Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. mars 1994 ILASIÐAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 SKyNDIKYNNI: MOLAR: FqRd EsCqRt 1/6 W J.S.S. utn FORD ESCORT CLX: „Verðið er hagstætt, bíllinn er fallegur utan sem innan, ásamt því að vera aflmikill og sparneyt- inn miðað við tölur sem uppgefnar eru af verksmiðju...Ég tekþví heilshugar undir orð míns þykka vinar: Efþessi bíll á ekki eftir að seljast hlýtur eitthvað að vera að heima hjá honum! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Þau eru orðin mörg árin síðan Ford Esc- ort var tískubíll hér á landi. A þeim árum virtist ekki skipta miklu þó margir væru fluttir inn, þeir voru eftir sem áður illfáan- legir notaðir. Þó erfitt sé að fá nýlega not- aða Escort bfia enn þann dag í dag, þá er ástæðan allt önnur en áður fyrr. Nefnilega sú að lítið hefur verið flutt inn af Ford Esc- ort mörg undanfarin ár. Ástæðumar voru svo sem ekki margar, aðallega óhagstæð verðþróun og Japaninn sem æddi inn á markaðinn með velbúna og ódýra bfia. Einnig má telja til erfiðleika sem fyrri um- boðsmenn áttu við að etja. I dag horfa mál til mikils batnaðar hvað varðar Escortinn. Nýir aðilar hafa tekið við umboðinu og verð bfisins er orðið gott og mjög sam- keppnisfært. Núverandi umboðsmenn FORD, Globus hf., voru búnir að vinna sér gott orð og góðan sess sem innflytjendur vinnuvéla. Mátti því ætla að fátt yrði þeim að vanbúnaði þegar innflutningur hæfist. Með seiglunni náðu þeir hjá Globus verð- inu niður á Escortinum og er hann í dag á mjög góðu verði. Það er ekki einfalt að brjóta sér leið á ný inn á markað sem heíúr glatast að miklu leyti og er setinn af jafn harðsnúnu liði og raun ber vitni. Til þess þarf seiglu og góða vöm. Skyndikynni af Escort 1,6 CLX, árgerð 1994, sem ég fékk til aksturs hjá umboðinu sannfærðu mig um að ekki yrði langt að bíða að Escortinn yrði hér aftur áberandi á götum borgarinn- ar. Kemur þar margt til, meðal annars verð er hagstætt, bfllinn er fallegur utan sem innan, ásamt því að vera aflmikill og spar- neytinn miðað við tölur sem uppgefnar em af verksmiðju. FAU.GGUR BÍLL Bfllinn sem ég fékk léðan hjá umboðinu var hlaðbakur með 1600 vél, beinskiptur og 5 gíra. Hurðimar vom fjórar og að auki afturhleri sem opnaðist það vel að aðgengi var þægilegt. Auðvelt er að fella sætisbak niður en það er tvískipt svo farþegum þarf ekki að úthýsa þó einhvem farangur þurfi að flytja sem pláss tekur á lengdina. Afl- stýri er á bflnum sem svarar vel og grip á stýrishjóli er mjög gott. Mælar em auðles- anlegir og hringlaga. Þar gat á að líta snún- ingshraðamæli, hraðamæli, eldsneytismæli, og hitamæli. Stjómrofar fyrir stefnuljós og aðalljós em staðsettir vinstra megin á stýr- isstöng, en þurrkur bæði fyrir fram og aft- urrúðu ásamt rúðupissi em staðsettar hægra megin við stýrisstöng. Auðvelt að teygja fingur og truflun því lítil þó ekið væri við misjafnar aðstæður. Miðstöðin var 3 hraða og vel merkt með snúningsrofum, þægilega staðsett fyrir miðju mælaborði. Bfllinn var fljótur að hitna en ekki reyndi á móðu á rúðum en nokkum hug hefði ég haft á að sjá hvemig hitun í framrúðu virkar. Ástig á kúpplingu var létt og bfllinn rann liðlega í gírana hvort sem skipt var upp eða niður. Bremsumar virkuðu mjög vel, ástigið létt og hliðarskrið í hálku ekki fyrir hendi. Speglar em rafknúnir og em ómæld þæg- indi að geta setið undir stýri og stillt þá efit- ir hendinni þannig að baksýni sé lítt skert. Rafmagn er í rúðum á framhurðum en snerlar að aftan. Áklæði á sætum er með því fallegra sem maður sér í bflum í dag, hirslur í bílnum em Ijölmargar og þægileg- ar og þvf auðvelt að leggja margvíslegt dót frá sér án mikilla erfiðleika. Auðvelt var að setjast inn í bílinn, og rúmt um okkur tvo þykka sem sátum frammí nokkra stund. GÓDUR ÍSHIÓ OG HALKU Góðrar færðar naut Escortinn ekki því það var hálka þegar ég reynsluók honum, örlítil ofankoma og skafrenningur fyrir of- an bæ, maður lét sig hafa það enda lofaði sá akstur sem lokið var, góðu hálka virtist litlu skipta. Bfllinn var á snjódekkjum, um- hverfisvænn og ónegldur, ekki var að finna að það kæmi að sök. Hann skmggulá á veginum þegar fært var að kitla pinnann. Utan vegar ekur maður ekki á bfl sem þess- um en fenntur afleggjari var ágæt reynsla og sagði sitt varðandi þvæling í snjó. