíkrar hátíðar í fyrsta skipti og sóttu hana um 6 þúsund manns og skemmtu sér hið besta. Þarna verða leiktæki í nærri 50 básum og þar getur fólk á öllum aldri reynt hæfni sína á ýmsum sviðum. Há- úðin hefst klukkan 13 á morgun og stendur úl klukkan 18. Á sunnudag er opið frá klukkan 13 úl 17. Aðgangur cr ókeypis og verði í leiktæki súllt í hóf. í blíðu og stríðu hjá KVENNALISTANUM Nýútkomin bók, / blíðu og stríðu verður úl umræðu í laugardagskaffi KvennalisUms á rnorgun klukkan 11 á Laugavegi 17. Valgerður Jónsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, segir frá bók sinni og rnunu konumar íjalla um hjúskapannálin. Kínversk í GALLERÍ FOLD Listamaður mánaðarins í Gaílerí Fold í Austurstræú 3, er að jþessu sinni Lu Hong, 36 ára kínversk listakona frá Peking. Lu Hong höf komung að nema myndiist og út- skrifaðist fní Kínverska listaháskólanum. Hún er í dag íslenskur ríkisborgari, gift Gunnari Örvarssyni. Myndir hennar f Fold eru túss- og vatnslitamyndir og sýna stórbrotið íslenskt landslag. Sýning stendur frá 12.-26. mttrs. Einleikstónleikar ÁSHILDUR Áshildur Haraldsdóttir, flauútieikari, heldur ein- ieikstónleíka ý Kjarvaisstöðum á þriðjudagskvöldið klukkan 20. Áshildur hóf nám árið 1964, nt'u ára göm- ul við Tönlistarskólann t' Reykjavík. Þaðan lá leiðin úl Bandaríkjanna í framhaldsnám og loks úl Parísar þar sem Áshildur var við nám til 1992. Hún hefur komið fnmi sem einleikari með tjölda hijómsveita víða um heim og hefur haldið einleikstónleika í Evrópu, Japan og Amcríku. Áshildur hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir leik sinn og út hafa komið hljómdiskar með leik hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.