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum því framhjóla- drifið gerir sitt, en oft þarf þó meira til. Escortinn komst dijúgt meðan þess var gætt að aka af þolinmæði og forðast að losa hjól. Þessi bíll hefur alla burði til þess að verða sölubfll, ef svo ótrúlega skyldi verða að það yrði ekki fullyrði ég að það er ekki vegna bílsins sjálfs. Ég tek því heilshugar undir orð míns þykka vinar: Ef þessi bíll á ekki eftir að seljast hlýtur eitthvað að vera að heima hjá honum! UMSJÓNARMAÐUR BÍLASÍÐU ER JÓNAS S. ÁSTRÁÐSSON DOLLARAGRÍN: CHEVROLET1957 Þeir vont margir fallegir og spenn- andi bílamir sem komu hingað til lands þegar frelsi í bifreiðainnflutningi var aukið. Byltingin var meiri í huga yngstu áhugamanna um bfla en hægt er að ímynda sér í dag. Það var árið 1955 sem skriðan fór af stað þegar hver glæsibfllinn á fætur öðrurn var fluttur inn til landsins. Það var allt í einu sama hvert var litið. Nýr bfll virtist vera á hveiju homi, mestmegnis vom þetta Ford, Chevrolet og Dodge því þetta vom þeir bflar sem mest var flutt inn af. Fleiri tegundir komu þó til landsins, til að mynda Mercury, Oldsmobile, Buick, Pontiac, Plymouth, og Chrysler. En um þessa bíla er ekki ætlunin að ræða að þessu sinni. Bfllinn sem mig langar að segja að litlu leiti frá er CHEVROLET 1957, sá bíll sem mér hefur fundist eldast einna best þeirra bfla sem komu á markaðinn á þessum tíma. Það skal viðurkennt að árið 1957 fannst manni meira varið í Plymoutli með sína stóm aftumgga og jafnvel Ford sem kom með gjörbreytt útlit. Breytingin á Chevrolet árgerð 1957 fannst manni lítil; smá lenging á aftur- bretti ásamt málamynda uggum og smá breytingu á ffamenda. En tíminn hefur unnið með CHEVROLET 1957 því í dag finnst manni hann einn sá fal- legasti bfll sem kom fram á þessum ár- um, látlaus og stflhreinn. USA no. 1 Maður sér „USA no. l“ merkingar á CHEVROLET 1957. Það er hátt til höggsins reitt því ekki er hægt að miða við sölutölur frá þessum ámm. Arið 1957 var dapurt hjá GM. Markaðshlut- deild þeirra féll úr 52,8% í 46,1% . Og gullkálfurinn Chevrolet sem hafði átt 27,09% sölu árið 1956 féll niður í 24,9% árið 1957. Aðalkeppinauturinn Ford bætti sína hlutdeild úr 23,7% í 24,9%. Plymouth jók sína hlutdeild úr 7,8% í 10,7% . Það sem skók þó GM veldið var sú hrikalega staðreynd að Ford seldi fleiri bfla en Chevrolet, það er að 1957 vom seld 1,676,449 eintök af Ford en Chevrolettinn var ekki seld- ur nema í 1,505,910 eintökum. Það sem olli var sú staðreynd að Ford og Plymouth buðu upp á gjörbreytta og spennandi bfla en Chevrolet lappaði upp á gömlu línuna og það varð til þess að kaupendahópurinn riðlaðist. En horfi maður á bflinn í dag þá finnst manni „USA no. 1“ réttmætt. CITROEN ZX LANGBAKUR Erlendis er arftaki CITROEN BX langbaksins farinn að sjást á götum stórborganna. Þelta er Citroen ZX 5 dyra og 20 senti- metrum lengri en hinir almennu 3-5 dyra ZX bflar. Farangursrými var lengt og er það í langbaknum 168,5 sentimetrar. DÍSEL-BÍLAR - ÞAÐ MÁ SPARA— DÍsel-bflum fer nú fjölgandi í Evrópu, en 20% þeirra bfla sem voru skráðir árið 1993 voru með Dísel- hreyflum. Það er helmingsaukning frá árinu 1988. Þrátt fyrir þá hagkvæmni sem nolkun þeirra skapar virðist ekkert gert til þess að hvetja fólk til notkunar þeirra hér á landi. Gelur ástæða [tess varla önnur verið en hin sígildu skattasjónamiið rikisvaldsins. FIAT PUNTO Á LEIÐINNI Nýi Fiatinn, FIAT PUNTO er væntanlegur til landsins í lok næsta mánaðar. Hér á landi verður hann fáanlegur með tveim vélargerðum, 60 hestafla Fire vélinni og svo 75 hestafla Fire vélinni. Erlendis hefur FIAT PUNTO hlotið ntjög góða dóma og má ætla að hann verði til þess að blása nýju li'fi í sölu Fi- at-bfla hér á landi. ltalskir bílar sem eru umboðsaðilar fyrir Fiat hér á landi, hyggjast jafnframt flytja til landsins litla sportbílinn FLAT COUPE. Hér verður hann fáanlegur með annað tveggja 145 hestafla vél cða 195 hestafla vél. Báðar vélamar eru 16 ventla en sú öflugri er með forþjöppu og á að geta þeytt bflnum í allt að 230 km hraða. NÝR VOLVO/MITSUBISHI Verið er að tala um að nýr VOLVO sem verði arftaki 440 gerðanna muni sjá dagsins Ijós á árinu 1996. Sá bfll er samstarfs verkefni MITSUBISHI og VOLVO og verður bfllinn byggður á sama undirvagni og Mitsubitshi kemur til með að nota fyrir nýja gerð sem væntanleg er á markaðinn fljótlega. Sá bíll verður af millistærð en aukinn kostnaður við hönnun nýrra bfla hefur orðið til þess að auka samstarf bflaframleiðanda í æ ríkari mæli. CHRYSLER NEON í SMÁ VANDA Rakamyndun sem getur skapast við sérstakar aðstæður, varð þess valdandi að nauðsynlegt reyndist fyrir CHRYSLER verksmiðjumar að innkalla NE- ON bílana sem búið var að ífamleiða. Afleiðing rakamyndunarinnar var sú að þegar vélin stöðvaðist var oft illmögulegt að ræsa bflinn að nýju. NÝIR RENAULT ESCAPE Á LEIÐINNI RENAULT ESCAPE sem framleiðsla var hafin á árið 1984 hefur þrátt fyrir að hafa verið lítið breyttur í 10 ár aukið hlutdeild sína á franska bflamarkaðn- um úr 1,4% í 1,7% árið 1993. Þar sem aðrir bflaframleiðendur stefna nú inn á þann mark og samkeppni fer vaxandi em tvær nýjar gerðir af ESCAPE væntanlegar á markaðinn á næsta ári. Önnur verður mitt á milli TWINGO og ESCAPE að stærð en hin verður örlítið stærri en ESCAPE er nú. TIGRA - SMÁR EN KNÁR Opel verksmiðjumar koma til með að setja COUPE bfl á markaðinn á næsta ári. Bfllinn er byggður að miklu leyti á OPEL CORSA og var hann sýndur á bflasýningu síðastliðið haust. Ekki var ætlun að hefja framleiðslu hans strax en áhugi á tilkomu hans var það mikill að ákveðið var að hraða framleiðslu hans. GLATT Á GODDASTÖÐUM Allt útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi náð að framleiða fleiri bíla á síð- asta ári en Japanir. Óhagstæð gengisþróun jensins hcfur gert það að verkum að biffeiðaframleiðsla Japana hefur dregist sama. Eru það viðbrigði frá því 1991 þegar framleiddir voru 4 milljónir bifreiða umfram það sem Banda- ríkjamenn framleiddu. NÝR TOVOTA STALLBAKUR Síðar á þessu ári mun nýr stallbakur sjá dagsins ljós hjá Toyota verksmiðj- unum í Bandaríkjunum. Kemur hann til með að heita AVALON. Þetta er fjögurra dyra ffamhjóladrifinn bfll með 6 cylindra vél og er honum ætlað að leysa CRESSIDUNA af hólmi. NÝR RANGE ROVER Á LEIÐINNI Fáir eru þeir bílar sem hafa selst h'tið breyttir í áratugi en RANGE ROVER er einn þeirra sem það hafa gert. Bretinn hefur í gegnum tíðina verið fast- heldinn á það sem hann telur gott og Range Rover var þar ekki undantekn- ing. En nú er mál að linni nýtt úllit stærri vél og annað nafn PEGASUS er hann kallaður þessa stundina 32 ventla 8 cylindra og 230 hestöfl og bíður þess að verða sýndur í haust. VETNISKNÚIN MAZDA Það fer ekki á milli mála að um- hverfisvænni bfla en þá vetnisknúnu er varla að finna. Vandamál ffam- leiðenda hefur verið það að finna ömgga leið til þess að geyma vetnið í hinum almenna fjölskyldubfl. Framleiðendur MAZDA bflanna telja sig vera að leysa að vandamál í tilraunabfl sfnum HR-X2. En hann er knúinn 2 kólfa WANKEL hreyfli sem virðist vænni kostur í þessu tilfelli en stimpilvélamar. Fari sem horfir er ekki langt að bíða þess að MAZDA 626 tilraunabfll komi á götuna. WTM Vinn ngstölur ( ------ miðvikudaqinn: 9. mars 1994 ViNNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 63,6 2 18.755.000 n 5 af 6 LÆ+bónus 0 1.375.127 5 af 6 3 100.337 | 4af6 272 1.760 ra 3 af 6 QQ+bónus 935 220 Aðaltölur: BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 39.870.558 álsl.: 2.360.558 -fWMf • —— —— — • - ■ fJU Vinninqur fár til: Danmerkur og Finnlands UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 66 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BlflT MtC FVRIflVARA UM ÞRENTVILLUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.